Þjóðviljinn - 23.05.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1944, Blaðsíða 1
] árgangur. Þriðjudagur 23. maí 1944. 112. tölublað. Lýdveldískosnín^amar; 'AV'J^ftMWVWJVWWUWJWWWWVVW^ Begkoihinp! Mi i iai iieiflri W I 20 sýslum og kaupsföðum er þátftakan 98 — 100 86 hreppar hafa þegar skilaö 100 0 Um 60 hreppar hafa letrað nafn sitt óafmáan- lega á spjöld íslandssögunnar með því að skila 100% þátttöku í lýðveldiskosningunum. Það eru þessir hreppar: Úr Gullbringusýslu: Bessastaðahreppur V atnsley sustrandarhreppur Grindavíkurhreppur Úr Kjósarsýslu: Kjalarneshreppur Úr Borgarfjarðarsýslu: Hálsahreppur Innri-Akraneshreppur Strandarhreppur Reykholtshreppur Leira- og Melasveit Skilmannahreppur Skorradalshreppur Úr Mýrarsýslu: Borgarhreppur Hvítársíðuhreppur Þverárhlíðarhreppur Úr Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu: Helgafellssveit Skógarstrandarhreppur Fróðárhreppur Eyrarsveit Kolbeinsstaðahreppur Staðarsveit Úr Dalasýsiu: > Haukadalshreppur Hvammshreppur Hörðudalshreppur Klofningshreppur Laxárdalshreppur Miðdalahreppur Saurhæjarhreppur Skarðshreppur Úr Vestur-Barðastrandasýslu: Ketildalshreppur Rauðasandshreppur Tálknafjarðarhreppur Úr Norður-ísafjarðarsýslu: Snæfjallahreppur Reykjafjarðarhreppur Ögurhreppur Framh. á 5. síðu. Þátttakan í lýðveldiskosningunum er glæsilegri en jafnvel þeir bjartsýnustu höfðu gert sér vonir um. 86 hreppar hafa þegar skilað 100% þátttöku. Af sýslunum hefur Vestur-Skaftafellssýsla metið: 100%, Dalasýsla er næst með 99,9% og Rangárvallasýsla þriðja, með 99,7%. Fjórtán sýslur og kaupstaðir eru með 98— 99% og sex með 99—100%. Alls staðar þar sem frétzt hefur er þátttakan yfir 90%. Akureyri er lægst með 91,8%, Reykjavík er næst- lægst með 93,5%. Reykvíkingar verða því að nota dag- inn í dag vel. — Nokkuð hefur borið á því, að Danir, búsettir hér, hliðri sér hjá þátttöku af ótta við að vera tortryggðir, þeir þurfa að gera sér það ljóst, að sá ótti þeirra er ástæðulaus. Reykvíkingar! Gerið skyldu ykkar! í dag er síðasta tækifærið til að bjarga heiðri höfuðborgarinnar. í DAG ER SÍÐASTI DAGUR ATKVÆÐAGREIÐSL- UNNAR. Samkvæmt upplýsingum frá landsnefnd lýðveldiskosning- anna var þátttakan í gærkvöld sem hér segir: BORGARFJAllÐARSÝSLA. 1862 af 1931 kjósendum, 96.4%. MÝRASÝSLA. 1135 af 1144 kjósendum, 99.2%. SNÆFELLNESS OG IINAPPADALSSYSLA. 98.6%. DALASÝSLA. 824 af 825 kjósendum, 99.9%. B ARÐ ASTR AND ARSÝSL A. 98.5%. V.-ÍSAFJARÐARSÝSLA. 1183 af 1207 kjósendum, 98%. í S AFJARÐ ARKAUPSTAÐUR. 1470 af 1560 kjósendum, 94.2%. Landgræðslusjóður 59000 kr, Það hefur sýnt sig að lands- menn eru ákveðnir í því að hefja með stofnun lýðveldisins nýja sókn til þess að græða landið. í gær höfðu safnazt í Land- græðslusjóð Skógræktarfélags- ins 50 þús. kr. hér í Rvík og 9 þús. í Hafnarfirði eða samtals 59 þús. kr. Vísitalan 270 Ríkisstjórnin skipuleggnr hækkun cfýrtíOar og vísitöiu Samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar hefur vísitalan fyrir maímánuð reynzt 270 eða 4 stig um hærri en í apríl. — Hækk- unin stafar mest af smjörverð- inu. Það var á valdi ríkistsjórnarinn- ar að ákveða hvort vísitalan skyldi hækka eða lækka úr 266. Þegar ameríska smjörið kom, þá kostaði það rúmar 8 kr. hingað komið. Með því að selja það með venju- legri álagnignu, og koma á smjör- skömmtun, var hægt að minnka dýrtíðina. Með því að leggja á smjörið 200% var hægt að auka dýrtíðina. Ríkisstjórnin kaus hið síðara. Hvert stig kostar ríkissjóð 150 þús. kr. í auknum launagreiðslum. — Fjármálaspekina í þessu sér hver maður. Hvað er það eigin- lega, seni vakir fyrir þeim mönn- um, er gera svona bandvitlausar ráðstafanir? N.-ISAFJARÐARSYSLA. 98%. STRAND ASÝSLA. 1112 af 1127 kjósendum, 98.7%. V.-HÚNAVATNSSÝSLA. 867 af 873 kjósendum, 99.2%. Framhald á 8. síðu. — IfaSíUaóknín — • liltllMIMIItllMIIIIIIIMIMIIIIMMtllMlfllllllllilUIIIIIIIIUIIHItllB Bretar í líthverfam Ponfe Corvo Þjóðverjar tefla nú fram varaliði sínu og gera áköf gagnáhlaup til að reyna að hnekkja sókn Bandamanna á mikilvægustu köflum Ilitlerslínunnar. Er talið að þeir beiti nú öllu því liði, sem þeir eiga völ á þarna. Frakkar hafa rofið þjóðveginn milli Ponte Corvo og Pico. Geysa ákafir bardagar um veginn. — Kanadiskar framvarðasveitir eru komnar inn í úthverfi Ponte Corvo sem er kallaður lykillinn að vörnum Liridalsins. Harðir bardagar geysa hja Pico, er það 5. herinn, sem þar sækir á. — Frakkar hafa kom- ið sér vel fyrir á hæð nálægt bænum. í Liridalnum nerjast Bretar báðum megin Aquino-árinnar. Pólskar hersveitir eiga í áköf um bardaga við austurríksar fjallahersveitir nálægt Piedi- monte. Hafa Pólverjar unnið nokkrar hæðastöðvar þarna. Á sunnudaginn voru amerísk- ar framvai’ðasveitir komnar inn í útjaðar bæjarins Terracina í sókn sinni norður með vestur- strönd Ttalíu. Þjóðverjar tóku Framhald á 8. siðu. Sóknarundirbúningur Rússa Poul Winterton fréttaritari brezka útvarpsins í Moskva símar, að það sé almennt álitið þar, að væntanleg sókn rauða hersins verði ennþá öflugri en nokkur fyrri sókn hans. Segir Winterton viðbúnað Rússa feikilegan og baráttuvilja her- mannanna mikinn. Rússneska stórskotaliðið var áð- ur talið hið bezta i heimi, en nú tilkynna Rússar, að þeir séu farnir að framleiða alveg nýja tegund fallbyssna, sem eru þrefalt stór- skeyttari en eldri byssur, en þó léttari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.