Þjóðviljinn - 16.06.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. júní 1944.
ÞJÓÐVILJINN
7
Ckixl Ewald:
KÖRALEYJAN.
„Gamli kórallinn, sem lá allra neðstur, hvíslaði að
næstu grein: „Þú ert ég og ég er þú. Við skiljum aldrei.
— Og við eigum eftir að byggja ey“.
Kórallinn, sem hann talaði við, sagði nágranna sín-
um þessi orð og svo hver öðrum, þar til hvert einasta
kóraldýr hafði fengið að vita, þáð sem gamli kórallinn
sagði.
Greinunum fjölgaði og örsmá kóralbörn voru á
sveimi í kringum tréð. Þau voru gegnsæ og alþakin fín-
gerðum hárum, sem iðuðu í vatninu. En hvert kóral-
barn vissi með sjálfu sér, til hvers það var fætt, og
þegar það óx hallaði það sér upp að stóra kóraltrénu og
hjálpaði því til að stækka.
„Nú gefst ég upp“, sagði gamli kórallinn einn góð-
an veðurdag. Kóralgreinarnar uxu út frá honum í allar
áttir, fagrar og fíngerðar eins og hvít blóm. Og þeim
fjölgaði stöðugt. Kóralbörnin voru orðin margar millj-
ónir og öll hugsuðu um það sama. Þau ætluðu að byggja
ey. /
Það var von að gamli kórallinn væri ánægður með
verk sitt. Hann var ættfaðir allra hinna.
„Gleymið þið ekki eynni“, hvíslaði hann.
Svo dó gamli kórallinn. Aldan skolaði honum burt.
En þar sem hann hafði setið á stofni trésins, varð eftir
ör í lögun eins og stjarna.
Svo liðu mörg — mörg — mörg ár.
En hvað gerði það? Allt var óbreytt. Öldurnar bylt-
us't hver um aðra, eins og þær höfðu gert frá ómunatíð.
Sólin skein og þangskógurinn óx á hafsbotni.
Skógurinn, þar sem kóralbarnið hafði alizt upp, var
reyndar fyrir löngu slitinn upp og allur á kominn víðs
vegar. En annar skógur hafði vaxið í hans stað. Skjald-
bökurnar, sem höfðu herjað þar í fyrndinni, voru dauð-
ar fyrir löngu, en nýjar skjaldbökur voru komnar í
ÞETIA
Kötturinn var mikils metið
húsdýr meðal Egipta, enda
vann hann mikið gagn með því
að eyða skaðlegum slöngum.
Sagnaritarar segja jafnvel, að
kötturinn hafi verið álitinn hei-
lagur og einn hinna góðu anda
heimilisins. Væri ketti mis-
þyrmt var álitið, að af því leiddi
ógæfu, sem kom niður á þeim
seka, fjölskyldu hans og jafnvel
öllum héraðsbúum. Dauðahegn-
ing lá við að drepa kött í Egipta
landi og hélzt það þar til Róm-
verjar tóku landið.
Sérstaklega höfðu konur mæt
ur á kettinum og tignuðu mjög
gyðjuna Bast, sem hafði kattar-
höfuð. Voru farnar pílagríms-
ferðir að musteri hennar í Bu-
bastis. Þegar köttur dó, varð
mikil sorg á heimilinu, og var
hann smurður td að tryggja vel-
ferð hans í öðru lífi.
Á síðari öldum hafa fundizt
fjölda margir kattakirkjugarð-
ar í Egiptalandi. Skrokkarnir
hafa verið smurðir og vandlega
greftraðir.
★
Um miðja 19. öldina sýndi
maður í Ameríku að nafni dr.
Kock beinagrind, sem átti að
vera af sjóormi. Beinagrindin
var 70 álnir á lengd. Hún var
send til Berlín og keypt þar
til sýningar fyrir mikið fé. En
við nánari rannsókn kom í ljós,
að dr. Kack hafði af mikilli
lægni fest saman Jiryggjarliði
úr fjölda mörgum skepnum og
búið til þessa merkilegu beina-
grind.
★
„Þeir, sem alltaf eru að leita
gæfunnar minna mig á mann,
sem var svo annars hugar, að
hann elti hattinn sinn, þó að
hann hefði hann á höfðinu11.
Sidney Smith.
„Þessi náungi ætlar sér greini
lega að eyðileggja verksmiðju-
iðnaðinn1", sagði Will og benti
á blaðið.
„Það held ég ekki“, svaraði
Jonathan rólega.
Will leit reiðilega á hann-
„Nei, þú heldur það ekki Má
ég spyrja hvað strákhvolpur
eins og þú, hefur vit á þessu?11
„Eg vann á verksmiðju, þeg-
ar ég var barn“, svaraði Jon
athan.
Will roðnaði og leit reiðilega
á son sinn.
„Og hvaða árangri ná þeir,
sem enn í dag reka verksmiðjur
með vatnsafli?11 hélt Will áfram.
„Þú veizt það eins vel og ég, að
það koma dagar, svo að ekki
er hægt að láta vinna nema
einn klukkutíma og þá hafa
börnin ekkert að gera mest all-
an daginn. Og þó að rigningar
komi og hægt sé að halda bet-
ur áfram, næst aldrei sá tími,
sem fer til einskis11.
„Það er ágætt að verksmiðj-
ur gangi fyrir gufuafli11, sagði
Jonathan. ,„En það er betra að
framleiða minna, en að leiða
ólán yfir alla, sem vinna í verk-
smiðjunum11.
„Hvað segirðu?11 hrópaði Will.
„Framleiða minna! Eg hef
aldrei á ævi minni heyrt aðra
eins vitleysu. Framleiða minna!
Þú veizt ekki hvað þú ert að
segja, drengur11.
„Pabbi11, sagði Jonathan al-
varlega. „Hvernig mundi þér
geðjast að því, ef Sophia ynni
í verksmiðju?11
Will roðnaði enn meir. „Hvað
kemur Sophia þessu máli við?“
„Ef þú værir fátækur, mundir
þú verða að láta hana vinna í
verksmiðju11.
„En nú er ég ekki fátækur11,
orgaði faðir hans.
„Nei, þú ert ekki fátækur11,
sagði Jonathan og missti alger-
lega vald yfir sjálfum sér. „Þú
hefur grætt á vinnu barnanna11.
„Segðu þetta einu sinn enn“.
Will gekk nær syni sínum með
reiddan hnefann.
Jonathan krosslagði hendurn-
ar á brjóstinu og hreyfði sig
ekki“.
„Will, Will11, kallaði María
hrædd og gekk á milli þeirra
„Sláðu hann ekki11.
„Farðu þá með hann. Eg er
búinn að fá nóg af honum. Það
veit guð“. sagði Will.
„Joth11, sagði María í bænar-
rómi.
„Vertu róleg mamma. Eg fer
sjálfkrafa11.
Hann gekk út úr stofunni og
bar höfuðið hátt. þegar hann
gekk fram hjá svefnherbergi
foreldra sinna, kallaði Sophia:
1 „Joth11.
„Hvað viltu?11 spurði hann al-
varlega.
„Hvers vegna hefur pabbi
svona hátt?“
Hann anzaði engu og hélt
áfram inn í herbergi sitt.
Þegar hann kom inn kveikti
hann á lampa. — Það voru ekki
gasljós á efri hæðinni. Hann
skalf af reiði, náði í skriffæri
og fór samstundis að skrifa
blaðinu „Leeds Mercury11 bréf.
Setningarnar flutu úr penna
hans, þrungnar hatri og eld-
móði. Hann skýrði blaðinu frá
vinnutíma barnanna í Iredaln-
um — að hann væri lengri en
Oasler nefndi í grein sinni pg
sums staðar fengju börnin ekk-
ert sérstakt hlé til máltiða all-
an daginn. En þar eð þetta at-
riði, út af fyrir sig, átti ekki
við Syke Mill, bætti hann við —
til þess að segja ekki föður sinn
verri en hann var — að heiðar-
legar undantekningar væru til.
Hann lauk bréfinu með þess-
um orðum: „Hver kristinu mað-
ur, hlýtur að roðna af blygðun
yfir þeirri svívirðingu, að börn-
in skuli sæta slíkri hörmungar-
meðferð vegna fjárgræðgi at-
vinnurekenda11.
Jonathan var að lúka þessari
setningu, þegar Brigg kom inn.
Brigg horfði um stund með at-
hygli á Jonathan, og settist. á
rúmið.
„Pabbi er eins og óður mað-
ur“, sagði hann.
„Hryggir mig“, svaraði Jona-
than.
Brigg hallaði sér aftur á bak
í rúmið með handlegginn undir
höfðinu. „Eg'' var að lesa grein-
ina eftir þennan Oasler11.
„Hvernig fannst þér hún?“
spurði Jonathan.
„Hvaða náungi er það? Eg
skal ábyrgjast, að hann hefur
aldrei komið í verksmiðju11
sagði Brigg.
„Hvað kemur það málinu
við?“
Brigg yppti öxlum og Jona-
than lauk við bréfið. Litlu
seinna heyrðu þeir kirkjuklukk-
una í Marthwite sl#.
„Eg verð að fara11, sagði Brigg.
„Hvert?11 spurði Jonathan og
lagði frá sér pennan.
„Sá heyrir minnsta lygi sem
sjaldnást spyr11, svaraði Brigg
glettnislega.
„Brigg, segðu eins og er: Ertu
enn að elta einhverja stúlku?11
Brigg hló.
„Æ, Brigg11, sagði Jonathan
raunalega. „Hvers vegna ger-
irðu þetta? Nú verður pabbi
reiður.11
„Hryggir mig“, svaraði. Brigg
og hermdi eftir Jonathan.
„Það er vandalaust að gera
að gamni sínu, en þú veizt það
sjálfur, Brigg, hvað pabbi verð-
ur æfur, og svo iðrastu sjálfur
eftir á“.
„Góði Joth11, sagði Brigg. „Eg
hlusta ekki á neinar prédikanir,
en ef ég skyldi koma seint,
kasta ég steini upp í gluggann
þinn, og þú opnar11.
„Mér dettur það ekki í hug“.
Brigg vissi að Jonathan
mundi opna fyrir honum, þrátt
fyrir allt, og klappaði honum á
herðarnar.
„Lofaðu mér því að minnsta
kosti að haga þér ekki þannig,
að þú þurfir að skammast þín“,
sagði- Jonathan alvarlega.
Brigg leit glettnislega á hann
og fór leiðar sinnar.
Brigg var enn ekki kominn
tveimur klukkustundum síðar,
Jonathan var ekki sofnaður og
heyrði að einhver kom inn í
herbergið í myrkrinu. Hann
hélt að það væri Brigg.
.„Það er ég, Jonathan11, heyrði
hann rödd móður sinnar segja.
Hún hafði ekki nefnt hann
þessu nafni í mörg ár, og hon-
um hlýnaði um hjartaræturn-
ar. Hann rétti henni hendina
út í myrkrið og hún settist á
rúmstokkinn hjá honum. Hún
strauk honum um hárið, eins
og hún var vön að gera, þegar
hann var drengur og þau tvö
voru einmana í veröldinni.
„Mamma, mamma", hvíslaði
hann og tár hans runnu niður
á hönd hennar.
Litla krossgátan
Lárétt:
1. Hossar — 7. skaði — 8. tvisvar
50 — árendi — 11. gusa — 12.
kross ■**•- 14. nes 16. metur — 18.
samt. — 19. húðfletta -— 20. em-
bættismaður — 22. hlýju — 23. fyrr
— 25. töp.
Lóðrétt:
2. veizla — 3. grönn — 4. flutn-
ingsmenn — 5. ending — 6: alvana-
legt — 8. ósanninda — 9. raspað —
11. samtenging — 12. hróp — 15.
þor — 17. líta — 21. tíu — 23. öx-
ull — 24. tveir eins.
RÁÐNING KROSSGÁT-
UNNAR í SÍÐASTA BLAÐI.
Lárétt:
1. krakka — 7. ófim — 8. ýf —
10. ak — 11. áta — 12. ís — 14.
náðar — 16. rómar — 18. N.N. —
19. kná — 20. æs — 22. an — 23.
óðul — 25. framlá.
Lóðrétt:
2. ró ;— 3. afa — 4. kikna — 5.
km. — 6. ófarna — 8. ýtan — 9.
dírkar — 11. áð — 13. sónn — 15.
áræða — 17. má — 21. sum — 23.
ár — 24. 11.