Þjóðviljinn - 06.07.1944, Side 7
Fimmtudagur ö. júlí 1944.
ÞJÓÐ VILJINN
7
Eisa Beskov:
UPPELDISVÉLIN.
Þeir horfðu undrandi í kringum sig með stírurnar
í augunum. Þarna stóðu foreldrar þeirra og voru fegnir
að sjá þá, þrátt fyrir allt.
Allt í einu hrópaði meistari Gráskeggur: .
>,Nú skil ég! Uppeldisvélin hefur gengið aftur á bak.“
Og það skildu allir. Vélin hafði gengið aftur á bak og
þessvegna hafði drengjunum farið aftur og þeir voru
orðnir eins og villimenn í sjón að sjá, í staðinn fyrir það,
að þeim átti að fara fram.
Foreldrarnir fóru heim með drengina, þvoðu þeim,
klipptu þá og létu þá fara í hrein föt. Og drengirnir tóku
þessu vel. Þeir urðu fegnir og steinþögðu, jafnvel þó
að sápa færi í augun á þeim.
Foreldrarnir sögðu sín á milli, að s’trákarnir hefðu
lagast, þrátt fyrir allt.
Kennararnir sögðu það sama, þegar þeir komu aftur
í skólann. Pési fékk líka að fara í skólann. Hann átti að
vera þar, þangað til faðir hans væri búinn að gera við
uppeldisvélina. Pési hagaði sér vel í skólanum.
Meistari Gráskeggur settist niður og fór að hugsa.
Hvað gat verið að uppeldisvélinni, úr því hún gekk aftur
á bak?
Hann hugsaði um það alla sína ævi. En hann fann
aldrei skekkjuna, því að hún var engin-
WtCgVETT4
Nú, þegar búast má við stríðs-
lokum þá og þegar, veitir ekki
af að fara að hugsa fyrir nýjum
ismum í listum. Hér kemur upp-
ástunga um isma í ljóðagerð.
Mætti nefna hann hólkisma
(eður Cylinderismus á út-
lenzku). Þar er ekki um neina
byltingu að ræða, hvorki í formi
né efnisvali. Ismi þessi er ætlað
ur til að auðvelda vinnubrögð
við yrkingar, • með því að setja
lítt skiljanleg orð eða orðasam-
bönd þar sem höfundur er í
vandræðum með rímið, en með
aðstoð stafagerðarlistarinnar má
láta orðin framkalla ýmis dul-
ræn eða rómantísk áhrif. Þetta
er því einskonar nýtízka í hinu
forna skáldaleyfi, en hefur
þann kost, að sé pappírinn, sem
kvæðið er ritað eða prentað á,
vafinn í hólk, svo að upphaf og
endir hinna óskiljanlegu orða
mætist, og síðan lesið í hring,
má skilja meiningu þeirra.
Hér fylgir sýnishorn:
Nú ómar um vorloftið a c g h,
það er ástarsöngurinn þinn.
Þá endurfæðist mín innibirgð
þrá.
Eg elska þig St. Mér Finn.
Ó, seztu nú hjá mér kæra um
kjurt
og kveð mér þín Ijóðin ný.
Þú ein getur sungið mitt angur
burt
mín elskaða Pan Mýri Sní.
Rússneska skáldið, Fjodor Mik
hailovitsj Dostojevskij, (1821—
1881) var, sem kunnugt er,
dæmdur til f jögurra ára Síberíu
vistar fyrir þátttöku sína í bylt-
ingarsinnuðum félagsskap.
Hann segir þessa sögu þaðan:
Eg var, ásamt öðrum föngum,
að koma úr hegningarvinnunni,
undir gæzlu vopnaðra her-
manna, þegar á móti okkur kom
kona ein, mjög fátækleg til
fara, og leiddi litla dóttur sína
við hönd sér. Eg hafði séð þær
einu sinni áður. Konan var her-
mannsekkja. Maður hennar dó
í fangasjúkrahúsinu, meðan ég
lá þar. Móðir og dóttir komu til
að kveðja hinn látna, rétt áður
en hann skildi við, og þær grétu
mikið við það tækifæri.
Þegar litla stúlkan sá mig, *
roðnaði hún og hvíslaði ein-
hverju að móður sinni. Konan
staðnæmdist, leysti frá böggli,
sem hún bar, og leitaði í hon-
um. Loks fann hún þar skild-
ing og rétti dóttur sinni. Litla
stúlkan kom hlaupandi til mín,
rétti mér peninginn og mælti:
Óhamingjusami maður, með-
tak fyrir Krists skuld þessa
kópeku. (1 rúbla er 100‘kópek-
ur). \
Eg tók við skildingnum, og
barnið hljóp aftur til móður
sinnar.
Þessa kópeku hef ég geymt
alla ævi síðan, og ég mun aldrei
skilja hana við mig.
PHYLLIS BENTLEY:
A R F U R
hefði vilj^ð gefa hálfa ævi sína
fyrir að liafa verið heima. Ekki
einu sinni, að Joth væri heima!
Góðlátlegt andlit Briggs varð
hörkulegt, þegar hann minntist
þess, hvaða erindi Joth átti til
London.
Hönd Wills skalf og hann leit
á son sinn. „Brigg“, sagði hann
veikróma.
„Já, pabbi,“ Brigg fékk von.
Ef til vill hafði lækninum skjátl
ast.
„Mamma þín“, hvíslaði Will.
Brigg vissi ekki, hvort hann
átti við móður hans eða Maríu.
Þeir höfðu að vísu ekki minnst
á Bessy í mörg ár, en þó gat
átt sér stað, að Will minntisí
hennar á þessari hátíðlegu
stund. Brigg vissi ekki, hverju
hann ætti að svara. En faðir
hans tók til máls aftur og þá
skildi Brigg, að hann hafði, eins
og vant var, átt við Maríu.
„Mamma þín og Sophia“,
hvíslaði Will. Brigg laut niður
að honum. „Þegar ég er dáinn
— verður þú — verður þú að
___U
„Að hafa þær hjá mér“, bætti
Brigg við. „Já, ég skal sjá um
þær, pabbi. Þér er óhætt að
treysta mér.“
„Joth, —“ sagði Will. Hann
hristi höfuðið, eins og hann
væri í vandræðum með að segja
nokkuð um Joth. „Hann hefur
orðið mér til mikilla vandræða
— ég veit ekki hvernig stendur
á því.“
„Vertu rólegur, pabbi,“ sagði
Brigg hlýlega. „Þú skalt ekki
hugsa um Joth. Eg skal sjá um
mömmu og Sophiu.“
Will lokaði augunum. Minn-
ingarnar liðu gegnum huga
hans: Hann var lítill drengur og
lék sér á Marthwaiteheiði. Lyng
ið var mjúkt og brúnt. En hver
var það, sem hann lék sér við
— þessi góði ástúðlegi leikbróð-
ir? Var það Joth? Nei, nei. —
Það var ekki Joth. Það var ein-
hver, sem söng og blístraði svo
vel. — Joe!
Hann nefndi nafnið upphátt.
María sat við höfðalagið hans
og hrokk við, þegar hún heyrði
það.
Já, það var Joe — Joe æsku-
vinur hans og bróðir Mariu, Og
hann sá Maríu. Hún stóð í hús-
dyrunum heima hjá sér, ung og
fögur. Hárið var dökkt og liðað
og vangi hennar mjúkur, þegar
hann kyssti hana. — Hann
brosti. Þá var unaðslegt að lifa.
— En allt í einu gerðist eitt-
hvað hryllilegt — óeirðir —
vopnaðir menn — og Joe var
liðið lík.
Will bylti sér í rúminu. Hann
vildi ekki muna þetta. — Enn
varð einhver breyting. Syke
Mill óx og efldist. — Og svo
kom Joth til sögunnar. — Æ,
Joth. Will hristi höfuðið af veik
um mætti. Allt, sem snerti Joth
var eirihvernveginn öðruvísi en
það átti að vera. Joth hefði átt
að sitja hér við banabeð hans,
hraustur, hamingjusamur og á-
stúðlegur sonur, fæddur í lög-
legu hjónabandi — frumburður
hans. En hefði allt verið svona,
þá hefði Brigg ekki verið til —-
og Brigg var góður drengur. —
Þetta var alltsaman flókið.
Allt í einu fél^t hann fulla
rænu og skynjaði allt greini-
lega: Joth, sem var enginn skap-
maður, aldrei reglulega glaður
og hafði ekkert vit á vefnaði.
— Brigg, sem ómenntaður og
lítið gefinn. — Og %vo var það
Sophia, óþægðaranginn. Hann
hafði skemmt hana á eftirlæti,
því að hún var eina barnið, sem
honum þótti reglulega vænt um.
— Og María! Nú var María ein-
mana og upp- á aðra komin.
Hvernig skyldi fara um Syke
Mill — heita vatnið rann allt
út í fljóhð. Hvernig átti hann að
deyja frá þessu öllu? Hvað áttu
þau, að geia, þegar hann væri
farinn frá þeirn?
„Sophia,“ hvíslaði hann rauna
lega.
Brigg hafði lúmskan grun um,
að Sophia væri að kyssa Freð-
rich niðri í stofu. Hann í'oðnaði
og sagði aðeins:
„Eg skal sjá um Sophiu.“
Will brosti beizklega. Nú átti
Brigg að ráða yfir Sophiu, vand
ræðabarnið hans, það yrði hon-
um áreiðanlega ofurefli. —
Þetta var allt erfitt. En margt
gat hann þó huggað sig við:
Börnin hans voru hyggin, hvert
á sinn hátt, viljasterk og dugleg.
Og fríð voru þau. Þau urðu að
komast af án hans hér eftir. —
En sárt var það, hvað margt
var misheppnað — ákaflega sárt.
Hann andvarpaði.
Will hafði sagt síðustu orðin.
Hann var dáinn, þegar Jónathan
kom aftur frá London.
«•
FJÓRÐI KAFLI.
Deilur.
I.
„Hann lét lífið fyrir Syke
Mill. Hann hefði sjálfur ekki
óskað sér betri dauðdaga,“ sagði
Jonathan til að hugga Brigg.
„Eg veit það,“ sagði Brigg
raunalega,“ en það var svo á-
takanlegt, að hvorugur okkar
skyldi vera hjá honum.“
„Það var hending, sem ekki
var hægt að ráða við. Taktu þér
það ekki svona nærri,“ sagði
Jónathan.
Brigg vissi ekki hvernig hann
ætti að koma orðum að því hvers
konar „hendingu“ hann áliti
það, að Joth var staddur í Lon-
don vegna tíu stunda dagsins,
þegar hans var þörf heima.
Þetta var einmitt það, sem
við var að búast af Joth. Brigg
leit svipþungur á bróður sinn.
Jonathan renndi grun í hugs-
anir hans og roðnaðj.
„Eigum við ekki að halda á-
fram að athuga erfðaskrána,“
sagði Jonathan. Eg þarf að
mæta á nefndarfundi í kvöld.
Við erum að gangast fyrir fjár-
söfnun til þess að kaupa Oasler
út úr skuldafangelsinu.“
Málafærslumaðurinn frá Ann-
otsfield var að lesa skjalið, en
Brigg gaf því engan gaum.
Hann sneri sér reiðilega að
Jonathan. „Eg bjóst við að þú
mundir loksins sjá að þér eftir
allt, sem nú hefur gerzt.“
„Hvernig datt þér í hug að
ég skipti um skoðun?“ spurði
Jonathan undrandi.
„Af þeirri ástæðu að Chart-
istarnir myrtu pabba,“ sagði
Brigg.
„Það gerðu þeir ekki.“
„Þeir eru frá siðferðislegu
sjónarmiði sekir um dauða
hans,“ sagði Brigg með áherzlu,
„Þessvegna hélt ég, að þú mund
ir skammast þín fyrir að eiga
nokkuð saman við þá að sælda.“
„Þér er óhætt að trúa því,
Brigg, að enginn harmar dauða
hans meira en ég.“
„Já, einmitt,“ sagði Brigg
háðslega.
„Eg hata ofbeldi í hvaða
mynd sem er,“ sagði Jonathan
alvarlega. „Það er gagnstætt lífs
skoðun minni, og ég harma þau
hefndarverk, sem hafa átt sér
stað í West Riding síðastliðna
viku. Eg er ráðinn í að skrifa
um það í blöðin og gera allt sem
í mínu valdi stendur til að
hindra að slíkt endurtaki sig.“
„Blessaður vertu ekki að
flytja ræðu yfir mér. Hér er
enginn fundur,“ sagði Brigg.
„Eg verð þó að biðja þig að
íhuga alvarlega, hvern þátt þú
átt sjálfur í þessum atburðum,“
sagði Jonathan með áherzlu.
Eg!“ sagði Brigg.
„Já, Þú. Hvers sök er það, að
verkamennirnir eru hungraðir
og klæðlausir? Hvers sök er
það, að þeir verða að horfa á
börnin sín líða skort þar til þeir
grípa til örþrifaráða Hver er
það, sem skammtar þeim sult-
arlaun og rænir þá þeim tóm-
stundum, sem þeir gætu notað
til að menntast og mannast?“
„Spurðu mig ekki,“ svaraði
Brigg háðslega, eins og hann var
vanur, þegar Joth þuldi honum
kenningar sínar.
„Það eru verksmiðjueigend-
urnir,“ hrópaði Jonathan og
augu hans loguðu af sannfær-
ingu.“ Þið pabbi berið meiri á-
byrgð á ofbeldisverkum þessara
hungruðu manna en þeir sjálf-
ir.“
Jonathan hafði ekki ætlað að
segja það með svona berum orð-
um, að faðir hans hefði fallið á
*