Þjóðviljinn - 16.06.1944, Side 1
Tímamót í sögu
íslenzku Itjóðar-
innar:
árgangur.
VILJINN
Föstudagur 16. júní 1944
126. tölublað.
1. Þingpallar að Lögbergi. 2. Jþróttapallur. 3.
Lögreglustöð. 4. Bifreiðastæði. 5. Vegur inn
á Leiru. 6. Náðhús. 7. Póstur og sími .8. Brú
yfir Öxará að áhorfendasvæði. 9. Þingvalla-
bær. 10. Valhöll. 11. Konungshús. 12. Tjald-
stæði. 13. Lögreglustöð. 14. Hjálparstöð rauða
krossins. 15. Veitingar.
A morgun, laugardagínn 17, júní 1944 kl. 2 ®.h., $engur iýðreldísstjórn-
arskráín í gíldí, — Allír sannír Ísiendíngar hugsa með lotníngu og gleði
fíl lýðveldísdagsins og fylkja líðí um land alit fíl að fagna honum
Á morgun, laugardaginn iy. júní 1944, kl. 2 e.
h. verður ísland lýðveldi.
Forseti sameinaðs Alfnngis lýsir yfir gildistöku lýð-
veldisstjórnarskrárinnar frá Lóghergi á Þingvelli, hinum
fornhelga og sógunka fnngstað íslendinga. Öllum kirkju-
klukkum landsins verður hringt, og á eftir verður einnar
mínútu þögn og umferðarstóðvun um allt land, en f>ögn-
in rofin með pjóðsöngnum.
Þau eru nú aðeins í sólarhrings fjarlægð þesý ein-
stæðu tímamót i sögu islenzku þjóðarinnar. Allir sannir
íslendingar fagna þeim og hugsa með lotningu og gleði
til lýðveldisdagsins.
Þjóðhátíðarnefnd skýrði blaða-
mönnum svo frá í gær, að hún væri
að leggja síðustu hönd á undir-
búninginn að hátíðahöldunum, og
væru öll fyrirkomulagsatriði nú á-
kveðin.
BÍLAR VERÐA AÐEINS
TEKNIR LEIGUNÁMI Á
MORGUN, 17. JÚNÍ
Um 1500 tjöld verða reist á
Þingvelli, og verður tjaldbúðin rétt
utan við íþróttasvæðið. Verða þar
skipulegar götur og greinilega
merktar. Allir sem hafa tjöld fara
í dag, en sýnilegt er að þúsundir
af þeim sem í tjöldum ætla að
vera, fara með einkabílum, því
farmiðar seldust ekki upp í ferðir
þær sem farnar eru á vegum þjóð-
hátíðarnefndar í dag. Af þeim á-
stæðum hefur nefndin ákveðið að
taka leigubíla elcki leigunámi nerna
á morgun, sjádjan þjóðhátíðardag-
inn,
Hinsvegar er allt uppselt í ferðir
hátíðarnefndarinnar á morgun, 17.
júní og fara á vegum nefndarinn-
ar um 6000 manns austur í tveim-
ur ferðum, og 9—10 þús geta feng-
ið far heim.
Allar bílstöðvar í Rvík verða
opnar til kl. 11 í kvöld, en engin
eftir það, og eins verður á sunnu-
dag, 18. júní.
TILIIÖGUN SKRÚÐGÖNG-
UNNAR í REYKJAVÍK
SUNNUDAGINN 18. JÚNÍ
í skrúðgöngunni í Reykjavík
18. júní ganga fremst 24. manna
lögreglusveit með íslenzka fána,
þá kemur Lúðrasveit Reykjavíkur,
þá börn með íslenzka fána (þjóð-
hátíðarnefnd útbýtir 1000 papp-
írsfánum handa börnum í göng-
unni). Þar næst koma skátar, og
þá íþróttamenn með íslenzka fána
og fána í. S. í.; þá stúdentar með
stúdentafána og íslenzkan fána,
Góðtemplarar, með Stórstúkufána
og ísl. fána, þá verkalýðsfélögin
og þar á eftir allir aðrir sem vilja
taka þátt í göngunni.
íþróttamenn safnast saman á
íþróttavellinum og verður raðað
þar, sömul. Svifflugfélagi íslands.
Bómin safnast saman á íþrótta-
vellinum og fá afhenta litla fána
og verður raðað þar upp í fylking-
ar. Frh á 5. síðu.
Færeyingar
minnast 17. júnf
Sú fregn hefur borizt frá .
1 Færeyjum að 17. júní verðij
að þessu sinni haldinn hátíð-I
. legur í Tórshavn.
Farin verður skrúðganga
frá Tinganesi (gamla þing-
staðnum) til þinghússins en
þar verða fluttar ræður og
sungnir íslenzkir söngvar. ,
Hátídablað i>jódvíiíans
kemur út í dag
BaiÉMjieao sæhja oeslor trá Garanfan
Ekkert hlé á skriddrekaorusfum hjá Caen
Mesta athygli vekur í fréttum í gærkvöld, að her-
sveitir Bandaríkjamanna hafa sótt svo rösklega í vestur
frá Carantan, að þær eru komnar hálfa leið yfir Cher-
bourgskagann syðst.
Bandaríkjamenn hafa tekið hafnarbæinn Quineville
á austurströnd skagans 25 km. frá Cherbourg.
Hörðum áhlaupum vélahersveita milli Tilly og
Troarn hrundið.
Þrátt fyrir heiftarlega mót-
spyrnu Þjóðverja og gagnáhlaup
hjá Carantan, hafa Bandaríkja-
menn sótt vestur frá Carantan
og eru nú hálfnaðir yfir skag-
ann. Eru þeir 9 km. frá aðaljárn
brautinni og hafa tekið bæ 15
km. frá vesturströnd skagans.
Barizt er 1 Montebourg.
Bandaríkjamenn hafa hagstæð-
ar stöðvar utan við bæinn.
Bandaríkjamenn eru í sókn
suðvestur frá Montebourg í átt-
ina til Valoones.
Ekkert lát er á skriðdrekaor-
ustunni í hæðunum fyrir suð-
vestan Caen, milli Troam og
Tilly.
Brezki flugherinn gerði í
fyrradag loftárás á stöðvar
þýzkra hraðbáta í Le Havré.
Varpað var niður 1200 smálest-
um sprengna.
DE GAULLE í BAYEUX
De Gaulle kom til Bayeux í
gær og var tekið með geysileg-
um fögnuði af íbúunum.
De Gaulle hélt þar ræðu og
sagði Frakka mundu berjast við
hlið bandamanna sinna unz sig-
ur væri unninn.
De Gaulle átti tal við Mont-
gomery hershöfðingja um gang
stríðsins.
ÞÝZKAR ORUSTUFLUG-
VÉLAR
eru nú taldar vera um 800 í
Frakklandi.
Þjóðverjum veitist erfitt að
nota þær sökum hinna tíðu loft-
árása Bandamanna á flugveUi
þeirra.