Þjóðviljinn - 23.05.1944, Blaðsíða 3
I’riðjudagur 23. maí 1944.
ÞJÓÐVILJINN
S
Fyrsti sigur minn
Þessar síðustu víkur hefur norska tónskáldið Edvard Grieg
orðið enn nákomnari íslcndingum, að minnsta kosti Reykvíking-
um, en áður, vegna Péturs Gauts.
Greinina, sem hér fer á eftir, ritaði Grieg fyrir enskt tímarit,
og kom hún út 1905. Hún er endurjprentuð í The Norseman, hinu
ágœta tímariti jyróf. Worm-Múllers, og þýdd úr því.
Eg hef verið beðinn um að segja
írá fyrsta sigri mínum. Mig langar
mest til að segja, að það mundi
verða fyrsti sigur minn, ef ég kæm-
ist slysalaust út úr því tiltæki,
svo erfitt finnst mér það. Efnið
vekur aðrar spurningar. Hvaða sig-
irr er fyrstur? Er nokkur sigur til?
Er því ekki alltaf þannig varið,
að þegar maður hefur náð ein-
hverju marki, sem manni fannst
þýðingarmikið, þá flýgur manni
jafnan í hug: „Þetta var ekki neitt,
.alls ekkert?“ Koma okkar í þenn-
an heim, er vafalaust sigur, en
fyrst og fremst sigur listamanns-
ins mikla, sem við köllum „Nátt-
iiru“. Hvort það er sigur fyrir okk-
ur sjálfa, er óvíst. Og sjálft hug-
takið sigur, hversu ólíkt er það
-ekki í hugum ólíkra manna! Það,
sem þessi mundi kalla sigur, kall-
ar annar hið gagnstæða. I hverju
er sigur fólginn? Það er aðalatrið-
ið. Er það það, sem þessi eða hinn
hópur manna, áhorfenda, áheyr-
enda eða lesenda, mundi kalla að
hitta naglann á höfuðið, sem lista-
maðurinn getur tekið sem öruggt
merki um sigur? Eða er það ánægja
einhverra sérstakra manna, sem
hann metur mikils fyrir dómgreind
þeirra? Er það ekki frekar þessi
mikli atburður, sem verður í vinnu
stofu listamannsins, þegar hann
brýzt eins og Námamaður Ibsens
með hamar’í hendi iiin að kjarna
leyndardómsins? Er það ekki þessi
leitandi andi, sem grefur og grefur,
dýpra og dýpra, til að ná haldi á
leyndardómnum, sem svífur fyrir
hugskotssjónuni hans innst inni?
Er það ekki þessi leit, þessi eilífa
leit í vöninni um að uppgötva ein-
hvern tíma smáblett af ókönnuðu
landi, sem er æðsti unaður lista-
mannsins? Eða er 'það bernskan,
þrár, draumar og vonir fyrstu æsku
■áranna, sem ciga hinn háleita skáld
skap, vænta hinnar göfugustu og
fegurstu lífsgleði, og færa þannig
hina stærstu sigra.
Það er lítið gagn í því til að
svara þessum spurningum að taka
til fyrstu og beztu hljómleika
manns og telja upp svo og svo mikl
ar lófaklappshrinur. Fyrir mér kem
nr það allt saman málinu ekkert
við. Eg vil heldur fára öðru vísi
að. Eg ætla að segja frá nokkrum
af fyrstu cndurminningum mínum,
gleði þeirra og sorgum.
Því ekki að byrja á byrjuninni?
Hvað hætti að hindra mig í að rifja
upp, með hvílíkum dásamlegum- og
dularfullum unaði hendur mínar
teygðu sig upp á píanóið til að
nppgötva — lag, nei! Það var langt
undan. Nei, það hlýtur að hafa
verið samhljómiir. Fyrst þriðjungs-
nóta, síðan samhljómur þriggja,
svo samhljómur fjögurra, og Ioks
með báðum höndum, — hvílík
gleði! — samtenging fimm nótna,
samhljómur hinnar níundu. Þegar
ég hafði afrekað þetta, átti ham-
ingja mín sér engin takmörk. Það
var sannarlega sigur! Enginn síðari
sigur hefur nokkurn tíma liaft jafn
mikil áhrif á mig. Eg var um fimm
ára gamall.
Ári seinna byrjaði móðir mín
að kenna mér að spila á píanóið.
Mig grunaði ekki, að vonbrigði
biðu mín þegar þar. En fljótlega
varð mér ljóst, að ég varð eimitt
að æfa það, sem var leiðinlegt. Og
móðir mín var ströng, óhaggan-
lega ströng. Þó að móðurhjarta
hennar hafi glaðzt yfir því, að ég
reyndi þolinmóðlega að skilja allt
og sýndi með því uprunalega list-
hneigð, þá lét hún a. m. k. aldrei
í ljós neina ánægju yfir því. Það
var þvert á móti engin smá yfir-
sjón í hennar augum, ef ég sat við
píanóið niðursokkinn í draumóra
í staðinn fyrir að keppast við hina
ákveðnu lexíu. Og byrjaði ég aft-
ur á fingraæfingunum og „skölun-
um“ og öllum þessum bansettum
tækniæfingum, sem voru barnaleg-
um þrám mínum, sem steinar í
stað brauðs, hafði hún stöðuga gát
á mér, þó að hún væri ekki í her-
berginu. Einn daginn kom ógnandi
hróp utan úr eldhúsinu, þar sem
hún var önnum kafinn við að búa
til miðdegismatinn :„Svei Edvard!
Hærra f, hærra f, ckki f“. Eg féll
í stafi fyrir snilli hennar. Ef ég
hefði verið iðnari og fylgt fúslegar
hinni öruggu leiðsögn hemyár
mundi ég að mörgu leyti hafa ver-
ið betur settur. En hin ófyrirgef-
anlega draumhneigð mín var þeg-
ar byrjuð að færa mér þá erfiðleika
sem hafa fylgt mér aílt lífið. Hefði
ég ekki erft hið ótæmandi þrck
móðnr minnar eins og tónlistar-
gáfu hennar, mundi ég aldrei hafa
komizt frá draumum til dáða að
neinu leyti.
Skólaganga mín byrjaði um
sama leyti og tónlistarnámið, og
ég verð að játa, að ég var jafnlatur
í skólanum og við píanóið. Árang-
ur þess tímabils sýnir mig ekki
í sérlega hagstæðu ljósi. En svona
var hann. Út með það!
Ég man vel eftir einum reikn-
ingstíma á fyrsta skólaárinu. Við
áttum öll að rcikna sama margföld-
unardæmið, og sá sem varð fyrstur
og sannaði þannig, að hann væri
snjallastur, átti að fá , einu stigi
hærra í einkunn.
Metnaðurinn óx mikið í mér. —
Ó, nú varð ég að vera sniðugur!
— Og mér datt snjallræði í hug: til
að verða sem fljótast búinn ætlaði
ég að skilja allar tölurnar eftir,
því að ég áleif þær einskis virði.
Mér leikur grunur á, að þetta
hafi verið vafasamur sigur, — eða
ölíu heldur glappaskot. — En ég
varð vitrari af reynálunni. Síðan
hef ég lært að taka tillit til talna!
Og það var, þegar allt kom til alls,
i sigur inn á við, svo að ég get djarf-
lega haldið áfram sögunni af
glappaskotum mínum.
Frá því ég var tíu ára gamall,
bjuggu foreldrar mínir á hinum fal-
| lega herragarði, Landaas, fáeinar
mílur frá Björgvin. — Á hverjum
! morgni varð ég að ganga í skól-
ann með eldri bróður mínum í
hinum alræmdu rigningum og
hvassviðri Björgvinjar, og mér
tókst með kænlegu bragði, að hag-
nýta mér rigninguna.
Það var venja í skólanum, íið
nemendur, sem komu of seint,
fengu ekki að koma inn í bekkinn
fyrr en í lok fyrsta tíma. Þetta
varð til þess, að þegar ég rigningar-
morgun nokkurn hafði ekki lesið
fögin mín, kom ég því ekki aðeins
svo fyrir, að ég kom of seint, held-
ur slórði úti á götunni og stóð und-
ir þakleka, þangað til ég var orð-
inn blautur inn að skinni. Og þeg-
ar ég kom loksins inn í minn bekk,
lak svo mikið af mér, að kennar-
inn gat ekki tekið á sig þá ábyrgð
að halda mér þar, bæði vegna mín
sjálfs og svo vegna bekkjarbræðra
minna, heldur sendi mig strax
heim lil að skipta um föt, og þar
sem heimili mitt var langt í burtu,
jafngilti það fríi fram að hádegi.
Að sjálfsögðu lék ég þetta bragð
nokkuð oft. En að lokum gekk ég
svo langt, að ég kom gegnblautur
í skólann, þegar varla hafði rignt
neitt, og þá urðu kennararnir tor-
tryggnir og höfðu gát á mér.
Einn góðan veðurdag komst upp
um mig (og ég fékk að kenna á
vendinum). — Þetta var enn eitt
glappaskot, en það jók lífsreynslu
mína. — Það eina, sem ég vil af-
saka mig með, er það, að skólalífið
var mér mjög á.móti skapi. Efnis-
hyggja þess, ruddaskapur og kuldi
voru svo andstæð eðli mínu, að ég
fann upp á ótrúlegustu ráðum til
að losna við það, þó ekki væri
nema um stutta stund. — Nú get
ég séð, að það var ekki eingöngu
-sök skólans, en þá skoðaði ég skól-
ann aðeins hörmulega ógæfu, og
ég gat ekki skilið, hvaða tilgangur
væri í þessu óláni.
Eg er ekki í vafa um, að þessi
skóli efldi aðeins hið illa í mér og
lét hið góða ósnert.
En nú sný. ég aftur að glappa-
skotunum mínum.
Eg man, að í sögu og landafræði
fór ég oft illa með útlend nöfn, og
þegar kennarinn, fjörugur maður,
tók mig upp, sagði hann stundum:
„Jæja þá nafnabrenglari“. Mér féll
það uppnefni illa.
Dag nokkurn hafði ég svarað
spurningunum jafnvel verr en
venjulega og fékk eftirfarandi áletr
un á spjaldið mitt: „Æ, aumingja
Edvard, þú verður að labba alla
leið til Landaas í Jiessari rigningu
í þungu regnkápunni þinrii, með
margar bækur og loks með stóra
4 (mjög slæm einkunri) og klifa upp
bröttu hæðina til Landaas“. Kenn-
arinn lýsti þessu svo átakanlega
fyrir mér, að mér fannst ég vera
að sligast undir allri byrði heims-
ins! — Þetta var enginn smásigur,
að vera hæddur frammi fyrir bekkj
arbræðrum mínum.
í einum enskutímanum sagði ég
djarflega, að kálfasteik væri á
ensku „beef of veal“. Kennarinn
fór að hlæja og sagði: „Farðu heim
og segðu pabba þínum (hann var
enski konsúllinn) að kálfasteik sé
„beef of veal!“ Eg blóðroðnaði.
Þetta var voðaleg ádrepa, sem um
langan tíma eyðilagði alla trú á
hæfileika mínum bæði í skólanum
og heima, Jnar sem góðir vinir
sögðu frá heimsku minni.
En gæfan var mér hliðholl. og ég
fékk miklu betri uppreisn í þessum
sömu kennslustundum. I bókinni
kom orðið Requiem fyrir, og kenn-
arinn spmði hvort nokkur gæti
sagt honum, hvaða frægt tónskáld
hefði samið kirkjulegt tónverk með
þessu nafni. — Enginn svaraði
Jiangað til ég vogaði mér að nefna
nafn Mozarts.
Allur bekkurinn starði á mig eins
og á eitthvað furðuverk, Eg tók
það sem sigur. En mig grunaði, að
eitthvað skuggalégt væri fólgið í
því og komst brátt að því. Auð-
vitað mislíkaði bekknum að hafa
svona mannveru sín á meðal og
elti. mig alltaf síðan á götunum
með hrópinu: „Mozart“, og ef ég
slapp inn í hliðargötu, hljómaði
„Mozart“, „Mozart á eftir mér
langar leiðir. Það lá við að ég hat-
aði bekkjarbræður mína, og víst
er, að ég forðaðist þá næstum alla.
Það er Ijóst, að skólasigrar mín-
ir urðu mér venjulega ekki til gæfu.
En til voru undantekningar, sem
voru eins og sólargeislar í lífi mínu.
Til dæmis-fór allt vel í söngtímun-
um. Dag nokkurn vorum við spurð
út úr um tónstigann. Ekki eitt af
þrjátíu börnum í bekknum kunni
hann. Eg kunni hann alveg upp
á mína tíu fingur. Kennarinn, —
gamall og vitur Tékki, Schediwy
að nafni —, sagði: „Eg ætla eklci
að gefa einkunnir, en Grieg var
béztur“. — Eg stóð þarna sigur-
vegari og naut þess.
En ég má ekki gleyma að nefna
—sigur, sem ég vann einu sinni í
prófi. Við höfðum mjög skynsam-
an sögukennara, sem aldrei neyddi
okkur til að þylja lexíuna orðrétt,
heldur vildi, að sagt væri frjáls-
lega frá efninu.
Nú vildi svo til, að ég neyddist
til að fara ekki í skólann um tíma,
vegna jiess að. mér var illt í öðru
auganu.
Eg las ekki fögin mín, og hélt,
að ég missti ekki mikið. — En
faðir minn leit öðrum augum á
málið og lét mig halda áfram lestr-
inum, þar sem ég var kominn í
skólanum. — En það var ekki nóg.
Hann lét mig læra kaflann um
Lúðvík 14. utan að og endurtaka
hann frá orði til orðs. — Það var
erfitt verk, en ég komst ekki lijá
þvi. — Mér er óhætt að fullyrða,
að ég varð mjög vel að mér í sögu
Lúðvíks 14, en Jiað var sá eini kafli
i bókinni, sem ég var vel heima í.
Nú kom prófdagurinn. — Áður
en prófið hófst, var einn af drengj-
unum að skemmta sér við að spá
fyrir okkur hvaða kafla sögunnar
við kæmum upp í. .Aðferð hans
var mjög einföld. Hann opnaði bók
EFTIR--------------
Edvard Grieg
ina að handa hófi og sagði, að
við kæmum upp í Jiví, sem hann
hitti á. Hann spáði því, að ég
fengi Lúðvík 14. j,Það er gott fyr-
ir mig“, sagði ég, og sagði þeim
svo frá, hvernig faðir minn hefði
neytt mig til að læra þetta. Dreng-
urinn ætlaði að reyna aftur, en
kennarinn kom þá allt í einu inn.
— Eg var einn af þeim fyrstu,
sem var tekinn upp. — Kennarinn
nuggaði sér eins og vant var í
stólnum og blaðaði í bókinni fram
og aftur og athugaði, hvar hann
gæti komið mér á óvart. Það var
löng og kveljandi Jxign! — Að lok-
um sagði liann :„Segðu mér eitt-
hvað um Lúðvík-14“. — Eg heyrði
niðurbælt fliss úr öllum hornum.
— Guð veit, hverju ég líktist sjálf-
ur, — a. m. k. höfði hærri en vant
var.
Lexían streymdi úr mér eins
og foss. Ekki eitt orð gleymdist.
Þetta var eins og neglt í minni
mitt.
Kennarinn var mállaus af undr-
un. Hann reyndi að trúa ekki sín-
um eigin eyrum, en staðreyndirn-
ar töluðu. Hann gat ekkert fund-
ið að frammistöðunni. — Ennjiá
einu sinni fletti hann blöðunum,
— ennþá einu sinni ruggaði stóll-
inn — Angistarsviti brauzt lit á
enni mínu. Það var ómögulegt, að
ég yrði heppinn aftur. En lánið
brást mér ekki. — „Geturðu sagt
mér, hverjir voru hershöfðingjar
Katrínar 2. á Svartahafi?" — Hárri
röddu svaraði ég: „Hershöfðingj-
arnir Greigh og Elphinstone“.
Þessi nöfn höfðu alltaf setið í
mér síðan faðir minn hafði sagt
mér, að skjaldarmerki ættar okk-
ar, sem var skip, benti til, að ætt-
faðir okkar væri sennilega skozki
flotaforinginn Greigh.
Kennarinn lokaðli bókinni. —
„Alveg rétt. Fyrir þetta færðu 1
og stjörnu, en fyrir frammistöð-
una í vetur verðurðu að gera Jng
ánægðan með einn og hálfan“.
Eg var rneir en ánægður. Eg var
stoltur eins og marskálkur eftir
unninn sigur. — Eg hugsa, að
Jretta hafi verið mesti sigur minn
á öllurn skólaárunum. En því meiri
er skömmin fyrir mig, hvað hann
liafði í rauninni lítið gildi! — Þessi
sigur styrkti sannfæringu rnína um
sannleikann í því, sem hinn mikli,
norski stjórnmálamaður Johán
Sverdrup sagði einu sinni í Stór-
þinginu: „Maður verður að vera
heppinn. Það er ekki til neitt aum-
ara en að vera stjórnmálamaður,
sem búinn er að glata heppni
sinni“.
En dag nokkurn, — ég hef ver-
ið 12 eða þrettán ára —, tók ég
með mér í skólann nótnabók, sem
ég hafði skrifað á með stórum
stöfum: „Tilbrigði um þýzkt lag
eftir Edvard Grieg: Opus I“. —
Ég ætlaði að sýna það bekkjar-
bróður mínum, sem hafði fengið
dálítinn áhuga á mér.
En hvað skeður? í miðjum
þýzkutimanum byrjaði þessi sami
náungi að umla einhver óskiljan-
leg orð svo að kennarinn kallaði:
„Hvað gengur á, hvað ertu að
ségja?“ Strákurinn umlaði aftur,
og aftur kallaði kerinarinn, og Jrá
sagði strákur: „Grieg hefur gert
nokkuð“. „Hvað meinarðu?" sagði
kennarinn. „Grieg hefur samið
nokkuð". — Kennarinn var ekki
sérlega hlynntur mér, stóð upp,
kom til mín, leit í nótnabókina og
Framh. á 5. síðu.