Þjóðviljinn - 02.06.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.06.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júní 1&44. ÞJO»YILJINN 9 Tvð ipréttnrái íþróttasamband íslands hefur nýlega stofnað tvö íþróttaráð, :sem eru Glímuráð og Hnefaleikaráð, hér í Reykjavík. Má það í rauninni nokkuð merkilegt heita, að glímuráð skuli >ekki hafa verið stofnað hér fyrr, þar sem um er að ræða elztu íþrótt landsins og sem lifað hefur margar aldir með þjóðinni, að vísu ekki í því formi sem hún nú er, en ekki ósvipað. Hún hefur lifað svo lengi og er svo rótgróin landi og lýð, að' hún hefur fengið nafnið þjóðaríþrótt. En ástæðan fyrir þessum drætti er ef til vill sú, að hér í bæ hefur um langan aldur verið aðeins eitt félag :sem hefur stundað glímu en nú eru þau þrjú sem senda menn til keppni, og það fjórða mun brátt bætast í hópinn. Þessi síðustu ár hefur nýtt líf færzt í glímuna um allt land, og eiga sendikennarar í. S. í. mikinn þátt í því, og er það ekki .síður utan Reykjavíkur en í Reykjavík, svo segja mætti mér það, að þessi ráðstöfun væri undanfari þess að stofnað yrði .glímusamband. Það leikur heldur ekki á tveim tungum, að glím- an er all-umdeild, það er að segja, ýmsar glímuaðferðir. Þetta nýja ráð hefur því ærið verk að vinna, að samræma og rannsaka hvað bezt er. Það er mikils virði fyrir þróun glímunn- ar að ekki séu margar skoðanir uppi og 1 framkvæmd um sama -atriðið. Nú má gera ráð fyrir að menn séu fastheldnir á sínar aðferðir en ef ráðið á að geta notið góðrar samvinnu við alla að- ila og orðið eitthvað ágengt í störfum, verða málin að ræðast með fullum skilningi á því að hér er aðeins verið að leita eftir því bezta án þess að gera lítið úr nokkrum eða upphefja annað en glímuna sjálfa. Þetta glímuráð hefur því í mörg horn að líta, og má þar nefna útgáfu Glímubókarinnai' sem nauðsyn er orðið að gefa út <og endurskoða. Samræma og endurskoða reglur o. m. fl. sem að- kallandi er. Að því er ég bezt þekki, eru þessir nýju ráðsmenn áhugasamir og duglegir menn og takist þeim að sameina ráðandi menn í félögunum, er ég sannfærður um að þetta ráð á eftir að láta marga gott af sér leiða. Eg vil þó endurtaka það, að það Ryggist á samstarfi og fullkomnu, gagnkvæmu trausti. Hnefaleikar hafa verið stundaðir hér af og til um nokkuð 'langan tíma. Þó hefur það verið heldur slitrótt, þar til nú síð- ustu árin að Ármann hefur haldið uppi reglulegum æfingum og keppni og mun Guðmundur Arason eiga sinn þátt í því. Áhugi hefur alltaf verið nokkur fyrir hnefaleikum og virðist vera að fara í vöxt, ef dæma má eftir aðsókn þeirri sem nú er að hnefaleika- mótum. Eg hef sótt sum þessara móta og komizt að þeirri sorg- legu niðurstöðu, að velflestir þessara háttvirtu áhorfenda sækir leikinn vegna „slagsmálanna" en ekki til þess að sjá létta og leikandi íþrótt. Áhuginn er það mikill að það er næstum „slegizt“ um aðgöngumiðana þótt þeir kosti 10—12 krónur. Gæti nú þetta nýstofnaða ráð haft áhrif á það, að áhorfend- ur lærðu að meta hvað er vel gert, en létu í ljósi andúð sína á ,,slagsmálunum“, ynni það hnefaleikunum ómetanlegt gagn, og ég hef trú á því að svo verði. Mætti með fræðslugreinum um hnefa- deika gefa fólki, sem hefur mjög takmarkað vit á þessari íþrótt, .■skýringar á því hvað er vel gert og hvað illa. Hnefaleikamenn vantar líka alveg þá gagnrýni sem öllum íþróttamönnum er holl og nauðsynleg, og gæti ráðið ef til vill haft sín áhrif í þá átt. Það eru ekki svo fáir sem alls ekki vilja leyfa hnefaleika hér. ‘Þessa skoðun hafa hnefaleikamenn sjálfir stutt með því að mis- nota íþrótt sína. Þar við bætisú að íþróttafélögin sjálf tefla fram jpessum sömu mönnum sem starfsmönnum og ^sýningargestum, úður en eðilegur tími er liðinn. Ráðið þarf því að vera vel á verði, bæði inn á við og út á við, og félögin að skilja rétt, aðstöðu, til- gang þess og þýðingu. I V Afmælisleikur K. R. R. A-liOið sigrafli B-fiðið oieð 3 :1 Lcilctir þessi var jafnari en mörk- | fyrir svo fljóta uthcrja og áhuga- | in benda til. og mátti jafnvel með | sanian miðframherja. Aftur á móti | ÞRðTTIR RI TSTJÓRl: FRÍMANN BELGASON Jón Pálsson og jrœgasti nemandi lians: Jónas Ilalldórsson, sundkóngur. Jón Pálsson sundkennari iertugur i'öðui 1 í) 10 góðri samvizku seg ja. að B-liðið gekk eikur framlíini B-lið s of hefði átt nieira í lc 'ikmim en A- jivert, þannig að oftasl var tími liðið. l’Jti á ve llim im léku þeii: til að h >ka. sví að flest s kolin. seni mein og réðu | >ar ganginum, en þó voru alh ærgöngul. vor i af aftur á móti til ein anna voru A- löngu 1 æri. Fr« imverðir ] )eirra. sem liðar öruggari, só kn peirra var oi't- annars vorn s írlega dug legir. voru ast h ættulegri of. <V(* kk fljótar fyr- ekki n <)gu ná kvæmir í U]f|)l ygg- ir sig. enda lék vörn B-liða of opin Framh. á 5. síðu. Eins og kunnugt er hefur Jón Pálsson helgað starf sitt sundí- þróttinni, eins og faðir lians, Páll Erlingsson. Þó aldurinn sé ekki hærri en þetta hefur hann verið 24 ár við sundkennsju. í tilefni af þessu afmæli hefur Íþróttasíðan átt Viðtal við Jón. Kann hann írá mörgu að segja og fátt eitt af öll- um þeim fróðleik og framtíðar- hugsjónum, sem Jón hefur. getur komið fram í stuttu blaðaviðtali. — Hvar og hvenær lærðir þú sund? — I gömlu sundlaugunum hjá mínum, Páli Erlingssyni, um Því piér er minnistætt hve ég kepptist við að komast á ílot fyrir (i ára afmælið mitt. og })að tókst. Síðar lærði ég hliðarsund og á Lralskt skriðsund af Erlingi bróðnr mínum, og þegar hann kom heim frá London 1914 lærði ég af honum yfirhandasund og anvcrískt skriðsund. Síðan hafa fáar aðferðir bætzt við, nema þá helzt bakskrið- sund og flugsund. -— Byrjunarstarfið? — Fyrsta sumarið starfaði ég cinn. ])\’í faðir minn þurfti að stunda hevskap, það var erfitt sumar, var nýstiginn upp vir 10 vikna legu í taugaveiki, fékk 42 sliga iiita. Þá sagði Guðmundur Björnsson landlæknir: „Þetta hefð- ir þú ekki lifað af hefði hjarta þitt ekki verið svona vel suhd- þjálfað". Síðar kenndi ég með föður mín- um i aðeins eitt ár. Þú spyrð uin sundstarf föður míns, um það mætti margt segja og hofur sums verið getið ooinber- lega. Hann byrjaði rétt fyrir alda- mótin hér, en þar áður 1892 nokk- uð austur í sýslum. Ekki mun ná- grönnum hans hafa þótt þetta heppileg búráðstöfun þegar hann söðlaöi hest sinn og hélt til Reykja- víkur til að kénna þetta „ónauð- synlcga sundgut 1“. Nærri má geta, að ]>etta utan- hgimilisstárf heftir haft slænv áhrif á búskap hans, cn hann lét þó hug- sjón sína sitja í fyrirrúmi. Þó kom þar að, sein hann hafði lengi kvið- ið fyrir, að hann vrði að hætta sundkennslu. En þá eggjar Björn Jónsson, síðar ráðherra, hann til að bregða búi og taka aö sér aukna sundkennslu hér. Varð það úr 190ö. Þrátt fyrir allan áhugann var þetta enganveginn eggjunarlaust, því hann g'at ekki varizt 'þeim illa gruu, að sundkennslan yrði seint lífvænleg til heimilisframfærslu. Grunur hans reyndist líka réttur, því segja má, að ailt starf hans við laugarnar hafi lengst af verið óslit- in barátta við fátækt og misskiln- ing, og cr' margs að miunast frá þcim dögum. Þrált i'yrir mjög árangursríkt starf föður míns komu sneinma fram háværar radd- ir um það, að sundstíll'sá, er hann kcnndi, væri löngu úréltur, og leiddi þctta til áiaka, sem ekki verða rákin hér. Ilér varð að fá úr ékorið, og er Eriingur Pálsson, sem stöðugt vaun með honum, nú sendiir iil Englands, srm var þá öudvee.i.-þjóð í sm.di hér i álfu. Ivr það skemmst af að segja, að Erlingur þurl'ti en-;.i að brevta af því scm liann kunni. heldur aðeins ' æv; \ ið kuniiáíiu . sína því sem nýjast var. Þetja var mikill sigur l'yrir föður minn. — Hvað hefur þú kennt lengi? —24 ár, eða byrjaði aðeins 16 ára, en réðist að lauginni ásamt Ólafi bróður mínum 18 ára gamall. Eg var al!t of ungur til starfsins, enda hneigðist liugur minn þá til annars. Stárfið var mér fjötur um fót. engir helgidagar nema fyrsti dagur hverrar stórhátíðar, ekkert sumarfrí, lítið kaup, og orðinn lcið- ur á sundinu. Þegar gesti bar að garði, sem annaðhvort ekki viiditv læra eða láta börn sín læra sund, þá var ég látinn fara í vatnið, stundum oft á dag, klifra upp á stóra bretti og stinga mér í laugina, hélt mér þá góða stund niðri. svo áhorfendum fannst nóg um með barnið, það hlyti að drukkna. Þá skaut ég upp koliinum eins og ekkert væri um að vera. Þetta hreif oft. Það brást varla, að börnin vihlu læra : þessa galdra eins og litli strákur- inn. ; Starf okkar Ólafs var nú nokk- uð tvíþætt, annars vegar kennsla fyrir almenning og hins vegar að j þjálfa káppsundsmenn, því við | kappsundin óx áhugiiin almennt. Já, aðbúnaðurinn, hann var nú slæmur, kaldur klefi á heitum stað. ; Allt þetta stríð og starf og gamla laugin fæddi þó af sér Sundhöll- ina, og er svo komið. að höllin er í þann veginn að t'æða af sér í'leiri útilaugar. ; Hvr.ð mörg'um ég hcf kennt. get ég ckki svarað með neinni vissu. en iiiu ve.l cg. að vavla kcm ég í .Framh. á 3. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.