Þjóðviljinn - 16.06.1944, Page 3
4
Föstudagur 16. júní 1944.
ÞJðððVILJINN
17. júní
Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911, efndu íþrótta-
menn til hátíðahalda í fyrsta sinn í tilefni af afmælisdegi forset-
ans. Þá um le^ð var efnt til fyrsta almenna íþróttamótsins hér á
landi þar sem mörg íþróttafélög stóðu að. Þetta er brautryðj-
endastarfið í íþróttahreyfingunni. Fór vel á því að það væri
tengt við starf brautryðjandans mikla og að íþróttæska landsins
— framtíð þess — tæki að sér að heiðra minningu „mætasta
sonar íslands“.
Síðan 1911 hefur hver 17. júní verið hátíðisdagur íþrótta-
manna. Þeir hafa viðhaldið minningunni um daginn svo að hann
er orðinn hugstæður öllum landsmönnum. Þetta hlýtur að vera
sérstakt gleðiefni öllum íþróttamönnum og það ætti að vera þeim
styrkur og hvöt til dáða.
Sá 17. júní sem upp rennur á morgun er þó sá dagur sem
mestur er af þeim öllum, sá dagur, sem beðið hefur verið eftir
í margar langar og dimmar aldir.
Vonirnar rætast. Sagan endurtekur sig. „Þá riðu hetjur um
héruð“,-sem valið höfðu Þingvöll fyrir sinn þingstað. Þar mætt-
ust og ungir sveinar til leika og íþrótta. Það hélzt í hendur. Þá
glímdu þeir Norðlendingar og Vestfirðingar, undan Fangbrekku.
Á morgun verður enn haldið til Þingvalla. Á þennan helga
stað hópast íslendingar til að vinna eið að því að varðveita
frelsi sitt, og enn koma íþróttamennirnir fram til leiks og keppni.
Enn er glímt undan Fangbrekku, ekki aðeins Norðlendingar og
Vestfirðingar heldur hafa allir þar aðgang að.
Syni Víga-Glúms, Má, þótti sigurinn mikils virði er hann
segir við mann þann, er fellt hafði flesta: „Ef þú þarft míns
formælis, skal ég þér að liði verða“. Þjóðhátíðarnefndin hefur
ákveðið að verðlauna sigurvegarann sérstökum sigurlaunum, hann
er afreksmaðurinn, sigurvegarinn, góðra launa verður.
íþróttirnar hafa hlotið þjóðarviðurkenningu, þær eru skoðað-
ar sem sterkur þáttur í uppeldi fólksins. Einn sterkur þáttur
í því að gera fólkið að góðum íslendingum; fólki, sem hefur vilja
og hefur mátt, bæði andlegan og líkamlegan, til að starfa í anda
Jóns Sigurðssonar, og nú einmitt reynir á það.
Við íþróttamenn verðum því að stíga á stokk og strengja
Jjess heit á þessum degi, að byggja íþróttahreyfinguna það ör-
ugglega upp, að þjóðin megi fyllilega vænta þess að okkar þátt-
ur eflist og blómgist. Ennfremur að þjóðin megi treysta því að
við í framtíðinni sýnum og sönnum að við erum vaxnir þeim
vanda að halda uppi minningu „bezta sonar íslands11 á þjóðlegan
hátt.
Eg lít þannig á, að þeir íþróttamenn sem skundá á Þingvöll
<og treysta heit sín við athöfn þessa dags, séu fulltrúar allra
íþróttamanna og mundi Jórii Sigurðssyni ekki vera það kærkom-
in afmælisgjöf að æska íslands nú, strengdi þess heit á þessum
stað að feta í fótspor hans og vera í allri framtíð „sómi íslands
sverð þess og skjöldur".
Skúli Guðraundssofs
f hístökkf
Á síðasta afmælismóti K. R.
setti Skúli Guðmundsson K. R.
glæsilegt met í hástökki án at-
rennu. Árangur var 1.51. Til
gamans má geta þess að hefði
Skúli keppt í meistaramóti
Svía s. 1. vetur, hefði hann orð-
ið nr. 3, svo að á því sést, að
þetta er góður árangur. Eldra
metið var 1.42, sett af Sveini
Ingvarssyni. Á sama móti setti
Halldór Sigurgeirsson drengja-
met í langstökki, 6.42, sem er
ágætt met.
Fréttir frí I. S. f.
Ársþing' Í.S.Í. verður haldið
dagana 25., 26. og 27. júní í Odd-
fellowhúsinu. Þingið verður sett
sunnudaginn 25. júní kl. V-k e.
h. og er öllum ævifélögum Í.S.Í.
íþróttamönhum og íþróttavinum
heimill aðgangur. — Fulltrúar
eiga að mæta með kjörbréf.
Knattspyrnuraolar
í knattspyrnukappleik sem
fram fór fyrir nokkru, vildi það
til að markmaður kastar sér á
bolta og leggst á hann. Mót-
herji notar tækifærið og leggst
við hlið markmanns og hyggst
að stjaka honum með boltann
inn fyrir marklínuna. Rétt
strax flautar dómarinn og gefur
aukaspyrnu á sóknarliðið. Að
því er virtist voru flestir á-
horféndur á sama máli.
Hvað segja knattspyrnulögin.
um þetta? Þau segja, að þetta
sé leyfilegt, en verður auðvitað
að framkvæmast löglega. Flest-
ir áhorfenda munu álíta að
þetta sé ekki löglegt og er það
hreinn misskilningur. Hitt er
aftur annað mál að þetta er
ekki áferðarfagurt, en hinsveg-
ar margfalt hættuminna stjak
en á sér oft stað úti á velli.
Mér er sagt að dómarinn hafi
stöðvað leikinn til að forðast
slys. í þetta sinn var ekkert það
í aðgerðum mótherjans sem or-
sakað gat slys en hinsvegar
lögðust þrír samherjar mark-
manns ofan á hann og gat það
verið allalvarlegt. Á hvern á þá
að dæma úti þegar svona stend-
ur á? Eitthvað á þessa leið
féllu orð eins áhorfandans eftir
leikinn og svo spyr hann. Hefði
ekki verið réttara að láta bolt-
ann detta þarna inn í markið?
•
Eg hef leitað mér upplýsinga
um þetta og borið þær saman
við mínar skoðanir á þessu.
Dómarinn hefur í vissum til-
fellum leyfi til að stöðva leik,
ef hann álítur að hætta stafi
*af leik einhvers, og ef til vill
hefur dómarinn byggt dóm sinn
á þeim forsendum, en í um-
ræddu tilfelli átti sér ekki stað
nein sú árás er hætta stafaði
af, aðeins liggjandi stjak. Mark-
maður má nota hendurnar fram
yfir aðra leikmenn og stendur
því að öllu leyti betur að vígi.
Það er því óeðlilegt að hann fái
líka þau hlunnindi að mega
leggjast á boltann og liggja þar
óáreittur þar til öll hætta er
liðin hjá og mótherjarnir farn-
ir. Það virðist því eðlilegt að
láta boltann falla þar sem
stjakið átti sér stað.
Hitt er aftur annað mál að
þessi leikaðferð er ljót þó að
hættulaus sé, og hér hefur hún
ekki reynzt sigursæl og má það
vera af því að dómarar hafa
yfirleitt litið á þetta sem háska-
leik og alltaf gefið aukaspyrnu
á sóknarliðið. Erlendis eru þess
dæmi að mörk hafi verið sett
Heilsufræði íþróttamanna
Um mataræði
Við höfum áður talað um kaff
ið, eftir er að minnast á tóbak
og áfengi.
Meðan á tamningu stendur
mega menn alls ekki neita
nokkurs áfengis af neinu tagi.
Það er sagt að lítill skammtur
af áfengi örvi mann og lífgi
eftir mikla áreynslu, en von
bráðar ber magnleysi að hönd
um. Þetta magnleysi sem enda
smáskammtar af áfengi hafa í
för með sér, stafar af því að
áfengið deyfir miðstöðvar tauga
kerfisins og þegar af þeim á-
stæðum er auðsætt að íþrótta-
menn verða að varast það. Þar
við bætist það, að áfengið dreg-
ur líka þrótt úr hjartanu, taug-
um þess og vöðvum. Þetta er
mjög alvarlegt mál því hjartað
er það líffæri sem bezt þarf að
gæta þegar um tamningu og
kappraunir er að væða.
Það er venjulega auðvelt að
fá menn til áð neita sér um á-
fengi. Hitt er mikiu erfiðara að
fá menn til að neyta sér um
tóbak, og varðar það þó mjög
miklu. — Þeir sem eru í tamn-
ingu bíða tvennskonar baga af
tóbakinu. Það skemmir kokið
og nefið og hinsvegar er aðal-
efnið í tóbakinu, „nikotin“ al-
varlegt eitur. Allir þeir sem
reykja, fá meiri eða minni kvef
þrota í kokið, nefið og hálsinn.
Þetta lýsir sér í því að slím-
renslið eykst, menn þurfa oft-
ar að hrækja og ræskja sig en
eðlilegt er. Enn fremur sýkjast
kirtlarnir í slímhúðunum svo
þær vilja þorna ef menn anda
títt, mæðast. Fá þeir þá þurr-
an sviða í hálsinn og mega sín
ekki eftir mætti. Þó að menn
hætti tóbaksnautn þá hverfur
ekki tóbakskvefið fvrr en semt
| og síðar meir. Þess vegna verða
i allir þeir sem ætla sér fyrir
■ alvöru að iðka íþróttir að neita
j sér um tóbak að staðaldri. Það
á þennan hátt og leikur unnizt
á svona stjaki.
Um daginn var spurt: Hvern-
ig á knötturinn að falla til jarð-
ar þegar hann „er gefinn upp“
sem kallað er? Sumir láta hann
falla af útréttum armi en aðrir
kasta honum niður af afli? Svar
mitt var á þá leið að alls staðar
þar sem ég hefði leikið, er
knötturinn látinn falla af út-
réttum armi og er það viður-
kennd regla um allan heim. Þó
er sú eina 'undantekning, sem
staðfestir regluna, að einn dóm-
ari hér 1 Reykjavík, kastar hon-
um af afli í völlinn.
nægir alls ekki að þeir fa.ri í
tóbaksbindindi meðan þeir eru
í tamningu. Það virðist svo sem
reyktóbak, einkum vindlingar
og píputóbak valdi einna mest-
um baga, mestu tóbakskvefi,
en í raun og veru á þetta heima
um allt tóbak og þess vegna
ber að banna það af hverju
tagi sem er.
Þó er að gæta þess að tó-
bakið er allt annað en mein-
laust fyrir hjartað, veldur oft
hjartslætti eða þaðan af alvar-
legri kvillum. í styrjöldinni
(1914—’18) áttu hermenn oft
kost á því að reykja gengdar-
laust í skotgröfunum. Urðu
menn þess varir að alvarlegir
hjartasjúkdómar spruttu upp af
þessari óhóflegu tóbaksnautn.
Tóbak hefur líka ýmiskonar
áhrif á taugakerfið. Þess verð-
ur oft vart, einkum meðal ung-
menna ef þeir nota mikið tó-
bak verða þeir mjög þreytulegir,
leiðir og letilegir. Það er því
ekki að ástæðulausu að öll
tóbaksnautn er bönnuð öllum
þeir sem eru í tamningu, og
það er illt til þess að vita, að
oft má sjá ágæta íþróttamenn
kveikja sér í vindli þegar að
loknum kappleik. Það er óhætt
að segja, að þeir sem fara svo
ógætilega, dragast bráðlega aft-
ur úr og eins hitt að geta þeirra
myndi hafa orðið enn meiri ef
þeir hefðu algerlega neitað sér
um tóbak.
Tóbak er talið nokkurs kon-
ar þjóðarböl, þegar það barst
fyrst hingað í álfuna. Simon
Paulli, danskur rithöfundur
segir í jurtabók sinni 1648, að
hann vilji ekki gera þessa jurt
að umtalsefni, „því að það er
víst að það sem íllt er, það læra
menn sjálfkrafa“, og síðan segir
hann að tóbakið sé „réttnefnt
illgresi Norðurálfunnar, því það
hefur svo margt illt í för með
sér“. Meðal íþróttamanna ætti
tóbak enn í dag að ganga xmdir
„heiðursnafninu" illgresi.
Dómaranámskeiði Í.S.Í. í frjáls
um íþróttum lauk 8. maí, en
það hafði staðið í hálfan mánuð.
Þátttakendur sýndu mikinn á-
huga og fimmtán þeirra fengu
dómaraskírteini, þar af átta sem
leikstjórar og yfirdómarar, en
sjö sem dómarar í einstökum
íþróttagreinum. íþróttaráð
Reykjavíkur gekkst fyrir nám-
skeiðinu og leysti það verkefnið
með prýði. Gert er ráð fyrir,
að slík dómaranámskeið verði
haldin árlega svo jafnan sé nóg
af hæfum og vel þjálfuðum
dómurum.