Þjóðviljinn - 01.07.1944, Page 7
l,augardagur '1. júlí
HÓÐVLIJINU
PHYLLIS BENTLEY
Elsa Beskov:
UPPELDIS VÉLIiN
stað. Það ui’gaði og marraði í hjólum rog meistari brosti
í kampinn.
Síðan fo.ru allir heim:
Pési og hinir drengirnir, sem lokaðir voru inni, urðu
að fara að læra og hlusta á grammoföninn. Þeir spurðu
hann allráhanda spurninga sér til skemmtunar, en það
var svo éinkennilegt, að grammofónninn átti engin svör
við þeim. Meistari Gráskeggur hafði búizt við öðrum
spurningum. Þess vegna komu svörin ut í hött- eins og
þegar verið er að tala við heyrnarlausan mann.
Þetta þotti drengjunum gaman.
En þegar ljósið var slökkt, fór Pésa að leiðast. Hann
för á fætur, gekk fil dyra og opnaði. Pési hafði nefni-
lega smíðáð eftir öllum lyklunum. Hann opnaði líka
fyrir hinum drengjunum. Þeir læddust fram í eldhús-
ið. Þar náði Pési í mat. Og þeir loru út úr húsinu.
Pési hafði hugsað sér að þeir flýðu út í hólma í vatni
skammt frá. Þar var eldgömul höll, að hálfu leyti hrun-
in. Enginn þorði að vera þar fyrir myrkfælni.
Þéir fundu bát og reru út í hölmann. En ekki þorðu
íþéir að hlæja, fyrr en þeir voru komnir heilu og höldnu
'inn í hallarrústirnar.
Pési hafði flutt þangað ábreiður, eldfæfs og matar-
ílát. Drengirnir veiddu í vatninu, suðu fisk og átu. Þess
á milli léku þeir sér og undu sér vef.
En ein’kennilegt var það, að þeim för séinast að leið-
asf. Þeir höfðu haft með sér tvær bækur. Það voru Indí-
ánasögur. Þær voru lesnar, þar til allir kunnu þser utan
að. Þeir máluðu sig eins og Indíána. Eu e'kkert dugði.
Þá langaði til að lesa nýjar bækur.
Þeir bjuggu til gott eldstæði úr rmúrsteinum og
Ihjuggu við, því að nú fór - regntíminn í hönd. Það var
nefnilega engin vetratíð þarna eins og hjá okkur, heldur
aðeins regntími
Verst af öllu var, að nú voru drengirnir orðnir í meira
lagi tötralega til fara. Þeir voru óhreinir og fötin hengu
í Itætlum utan á þeim. Það voru bæði hælar og tær úr
sokkunum og skósólarnir vo.ru alveg ónýtir.
Drengirnir höfðu hvorki nál né tvinna. Það eina,
sem bjargaði þeim, var að þeír áttu al og seglgarn. Þeir
stungu göt með alnum og þræddu seglgarni í, til að
halda saman rifunum. En ekki leat það vel út.
ÞETT4
Lærdóms- og kennidómsstétt-
anna ásteytingarsker teljast
helzt: drambsemi, hégómadýrð,
æru- og þreytugirni, ófyrirlát-
semi, oftraust á eigin og ann-
arra dærdómi og kenningum,
skortur umburðarlyndis margra
við aðra, drottnunarsótt og í-
myndaður umráðaréttur ann-
arra lífs- og sálarheilla. Á
stundum freistast þær til leti
og vanræktar skylduverka, en
þó ágengni í tekjum.
Magnús Stephensen.
★
Athvarfið mitt er: óhreyft ból,
úrræði: gráturinn,
myrkur hússins: mín sálarsól,
sætleiki: skorturinn,
aðalmeðuiin: örvænting,
andgiftin: freistingar,
ieirpollavatnið: lífhressing,
læknirinn þjáningar,
huggunartölur: hræsni og spé
h’júkrunin: þögn og fúllynde,
trúnaðarstyttan: tálgirðing,
.tilfluktið dómurinn,
framfærsluvonin: foreyðing,
fyrirheit: rotnunin.
Vinirnir sitja sjúkan kring:
Satan og veröldin.
Bólu-Hjálmar.
*
Prestar hinum heimi frá
hulda dóma segja.
Skyldi þeim engum bregða í brá,
blessuðum, nær þeir deyja?
Sigurður Breiðfjörð.
ifrumvarpið um ^tíu stunda dag-
:inn“, sem það liafði þegar jórtr-
að fuílan ártrrg. Þá væri eitt
TéiðihSegt umlalsefni úr sög-
unni og hún þyrfti ekki að
hlusta á það framar. (
Saphiu þólti innilega vænt 1
um þá fregn, að Oasler hefði
verið settur í fangelsi vegna
.skú'lda við 'JIánardrottinn sinn.
Ekiíi svo að skilja, að hún ósk-
áði manninum ills. Hún vonaði
bara að Jonathan hætti að
fýigja honurm, þegar þetta kom
Tií sögunnar. En því fór fjarri.
Jonathan ssrgði, að Oasler væri
'borinn rarrgri sök.
ÆJasler skrifaði flugrit. viku-
\ Tega og Jonathan dreifði þeim
,út í -Annotsfiéld og Marthwaite.
} Tteyndar var jagazt um fleira
■; <en Yíu stunda vinnu nú orðið.
A’Ilt í einu .var farið að tala um
©inhverja ,,Chartista“. Hvers-
konar menn það voru. vissi
'Sophia ékki, -en þetta var þó
ný'tt umtaílséfni, hvað sem öðru
Jeið.
Hún komst að raun um, að
þessir ,,Chartistar“ væru ekkert
skárri en Oasler. Brigg sagði,
að þetta væru Óbötamenn, sem
ættu að réttu lagi að vera í
fangelsí. Aftur á móti sagði
Jónathan, að ,*,Chartistar“ væru
flestir heiðarlegiir verkamenn,
sem væru orðnir hálf trylltir
af atvinnuleysí og hungri.
Will var vanur að eyða öllú
tali um Chartista. Hann grun-
aði nefnilega eldri son sinn um
að taka málstað þeirra í blað-
inu „Northern Star“, en hann
langaði ekki til að það kæmist
í hámæli, Jonathan sagði, að
Chartistar krefðust almenns
kosningaréttar og leynilegra
kosninga. Þetta taldi hann rétt-
mætt og bætti því við, að væru
laun verkamannanna hækkuð
og vinnutíminn styttur, mundi
allur uppreisnarhugur hverfa.
Sophia hlakkaði til þess alla
vikuna, að Jonathan kæmi og
borðaði með þeim kvöldverð,
eins og hann var vanur að gera
einu sinni í viku. Jonathan var
sá eíni, sem flutti með sér til
New-House eitthvað af heimin-
um utan við Marthwaite. En
Sophia varð alltaf fyrir von-
brigðum. Joth og Brigg töluðu
um pólitík og faðir hennar
kvartaði geðillur um „erfiða
tíma“. ,
Þegar Sophia hafði hlustað á
þetta svo sem tvo klukkutíma,
fór hún leiðar sinnar. Stundum
fór hún út í hesthús, klappaði
öllum hestunum og gerði gælur
við þá. Hún sat vel á hesti og
átti sjálf reiðhest. Stundum
stóð hún lengi hjá honum,
strauk honum í leiðslu og lét
sig dreyma um hetj.u, sem kæmi
og frelsaði hana úr devfðinni
í New-House.
En það var óneitanlega erf-
ARFUR
itt að 'gera sér 5 alvöru grein i henni á kollinn, „það mátt þú
fyrir, hvaðan kappinn ætti að
koma. Enginn maður í Mart-
hwaite var henni samboðinn.
Synir Enochs Smith voru — að
áliti hennar — of gamlir, of lura
legir og hugsuðu ekki um ann-
að en vélar, eins og Brigg Syn-
ir prestsins voru of ungir. Aðra
menn þekkti Sophia ekki.
Ungur, hraustur líkami henn-
ar iþráði ástina.
Stúndum vaknaði hún af
draumum sínum við býða rödd
móður sinnar: „Sophia, elskan
mín. Joth er að fara“.
Sophia rétti úr sér með ó-
lundarsvip, lagfærði hárið og
Hjóp af stað til að kveðja Joth.
Jónat’han tók eftir því að
systir hans leiddist og stundum
bauð hann henni að koma heim
til síh. Sophia varð ákaflega
glöð og var önnum kafin í tvo
daga að ferðbúa sig. Faðir
hennar varð að gefa henni pen-
inga og hún lét Brigg kaupa
fyrir þá silkibönd og annað
skraut í Annotsfield. A 'útekn-
um degi steig hún upp í vagn- I
til Ire-brú, ljómandi af tilhlökk |
un.
En um kvöldið sneri Sophia
heimleiðis dauf í dalkinn. Það
brást aldreí. Heier.a þurfti allt-
af að fræða hana um. hvað ung
stúlka þyrfti að kunna og hvern
ig hún ætti að hegða sér. Sop-
hia geispaði af leiðindum. Og
stundum heyrðist ekki manns-
ins mál fyrir orginu í yngsta
króanum. Jonathan og Helena
töluðu alltaf um það, sem
Sophiu deuðleyddist — bók-
menntir, Oasler og eitthvað,
sem þeim þótt fróðlegc.
Þegar Sophia sá Manchester-
vagninn koma, hljóp hún af
stað á harða spretti. Hvaða er-
indi átti hún líka til Ire-brú?
Riddarinn, sem átti að frelsa
hana, bjó áreiðanlega ekki þar.
2
En hann kom þrátt. fýrir allt.
Hún mætti honummiðri á veg-
inum einn góðan veðurdag um
hásumarið.
Það var ákaflega heitt þenn-
an dag. Joth var farinn til Lon-
don. Hann var í sendinefnd,
sem átti að bera fram kröfur
um tiu stunda vinnudag. Að
hugsa sér, að Joth skyldi vera
í London! Þegar Sophia hafði
heyrt Will segja Maríu, að Joth
hefði beðið um tveggja daga
frí úr verksmiðjunni, réð hún
sér ekki fyrir undrun og öfund.
Hún gat varla afborið þetta
og þegar hún hafði hugsað
málið fram og aftur í tvo daga
fór hún inn í skrifstofu til Jona-
thans og spurði, hvort hún
mætti ekki fara með honum til
London.
„Nei, Sophia litla“, svaraði
Jonathan alvarlega og klappaði
ekki“.
Síðan sagði hann henni, að
sendinefndin yrði stöðugt á ráð
stefnu með þingmönnum og
öðrum ráðandi mönnum. Sop-
hia hlpstaði þegjandi á mótbár-
ur hans. Síðan fór hún til
pabba síns.
„Pabbi“, sagði hún. „Má ég
fara til London með Joth?“
Will hló, en þegar hann sá,
að henni var fullkomin alvara,
hleypti hann brúnum og sagði:
„Nei“.
„Æ, þú getur vel lofað mér
að fara, gerðu það“, hrópaði
hún áköf og lagði hendurnar
um hálsinn á honum.
„Þú heyrðir hvað ég sagði, og
þar við situr“, sagði hann óþol-
inmóður. Sophia gekk frá hon-
um og var móðguð.
Hún nefndi ferðin ekki á nafn
eftir það fyrr en kvöldið eftir
að Jonathan fór. Hún lá í rúmi
sínu í herberginu þar sem Brigg
gamli hafði verið, meðan hann
lifði, og hlustaði á kirkjuklukk-
una í Marthwaite slá^ Þá datt
henni allt í einu í hug, að nú
væri Joth í London og heyrði
Sí. Paulskirkju-klukkuna slá.
Hún fylltist gremju yfir rang-
laeti heimsins. Að réttu lagi átti
hún — Sophia Oldroyd :— að
vera í London núna. Eða var
hún dæmd til að eyða æsku
sinni í þessum afkima verald-
arinnar innan um leiðinlegt
fólk?
Sophia fór að hágráta. Brigg
bróðir hennar var nærstaddur og
kom inn.
„Hvað er að þér, litla systir?
Hefurðu tannpínu?“
„Mig langaði svo til London“,
kveinaði Sophia. Brigg settist á
rúmið hjá henni.
„Æ, Brigg, þú situr ofan á
fótunum á mér“, sagði hún ön-
ug, en í sama bili lagði hún
hendurnar um hálsinn á honum
og sagði: „Eg skil ekkert í því,
að Joth skyldi ekki vilja lofa
mér að fara með sér“.
Það er ósköp eðlilegt“, sagði
Brigg. alvarlega. „Joth fór til
þess að ræða um „tíu stunda
daginn“. Eg mundi skammast
mín fyrir það í hans sporum“.
Morguninn eftir fann Sophia
á öllu, að Brigg mundi hafa sagt
foreldrunum frá þessu, því að
þau voru bæði sérstaklega blíð
og góð við hana. Pábbi hennar
kyssti hana, um leið og hann
fór út i verksmiðjuna, og
smeygði fimm krónu peningi
niður með hálsmálinu á kjóln-
um hennar.
Sophia skildi þetta svo, að
foreldrum hennar félli illa, að
henni leiddist heima hjá þeim
og sjálf sá hún eftir því að hafa
hryggt þau. Hún vár elskuleg