Þjóðviljinn - 01.07.1944, Qupperneq 8
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkurapó
teki.
Næturakstur: B.S.B., sími 1720.
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Samsöngur.
20.20 Útvarpshljómsveitin leikur nor
ræn lög.
20.45 Leikrit: Þættir úr „Melkorku“
eftir Kristínu Sigfúsdóttur
(Leikstjóri: Haraldur Björns-
son).
21.35 Hljómplötur: Klassiskir mars-
ar.
22.00 Danslög.
Félagar!
Vinna hefst við Rauðhólaskál-
ann nú um helgina. Unnið verð-
ur að standsetningu skálans og
vegagerð. Þeir sem eiga verk-
færi eru beðnir að taka þau
með. Að loknu dagsverki verð-
ur kvöldvaka og dans. Þess er
fastlega vænst að þið mætið all-
ir. Lagt verður af stað í dag kl.
3 e. h. frá Skólavörðustíg 19.
STJÓRNIN.
Vinnu- og skemmtiferð
verður farin í dag, laugardag,
austur í land Dagsbrúnar. Lagt
verður af stað kl. 3 e. h. frá
skrifstofu félagsins. Þátttakend-
ur eru beðnir að hafa með sér
nesti, viðleguútbúnað og tjöld,
ef þeir eiga.
Haður bfður bana
af slysförum
Síðastliðinn mánudag slasað-
ist maður, nálægt Hvítárvöllum,
í Borgarfirði. Var hann fluttur
til Reykjavíkur í flugvél, lézt
hann hér í Landsspítalanum á
þriðjudaginn.
Maður þessi hét Ragnar Teits-
son og var frá Stíflu í Vestur-
Landeyjum.
Slysið vildi til með þeim
hætti, að Ragnar var að flytja
skurðgröfu á vagni með öðrum
manni. Mun Ragnar hafa hras-
að og orðið undir vagninum er
skurðgrafan var á. Ragnar heit-
inn var 35 ára gamall, kvæntur
og átti eitt barn, hann átti aldr-
aða fofeld&i á lífi.
KAUPIÐ
ÞJÓÐVILJANN
lte!É8!fl,í»
Sfldveiðsrnar að heffast
En síldarveirlzsmidíur ríkisins faka
ekki á mófi síld Syir en $. fúfí
Síldarverkstniðjur ríkisins á Siglufirði, Raufarhöfn og Húsa-
vík byrja að taka á móti síld til vinnslu 8. júlí n.k.
Hefur ríkisstjómin samþykkt þá tillögu stjómar rjkisverk-
smiðjanna að greiða á komandi síldarvertíð kr. 18.00 fyrir síldar-
mál til bræðslu. Þeir sem það vilja, geta lagt síldina inn til
vinnslu og fengið kr. 15.30 fyrir mál við afhendingu, en endan-
legt uppgjör fari fram síðar.
Allar síldarverksmiðjur ríkis-
ins á Siglufirði, Raufarhöfn og
Húsavík verða reknar í sumar.
Sjóflugvél h.f. Loftleiða héf-
ur verið ráðin til síldarleita í
sumar.
Nú er síldveiðin hafin. Sæ-
finnur frá Norðfirði kom til
Siglufjarðar í fyrrakvöld með
80 tunnur síldar, er hann hafði
veitt út af Skagafirði.
Var síldin mikil og sprengdi
Sæfinnur nótina. Er síldin mis-
feit. Reyndist meðal bolfita
hennar 13,75%, en um svipað
leyti í fyrra var bolfitan 13,25%
að meðaltali. Óttast menn að
síldin hverfi snemma, vegna
þess hve hún er feit strax í
byrjun veiðitímans.
Er talið fullvíst að síldin sé
mikil og eru veiðarnar undir-
búnar af miklu kappi á Siglu-
firði.
Allsherjarverkfallið-
Framh. af 1. síðu.
arnir, sem innivistarákvæðin bitn-
nðu illa á, hiifðu gert verkfall, og
var rúgbrauð ófáanlegt í Kaup-
mannahöfn í tvo daga.
Það fór einnig að ganga illa
með rafmagnið og vatnslaust varð.
Þjóðverjum varð ljóst að taka
varð óeirðirnar nýjum tökum.
Grimmd hafði ekki tilætluð áhrif
á Danina, og Werner Best, hefur
alltaf verið þeirrar skoðunar,
að rétta aðferðin við Dani væri
sú að hóta einstaklingum en með-
höndla þá með skjalli og inndregn-
um klóm þar sem við fjölda væri
að eiga. Werner Best vanmat and-
lega hæfileika Dana, en þetta var
í fyllsta samræmi við kenningar
hans um stjórn „herraþjóðarinn-
ar“ í Neu-Europa, sem hann ritaði
lieila bók um áður en hann fékk
tækifæri að framkvæma þær í
Danmörku. Best barði í borðið
frammi fyrir lögregluherliði sínu
og ]>ýzku liðsforingjunum til að
koma þeim í skilning um að ein-
mitt þýzka „herraþjóðin“ væri nú
svo illa stödd, að hún yrði að láta
undan.)
Áður en Þjóðverjum varð þetta
ljóst, eða kannski éinmitt samtím-
is því, að Best var í þann veginn
að sannfæra landa sína í Dagmar-
hus, fóru Hafnarbúar á miðviku-
dagskvöld strax eftir klukkan átta
út á götur og gatnamót og kveiktu
bál á miðri akbrautinni. Það voru
eindregin mótmæli gegn því að
vera læstir inni í' húsum kl. 8 á
sumarkvöldum (sem raunar er kl.
7, vegna sumartímans). Mörg
hundruð bál loguðu í Kaupmanna-
höfn, og í miðri borgiipú var hengd
ur risastór enskur fáni yfir fjöl-
farna götu.
Þýzku varðflokkarnir höfðu sig
á kreik, cn með fyrirskipunum um
að forðast alvarlega árekstra við
Hafnarbúa. Þjóðverjar gátu illa
stillt sig að fylgja þeirri fyrirskip-
un, og 25 Danir særðust meira eða
minna áf kúlum Þjóðverja. En
| enginn beið bana á miðvikudags-
i kvöld.
i
Sá eini sem féll á miðvikudag-
inn var nazistiskur Gestapoagent,
maður að nafni II. Svanberg, 27
ára gamall. Hann kom hjólandi
eftir Gammel Kongevej er annar
hjólreiðamaður náði honum og
skaut á hann úr skammbyssu.
Svanberg datt og var látinn, áður
en þýzki sjúkravagninn, sem til
var kvaddur, kom honum til spítal
ans. í vasa Svanbergs fundust skil-
ríki er sönnuðu að hann var einn
af þjónum þýzku leynilögreglunn-
ar. — Aðrir þjónar Þjóðverja
brenndu niður hina • stóru Bella-
höjesýningarbyggingu nóttina eft-
ir að Hafnarbúar höfðu fyrst mót-
mælt með því að kveikja bál á göt-
unum. Á Vafalaust að kenna það
dönsku ættjarðarvinunum.
Á tæpasta vaði
Sýnd laugardag og sunnudag
kl. 9.
GEORGE RAFT
BRENDA MARSHALL
SIDNEY GREENSTREET
PETER LORRE
Bönnuð börnum innan 16 ára
KRISTALSKÚLAN
(The Crystal Ball).
Bráðskemmtilegur gamanleik
ur um spádóma og ástir.
PAULETTE GODDARD,
RAY MILLAND,
VIRGINIA FIELD.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Sala aðgöngumiða hefst kl. 11
Hrakfallabáfkar
(„It Ain ’t Hay“).
Fjörug gamanmynd með
skopleikurunum
BUD ABBOTT og
LOU COSTELLO.
ÍSýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
AUGLYSIÐ
í ÞJÓÐVILJANUM
S. G. T. - dansíeikur
verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10.
Sala aðgöngumiða kl. 5—7. Sími 2428.
Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar spilar
S.K.T. dansleíkur
í G. T.-húsinu í kvöld kl. 10.
Aðeins gömlu dansarnir.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. Sími 3355.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum að faðir
minn
STEINGRÍMUR JÓHANNSSON.
andaðist í gær, föstudaginn 30. júní.
Fyrir hönd mína og annarra aðstandenda.
Júlíus Steingrímson.
Mfr sðsialWMir M
nlisr fnrlr naslHani
Rjúfa ssfflfylkiDfu viostri flokkanna gegn
sankonalagi Rytis og Ribbentrops
í Stokkhólmsfregn segir að Sósíaldemókrataflokkurinn í
finnska Ríltisdeginum (þinginu) hafi eftir mjög mikla þvingun
hætt við að láta þingmenn sína segja af sér í mótmælaskyní
gegn síðustu finnsk-þýzku samningunum.
Þetta þýðir að nazistaöflin hafa enn völdin, og að Þjóðverja-
vinurinn Tanner ráðherra, sem er fulltrúi finnsku sósíaldemókrat-
anna í ríkistjóminni, fer ekki frá eins og fyrr var talið, segir í
fregninni.
Auslirvígstöðvarnar
Framh. af 1. síðu.
blaðsins Times talaði í útvarp frá
London um sóknina í Hvítarúss-
landi, og lagði áherzlu á að þetta
væri stórkostlegasta og mesta sókn
sem Rússar hefðu framkvæmt í
styrjöldinni, og segðu Þjóðverjár
það einnig. Sérstaklega taldi her-
fræðingurinn það dæmi um sókn-
arhraðann að Þjóðverjum skyldi
ekki takast að komast undan með
her sinn, en missa mörg herfylki,
bæði við Vítebsk og Bobrúisk
vegna þess að Rússar lokuðu und-
anhaldsleiðum þeirra.
Hinir flokkarnir tveir sem eru
andstæðir síðasta finnsk-þýzka
samkomulaginu og vilja mynda
friðarstjórn, Frjálslyndi flokk-
urinn og sænski þjóðflokkurinn,
halda fast við ákvörðun sína
um að draga þingmenn sína til
baka. (Fregn frá norska blaða-
fulltrúanum).
Alþýðublaðið birti í gær,
sennilega eitt allra blaða heims-
ins, þá fregn að; átrúýaðargoð
þess, Tanner, væri á móti finnsk
-þýzka samkomnulaginu! Eng-
ar fréttastofnanir aðrar virðast
hafa komizt að þeirri fregn, svo
hér hlýtur að vera um hug-
skeyti að ræða milli þeirra Tann
ers og Stefáns.