Þjóðviljinn - 23.05.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.05.1944, Blaðsíða 7
I 7 Þriðjudagur 23. maí 1944. » JÓSVIL JINN KARTAFLAN OG KRAKKARNIR HENNAR i > *■ PHYLLIS BeNTLEY: ARFUR (Lauslega þýtt) „Já, þér verður fleygt í svínamatinn og það er auðvit- að merkileg lífsreynsla. En við verðum steiktar og bornar á borð á fallegu fati, því að við erum mannamatur. Það þykir okkur nú, satt að segja, skemmtilegra". Þegar fallegu kartöflurnar fóru að tala um, að þær yrðu lagðar á fat og væru mannamatur, þá grét ljóta kartaflan. Það var mikið táraflóð, því að hún hafði þrett- án augu. — Svo liðu fram stundir. Einn góðan veðurdag var kjallarinn opnaður upp á gátt — utan frá. Sólskinið var svo bjart, að kartöflurnar gátu ekki opnað nema eitt auga í senn. Nú voru ekki sóttar fáeinar kartöflur í skál, heldur troðfullir pokar. En það var ekki itekin hvaða kartafla sem var, og ljóta kartaflan var logandi hrædd um, að hún yrði ein skilin eftir. En hún fékk að fara með! Og aldrei hafði hún lifað glaðari stund. Kartöflupokarnir voru bornir burt og hellt úr þeim úti á itúni. Þær fengu allar ofbirtu í augun. Síðan voru þær teknar, ein og ein, og settar niður í lausa mold. Þá fannst' kartöflunum fara svo vel um sig, að þær héldu fyrst að þær væru komnar til himnaríkis. Ljótu kartöflunni leið bærilega. Eftir litla stund komu ánamaðkar, heilsuðu henni hæversklega, skriðu í kringum hana og sögðu, að þetta væri sú fallegasta kartafla, sem þeir hefðu séð. Þá hló ljóta kartaflan. Það leið ðkki á löngu áður en ljóta kartaflan fékk annað umhugsunarefni en útlit sitt. Hún eignaðist fjölda krakka, sem vildu fara sitt í hverja áttina, og það er ekki go'tt að vita, hvað af þeim hefði orðið, hefði hún ekki fest öll börnin á þráð, og haldið í þau. Hún átti svo ann- ríkt, að hún naut hvorki svefns né matar. En hún var svo hreykin af börnunum sínum að hún skaut grænum blöðum og bláleitum blómum upp í dagsbirtuna, til að sýna, hvar fjölskyldan væri. Qg ÞETTA Háskólakennari nokkur í Ame- ríku, að nafni Mller, er alkunnur fyrir það, að gera vinum sínum og kunningjum skráveifur. Eru sa>,ð- ar af því margar sögur: Einu sinni var hann staddur á sveitabæ, sá þar óvenjulega stór nautshorn og bað bóndann að gefa sér þau. Þegar hann kom heim, bjó hanu vandlega um hornin og skrifaði utan á til nágranna síns. Svohljóð- andi bréf setti hann í böggulinn: „Hér með sendi ég yður hornin af hinum helga egyptska uxa í þeirri von og vissu, að þér geymið hina fágætu gripi vel. Virðingarfyllst. Yðar einl. Cæsar Youtíj“. Maður þessi er auðvitað enginn til, en Miller átti vin í Jvairo, sendi honum böggulinn og bað hann að koma honum í póst. Nágranni Millers fékk því nautshornin send frá Kairo og varð bæði undrandi og hrifinn. Hann bauð Miller og fleiri vinum sínum heim til te- drykkju og sagði þeim frá hiuum ágæta manni, Cæsar VouU, sem liafði sent honuin fornhelga, kjör- gripi. Hornin hengdi hann upp á vegg og hafði þau að umræðuefni við alla gesti. Eitt sjnn fór Miller ti! Wasbing- ' ton. Hann átti kunningja í stjórn- ; arráðinu og fór að hitta hann. Þar sá hann skál með nafnspjöidum ýmissa heimskunnra manria og sendiherra erlendra ríkja. Miller bað kunningja sinn að gefa sér fá- ein þessara nafnspjalda og hafði þau lieim rneð sér tííðan sætti hann lægi, þegar hann vissi, að vinir hans voru ekki heima, spurði eftir þeim, þar sem þeir bjuggu, og skildi eftir eitt nafnspjaldanna. En það er sumum vinum lians ráð- gáta enn í dag, hvaðá erindi hinir erlendu sendiherrar hafi átt við þá. Miller þessi kvað annars vera alvörugeffnn og frómur maður í starfi sínu, bæði sem kennari og vísindamaður. Hversvegna lagðist hann ekki útaf í snjóinn og sofnaði í síðasta sinn? Til hvers átti hann að lifa? Ilann hafði misst alla ástvini sína. ' — misst þá á svo sorglegan og ; hryllilegan hátt, að slíkt var ekki unnt að afbera. Dauðinn var líka einfaldasta leiðin. Ilann var aleinn, villtur í blindhríð og vissi ekki hvert hann átti að stefna. Það hlaut að vera gott að leggjast útaf og láta skeika að sköpuðu. „Asni, asni!“ sagði hann við sjálf an sig og barði fótunum niður í snjóinn. Hann var þó ekki að hugsa um að leggjast útaf og deyja, eins og aumingi! Nei, nei. Blóð ættar- innar tók að streyma örar í æðum hans og hann herti gönguria í þá átt,, sem hann hélt að vegurinn væri. Það fór að rofa til. Hann sá lengra og lengra frá sér. Seinast náði ,hann þjóðvéginum. Vagninn kom hægfara eftir veg- inum í áttina til hans. Henry Brigg teygði sig út um vagngluggann, kallaði til hans. og veifaði hönd- unum. áður en hann nam staðar og datt áfram í snjóinn. Brigg hló að hrakförum sínum. Kona hans, dóttir og allir, sem í vagninum voru hlógu líka. Það var svo kátleg sjón að sjá þennan litla, feita mann á fjórum fótum í snjóri- um. Jafnvel Will brosti. „Inn með þig drengur", sagði Brigg og hristi af sér snjóinn. „Hvar hefurðu verið? Hvað eiga' svona útúrdúrar að þýða? Inn með þig á auga lifandi bragði og fáðu þér sopa úr flöskunni sem hún Bessy hefur, til að hita þér“. Will steig inn í vagninn og hann fór af stað. Það var komið bjartviðri og sól- in gægðist milli skýja. Brigg og Bessy sátu sitt hvoru megin við Will og hann drakk úr- flösku, sem | þau réttu Iionum. Drykkurinn rak úr honum hrollinn. Hann hafði misst föður sinn, unn ustu og æskuvin. — En lífið hélt áfram, þrátt fyrir allt, og gat enn fært lionurn einhverjar gjafir. — Hann átti að minnsta kosti verk- smiðjuna og var erfingi feðra sinna. ★ ÖNNVR BÓK ÞRJÚ SYSTKIN fyUsti kafli Morguninn eftir vaknaði Will á Bin Royd. Brigg hafði fengið hann til að gista kvöldið, sem þeir koniu frá York. Það var áreiðanlega orð- ið framorðið. Ilann heyrði hávaða utan frá verkstæðinu og skrölt ncðan úr eldhúsinu. En Will flýtti sér ekki á fætur. Hann lá hreyfingarlaus með hend- urnar undir hnakkanum og hugs- aði um framtíð sína. Hann hugsaði ekki um það liðna. Hann gerði upp reikningana við liðna tírnann í gær, þegar hann hleypti í sig kjarki, .brauzt gegn- um hríðina í áttina til vegarins — og til lífsins. Ilann átti enga ættingja, engan vin. Því varð hann að byrja lífið að nýju — á eigin spítur. Ilonum varð það ljóst, að eig- inlega hafði hann þegar ákveðið að eiga Bessy Brigg. Hann vissi ekki, hvort hann hafði tekið þessa ákvörðun í hríðinni, á heimleið- inni í vagninum eða jafnvel meðan hann svaf um nóttina. Og nú, þeg- ar hann athugaði málið með kaldri skynsemi, sá hann, að þetta var það bezta, senr hann gat gert, úr því, sem kbmið var. Og úr því ekki var um neitt annað að ræða, gat hann alveg eins beðið hennar strax í dag — ja, meir að segja samstundis, hugsaði hann, fleygði ofan af sér sænginni og fór að| klæða sig. Forfeður lians höfðu aldrei verið seinir til framkvæmda. „En ef hún vill mig ekki?“ sagði hann allt í einu við sjálfan sig. „O, jú, hún er vitlaus eftir mér“. Will gekk niður stigann. Brigg var úti og var að breiða vaðmál t.il þerris. Bessy stóð hjá honum og þau voru í ákafri samræðu um, ! hvað ætti að hafa til miðdegisverð- ar. Hún hafði bera handleggina krosslagða á brjóstinu og var rjóð í vöngum, þrátt fyrir kuldann. Þau buðu Will glaðlega góðan daginn og spurðu, hvernig hann hefði sofið. Ilann sagðist liafa sof- ið ágætlega og liefði góða matar- lyst. Bessy svaraði því, að hún væri einmitt á förum inn til að matbúa, en var þó kyrr. Nú varð þögn og þau horfðu öll á vefinn. Will strauk hann af gömlum vana. Hér var allt svo rólegt og frið- samlegt — notaleg hvíld eftir dag- inn í gær. Allt í einu sagði Brigg :„Eg ætla að sækja sporana, sem ég fékk lán- aða hjá föður þínum, og skila þér heim“. Hann fór og Bessy ætlaði á eftir honum, en Will stöðvaði hana „Bessy, viltu verða konan mín?“ spurði hann. Það var ekki að sjá, að Bessy kæmi þetta á óvart. Húri leit hvasst á hann: „En livað ætlarðu að gera við 'hina — systur Joe Bamfordt?“ spurði hún. Will roðnaði. „Það er allt búið að vera“, svaraði hann stuttlega. „Þú veizt, að því er lokið fyrir löngu“. „Jæja“, sagði Bessy og var á báðum áttum. Hún gekk í áttina heim að húsinu, nam staðar og sneri sér við. „Eg ætla mér c.kki að taka mann af annarri konu, Will Oldroyd1*, sagði hún. En þegar lnín leit fram- an í hann, bætti hún við: „Ja — auðvitað — ef það er áreiðanlegt, að það sé búið — —“ „Heyrðu mig nú, Bessy“, sagði Will og tók um handlegg hennar. „Svaraðu greinilega, stúlka mín. Viltu eiga mig eða ekki?“ Rödd hans var svo ákveðin, að Bessy datt í liug, að ef hún neit- aði honum, gæti liann valið úr fjölda stúlkna, sem væru að sálast af ást til hans. Þessvegna sagði Bessy afdráttarlaust: „Já“. „Ágætt, þá er það komið í kring“ sagði Will ánægður og sleppti hand legg hennar. Bessy horfði á hann ljómandi af ást og aðdáun. Hann lagði handlegginn utan urn hana og þau gengu inn. Frú Brigg tók þeim með mikl- um fögnuði og óskaði þeim til ham- ingju.' „Eg vissi það alltaf, að þið mund uð verða hjón“, sagði hún. Will gretti sig — alveg óvart. Sú var tíðin, að hann hafði aðrar hugmyndir um, hvernig konan hans ætti að vera. En hvað þýddi að hugsa um það? Æska hans var liðin og hann vildi ekki muna hana. „Eg er viss um, að okkur kemur vel saman“, sagði hann af sann- færingu. Bessy skellti saman lófunum og sagðist hafa alveg gleymt að hugsa. fyrir matnum. Hún flýtti sér fram i eldhúsið. Will og Bessy giftust um vorið. Will reisti fallegt liús rétt lijá verk- smiðjunni. Brigg hafði lánað hon- um peninga. Þeim leið ágætlega. Bessy var mjög myndarleg húsmóðir. Ilún bjó til góðan mat. Ilún var alltaf í góðu skapi og brosti elskulega í hvert skipti, sem hún sá Will, jafnvel þó að hann kæmi of seint. að borða. Framtíðin virtist glæsi- leg. Þau voru ung og hraust. Og verksmiðjan tók stöðugum fram- förum. Will fór að þykja vænt um Bessy þegar hún gekk með fyrsta barn- ið. Hann sýndi henni mestu nær- gætni í öllu. En hún var hraust og glöð að vanda og hló að honum, þegar hann gerði sér ferð frá vinnu sinni á daginn til þess að vita, hvernig henni liði. Þeim fæddist drengur í janúar- mánuði árið eftir að þau giftust. En í maí um vorið var barnið og foreldragleðin orðin aðeins minn- ing. Og það meir að segja minning, sem Bessy virtist ekki liggja þungt á hjarta. Þegar barnið dó, grét hún ákaflega og hjónin höfðu aldrei verið eins samrýmd og þá, í raun- um sínum. En Bessy tók gleði sína mjög fljótt aftur. Hún gekk rösk- lega um húsið, kát og skrafhreyf- in og hugsaði sem svo, að hún mundi eignast barn aftur. AVill tók þessu öðruvísi. Þetta var fyrsta barnið hans, sonur hans* sem átti að bera nafn ættarinnar. Og honum var farið að þykja svo vænt um barnið. Hann mundi, hvað það hafði mjúka liúð, örsmáa fingur, sem voru alltaf á iði, og fíngert, dúnmjúkt hár á kollinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.