Þjóðviljinn - 02.06.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.06.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Nœturakstur: B. S. I., sími 1540. ÚTVARPIÐ í DAG: 20.30 Eriudi: Landbúnaðarvclar og íslcnzk- ur búskapur, II (Jóhannes Bjarna- son vélaverkfræðingur). 21.10 Erindi: 25 milljónir og 60 ára starf Felix , Guðmundsson framkvæmda- stjóri). 1 álögum, íslenzka óperettan, verður sýnd í kvöld kl. 8 og verður það síðasta sýningin í vor. Ilefur hún þá verið sýnd 10 sinnum við hinar bezíli undirtektir. Margir leikaranna og hljóðfæraleikar- anna lial'a heilið kaupi sínu fyrir sýn- inguna í kvöld til Tónlistarhallarinnar fyr- irhuguðu. Ungbamavemd Lílcnar Templarasundi 3. Stöðin er opin jrriðjudaga, fimmtudaga oð föstudaga kl. 3,15—4. Skoðun barnshaf- andi kvenna er á mánudögum og mið- vikudögum kl. 1—2. Bólusetning barna gegn barnaveiki fellur piður um tíma. Leiðrctting. I auglýsingu frá verðlags- stjóra í blaðinu í gær misprentaðist há- anarksverð á eflirtöldum brauðtegundum: Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. kr. 1,70. Rúgbrauð, seydd, 1500 gr. kr. 1,89. Normalbrauð 1250 gr. kr. 1,70 (Verðiið er rétt eins og liér stendur). Æ. ¥. R. Æ. F, R. efnir til gönguferðar á Esju um næstu helgi. Þcir, sem eiga tjöld og svefnpoka geta lagt af stað á laugardag. Hinir, sem vilja ekki liggja úti, leggja af stað á sunnu- dagsmorgun, ef nægileg þátttaka fæst. Félagar,sem ætla sér að taka þátt í þessari gönguför, gefi sig fram í skrifstofunni í dag. — í Þjóðviljan- um á morgun verður nákvæm aug- lýsing um burtferðartíma. Komið sem flest með og gerið ferðina skemmtilega. ÖLLUM ER HEIMIL ÞÁTTTAKA. Stjórnin. ,.lÁkn** Framh. af 2. síðu. skorin við nögl, eins og hefur verið fram að þessu, er erfitt að lialda í horfinu, en ókleift að auka starf- semina meir en orðið er. Stjórn Hjúkrunarfélagsins ,Líkn‘ skipa: Frú Sigríður Eiríksdóttir, formaður, frú Anna Zimsen, frú lí.agniiildur Pétursdóttir, frú Sig- rún Bjarnason og ungfrú Sigríður Briem. lleykjavík, í maí 1944. Sigríður Eiríksdóttir, formaður. I. 0. G. T. MNGSTÚKA REYKJAVÍKUR Fundur í kvöld kl. 8,30 e. h. í Templarahöllinni. 1. Stigveiting. 2. Kosning fulltrúa til Stór- stúkuþings. 3. Önnur mál. S0T0N&R . HERISMIOJflN 'h LANDSINS LANG-BEZTU Svefnpokar Kerrupokar Tjöld Sími 4753 jj •^s^sy^s^sy^s^s^s^ þlÓÐVILIINH TÓNLISTAFÉL AGH> J ÁLÖGUM” óperetta í 4 þáttum. Sýning í kvöld kL 8. Nokkrir aðgöngumiðar seldir kl. 2. SÍÐASTA SÝNING í VOR ■ 10 hússtjórnarkennnarar útskrifaðir Framh. af 5. síðu. Reglugerð um skólann var síð- an samin og staðfest 11. maí 1942 af þáverandi kennslumálaráðherra Hermanni Jónassyni. En reglugerð- in var samin samkvæmt lögum nr. 65 frá 27. júní 1941, um húsmæðra- fræðslu í sveitum og kaupstöðum, og 6 október 1942 tók svo skólinn til starfa í liúsakynnum Háskólans 100 bæjaríbfiOir Hrcinlætisaðstaða er svo fráleit að furðulegt er að nokkrum detti í hug að hægt sé að búa við það í 3—4 ár. Óforsvaranlegt að fólk búi þar nokkuð lengur en sumar- mánuðina. Aulc bráðabirgðaíbúð~ anna er milcið húsnœði annað, sem er litlu betra. EFNI — VINNUAFL — FÉ. Allmikið' byggingarefni er til í bænum og bærinn hefur sérstaka aðstöðu til þess að beita sér fyrir innfiutningi byggingarefnis. Tvö byggingarfirmu hafa látið í ljós, að þau myndu geta byggt allt að 200 íbúðir í sumar og sýnir það, að þeir sem bez.t mega vita telja vinnuafl fáanlegt. Það er áætlað að 100 ibúðir kosti 5 millj. kr. Bærinn ætti að geta fengið 2^/2 millj.'kr. lán út á bygg- ingarnar. Af því fé, sem á fjárhags- áætlun var ætlað til bygginga, mun verða afgangs t.il íbúðabygg- inga 1.3 millj. kr., vantar þá 1.2 millj. kr. I>að fé ætti að vera til. Niðurjöjnun útsvara nemur ca. 5 miUj. kr. meira en fjárhagsáœtl- un ge.rði ráð fyrir. Ég tel að þrált fyrir aukin útgjöld vegna hœlck- aðrar vísitölu og hœkkaðra launa œtti þar að fást naigjanlegt fé til þessara framkvœmda. BRASKBYGGINGAlt EIGA Af) IIVERFA. Það er oft spurt hvort nokkuð vinnist við að bærinn byggi, hvort byggingar einstaklinga verði ekki aðeins minni. Eina ráðið til þess að losna við heilsuspillandi íbúðir er að bærinn byggi sjálfur, á þann hátt fæst meira húsnæði fyrir sama fé en ef einstaklingar byggja. Bezta dæmið er byggingahneykslið við Greni- mel.'Þar var úthlutað 28 lóðum og ætlazt til að byggð yrðu 2 hús saman, með 4 íbúðum, samtals 56 íbúðir, en svo kemur á daginn, að stríðsgróðamenn ætlá að reisa þarna lúxusíbúðir, eina íbúð, þar sem átti að vera rúrn fyrir tvær. Auk þess no’ta einstaklingar mikið byggingarefni í bílskúra og girð- ingar, sem verða að bíða betri tíma. Byggingamar eiga að fœrast í hendur byggingasamvinnufélaga, byggingafélaga verkamanna — og bœrinn á að byggja. Braskbygging- arnar eiga að hverfa. Næst sagði forstöðukonan frá hvernig námi hefði verið hagað. • Fyrsta misserið fengust náms- meyjar aðallega við matreiðslu og bóklegt nám, og tóku próf í því um vorið. Annað misserið voru þær á Laug- arvatni og numu þar garðyrkju, niðursuðu og hagnýtingu garð- ávaxta, hirðingu húsdýra og fl. „Við lifðum þar heilbrigðu og vinnusömu sveitalífi og tel ég nauð synlegt fyrir hvern hússtjórnar- kennara að hafa kynnzt og tekið ])átt í öllum þeim störfum sem fyrir koma á sveitaheimilinu, engu síð- ur en kaupstaðar“, sagði forstöðu- konan. Námsferðir voru einnig farnar þetta missiri. Síðasta missirið hafa nemend- ur aðallega fengist við bóklegt nám og kennsluæfingar, og voru í þeim tilgangi haldin námskeið fyrir ung- ar stúlkur, svo að kennslukonuefni gætu æft sig á þeim. Að síðustu minntist forstöðukon- an á, hve miklir erfiðleikar liefðu verið fyrir þær konur, sem numið hafa starf þetta erlendis að sam- ræma þekkingu sína íslenzkum staðháttum, live vel þeim hefði verið það ljóst að íslandi hefði verið nauðsynlegt að geta menntað hússtjórnarkennara sína hér heima, og ætti það við um þetta starf, mörgum öðrum frenuir, að hoilur er heimafenginn baggi, þar sem matreiðsla og allur heimilishagur hverrar þjóðar einmitt mótast svo mjög af ríkjandi ' staðháttuin í hverju landi. Er forstöðukona skólans hafði lokið máli sínu hélt kennslumála- ráðherra Einar Arnórsson stutta ræðu. Að lokum þágu allir gestir góð- an beina í húsakynnum skólans, og var þar veitt af mikilli rausn. Allir nemendur skólans stóðust prófið óg fara nöfn þeirra hér á eft< ir: Ása Guðmundsdóttir, Guðbjörg Bergsdóttir, Guðný Frímannsdótt- ir, Halldóra Eggertsdóttir, Helga KristjánsdóttiiH Salome Gísladótt- ir, Sigríður Jónsdóttir, Vigdís Jóns- dóttir, Þorgerður Þorvarðardóttir, Þórunn Hafstein. Ein nemenda, Vigdís Jónsdóttir frá Deildartungu hlaut ágætiseink- unn. Kennarar voru þessir: Helga Sigurðardóttii', forstk., Trausti Ólafsson forstjóri, dr. Júlí- us Sigurjónsson, dr. Broddi 'Jó- hannesson. Ófeigur Ófeigsson lækn- ir, Þorleifur Þórðarson kennari og Ragnái' Jóhannesson cand. mag. Síðustu ár hefur verið hér mikill skortur á hússtjórnarkennurum, og munu því allir fagna hinum nýút- skrifuðu nemendum Hússtjórnar- j skóla íslands,. og árna þeim og 1 skólanum alls góðs í framtíðinni. T JARNARBÍÓ Sfígamenn (The Desperadoes) Spennandi mynd í eðli- legum litum úr vesturfylkj um Bandaríkjanna. RANDOLH SCOTT GLENN FORD CLAIRE TREVOR EVELYN KEYES. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. KAUPIÐ ÞJÓÐVÍLJANN NÝJA BÍÓ Ráðkæna stúlkan („The Amazine Mrs Holliday“). Skemmtileg söngvamynd með DEANNA DURBIN BARRY FITZGERALD ARTHUR TREACHER Sýnd kl. 5, 7 og 9. r Aki Jakobsson héraðsdóms lögmaður og Jakob J Jakobsson Skrifstofa Lækjargötu 10 B. Málfærsla — Innheimta Reikningshald — Endurskoðun TILKYNNING! Viðskiptaráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum: Rúgbrauð, óseydd 1500 gr. kr. 1.70 Rúgbrauð, seydd 1500 — — 1.80 Normalbrauð 1250 — — 1.70 Franskbrauð 500 — — 1.20 Heilhveitibrauð 500 — — 1.20 Súrbrauð 500 — — 0.95 Wienarbrauð pr. stk. — 0.35 Kringlur pr. kg. — 2.75 Tvíbökur pr. kg. — 6.55 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, j má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með 1. júní 1944. Reykjavík, 31. maí 1944. VERÐLAGSSTJÓRINN TILKYNNING fíl &y$$ín$ameistara Fyrst um sinn verður tekið á móti jarðfyll- ingarefni: 1. Fyrir sunnan Hringbraut, sunnan Hljóm- skálagarðs, neðan við gamla Stúdentagarð- inn. 2. Við uppfyllingu hafnaripnar við Örfirseyj- argárð (neðan við „Alliance“)< Á þessum stöðum eru menn til að taka á móti efninu. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að ekki er ætlast til að menn kasti uppmokstri eða slíku á land bæjarins eða yið almannafæri, annars stað- ar en þar sem auglýst er á hverjum tíma. Ef ein- hverjir verða uppvísir að slíkum sóðaskap, verða j þeir látnir sæta ábyrgð og greiða allan kostnað við brottflutning þess eða lagfæringu. Öll fylling, sem óþrif eða ólykt er af, verður eftir sem áður að flytjast á öskuhaugana við Grandaveg. Bæjarverkfræðingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.