Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. júlí 1944. ÞJÓBVILJINN 7 (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar). Bn á stúlkuna lagði hún það, að hún skyldi þaðan í frá ausa vatni milli tveggja brunna, úr einum í annan, ekki langt frá vatninu, og sinna engu öðru. Aldrei skyldi hún úr þeim álögum komast fyrr en einhver gæti laumast svo aftan að henni, að hún vissi ekki fyrri til, en sá hinn sami felldi hana; en hvort tveggja sagði hún að seint mundi verða. Eftir það drápu kóngssynir hana og brenndu upp til kaldra kola, og hurfu svo undir ánauð sína og stúlkan með þeim. Nú er þar til að taka, að kóngur fer að undrast um burtveru sona sinna, þegar þeir koma ekki heim um kvöldið eða nóttina, eftir að þeir hurfu. Safnar hann þá múg og margmenni og lætur leita þeirra lengi og vel; en það varð allt árangurslaust, og svo var hætt leitinni, þó kóngur bæris’t’ illa af. Þegar frá leið, tóku menn eftir því, að 12 naut komu á hverjum degi heim í kóngsríki, og voru að dunsna þar. Þau lögðu til einskis manns og enginn heldur til þeirra- Kóngi aflaði þessi venju- brigði nokkurrar áhyggju, og lét færa nautum þessum alls konar fóður, en þau vildu í ekkert taka, og fóru ævinlega burt aftur í sama mund eftir litla viðdvöl Það er þessu næst frá Þorsteini í garðshorni að segja, að hann heyrir, eins og aðrir, um hvarf kóngssona og að þau venjubrigði eru orðin heima í kóngsríki, að þangað koma 12 naut á hverjum degi, og langar hann til að komast betur eftir þessu. Hann biðúr því foreldra sína að lofa sér að fara til vet'urvistar heim í kóngsríki, og þyki sér dauflegt í kotinu hjá þeim. Þau veita honum það, og svo fer Þorsteinn heim, gengur fyrir kóng og biður hann veturvistar. Kóngur spyr því hann beiðist þess. Þorsteinn segir, að sig langi ,til að sjá mannasiði og mannas’t’ sjálfur, en ævi sín sé daufleg í garðshorni. Það er ekki í fyrsta skipti, sem Þjóðverjar fremja hryðju- verk í hernaði eins og í yfir- standandi styrjöld. Franski sagnfræðingurinn Rambaud, sem talinn er mjög varkár í frá sögnum sínum, segir frá því er lítil, frönsk herdeild einu sinni í stríðinu 1870—1871 sprengdi í loft upp brú, sem Þjóðverjar höfðu mikil not af, tókst her- deildinni síðan að komast und- an. En daginn eftir komu Þjóð- verjar til þorpsins, þar sem bru in hafði verið, lét foringi þeirra reka saman alla íbúa þorpsins, kveiktu hermenn svo í húsun- um og ráku íbúana með byssu- stingjunum inn í eldhafið. ★ Panamaskurðurinn, sem teng- ir saman Kyrrahafið og Atlanz- hafið, var opnaður til afnota 15. ág. 1914, en byrjað var að hyggja hann árið 1882, hann er 81,3 kílóm. langur. Bandaríkin gerðu samning við lýðveldið ÞETIA ■íA Panama í Mið-Ameríku um byggingu skurðsins, og greiddu því 10 mill. dollara fyrir leyf- ið og ennfremur 250 þús. doll- ara árlega, en kostnaður við að byggja hann er talinn 540 milljónir dollara. ★ Suesskurðurinn, sem tengir saman Miðjarðarhafið og Rauða hafið er 168 kílómetra langur og var gerður á árunum 1858— 1869. Kostnaður við hann varð um 149 milljónir dollara. Árið 1875 náðu Englendingar undir sig nærri því helming hlutá- bréfa þessa fyrirtækis, enda höfðu þeir mest not fyrir sigl- ingar um skurðinn til að flytja vörur frá og til Indlands. Á árunum 1940—1941 gerðu Þjóð- verjar allt, sem þeir gátu til þess að ná yfirráðum yfir skurð inum og hindra siglingar Eng- lendinga, og var Rommel þar hershöfðingi, en að síðustu vavð þýzki herinn í Afríku gersigr- aður, sem kunnugt er. ■ hann að geta fært henni svona álitlega upphæð. „Já, ég sé það,“ sagði Sophia og leit á ávísunina. Brigg tók þó eftir því, að ekki vottaði fyrir neinni gleði í svip hennar. Illur grunur vaknaði hjá honum. „Eg sé, að þú hefur fengið þér orgel,“ sagði hann. „Er Fred rich farinn að stunda sönglist?“ „Nei,“ svaraði Sophia þrjózku lega. „Ert það þú?“ spurði hann undrandi. „Nei,“ sagði Sophia önugri en í fyrra skiptið. „Gerðu þig ekki heimskari en þú ert, Brigg. Held urðu að við þurfum ekki að hafa hljóðfæri handa gestum?“ „Jú, auðvitað," sagði Brigg ró- lega. „Auðvitað.“ „Heyrðu Brigg. Mundum við ekki fá hærri vexti af pening- unum, ef við leggðum þá í járn- brautarverðbréf ? ‘ ‘ „Við,“ sagði Brigg forviða. „Hverjir eru þessir „við“? Má ég spyrja?“ Hann leit hvasst á hana. „Við Fredrich,“ svaraði Sophia og mætti augnaráði hans ósmeyk. ,,Og ég á við það, að við tökum það, sem við eigum í Syke Mill og leggjum það í járnbrautarverðbréf," sagði hún. „Aldrei hef ég heyrt vitlaus- ara,“ sagði Brigg æfur af reiði. „Hvað ertu að hugsa? Taka pen ingana, sem þú átt í Syke Mill! Minnstu ekki á þetta oftar.“ „Eg hef rétt til að gera það,“ sagði Sophia hörkulega. „Hver segir þér það?“ spurði Brigg snöggt. „Ekki sá, sem þér dettur i hug. Nei, Joth hefur ekki sagt mér þetta. Það var málfærslu- maður Fredrichs.“ „Þú hagar þér eins og góð systir, Sophia. Finnst þér það ekki? Þú ferð á bak við mig. Treystirðu mér ekki, eða hvað?“ „Auðvitað treysti' ég þér,“ sagði Sophia önug. „En við græðum meira, ef við leggjum peningana í járnbrautarverð- bréf.“ , „Það er ekki satt, flónið þitt. Járnbrautargróðinn er búinn að vera. Það var arðvænlegt fyrir skömmu, að eiga fé sitt þar. En það er ekki nú orðið. Þetta ættirðu að vita.“ „Sumir eru á öðru máli,“ sagði Sophia þráalega. „Og ég veit um menn, sem hafa grætt afskaplega á járnbrautunum í ár. — En ef þú getur ekki borg- að mér út minn hlut í verksmiðj unni, þá er það annað mál,“ bætti hún við í þykkju. „Eg get það. En ég geri það ekki. Eg sætti mig hvorki við heimsku þína né vanþakklæti.“ „Brigg!“ sagði Sophia og hóf höfuðið virðulega. „Eg neyðist til að minna þig á, að þú ert staddur á heimili mínu. Svona orðbragð gæti í hæsta lagi átt við í litlu sveitaþorpi, eins og Marthwaite, en ekki hér.“ „Vertu ekki að leika fífl frammi fyrir mér,“ sagði Brigg. „í mínum augum verðurðu aldrei annáð en litla. systir mín, hvernig sem fína fólkið í Ann- otsfield lítur á þig“, sagði hann vingjarnlegri tón. „Vertu nú skynsöm, Sophia. Þú hefur nóga peninga til alls sem þig langar til. Og járnbrautargróðinn er áreiðanlega búinn að vera. Þar að auki veiztu það, að Fredrich á alla peninga þína jafnt þér, og þegar þú dregur þá út úr verksmiðjunni má hann gera við þá hvað sem honum þókn- ast, en meðan þeir eru fastir í verksmiðjunni er þeim óhætt Það var slæmt að börn þín voru ekki gerð að erfingjum“. Brigg fór enn að hugsa um alla eyðsluna; nýja skrautlega vagninn, reiðhestaf jöldann — og orgelið. „Þurfi Fredrich meiri pen- inga“, hélt hann áfram, „getur hann aflað sér þeirra sjálfur. Eg hef í hyggju að láta reisa vöruhús í Annotsfield — gamli söluskálinn er orðinn allt of lítill og lélegur. Mig vantar mann til að sjá um vöruhúsið. Það gæti Fredrich gert. Hann kann einmitt að umgangast fólk liðlega og kurteislega“. „Heyrðu, þú ætlast þó ekki til að Fredrich fari að selja klæði fyrir þig?“ Sophia var undrandi og sárgröm. „Já, hvað er á móti því?“ „Það gerir Fredrich aldrei“. í fyrsta íagi gat hún ekki hugsað til þess að Fredrik skemmdi sínar mjiiku, hvítu hendur á að snerta vörurnar. í öðru lagi vissi hún vel, að Fred rik yrði hlægilegur í þessari formannsstöðu. „Hann gerir það aldrei“, end- urtók hún. „Einmitt það“, sagði Brigg. „Þú skalt reyndar ekki halda að ég sjái mikið eftir því. En nú er bezt að ég fari heim“. Sophia sá, að hann var reið- ur og hún lagði hendurnar um háls honum. „Vertu ekki reið- ur við mig, Brigg“, sagði hún með tárin í augunum. „Nei, nei. Eg er ekkert reið- ur við þig, litla systir. Mér gramdist bara þetta rugl þitt um verksmiðjuna. En nú verð ég að fara. Eg bið að heilsa Fredrich". Hann lagði hæðni og beizkju í síðustu setninguna. „Viltu ekki sjá Freddie litla, Brigg?“ spurði Sophia. „Eg hef ekki tíma til þess“, svaraði hann fljótmæltur. Brigg hafði ekkert gaman af smá- börnum. „Dafnar hann ekki vel litli kúturinn?" spurði hann vin- gjarnlega. „Jú, prýðilega“, svaraði Sop- hia og Brigg fannst hún verða svo yndislega kvenleg, þegar hún minnist á barnið. Brigg mætti Fredrich í for- stofunni og -heilsaði hunum með vandræðalegu brosi. „Hefurðu keypt þennan frakka í London F'redrich?“ spurði hann um leið og hann fór í yfirhöfnina. „Já“, sagði Fredrich í sjöunda himni, því að hann hélt að Brigg væri hrifinn af frakkan- um. „Það er auðséð“. Tónnin var háðslegur, nærri því móðgandL Fredrich tók eftir því og áleit að Brigg væri að lítilsvirða efn- ið í frakkanum. „Þú átt víst við. að þið búið til betra efni 1 Marthwaite?“ sagði hann. Sophiu leizt ekki á blikuna og hún flýtti sér að grípa fram í: „Hvernig miðar þeim áfram með jarðgöngin í Marthwaite?“ „Ágætlega. Þeir sprengja grjótið, svo að það er hreinasta undur“. Brigg kvaddi Sophiu með kossi og hún var hin blíðasta. En hann gat ekki gleymt á- hyggjum sínum á heimleiðinni. Þegar hann kom heim, spurði María eftir Sophiu. Þá varð hann þungbúinn og svaraði: „Eg er hræddur um að þau eigi lítið eftir af peningum Fredrichs, og ef þau fengju að ráða, mundu þau líka eyða eign um Sophiu. En það leyfi ég þeim ekki“. „Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir það, Brigg?“ spurði María undrandi. Brigg hugsaði sig um. „Það er satt, sem þú segir, ég get það ekki — því miður. Og hún á helminginn af því sem ég hef undir höndum, úr því að Joth afsalaði sér sínum hlut. Og það er mikið fé“. Þau þögðu um stund. „Heldurðu að hún færi eftir því, sem Joth segði?“ spurði María hægt. „Joth fær ekki að vita þetta“, svaraði Brigg kuldalega. ,.En heyrðu, mamma, gætir þú ekki farið og talað við Sophiu?“ „Eg“, stamaði María vand- ræðaleg. „Hvernig á ég að kom ast þangað“. Hún fitlaði við hálsmálið á svarta silkikjólnum. Brigg sá um að hún ætti alltaf vönduð og ríkmannleg föt. „Eg skal útvega þér vagn frá Marthwaite“, sagði hann. „Sop- hia á tvo vagna. Þá ætti é^, að hafa efni á að leigja handa þér vagn einn dag. Við höfum það þá svona. Þú ferð til Sophiu og ég skal sjá um allt hitt“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.