Þjóðviljinn - 14.05.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1944, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. maí 1944. ÞJÓDVIIJINN 8 R1T8TJÓRI: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR . --------------------- Gerizt áskrifendur að MELKORKU Sjónarmið starfsstúlknanna Á miðvikudaginn var ykkur lof- .að að húsmæður og starfsstúlkur •skyldu ræðast við í næstu síðu, -en þar sem nú hvtorar um sig hafa .svo mikið að segja, verður þessi síða eingöngu helguð sjónarmiði starfsstúlkunnar. Húsmæðurnar koma svo bráðum og leysa frá skjóðunni. Hefur veriðI40 ár í vist Gudrún Ólajsclóttir. — Eg er nú af gamla skólanum •og er búin að vera í vist í 40 ár, segir Guðrún Ólafsdóttir. — Fjöriitíu ár, þú lítur ekki út fyrir að vera mikið meira. — Jú, en ég var ekki nema fimmtán ára, þegar ég byrjaði og •eins og þú sérð hefur mér ekki •verið ofþjakað í vistinni. BETRA ER Al5 VERA í VIST 1 KAUPSTAÐ EN SVEIT Fyrsta vistin sem ég fór í var í Bitru í Strandasýslu. Þar var ég í ijögur ár og fékk 25 kr. í kaup yf- ír árið. Svo fór ég að Kleifum í 'Gilsfirði og þar var fjölmennt og rskemmtilegt heimili. Þá fékk ég 50 kr. á ári og eftir það fór kaupið of- «rlítið að hækka. Eiginlega á ég afar ljósar endur- minningar frá starfi mínu. Hús- 'bændurnir hafa oftast vcrið glað- legir og góðir, en bað verð ég að segja að mil er munurinn að vinna hérna á Reykjavíkurheimil- runum, en það var í sveitinni. Þjón- nstubrögðin voru erfið. Allir skór gjörðir heima, og það sem verst ■var, var óréttlætið, sem ríkti gagn- ■vart stúlkunum samanborið við •piltana. Kaupið var (það er það rnú víst enn) helmingi lægra, og vinnutími stúlknanna miklu lengri. Þegar útivinnan var búin og pilt- nrnir lögðust upp í rúm, átti kven- fólkið eftir að mjólka, stoppa sokka og stagla skó. Nú er þetta orðið breytt. Stúlk- urnar taka ekki í mál að gjöra það, en þá kemur ])að bara á húsmóð- urina í staðinn og það er svo sem ekkert betra. JNLaður verður að hafa vissa sam- úð með fólkinu og það er bezt að hafa gott samkomulag. — Hvernig er kaupið síðan þú komst til Reykjavíkur? — Eg hef alltaf komizt vel af, en það er nú líka misjafnt hvern- ig á er haldið. — Nú hef ég 200 kr. á mánuði. Það eldir nú alltaf eftir af gamla tímanum í mér, og mér finnst það verði að gera kröf- ur til okkar líka. ÁKVEÐINN FRÍTÍMI — Það sem mér hefur þótt verst — heldur Guðrún' áfram — er hvað vinnutíminn er óákveðinn og á því sviði vildi ég segja að þyrfti mestra umbóta við. — Eg hef unn- ið hjá Thor Jensen og á ríkisbúun- um og það fannst mér eins og allt annar heimur, af því að þar var allt svo ákveðið. Margar húsmæður hafa dæma- laust lag á því að treina sér og stúlkunni vinnuna sem lengst, þó að þetta sé auðvitað mjög mis- jafnt. AÐ KUNNA TIL VERKA Það þykir ekki vandasamt að vera í húsi, en allt vill lagið hafa, og ég held það gengi oft betur að koma störfunum af, ef bæði við og húsmæðurnar kynnum betur til verka. Þegar ég geri upp við mig, er ég að minnsta kosti óánægðust með sjálfa mig, fyrir hvað lítið ég fékk að læra. í sveitinni var maður bara látinn öslast í skítverkunum og fékk ekki einu sinni að hella úr könnu handa gesti, því það þurfti húsmóðurin ævinlega að gera sjálf. Eg komst samt á Hússtjórn í Reykjavík einn vetrarpart. Þá var stundum lieldur lítið að bíta og brenna, því að ég kostaði mig sjálf. Við borðuðum þá miðdag í skól- anum, en svo var nú ekki hægt að kaupa mikið annað en sakkarín í vatnskakó og snúða til viðbótar. ELLIN —- Það er ef til vill nærgöngul spurning, en hvað verður um ykk- ur þegar þið hættið að geta unnið? — Helzt vill maður nú reyna að bjargast sjálfur í lengstu lög, en það eru auðvitað sumar sem ekk- ert hafa getað lagt fyrir, og kvað verður þá um okkur? Állt Úlafíu Jönsdðttur Hún cr yngri og kröfuharðari en Guðrún, og er fljót að leysa frá skjóðunni. KAUPIÐ OG VINNUTÍMINN. — Vinnutíminn er allsstaðar held ég ótakmarkaður og sjaldan neinir ákveðnir frídagar, þó það eigi að heita svo. Eg setti upp að hafa heilan frídag, þar sem ég er og fékk það. Eg er einnig laus öll kvöld og get stundum eitthvað gert fyrir mig á eftirmiðdögunum milli 3 og 5%. En þetta er líka hjá útlendingum sem ég vinn og þeir eru yfirleitt ákveðnari með vinnu- tímann og þvi betra að vera hjá þeim en íslenzku fólki. — Hvernig er kaupið? — Eg hef 300 kr. á mánuði, en kunningjakona mín liefur aðeins 100 kr. á mánuði, og frí einu sinni í viku frá 4Vo og fær stundum að fara út milli 3 og 6 á sunnudögum, en það er allt og sumt. í sumar vann ég á Borginni og hafði 700 kr. á mánuði, vaktaskiþti frá 7—2Yz annan daginn og 2Vo— 12 hinn daginn, og allt fritt. VIÐ ERUM SVO HÁÐAR. Það er svo sálardrepandi að vinna í húsi, vegna þess hvað mað- ur er alltaf háður húsmóðurinni. Það er ekki laust við að maður andi léttara ef hún einhverntíma skrepp ur út. Það er ekki liægt að setjast niður. beint fyrir framan hana og fá sér kaffisopa t. d. Þetta er hægt að gera á veitingastað, án þess að nokkur finni að, bara ef maður skilar sínum störfum. Það er svo óþægilegt að hafa „chefann“ þann- ig stöðugt yfir sér, og ennþá verra að oft á tíðum segir hún þá held- ur ekki fyrir verkum, en ætlast stöðugt til þess að stúlkan sé á þönum. Og þó hún eigi að eiga frí er stöðugt kallað til hennar, bara ef hún er heima. Flestum þessum frúm finnst nú líka stúlkan aldrei gera neitt. Það^getur komið ólund í hvaða manneskju sem er, útaf slíku. STARFSSTÚLIvA ÚT ÚR NEYÐ. Enda er það nú svo að við verð- um varla starfstúlkur nema út úr heyð. Ég geri það aðeins af því að ég er með 11 ára dreng, sem ég á, með mér og það er eiginlega ó- mögulegt að hafa barn mcð sér á veitingahúsi. — En það er miklu Tvílitar peysur með munsturbekk □□□□ nDDOoc □□ ocgaag OQOO >:<oooc<c OO OOuOOO Það er óþarfi að gefa uppskriftir af svona einföldum peysum, því flestar ykkar, sem eigið krakka, hafið prjónað peysur á þá. Garn fæst heldur ekki í búðum og fer þá lykkjufjöldinn eftir því gami, sem þið eigið í fórum ykkar. Prjónið með sama lit upp að handlegg, fell- ið af fyrir ermunum og prjónið á- fram nokkrar umferðir. — Skipt- ið um lit og prjónið bekkina eftir meðfylgjandi munstrum. — Hundarnir eru í sama lit og bolurinn, en hinn bekkurinn er með fleiri litum. Ólajiu J^nsdóttir. verra að vera í húsi en að vera í síld, fiski eða kaupavinnu — ég hef prófað það allt saman. Maður getur ekki sungið eða trallað eða spjallað við kunningjana og aldrei notið þeirrar samhjálpar sem fé- lagarnir veita. Það er bara frúin, sem alltaf er þar. — AÐBÚÐ STÚLKUNNAR. — Aðbúð starfsstúlkunnar hef- ur auðvitað mikið batnað. Nú fær hún oftast sæmilegt herbergi, og þær fá þó nú orðið að nota bað- lierbergi, sem þær oft ekki fengu áðflr. Það gengur vel á meðan stúlkan er frisk — en verði hún veik eru oft og tíðum stöðug ónot. Stúlkan, sem ég var að tala um, mætti ekki einn daginn, og þá kom frúin upp til hennar og spurði „hvort hún væri nú alveg að drep- ast“, það er auðvitað ekki svo skemmtilegt að fá slíkt framan í sig. Það er auðvitað hægt að finna góða staði, og stúlkurnar eru svo sem misjafnar líka, en þær eiga stundum heldur ekki skemmtilega aðstöðu. Nýlega heyrði ég t. d. um eina, sem búin er að vera 8 ár á sama stað, en nú er hún orðin 60 ára og þá vill fólkið fara að losna við hana, og fá sér nýja — svona gengur það. Allt þetta öryggisleysi, langi vinnutími og óákveðna frí, er hryllilegt. Kaupið er óskaplega misjafnt, og kemur það oft verst niður á þeim sem koma að úr /eit. Okkur myndi ekki veita af erkum samtökum, starfsstúlkun- En bað er nú einu sinni svo, umst allar eftir því að ■ eií: livað annað að gjöra og þess- •egna verður minna úr samtökun- •m en hjá öðrum stéttum. Formaö ir sfarf t ilcn félagslns hef r orðiö ?_ Aðalheiður S. Hólm. — Hvernig gengur ykkur með samtökin? — Okkur gengur illa að ná til stúlknanna á heimilunum. Starfs- stúlknafélagið var stofnað í þeim tilgangi að fá þær einnig með, en það hefur gengið illa — fáar hafa gengið í það og lítið áunnizt. Eins og Ólafía segir eru stúlkurnar oft aðeins stuttan tíma í þessari at- vinnu, eða vona að minnsta kosti að vcrða það. Og svo eru húsbænd- urnir auðvitað á móti því að þær gangi í slík samtök. Það er enginn atvinnurekandi, sem getur haft jafnmikil áhrif á vinnuseljanda eins og húsmóðirin. Mönnum finnst þeir eiga manneskjúna með húð og hári, svo að maður kemst að þeirri niðurstöðu, að hér sé um leifar af þrælahaldi að ræða. Einu sinni vissi ég t. d. um stúlku sem var fljótari að læra vísu heldur en frúin — en slíkt gat auðvitað ekld gengið. — Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.