Þjóðviljinn - 02.06.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVIUINN — Föfftudagur 2. júní 1944
Utgefandi: Samáningarjl»kkur alþýtht — Sóaiatistaflckkuiirm.
Bitstjórí: Sigurðvr Gu&muntUsou.
StjórnmátentsijénnK E'maur Ogeinsen, Sigfúo Sipmkjjrtmroen.
Bitstjórnarskrítstaóa: AwtuTotroeti 12, m-nti St79.
Afgreiðsla mg auflýsingar: Skólavörðuatíg 19, tini SMH-
Askriftarveri: I Reykjavik «{ nágrenni: Kr. 8.00 á numaði.
Uti á iamii: Kr. £.60 á múnuöi.
Prentsmiðja: Vdángsprent h.f., GnrBastrœti 17.
Viðskiptaráð og viðskiptamálaráðherra
sitja enn
Hvað verður gert við Eimskipafélags-
stjórnina?
Þjóðviljinn bar fram þá spurningu fyrir nokkrum dögum, er
það fyrst allra blaða byrjaði að skrifa um Eimskipafélagshneykslið,
hvort Viðskiptaráð færi nú ekki frá. Almenningi finnst hneykslis-
í' :rill þessarar Coca-cola-stofnunar orðinn nógu langur eftir að
r sahneykslið hjá Eimskip bætist ofan á olíuhneykslið og eftirlits-
l:ysið með reikningum heildsalanna. Og „barátta“ þessarar stofn-
i iar gegn dýrtíðinni hefur nú að lokum sýnt sig með þeim endem-
um í smjörhækkuninni miklu, að enginn óvitlaus og velviljaður
r.taður hefur lengur trúað þessari stofnun viðskiptamálaráðherrans.
En viðskiptaráð og viðskiptamálaráðherra sitja sem fastast. Það
virðist ekki koma við þessa herra, þó að þjóðin verði að blæða tug-
um milljóna króna fyrir embættisvanrækslu þeirra.
Eimskipafélagið hefur grætt 23 milljónir króna á þeim sérrétt-
iidum, að fá leiguskip ríkisins og vera skattfrjáls. — Hefði t. d.
1;eykjavíkurbær fengið þessi skip á leigu,' þá hefði enginn ein-
Siaklingur 1 Reykjavík þurft að borga útsvar, ef bærinn hefði feng-
ið svona gróða.
Ríkisstjórnin getur auðsjáanlega ekki hugsað sér, að ríkissjóður
reki sjálfur þau skip, sem hann fær á leigu. Það passar ekki í
lcramið hjá Birni Ólafssyni, að ríkið hefði grætt 23 milljónir á
firmgjöldum eða lækkað verð í landinu um þá upphæð. Það er
betra að láta „óskabarn Jóns Árnasonar og Eggerts Claessens“ taka
23 milljónirnar og segja svo við þjóðina: ríkissjóður er tómur, og
það verður að lækka launin.
Þjóðin heimtar Eimskipafélagshneykslið krufið til mergjar.
Hvað eru tollarnir, heildsölu- og smásöluálagningin mikil, sem
leggjast á vörurnar vegna þessa gróða? Eru það máski einn eða
iveir milljónatugir í viðbót?
Hvað hefur ríkissjóður og Reykjavíkurbær orðið að borga mikið
fé aukreitis í launauppbætur vegna þessarar skipulögðu dýrtíðar?
— Er þar máski einn milljónatugurinn enn?
Þjóðin heimtar fullkomna rannsókn á þessu máli.
Viðskiptamálaráðherrann og viðskiptamálaráð hans eiga að fara
f á — þau eru bæði orðin þjóðinni nógu dýr.
Og Eimskipafélagið verður að takast til gagngerðrar meðferðar
,aríkisins hálfu. Stjórnleysið og sérréttindin þar geta ekki lengur
í..rið saman.
Útsvörin
Eimskipafélagið er alveg skattfrjálst og útsvarsfrjálst. Það græð-
ir 23 milljónir króna s. 1. ár og á um 50 milljónir króna í skuldlaus-
um eignum.
Stríðsgróðafélögin hin þurfa ekki að borga útsvör af yfir 200
lús. kr. gróða.
Með þessum aðferðum gamla þjóðstjórnarafturhaldsins á þingi
rrgn vilja Sósíalistaflokksins hefur afturhaldið fengið því ágengt,
j skella mestöllum þunga útsvaranna yfir á láglauna- og miðlungs-
i kjumenn. Þess vegna er útsvarsálagningin í Reykjavík nú sú
L. éttlátasta, sem þar hefur lengi — máski nokkurn tíma — verið.
Það er verið að sliga f jöldann af launþegum með svívirðilegum
útsvörum á sama tíma sem Eimskipafélagið, sem reynt er svo að!
n jta til launalækkana hjá ^unþegunum, er útsvarsfrjálst af 23
r.rilljóna króna gróða,
Reiði manna yfir öllu þessu hróplega óréttlæti er þess vegna
t Jlilega meiri en nokkru sinni fyrr. —
En til þess að breyta þessu er ekki nóg að vera reiður. Til þess
i. 3 breyta þessu þarf alþýðan að ná meirihluta í Reykjavíkurbæ,
. o hún geti ráðið stjórn og fjármálum bæjarins, og svo miklum
, rifum á þingi, að hún geti hnekkt mestu hneykslum afturhalds-
i.13 þar. —
Þorvaldar Sktllason:
Opið bréf til Ragnars Ásgeirssonar
Hr. Ragnar Ásgeirsson!
Dagana 23.—24. maí birtist
grein eftir yður í Alþýðublað-
inu undir fyrirsögninni „Mál-
verkasýningar vorsins", og get
ég ekki stillt mig um að senda
yður nokkrar línur í því tilefni.
Ég kann vel að meta áhuga
yðar fyrir starfi ísl. myndlistar-
manna, og það er fjarri mér að
amast við því, þó að þér berið
í brjósti óviðráðanlega löngun
til að leggja nokkuð að mörkum
í þágu ísl. listmenningar. — Um-
hyggju yðar fyrir málaralist
hafið þér þrásinnis látið í ljós í
blaðaskrifum um þá listgrein, á
síðastliðnum tveim áratugum, og
enda þótt þau hafi strjálnað
nokkuð síðustu misseri, eru þess
engin merki, að áhuginn sé þverr
andi. ,
Ást yðar á myndlist virðist
hafa vaknað þegar á unglingsár-
unum, þegar þér dvölduð í Dan-
mörku við garðyrkjunám, og átt
uð kost á að sækja nokkrar mál-
verkasýningar í Kaupmanna-
höfn, og það mun hafa„atvikazt
þannig, að um svipað leyti og
þér lukuð námi í kartöflurækt
og hélduð heim til „okkar bless-
aða kalda lands“, tóku sýningar
á málverkum ísl. listamanna að
gerast tíðari viðburðir í menn-
ingarlífi Reykvíkinga en verið
hafði áður. Það er litlum efa
bundið, að íslendingum, sem
litla æfingu höfðu í að skoða
málverk á þeim árum, var full
þörf leiðbeininga, því að nokk-
uð mun hafa verið á boðstólum
af góðu og illu þá eins og nú.
Það mun hafa þótt nokkur trygg
ing í þá daga, ef maður, sem átt
hafði kost á að líta yfir lista-
sýningu í Kaupmannahöfn,
mælti með málaralist landans,
og eirmig tekið til umhugsunar,
ef svo forfrömuð persóna lét í
ljós efasemdir um listagildi ein-
hverrar málverkasýningar. — Á
þessum bernskuárum ísl. mynd-
listarmenningar gerðust þér einn
slíkur leiðbeinandi fáfróðs al-
mennings og mér dettur ekki í
hug að efast um það, að blaða-
skrif yðar þá, hafi forðað ein-
hverjum frá að gerast áhang-
endur lélegra fúskara,” enda þótt
fagmönnum þættu þau ætíð
nokkuð viðvaningsleg, sem von-
legt var. Þeir virtu viljann fyr-
ir verkið.
Tímarnir breytast, myndlist-
arsíarfsemin og jafnframt mál-
verkasýningar færðust í aukana
með ári hverju, og nú eru Reyk-
víkingar að verða þaulæfðir list-
skoðarar. Það þykir nú ekki
lengur nægja að hafa orðið þess
aðnjótandi að sjá málverk í
Kaupmannahöfn á unglingsár-
unum, til að gerast leiðbeinandi
almer\nings. Vaxandi þekking
fólks á málaralist hefur m. a.
leitt til þes, að tæplega nokkur
hugsandi, næmur maður reynir
lengur að skýla þeirri staðreynd
fyrir sjálfum sér, að þó vel megi
njóta myndlistar og öðlast mik-
inn, næman smekk á gildi henn-
ar við að grannskoða listaverk,
er mikil þekking og yfirsýn ó-
hjákvæmilegt skilyrði þess að
geta gerzt myndugur gagnrýn-
andi á því sviði. Slík þekking
verður ekki fengin nema með
gagngerðum lærdómi. Með þess-
ar ofanskráðu staðreyndir fyrir
augum hvarflaði það að mér við
lestur greinar yðar „Málverka-
sýningar vorsins", að máski
hefði það orðið yður gæfumest,
að fara að dæmi „kolleganna“
frá bernskuárum reykvízkrar
myndlistarmenningar: leggja
niður pennann, eða beita hon-
um eingöngu í þágu málefna, er
þér vitið gjörla deili á. Mér þyk-
ir fyrir því, að þurfa að segja
yður, að það hefur verið lengi
á mínu og margra vitorði, að
yður skortir um of þekkingu á
málaralist til þess, að gagnrýni
yðar eigi fullan rétt á sér sem
slík, enda þótt ekki hafi verið
amazt við, þó að þér skrifuðuð
um þetta efni yður sjálfum til
skemmtunar. En þegar þér álít-
ið yður leyfilegt, að halda fram
helberum staðleysum í svo
valdsmannlegum tón sem raun
er á í síðasta skrifi yðar, verður
gamanið of grátt og óhjákvæmi-
legt að taka ofurlítið í taumana.
Yður verður tíðrætt um það,
hversu sumir ■ málara okkar
liggi flatir fyrir útlendum áhrif-
um, og er það að vísu ekki ný
bóla, að gagnrýni manna, sem
ekki rista of djúpt í þekkingu,
sé krydduð fullyrðingum um að
þessi eða hinn málari hafi orð-
ið fyrir áhrifum utanað frá, og
síðan nefnd einhver fræg nöfn,'
sem almenningi hér eru raunar
oftast lítt kunn, en hlutaðeigandi
„gagnrýnandi“ hefur rekizt á í
myndabókum, eða heyrt ein-
hverja listamenn nefna. Þetta
þykir sóma sér vel í listdómum,
og gerir þá minna til, þó að nöfn
útlendra meistara sjáist hér
sjaldan á prenti óbjöguð, hvað
þá heldur, að mörgum þeim er
hafa þau um hönd sé ljóst, hvað
að baki þeim felst. — Þér gerið
heldur ekki neina tilraun til að
losa yður undan þessari hefð
hálfmenntaðrar gagnrýni í grein
yðar „Málverkasýningar vors-
ins“, en fylgist hinsvegar það
vel með tízkunni, að nú nefnið
þér tvö nöfn til viðbótar þeim,
er þér áður hömpuðuð, þegar
með þurfti, — nöfnum snilling-
anna Matisses og Picassos, og
gefið ennfremur í skyn, að yður
hafi áskotnazt nýjar mynda-
bækur með einhverjum ljós-
myndum af verkum þessara
gömlu heiðursmanna. Meira að
segja mun einhver mynd af
„Konunni með skakka nefið“ —
sem þér teljið „gerða eftir al-
þjóðaresepti", vera á meðal
þeirra, og það er kannski ekki
rétt að álasa manni, sem hefur
svo góð spil á hendinni, fyrir að
sitja ekki hjá, jafnvel þó að
hann sé ekki mikill spilamaður,
og þekki lítt reglur spilsins.
Fyrri helmingur greinar yðar eru
stóryrtar fullyrðingar um það, að
Jón Þorleifsson eigi ekki svo mikið
sem einn pensildrátt í einni ein-
ustu mynd á hinni stóru sýningu,
er hann hélt á verkum sínum nú í
vor, þér segið þar allt hnuplað frá
starfsbræðrum hans hérlendis, en
gerið enga tilraun til að færa nein-
ar sönnur á, að þessi fullyrðing
eigi sér stoð í veruleikanum, eða
benda á, í hverju þessi áhrif er Jón
verður fyrir frá ótal málurum, séu
fólgin. Þar sem ég veit, að Jón
Þorleifsson er nú kominn í þá að-
stöðu, að honum munu skaðlausar
þesskyns aðdróttanir sem hér um
ræðir, einkum þar sem þér teljið
flestar fyrirmyndir hans innlenda.
listámenn, og samanburður því
auðveldur hverjum, sem kann að
þykja hann fróðlegur, ætla ég að
verða fáorður um fyrri hluta rit-
gerðar yðar, en vil þó aðeins benda
yður á, að rauð epli á hvítum dúk
— er ekki einkauppfinning Paul
Cezannes —, sem verkefni málara
— eins og þér virðist álíta, heldur
er hér um aldagamalt viðfangsefni
að ræða, sem málarar margra þjóða
og á ýmsum tímum hafa tekið til
meðferðar. — Síðari hluti greinar
yðar er, að undanskilinni lofgerð
um Guðmund Einarsson frá Mið-
dal, harðorð atlaga að ungum lítt-
þekktum málara, Benedikt Guð-
mundssyni, er hélt sýningu á verk-
um sínum i fyrsta skipti í vor. Til
þessarar árásar veljið þér þyngstu
vopnin, er þér eigið í fórum yðar,
enda mun ætlunin 'vera að ná til
fleiri en Benedikts með þeim. Þar
á að rota rnargar flugur í einu
þungu höggi. — Þér teljið þennan
unga málara ímynd ístöðuleysis
gagnvárt heimslistinni, „taglhnýt-
ing“ erlendra og innlendra tízku-
málara, sem veður „gamla troðn-
inga upp í hné“ án snefils persónu-
: leiks. Þetta er sannarlega harður
dómur um ungán mann, sem sýnir
verk sín i fyrsta sinn, og ekki hef-
ur gert annað af sér en stunda mál-
aralist í frístundum sínum, í fullri
lalvöru, og því nokkur ástæða til að
Jathuga þekkingu yðar sem gagn-
Irýnenda, og hvaða aðferðum þér
beitið.
Þér segið um sýningu Benedikts:
„Þarna var margt að sjá, sem ó-
venjulegt þykir hér, svo sem biaða-
úrklippur límdar inn í myndflöt-
inn og aluminium mjólkurtappa
negldan í eina myndina o. fl. þess
háttar uppáfinningar. Þó þetta sé
máski nokkur nýjung hér, þá er
Benedikt þó aldarfjórðungi á eftir
timanum í þessu efni, því þegar
ég var unglingur úti í Kaupmanna-
höfn, þá léku ungir og liugrakkir
og uppreisnargjarnir listmálarar
sér að þessu er þeir voru að losa sig
undan gömlu og þungu þrældóms-
oki. Þá þurfti hugrekki brautryðj-
enda til að gera og sýna slíkt í
fyrstu skiptin — og það er ævin-
lega skemmtilegt að .sjá uppreisn-
arhug æskunnar brjótast út. Þó
var þetta ekki danskt heldur
franskt í uppruna sínum o. s. frv.“
Og seinna: „nú þarf ckki hugrekki
fyrir tvo aura til að ganga þessa
troðninga, sem Benedikt Guð-
mundsson veður upp að hnjám 25
árum á eftir Danskinum, en hálfri
öld á eftir þeim sem mynduðu
þessa nýju slóð‘1 Þér dáist þó að
hugrekki „Dansksins“ fyrir að
gera og sýna slíkt í fyrstu skipt-
in“ (þó að þeir væru 25 árum á
eftir Frökkum), vegna þess að það
var nýtt í Kaupmannhöfn, en ná-
kvæmlega 2(5 árum síðar, þarf ekki
hugrekki fyrir 2 aura til að sýna
samskonar vinnubrögð í Reykja-
vík, þó að slíkt hafi eftir yðar
kenningu ekki verið til sýnis hér
fyrr, og skilyrðin því nákvæmlega
hin sömu, og í Kaupmannahöfn á
unglingsárum yðar. Þetta er nú í
sjálfu sér dálítið kátlegt, en hitt
er fróðlegra,«að aðgæta hversu ná-
kvæmlega þér farið með sögulegar
staðreyndir.
Fyrstu myndir af þessu tagi voru
eftir franska málarann Braque og
voru gerðar í september 1912, og
mun Picasso hafa byrjað slíkar til-
raunir um svipað leyti, en það
er að minnsta kosti staðreynd, að
ekkert slíkt var sýnt í París fyrr en
um 1914, svo það verður erfitt að
reikna það út, hvernig Danskurinn
gat verið 25 árum á eftir þessum
tveim brautryðjendum, á unglings-
árum yðar hr. Ragnar Ásgeirsson,
við vitum þó öll, að þér eruð full-
orðinn maður nú. Það hefði átt að
vera 1939 eftir staðhæfingum yðar
að dæma, sem Danirnir tóku upp
á því að gera myndir af mislitum
pappír, blaðaúrklippum o. þ. h. —
Og hvað verður þá úr þeirri stað-
hæfingu, að Benedikt sé þar 25 ár-
um á eftir „Danskinum“? En hin
sögulega nákvæmni yðar er þó að-
eins eitt atriði, og það er í raun-
inni lítilsvert, hvað mörgum árum
„Danskurinn“ var á eftir Frökk-
unum, og Benedikt Guðmundsson
á eftir „Danskinum“, með að not-
færa sér eina af hinum mörgu að-
ferðum til að gera myndir. Bræð-
urnir Hubert og Jan van Eyck
fundu upp á því fyrir 600 árum
síðan að nota olíuliti, sem þá var
óþekkt aðferð, en enginn minnist
á, að það sé að „troða gamlar
slóðir upp í hné“, þó að hver ein-
asti málari frá þeim degi hafi látið
sér lynda að notfæra sér þessa frá-
bæru uppfinningu. Persónuleiki, og
listagildi í málaralist verður ekki
metin eftir því, hvort málararnir
nota olíuliti, vatnsliti „Tempera“
„Fresco“ „Gouache“, eða eitthvert
annað efni til að gera verk sín af,
eða hvort myndirnar eru gerðar
á striga, pappír, tré eða járn, þar
er aðeins um efnisleg, ekki listræn
verðmæti að ræða. Þessvegna er
óviðfeldið að sjá fullorðinn, greind-
an mann, eins og yður, fara svo
öfuga leið, er þér viljið meta mál-
verk, því „gagnrýni" byggð á slík-
um forsen'dum hefur ætíð á sér ó-
þolandi ómenningarblæ. Það sem
máli skiptir er auðvitað að skyggn-
ast eftir þeim árangri, sem náð er,
mcð þeirn meðulum sem notuð eru.
Það getur hver áhorfandi séð, úr
hvaða efni myndin er gerð, ef
hann á annaðborð kærir sig nokk-
uð um það, og þó að yður finnist
máski gaman af að gefa í skyn, að
þér hafið séð sitt af hverju í Kaup-
mannahöfn á unglingsárum yðar,
er ekki víst, að þáð sé svo mikill
HnMf m snMa oéfv ierða ai
Djela gðis at belm
Föstudagur 2. júní 1944 — ÞJÓÐVILJINN
Höfundurinn er forseti hins öfluga brezka verkalýðssambands,
Amalgamated Engineering Union.
Lýsir hann hér skoðunum sínum á æskilegri þróun brezka
vélaiðnaðarins eftir stríðið, — nefnilega til meiri hagsældar fyrir
verksmiðjuverkamennina og alla álþýðu.
Það er líf og f jör núna í skipa-
smíðastöðvum Bretlands. — í
hverri stöð er verið að smíða
skipin, sem eiga að tryggja okk-
ur sigurinn.
í hverjum iðnaðarbæ í Bret-
landi eru smíðaðar flugvélar til
að ráðast á Þýzkaland og Japan.
En mennirnir á bökkum Clydé
fljóts muna dimmu árin, þegar
skrokkarnir af Queen Mary og
Queen Elizabeth lágu hálfklár-
aðir á stokkunum, af því að það
borgaði sig ekki að ljúka við þá
og láta þá sigla.
Mennirnir í stóru iðnaðarborg-
unum okkar geta ekki gleymt
um gangi, og vélar, sem eru
glæsilegustu ávextir brezks hug
vits, streyma beinlínis úr þeim
í óslitnum röðum.
*
Stórar verksmiðjur, sem nú
framleiða risasprengjuflugvélar,
smíðuðu ekki nema fáeinar flug-
vélar meðan stóð á „orustunni
um Bretland“.
Við höfum jafnt og þétt auk-
ið strauminn, og nú gengur fram
leiðslan eins og klukka.
Þúsundir annarra hergagna,
— skriðdreka, fallbyssna, út-
varpsviðtækja, vörubíla —, eru
framleidd á sama hátt í stórum
stíl.
EFTIR
því, að þeir fengu að smíða flug-
vélar fyrir stríðið, en var neitað
um að smíða flugvélar fyrir frið
artímanotkun.
Tugir þúsunda manna, sem á
friðartímunum þráðu árangurs-
laust að fá að sigla á stóru far-
þegaskipi, hafa farið með Queen
Mary og Queen Elizabeth til að
skipa rúm sitt á vígvöllunum.
Þúsundir af piltum, sem fljúga
sprengjuflugvélunum okkar á
hverri nóttu til árása á megin-
landið, áttu aldrei kost á að ferð-
ast þangað fyrir stríðið, og því
síður höfðu þeir efni á að fljúga
í flugvél.
Ég trúi því, að við verðum að
gera heim framtíðarinnar að
heimi, þar sem verkamennirnir
munu smíða farþegaskip og ferð
ast með þeim, og smíða flugvél-
ar og fljúga í þeim.
Ég veit, að svona kröfur hafa
verið gerðar ætíð síðan mönnum
kom fyrst í hug að mögulegt
væri að byggja þjóðfélag sósíal-
ismans, en núna er svo komið,
að baráttan fyrir sósíalismanum
þolir enga bið. Við okkur blasir
sú einfalda staðreynd, að fram-
leiðsluöfl þau, sem stríðið hefur
leyst úr viðjum, eru svo gífur-
leg, að við verðum annað hvort
að finna ráð til að nota hlutina,
sem við framleiðum, eða við
steypumst í efnahagslegt öng-
þveiti, þar sem milljónir manna
munu þjást af skorti 1 heimi,
sem flóir af allsnægtum.
Það verður sennilega ekki fyrr
en eftir að sigur hefur verið
unninn, að við gerum okkur al-
veg ljóst, hvað þau framleiðslu-
öfl, sem við höfum leyst úr viðj-
um, eru gífurleg.
Það tók okkur nokkur ár að
byggja verksmiðjur fyrir flug-
vélahreyfla. Núna eru þær í full
fróðleikur fyrir okkur, að það taki
því að flétta slíkar endurmiuning-
ar inn í listgagnrýni, í tíma og
ótíma. —
(Niðurlag á morgun).
Að mestu leyti sökum fórnfýsi
og samvinnuvilja hinna fag-
lærðu verkamanna í vélaiðnað-
inum hefur okkur tekizt að taka
til starfa við vélamar heilan her
af ófaglærðum og hálffaglærð-
um verkamönnum. — Við höf-
um farið fram úr áætlunum, lát-
um nú konur, sem fengið hafa
fárra mánaða æfingu, vinna þau
verk, sem áður útheimtu hina
hæfustu sérfræðinga.
Þetta er iðnaðarbylting, sem
er eins mikil, ef ekki meiri en
iðnaðarbylting 18. aldarinnar.
Það er óhjákvæmilegt, að hún
hafi alveg eins djúptæk áhrif á
líf mannkynsins.
Ef vinnuafl og vélar einnar
Lancastersprengjuflugvélaverk-
smiðju væru látin framleiða al-
mennar nauðsynjavörur, gætum
við uppfyllt þarfir milljóna af
heimilum.
Við hefðum getað veitt nýju
lífi inn í illa stadda borg mfeð
peningum þeim og framleiðslu-
tækjum, sem notuð eru í einni
einustu loftárás á Berlín.
Ef við eftir stríðið framleið-
um útvarpsviðtæki, reiðhjól,
kæliskápa og allar aðrar nauð-
synjar fullkomins og blómlegs
lífs í stórum stíl, getum við bú-
ið þær til fyrir aðeins brot af
þeim kostnaði, sem þurfti fyrir
stríðið.
í Ráðstjórnarríkjunum, þar
sem sósíölskum friðariðnaði var
svo að segja á einni nóttu breytt
í' sósíalskan stríðsiðnað, verður
þetta gert. — Þegar Ráðstjórnar-
ríkin óttast ekki lengur árás,
munum við sjá, hvað sósíalismi
þýðir, þegar um það er að ræða
áð nota menn, vélar og auðlind-
ir náttúrunnar fyrir velmegun
fólksins.
Ég álít, að það, sem er mest
uppörfandi, sé það, að vinnandi
karlar og konur hafa öðlazt nýj-
an skilning á hæfileikum sín-
um. —
Gleymum því ekki, að það eru
verkamennirnir í verksmiðjun-
um, skipasmíðastöðvunum og
námumenn, sem hafa gert sigra
hermanna okkar á landi, sjó og
1 lofti mögulega.
Við höfum séð það í fram-
leiðslunefndunum, hvernig hægt
er að beita snilli og hugviti
verkamaxmanna til að ráða fram
úr erfiðustu framleiðsluvanda
málum.
Við getum og verðum að nota
pólitískan mátt okkar til að
skapa skipulag, þar sem hægt
er að nota þessa snilli verk-
smiðjanna. — Það er ekki hægt
að ætlast til þess af neinum
manni, að hann finni upp ráð
til að auka framleiðsluna, ef
hann veit,t að með því að gera
það, mun hann gera sjálfan sig
eða samverkamann sinn atvinnu
lausan. — Við vitum, að í landi
okkar er næstum óseðjandi mark
aður fyrir vörur þær, sem vél-
smiðir okkar geta framleitt. —
Þegar þeim markaði hefur verið
fullnægt, getum við alltaf ráðið
bót á ástandinu með því að
stytta vinnutímann.
Mér er vel ljóst, að Bretland
er ekki sjálfu sér nóg. Það get-
ur ekki náð þessu marki eitt, en
við getum tekizt á hendur að
byggja upp ríkjasamband, sem
keppir að því marki, að nota
auðlindir heimsins til að upp-
fylla þarfir fólksins.
í hinum nýja heimi eftir stríð-
ið getur fólkið skapað nýtt ríkja
samband, — samband landa, sem
skuldbinda sig til að fylgja á-
kveðnum reglum um lengd
vinnutíma, lágmarkskaup, ör-
orkutryggingar og heilsuvernd.
Slíkt þjóðasamfélag mundi vera
opið öllum þjóðum, sem játuðu
hinum samþykktu skilyrðum, en
það mundi vera við því búið að
leggja algert bann á vörur frá
þeim löndum, sem hafna slík-
um skilyrðum.
í I. L. O. (Alþjóðaverkamála-
skrifstofunni) höfum við kerfi
það, sem hægt væri að þroska og
efla til að skapa slík samtök, en
orkulindin að baki þeim verður
að vera sterk, alþjóðleg verklýðs
hreyfing. Við verðum að táka
að okkur að sjá um, að grund-
völlur þeirrar hreyfingar verði
örugglega lagður á hinni kom-
andi alþjóðaverkamannaráð-
stefnu í London.
Brezka ríkisstjórnin virðist
ekki hafa neina hugmynd um,
hvað þetta vandamál er geysi-
lega víðtækt. Hún virðist ekki
skilja, að með núverandi véla-
og vinnuafli okkar getum við
framleitt allar þær vörur, sem
við gátum notað fyrir stríð með
helmingi færri verkamönnum en
þá. Hún virðist treysta á tafar-
lausa uppgangstíma eftir stríðið
við að uppfylla þarfir neytenda
og lætur sig engu skipta, að
skipuleggja auðlindir þjóðarinn-
ar til langs tíma.
Það er skylda okkar að knýja
ríkisstjórnina til dáða, en um
leið verðum við að gera okkar
eigin áætlanir. Við megum ekki
taka við þeim tilbúnum frá öðr-
Hússtjórnarkennarar í fyrsta sinn
útskritaðir á Islandi
Hússtjórnarkennaraskóla Islands var slitið í gœr í fyrsta sinni. At-
höfnin jór jram í hátíðasal Háskólans að viðstöddu fjölmenni.
Forstöðukona skólans frk. Helga
Sigurðardóttir ávarpaði nemendur
og gesti.
Lýsti hún fyrst í ræðu sinni að-
draganda og undirbúningi skóla-
stofnunarinnar sem hún í stuttu
máli hvað vera þennan:
Ýmsum konum hér á landi hef-
ur verið það ljóst síðustu þrjá
áratugina að nauðsynlegt væri að
koma á fót hússtjórnarkennara-
skóla. En 1927 gekkst Búnaðar-
félag íslands fyrir því, að skipuð
var nefnd til þess að gera tillögur
um húsmæðrafræðsluna yfirleitt.
Nefndina. skipuðu frú Ragnhildur
Pétursdóttir, frú Guðrún J. Briem
og Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri og skiluðu þau nefndar-
áliti 1929. Ein af tillögum nefnd-
arinnar var að stofnsetja Hús-
stjórnarkennaraskóla í landinu, þar.
sem hún taldi þá fyrst einhverja
von til þess, að koma mætti hús-
mæðrafræðslunni f viðunanlegt
horf. Tillögur jiessar voru ræddar
á fyrsta fundi Kvenfélagasam-
bands íslands 1930 og gerður góð-
ur rómur að. En af framkvæmdum
varð þó eigi fyrst um sinn.
í febrúar veturinn 1941 var svo
haldinn fundur í Kennarafélaginu
Hússtjórn, sem þá taldi aðeins 9
félaga og voru þá þær frú Soffía
Claessen, frú Ólöf Jónsd. og frk.
Afmælisleikur K. R. R.
Framh.af 3. síðu
ingu sóknarinnar. Yfirleitt var
leikurinn skemmtilegur og nokk-
urt kapp i honum, þó allt færi vel
og drengilega fram. Liðin féllu
nokkuð vel saman: Sú breyting
varð á A-liðinu, að Geir, Óli B. og
Högni komu ekki til leiks, og það
eðlilega var ekki látið hafa sinn
gang, að tilsvarandi menn úr B-
liðinu kæmu á þeirra staði, heldur
eru varamenn settir inn > A-liðið.
A-liðið setur sitt fyrsta mark
eftir vel uppbyggt áhlaup, og
spyrnir Albert í mark. Nokkru síð-
ar er dæmd vítaspyrna á A-liðið
og spyrnir Jón Jónasson óverjandi
í liorn marksins.
Birgir eykur töluna upp í 2:1
fyrir A-liðið með prýðilegum
skalla. í miðjum hálfleik setur
Ellert þriðja og síðasta markið,
eftir að Anton missir af boltanum,
Anton Erlendsson, framvörður
A-liðsins, varð að hætta í síðari
hálfleik vegna smávegis meiðsla.
Sem sagt B-liðið vann spilið. en
A-liðið mörkin og þau telja.
Dómari var Þorsteinn Einars-
son.
Áhorfendur voru mjög margir.
um eins stórfyrirtækjum og
Heimsv erzlunarbandalaginu.
Fólkið í yerksmiðjunum og í
hernum verður að láta 1 ljós á-
kveðna ósk sína um betri heim.
Aðeins afrek þess geta valdið
því, að í framtíðinni lifum við
í heimi, þar sem hugvit, vísindi
og auðæfi náttúrunnar verða
notuð til að sjá fólki hvar sem er
fyrir allsnægtum.
Helga Sigurðardóttir kosnar í
nefnd til þess að gera tillögur um
skipulag væntanlegs Hússtjórnar-
kennaraskóla íslands, og skyldu til-
lögurnar lagðar fyrir Alþingi.
Framh. á 8. sfOn.
iön Pöisson fertugur
Jj’ramh.af 3. síðu
þá sveit eða lióp manna, að ekki
séu einhverjir gamlir sundnemend-
ur jxar. En elzti nemandinn er 70
ára kona, Kristín Bergsteinsdóttir
frá Búrfelli. Henni gekk sízt ver en
þeim, sem yngri voru, enda gekk
hún að jiessu með lífi og sál. Hún
var fermingarsystir föður míns, sá
hann einhverju sinni synda og
þráði upp frá því að læra þessa
list, og lét það eftir sér á 70. árinu.
— Hvaða sund leggja menn
mesta rækt við?
— Fyrst og fremst bringu-, bak-
og björgunarsund, síðar kemur svo
skriðsundið, sem er vandasamt og
tilþrifamikið.
Ameríkumenn leggja áherzlu á
skriðsund strax, en ég vara menn
við því liér á lándi, þar sem skrið-
sund er óhæft klæddum mönnum
til að bjarga sér eða öðrum.
Jú, fólk er mjög misjafnt til
sundsins, það liggur í ættum og er
náttúrlegur eiginleiki.
— Hverjir eru þér hugþekkastir?
— Allir kærkomnir, sem vilja
læra sund, en þó fyrst og fremst
mitt gamla kappsundsfólk svo sem
Jónas, Jón I)., Jón Ingi, Regína o.
m. m. fl. Líka þeir, sem vilja læra
og hafa áhuga, jafnvel þó þá vanti
hæfileikana, en fátt er eins leiðin-
lcgt og að hafa nemendur sem eru
góð efni, en vantar áhuga og vilja.
— Er starfið jireytandi?
— Mönnum ber saman um það,
að fátt kennslustarf sé erfiðara en
sundkennsla, og hér i höllinni
veldur bergmálið j)ar miklu um,
því tala verður i jxeirri tónhæð, að
heyrast mætti í 2—300 m. fjar-
lægð. Kennarar Barnaskólasund-
laugarinnar og aðrir, sem kennt
liafa hér, hafa ekki farið varhluta
af því.
— Nokkrar óskir til sundsins?
— Fyrst og fremst það, að allir
íslendingar kunni sund, og það
fagurt sund, því fegurðin í sund-
inu gefur því líf og glæsileik og
gerir ])að eftirsóknarverðara.
Að íslenzkir sundmenn geti sér
orðstír á erlendum vettvangi og
það sem fyrst. Ég veit hvaða gagn
sundið gæti haft af slíku til auk-
innar útbreiðslu ef rétt væri á liald-
ið, jiví keppnin hefur, þrátt fyrir
allt, verið driffjöður sundsins.
Á þessum tímamótum ævi minn-
ar vildi ég þakka þeim mönnum,
sem studdu hugsjón föður míns,
sem nú er orðin hugsjón okkar
allra, og um leið biðja alla sanna
íslendinga að minnast þess, að
sund og aðrar íþróttir liafa alltaf
verið menningunni samferða, seg-
ir Jón að lokum.
Eftir að hafa hlustað á Jón,
kynnzt áhuga hans og starfsvilja,
sannfærist ég um það, að „allt sé
fertugum fært“.