Þjóðviljinn - 21.05.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Nœturvörður er í Laugavegsapóteki. '
Næturakstur í kvöld og annað kvöld:
Hreyfill, sírni 16,33.
Helgidagalœknir: Kristján Hannesson i
Mímisvegi 6, sími 3836. |
ÚTVARPIÐ í DAG: i
20.20 Einleikur á cello (Þórhallur Arnasön): .
a) Vöggulag eftir Godard. b)
Skemmtilag eftir Goens. c) Ave
María eltir Schubert. d) Uxa-menu-
ettinn eftir Haydn.
20.35 Erindi.
21.00 Lúðrasveit Reykjavikur leikur ís-
lenzk lög (Albert Klahn stjórnar).
21.3Ö Hljómplötur: Slavnesk Rhapsodia
eftir Dvorak.
ÚTVARPID Á MORGUN:
19.25 Hljómplötur: Fuglalög.
20.55 Hljómplötur: Lög Ieikin á óbó.
21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson blaðamaður).
21.20 Úavarpshljómsveitin: Itölsk þjóðlög.
Einsöngur (frú Nína Sveinsdóttir).
/ dag kl. 1,15 skemmtir Skóli Isaks Jóns-
sonar í Gamla Bió. Aðgöngumiðar, sem
eftir kmina að vera, verða seldir þar frá
kl. 12,30.
ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR
S'amkeyqmisgrevnarnar verða birt
ar á miðvikzidögum í sumar, því
ekki mun hœgt að gefa út nema
hálft blað, fjórar síður, á sunnu- ;
dógum vegna vinnutilhögunar I
prentara á laugardögum.
Næsta samkeppnisgrein birtist
í miðvikudagsblaðinu. — Sendið
greinar um líf alþýðunnar til sjáv-
ar og sveita, og látið fylgja með
góða mynd og helztu æviatriði. -—
Hundrað króna verðlaun veitt I
vikulega fyrir beztu grcinina.
Hjúkrunarkvennaskóli 1
Framhald af 3. síðu.
ana, sem í ráði er að koma á fót
á næstunni. En fæstar þær stofn
anir verða starfræktar án hjúkr-.
unarkvenna.
Niðurl. í næsta blaði.
LANDIÐ ER FAGURT
OG FRÍTT
Fuamh.af 3. síðu
frá Fagrahvammi, „Trjárækt
kringum bæi og hús“ eftir S.
Sigurðsson fyrrverandi búnaðar
málastjóra og „Garðrækt og á-
burður“ eftir Árna G. Eylands, ,
og er mér kunnugt um, að sum- j
ar blómaverzlanir bæjarins láta
þessa bæklinga af hendi endur-
gjaldslaust.
Takmarkið ætti að vera: að
hver fjölskylda fengi afnot af
litlúm réit til ræktunar. Þá fyrst
getum við, íslenzkar mæður
gert okkur vonir um að geta gef
ið börnum okkar þá fæðu, sem
þeim er nauðsynlegust og holl-
ust. Síðan styrjöldin hófst hef-
ur grænmeti aðeins fengizt sem
rándýr niðursuðuvara og auk
þess langt frá því að vera jafn-
gildi nýs grænmetis, en á sumr-
in er þessi sjálfsagða fæða,
barna jafnt sem fullorðinna, svo
dýr að hreinn munaður er að
veita sér slíkt.
íslenzkar konur, þó búast
megi við langri og erfiðri sókn
þar til þessu takmarki er að
fullu náð, þá sækjum samt fram
og leitumst við að glæða áhuga
valdhafa þessa bæjar á þeirri
nauðsyn, að hver sá, sem góðan
vilja hefur og aflögu tíma til
þess að rækta landið okkar, fái
þeirri löngun sinni fullnægt.
Eða er það til of mikils mælzt?
Á. J.
Theodóra Tfioroddsen ávarpar Isfirðinga
vegna lýöveldiskosninganna
Hannibal Valdimarsson mlsnotar nafn
Sktila Thoroddsen I ártiOri sfnum
Theodóra Thoroddsen svarar áróðri Skutuls á þessa
leið:
ÁVARP TIL ÍSFIRÐINGA
ísfirðingar! Eg hef rekizt á ritstjórnargrein í Skutli,
þar sem veifað er nafni mannsins míns, Skúla Thor-
oddsen, og skorað á ísfirðinga að greiða atkvæði á móti
stofnun lýðveldis til þess að halda minningu hans í
heiðri. Mér hefði sízt komið til hugar að nokkur ísfirð-
ingur myndi vilja verða til þess, að bendla minningu
Skúla við slíka hluti.
ísfirðingar! Meðan maðurinn minn lifði, hindruðuð
þið fangelsun hans, þegar ofsóknaraldan reis hæst. Eg
treysti ykkur til þess að vernda minningu hans nú frá
því að óhlutvandir menn noti nafn hans á móti dýr-
ustu hugsjón hans, sjálfstæði íslands.
ísafjörður hefur skipað heiðurssess í sjálfstæðisbar-
áttunni, fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar og annarra
góðra manna. Eg vona að enginn verði til þess að setja
þann blett á ísafjörð nú að bregðast í þeirri baráttu,
þegar vinna skal lokasigurinn og láta þá hugsjón ræt-
ast, sem Jón Sigurðsson, Skúli Thoroddsen og aðrir góð-
ir menn börðust fyrir allt sitt líf.
Eg vil fyrir mitt leyti skora á ísfirðinga að minn-
ast baráttu þeirra fyrir sjálfstæði íslands og í skjóli
þess alla sem einn að greiða atkvæði með stofnun lýð-
veldisins.
Theodóra Thoroddsen.
Leiðari Skutuls 'sem vísað er til,
endar þannig:
„Vegna ósamlyndis þingmanna
um allt. sem máli varðar, er eng-
in stjórnarskrá til, þegar stofna á
lýðveldið. Á áburð ósamlyndisins
er svo klínt stjórnarskrárheiti og
þjóðin beðin að samþykkja, óséð
lengi vel. Með öðrum orðum. —
Nú er komið að hinum innlenda
þætti sjálfstæðismálsins, og þá er
spurningin: A nú engar kröfur að
gera um sjálfræði og sjálfstæði,
frelsi og forræði? Eigum við að
taka þegjandi við öllu sem að okk-
ur er rétt og láta þegar i stað Jeggja
grunninn að innlendu kúgunarvaldi
með bráðómögulegri stjórnarskrá?
Mundu sjálfstæðishetjurnar Jón
Sigurðsson, Skúli Thóroddsen og
Magnús Torfason hafa lyppazt
niður fyrir innlenda valdinu og lof-
að því að hreiðra um sig í skjóli
deyfðar og sinnuleysis og skipu-
lagðs stjórnarofbeldis í einliliða á-
róðri ríkisbáknsins? Nei, þeir hefðu
andmælt og mótmælt og ísfirðing-
ar hefðu a. m. k. ekki látið á sér
standa. Stjórnarskrárlappinn er að
öllu auðvirðilegri en uppkastið
1908 og því er enn heitið á ísfirð-
inga að Snúast gegn honum allir
sem einn. Mótmælið allir. Setjið
kross við nei á seinni kjörseðlinum.
Með því er þó gerð tilraun til að
halda í heiðri minningu Jóns Sig-
urðssonar og Skúla“.
ÁVARP frá í. S. I.
Á þessum merkustu tímamótum í sögu lands vors vill
stjóm íþróttasambands íslands, að gefnu tilefni, lýsa á-
nægju sinni yfir aðgerðum hæstvirts Alþingis í sambands-
máiinu og um stofnun lýðveldis á íslandi. Jafnframt skor-
um við á öll sambandsfélög vor, og alla íslenzka íþrótta-
menn, að gera nú skyldu sína við ættlandið, með því að
greiða í dag jákvætt atkvæði, með sambandsslitum og um
leið stofnun hins íslenzka lýðveldis.
íþróttamenn, þér sem jafnan hafið verið í flokki hinna
þjóðræknustu, látið engum líðast að sitja heima, sem eigi
hefur greitt atkvæði. Munið, að samtaka sigmm vér. ís-
land kallar nú á ykkur. Verið viðbúnir, og látið sjá, að
þér viljið nú og í framtíðinni vera sterkustu stoðir hins
endurreista lýðveldis. Látum aldrei framar önnur bönd
binda fsland, vort ættarland, nema „bláfjötur Ægis við
klettótta strönd.“
Stjóm íþróttasambands íslands.
Viðsjárverðar konur
(Dangerous Blondes)
Bráðskemmtilegur amerískur
sakamála- og gamanleikur.
ALLYN JOSLYN,
EVELYN KEYES,
EDMUND LOWE,
JOHN HURBAKD.
Sýnd kl. 7 og ð.
Bönnuð fyrir bömum innan
12 ára.
Jacaré
Meinvættur frumskóganna
Fróðleg, falleg og spenn-
andi mynd af dýralífinu í
frumskógunum við Ama-
zonfljótið.
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Fegurðardísir
(Hello Beautiful).
Amerísk gaman- og miisík-
mynd.
GEORGE MURPHY,
ANN SHIRLEY,
CAROLE LANDIS,
BENNNY GOODMAN
ag hljómsveit hans.
DENNIS DAY útvarps-
löngvari.
tmm®* K&a m£
n
Vörðurinn við Rín
(„Watch on the Rhine“) |
Mikilfengleg stórmynd.
Aðalhlutverk:
Bette Davies,
Paul Lukas.
Bönnuð bömum yngri en
12 ára.
Sýnd kL 4, 6,30 og 9.
Bamasýning kL 2.
Söngvaeyjan
Litskreytt söngvamynd með;
BETTY GRABLE,
VICTOR MATURE.
Sala hefst kL 11 f. hád.
„í álögum". Óperettan ,,í álögum“ verð-
ur s>Tid n. k. þriðjudagskvöld og er það
síðasta sýning fyrir Hvítasunnuna. Vafi
leikur á hvort hægt muni að sýna hana
oftar én þrisvar enn, þar eð leikendumir
munu sumir hverjir vera að fara úr bæn-
um.
„Pétur Gautur“ verður sýndur kl. 8 í
kvöld og er það seinasta sýning fyrir
Hvítasunnu. Sýningum á Pétri Gaut fer
nú að fækka því nýtt viðfangsefni er nú
í uppsiglingu og er ]>að síðasta leikritið,
sem tekið verður á þessu starfsári.
TÓNLISTAFÉLAGIÐ
„í ÁLÖGUM”
Óperetta í 4 þátíum.
Sýning á þriðjudagskvöldið kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir á morgun -(mánudag)
kl. 4—7 í Iðnó.
Síðasta sinnið fyrir Hvítasunnu.
■
Tónlistítrfélaglð og Lelkfélag Rcykjavflkw.
Fétiir Gaiií
Leikstjóri: frá GERD GRIEG.
Sýning í kvöld kL 8.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 2 í dag.
*****
Félag afgreiðslustúlkna í brauða- og
mjólkurbúðum semur við atvinnurekendur
Samningaumleitanir hafa imdanfarið staðið yfir milli ASB,
félags afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkursölubúðum annars
vegar og Bakarameistarafélags Reykjavíkur og Alþýðubrauð-
gerðarinnar h.f. hinsvegar. Vinnustöðvun hafði verið ákveðin í
gærmorgun. Samningar tókust í fyrrakvöld.
Helstu atriði samningsins eru
þau, að greiddir veikindadagar
eru 45 á ári, uppsagnarfrestur
1—3 mánuðir eftir starfsaldri,
greiðsla fyrir helgidagavinnu.
Þá er og það nýmæli í þessum
samningum, að nú er í fyrsta
skipti samið fyrir aðstoðarstúlk
ur í brauðgerðarhúsum.
Kaup afgreiðslustúlkna sem
vinna allan daginn og aðstoðar-
stúlkna er sem hér segir:
Fyrstu 3 mán. kr. 205.00 á mán.
Næstu 3 —
Eftir 6 —
— 12 —
— 18 —
— 24 —
— 36 —
— 220.00 -
— 235.00 -
— 255.00 -
— 270.00 -
— 280.00 -
— 290.00 -
Auk þess fá þessar stúlkur
bætt kaup sitt með kr. 10.00 á
mán. vegna þvotta á sloppum.
Kaup afgreiðslustúlkna, sem
vinna hálfan daginn er sem hér
segir:
Fyrstu 3 mán. kr. 150.00 á mán.
Næstu 3 — — 160.00
Eftir 6 — — 175.00
— 12 — — 190.00
— 18 — 200.00
— 24 — — 210.00
— 36 — — 215.00
Kaup þessara stúlkna er bætt
með kr. 7.00 á mánuði vegna
sloppaþvotts.
Undanfarin ár hafa engir
samningar verið um kaup og
kjör afgreiðslustúlknanna. Full
yrða má að með samningum
þessum hafi kaup þeirra verið
bætt allverulega auk þess sem
kaup og kjör eru nú tryggð með
samningum.
Stjórn ASB fór með samning-
ana ásamt Þorsteini Péturssyni,
sem vann að samningagerðinni
fyrir hönd Fulltrúaráðs verk-
lýðsfélaganna.