Þjóðviljinn - 16.06.1944, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1944, Síða 2
2 ÞJÖÖVILJINK Föstudagur 16. júní 1944. Hátíðahöld íslendinga vestan hafs Eftir þeim upplýsingum sem próf. Richard Beck hefur látið í té, mun lýðveldisstofnunarinnar verða minnzt á ýmsan hátt meðal íslandinga vestan hafs og að tilhlutun þeirra. Bæði vikublöðin íslenzku í ! Winnipeg „Lögberg“ og ,,Heims- kringla“ gefa út sérstaka hátíð- I arútgáfu í tilefni af lýðveldis- stofnuninni, en ritstjóri hins fyrrnefnda er Einar P. Jónsson skáld, en Stefán Einarsson hins síðarnefnda. Fjölmenn undirbúningsnefnd frá Þjóðræknisfélaginu og öðr- um íslenzkum félögum í Winni- peg stendur að veglegum hátíða höldum þar, og er séra Valdi- mar J. Eylands, varaforseti Þjóð ræknisfélagsins, formaður henn ar. Hefjast hátíðahöldin með út- varpi yfir stöðvar kanadiska rík isútvarpsins að kvöldi þ. 16. júní. Er ráð fyrir gert, að for- sætisráðherra Kanada flytji þar stutt ávarp, en af íslendingum mun taka þátt í því útvarpi þeir Walter J. Líndal héraðsdómari, er flytur ræðu, og Grettir L. Jó- hannsson, ræðismaður fslands, sem lesa mun kveðjuskeyti frá ríkisstjórn íslands. Meginþáttur útvarpsins verður söguleg frá- sögn í leikformi, einnig verður íslenzki þjóðsöngurinn leikinn eða sunginn. 17. júní verða síðan hátíða- höld í Winnipeg, með ræðum, söng og upplestri frumortra kvæða. Ákveðið hafði verið, þeg ar dr. Richard Beck fór að heim an, að séra Philip M. Pétursson Agnar Kofoed Hansen lög- reglustjóri boðaði blaðamenn á fund heilbrigðislögreglunna'r s.l. laugard^g og skýrði þeim frá störfum hennar. t heilbrigðislögreglunni eru Ágúst Jósepsson heilbrigðisfull- trúi, ungfrú Sigríður Erlings- dóttir og Pétur Kristinsson lög- regluþjónn. Enda þótt að heilbrigðislög- reglan sé aðeins skipuð þrem mönnum og hafi því vafalaust ærið starf, hefur árangur af starfi hennar orðið góður, að því er lögreglustjóri skýrði frá. -Skilningur fólks fyrir nauð- synlegu hreinlæti hefur aukizt, enda þótt að til sé enn allmargt manna sem eru trassar og kæra •sig kollótta um allt hreinlæti. MENNING EN EKKI AGL — Hreinlæti er menning en ekki agi, sagði lögreglustjóri. Hreinlæti á ekki að þurfa að fyrirskipa með valdboði, menn verða að læra að skilja að hrein læti á að vera sjálfsagður hlut- ur í daglegu lífi. Starf heilbrigðislögreglunnar hefur verið fólgið í leiðbeininga- og upplýsingastarfi, og hefur þegar náðst góður árangur. MJÓLKURBÚÐIR Hreinlæti í mjólkurbúðum hefur lagazt mikið síðan heil- og Jón J. Bíldfell skyldu tala, en einhverjir fleiri munu þar einnig taka til máls. Samdægurs mun mikil hátíð haldin að Hnausum í íslendinga byggðinni í Nýja íslandi, og verður Guttormur J. Guttorms- son skáld meðal ræðumanna þar. Þá verða einnig hátíðahöld um sama leyti að Mountain í íslenzku byggðinni í Norður- Dakota, og að líkindum í ís- lenzku byggðunum í Saskatch- ewan í Canada. Lýðveldisstofnunarinnar verð ur einníg minnzt á sérstakan hátt í sambandi við ársþing Lútherska kirkjufélagsins í Vesturheimi, sem haldið verður um þær mundir í Argylebyggð- inni íslenzku í Manitoba. Guðmundur Grímsson dómari mun útvarpa ræðu um lýðveld- isstofnunina yfir útvarpsstöðvar í N.-Dakota. íslendingar í New York gangast fyrir hátíðahöld- um þar í borg; stúdentafélagið íslenzka í Kaliforníu, stendur að hátíðahöldum á þeim slóðum, Vafalaust verður lýðveldisstofn- unarinnar einnig minnzt með samkomum annarsstaðar meðal íslendinga á Kyrrahafsströnd- inni og víðar á meginlandinu, þó dr. Beck væri eigi fullkunn- ugt um það, áður en hann lagði af stað að vestan. j brigðislögreglan tók til starfa, i en húsnæði búðanna er víða ekki fullnægjandi. Öll mjólk þarf að afgreiðast í flöskum ef vel á að vera og geymast í kæliklefum. BAKARÍ OG „SJOPPUR“ Þá hefur heilbrigðislögreglan einnig komið á bættu hreinlæti í bakaríunum, en nokkrum þeirra hefur orðið að loka til bráðabirgða. Húsnæði þeirra hefur verið mjög lélegt. Um 20 svokölluðum „sjopp- um“ hefur verið lokað vegna ófullnægjandi hreinlætis. VERKSMIÐJUR Hreinlæti í sælgætis- kex- og smjörlíkisverksmiðjum er mjög UPP og niður, víða er það gott, t. d. hjá Nóa, Síríus, Freyju, Fróni og Hrein. SVÍNASTÍUR Eitt af því sem miklum ó- þrifnaði veldur eru svínastíur, hesthús, fjós og alifuglastíur, sem enn eru í bænum, þessir staðir eru tilvaldir fyrir rottur og hafa margskonar óþrifnað í för með sér, en unnið er að því að fjarlæga þá. SORPÍLÁT Þá leggur heilbrigðislögregl- an til, að fjölgað verði sorpílát- Fréttlr frá I.S.I. fþróttabandalag ísfirðinga (f. B. í.) hefur nýlega verið stofnað og hefur stjórn Í.S.Í. staðfest lög, þess. Formaður bandalagsins er hr. Sverrir Guðmundsson bankaritari. í. B. í. mun nú taka við störfum íþróttaráðs Vestfjarða, en síðar mun verða stofnað sérráð. Ríkisstyrkurinn til í. S. í’. íþróttanefnd ríkisins hefur ný- lega úthlutað styrk til Í.S.Í. úr íþróttasjóði. Fékk sambandið 30000 kr., en auk þess 11000 kr. til bókaútgáfu. Lögum sam- kvæmt verður Í.S.Í. að sjá um útgáfu reglna varðandi íþróttir. Staðfest met. Sambandið stað festi 15. maí sundmet Ægis í kvennaboðsundi 4 x 50 m. bringu sund. Tími var 3 mín. 07,2 sek. Boðsundsstúlkurnar voru þess- ar: Kristín Eiríksdóttir, Hall- dóra» Eiríksdóttir, Ingibjörg Páls dóttir og Villa Mára Einarsdótt- ir. Skipuð tvö sérráð í Reykja- vík. Á fundi sínum 22. maí stofn aði sambandsstjórnin 2 sérráð: Glímuráð Reykjavíkur og Hnefa leikaráð Reykjavíkur. Glímuráð ið skipa þessir menn: Guðmund- ur S. Hofdal form., Viggó Nath- anaelsson varaform., Gunnlaug- ur J. Briem, Kristmúndur Sig- urðsson og Tryggvi Friðlaugs- son. — Hnefaleikaráðið skipa: Eiríkur S. Beck form., Jón D. Jónsson varaform., Guðmundur Arason, Halldór Björnsson og Þorsteinn Gíslason. Formenn ráðanna voru skipaðir til eins árs en meðstjórnendur til tveggja ára. Allsherjarmótið. Stjórnin á- kvað á fundi sínum 22. maí, að Allsherjarmótsbikar Í.S.Í. skuli framvegis fylgja nafnbótin „Bezta íþróttafélag íslands 1 frjálsum íþróttum“, en ekki „Bezta íþróttafélag íslands“, eins og áður hefur verið. Björgunarsund meistaragrein. Ákveðið hefur verið að taka björgunarsund sem keppnis- grein í Meistarasundi Í.S..Í. í sundi. Jafnframt skorár stjórn sambandsins á öll félög, sem gangast fyrir stærri sundmótum að taka björgunarsund sem keppnisgrein. um í bænum og verði þau eins um allan bæinn, séu með loki og þannig að tveir menn geti borið þau milli sín og skipt um þau. ÍSLENDINGAR EFTIRBÁTAR Eitt af því sem heilbrigðis- lögreglan telur vera mjög á- bótavant hjá verksmiðjum og vinnustofum, er það hve lítið hefur verið hugsað um aðbúnað verkafólksins. Standa íslendingar í því efni langt að baki öðrum Norður- landaþjóðum. Á mörgum þess- ara staða eru engir fata- né skóskápar, fyrir verkafólkið, engin kaffistofa o. s. frv. Óhæfir veitingastaðir Heilbrigðislögreglan er í sókn, eft- ir því að dæma pem lögreglustjóri segir. Viðfangsefni hennar eru marg vísleg. M. a. eftirlit með ófullkomn- um veitingastöðum, og fyrir atbeina hennar hefur um 20 slíkum „sjopp- um“ verið lokað. Það má með sanni segja, að flestir þeira veit- ingastaða, sem þotið hafa upp á hernámsárunum, séu sannkallaðar gróðrarstíur allskonar óþrifnaðar, ekki síður en fjósin og alifugla- húsin hér í bænum og næsta ná- grenni. Munurinn er aðeins sá, að rotturnar eiga þar öruggt griðlands, en veitingakrárnar safna undir þak sitt alls konar ruslaralýð, innlend- um og erlendum. Inni í þessum kompum er oft harla óvistlegt. Sof- andi drykkjuræflar liggja fram á sum borðin, en þeir sem en eru uppi standandi „þjóra“ ýmsar miður hollar víntegundir í eitruðu and- rúmslofti. Oftast er þetta ófremdarástand einungis eigendum veitingahúsanna að kenna, eða þeim, er ganga þar um beina. Á sumum veitingastöð- um er það næsta sjaldgæft að sjá drukkinn mann, og þeir fá þar ekki afgreiðslu. Annars staðar er þeim tekið opnum örmum. Dæmi eru þess að afgreiðslustúlkurnar þiggja „snaps“ hjá þeim og stundum eru þær jafnvel ölvaðar við vinnu sína. Þegar svo er komið málurn, er ekki að undra þótt drykkjurútun- um finnist að „þeir séu heima hjá sér“. Og ef vel er að gáð, þá er heil- brigðislögreglan ekki enn búin að gera hreint fyrir sínum dyrum á þessu sviði, þótt talsvert hafi á- unnizt. f hjarta Reykjavíkur eru enn til „sjoppur" af líkri tegund og miður vel þokkaðir dvalastaðir ölvaðra manna í skuggahverfum erlendra stórborga. Matur á veitingahúsum Eg er einn þeirra tiltölulega mörgu Reykvíkinga, sem neyta mat- ar síns á veitingastöðum sem selja einstakar máltíðir. Það má svo að orði komast, að slik veitingahús skiptist í tvo flokka. Annars vegar eru hin, ódýrari, þar sem allt er á óbrotnasta máta og verkamenn í vinnufötum sitja við sama borð og þeir sem betur eru klæddir. Hins vegar eru svo „betri“ veitingahús, með þjóna og pentudúka og leyfi til að selja allar veitingar miklu dýr- Vinnan Vinnan, tímarit Alþýðusam- bandsins, júníhejtið, er nýhomið út. Ejnið er vandað og jjölbreytt. Kápumynd er af Öxarárfossi. Af efni heftisins má nefna: Karl Isfeld: Alþýðan verður að taka forustuna í sjálfstæðisbar- áttunni. Úrslit lýðveldiskosning- anna. Björn BjarnasoiA Þjóðarat- kvæðagreiðslan. Björn Sigfússon: Þættir úr baráttu ellefu alda. Guð jón Baldvinsson: Hvers væntum við af íslenzka lýðveldinu? Jón Rafnsson: Stéttardómur. Björn- stjerne Björnsson: Verkamanna- mars, í þýðingu Sigurðar Einars- sonar, o. fl. o. fl. ari. Öll þessi veitingahús eru starf- rækt með það fyrir augum, fyrst og fremst, að vera gróðafyrirtæki eigendanna. Hráefni til matargerð- ar eru dýr og til þess að veitinga- salan gefi sem mestan arð, neytir veitingamaðurinn auðvitað allra bragða til að framleiðslukostnaður og annað viðvíkjandi veitingunum verði ekki of hátt. Vöruvöndunt er ábótavant þarna, sem svo víða annars staðar hér á íslandi, og raun in er sú að maturinn, sem veitinga- húsin hafa á boðstólum, er oft stór- skemmdur, Þar með er ekki sagt að hann sé bragðvondur, því að það má búa til sæmilega bragðgóð- an mat úr úldnum fiski og skemmdu kjöti. Listin er að krydda hann nóg. Það er, án efa, óvíða þörf afskipta hins opinbera og róttækra aðgerða til umbóta, en einmitt á þessum vettvangi, þegar þess er gætt, að hollt mataræði er stórt atriði til aukinnar lífshamingju einstaklinga og heilla þjóða. Umbóta er þörf En nú spyrja menn: „Hvað er hægt að gera?“ Hætt er við að fet- irlit með matargerð á veitingahús- um, þeim sem nú eru starfrækt„ myndi ekki koma að nægum not- um. Allir hljóta að sjá, hve óheil- .brigt það er að einstaklingar raki saman fé með því að selja alþýðu- mönnum, óhollan mat. Það er ekki aðalatriðið að verðið gé sérlega lágt, heldur að maturinn sé góður og hollur og framreiddur á hreinleg- an, en viðhafnarlausan hátt, Að vísu yrðu alltaf einhverjir sem kysu að „matast" á hinum fínu hótelum, þeir um það. Alþýðumenn hafa yf- irleitt ekki efni á að borga 6—800 kr. í fæði á mánuði og það fyrir engu betri mat en hægt væri að fram- reiða og selja fyrir helmingi lægra verð á matstofum sem fólkið ætti. Komið hefur til orða að slík mat- stofa yrði sett á stofn fyrir þá sem vinna við höfnina, en þær þyrftu að koma miklu víðar, svo víða, að allir þeir, sem ekki hafa ástæðu til að borða í heimahúsum gætu feng- ið boðlegan mat fyrir sannvirði. Mál þetta er ekkert smámál og þörfin er aðkallandi, að hafizt verði handa um að koma upp almenn- ingsmatstofum. Með því vinnst. tvennt. Að jafnframt því sem fram- reiddur væri góður matur á sóma- samlegan hátt, væri hann seldur við því verði sem hann kostaði,, þannig yrðu neytendurnir þess með- vitandi að á hverjum tíma væru þeir aðeins að borga fyrir matinn raunverulegt verð, en ekki að kasta; peningum í hít samvizkulausra: prangara. Ó. P. Er tveggja dága ferð úr Pósthússtræti í Þingholtin? Mánudagmn 12. þ. m. kl. að ganga 5 17) var bréf látið í póstkassa pósthússins í Pósthússtræti. Bréfið átti að fara upp í Þingholt. Mið- vikudaginn 14. þ. m. síðdegis komst bréfið á ákvörðunarstaðinn í Þing- holtunum. Það var tvo sólarhringa á leiðinni. Eg býst við, að lesandanum detti í hug að hér sé um sérstaka undan- tekningu að ræða, einhver mistök,. sem alltaf geta komið fyrir. Vegna þeirra, sem þannig kynnu að hugsa, er rétt að taka fram, að slík mistök koma oft fyrir. Viðtakandi þessa umrædda bréfs hefur þráfaldlega orðið fyrir því, að innanbæjarbréf' til hans hafa verið tvo sólarhringa á leiðinni eða jafnvel lengur. Hér eru því um einhver alvarleg mistök að ræða hjá póstinum, mistök sem þurfa leiðréttingar við, og það án; tafar. 'I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.