Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 8
Næturakstur í nótt: Bifreiðastöð Reykjavíkur, sírrn 17.-0. Næturakstur aðra nótt: Hreyfill, sími 1633. Næturvörður er í Reykjavíkurapó teki. ÚTVARPIÐ í DAG. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett- um og tónfilmum. 20.30 Erindi: Vopnaframleiðsla og vopnaverzlun, I Hjörtur Hall- dórsson rithöfundur). 20.55 Hljómplötur: a) Tríó eftir Max Reger. b) 21.20 Kirkjutónlist. LEIÐRÉTTING I grein sem birtist á 4. síðu Þjóðviljans sl. sunnudag „Hverjir eru samherjar Al- þýðublaðsins % í baráttuuni gegu koinmún- isma“, hafði slæðst prentvilla í síðustu málsgreimna, tvípúnktur í stað púnkls á eftir orðunum: „Þannig segir i fregn norska blaðafulltrúans". Það sem þar er á eftir er að sjálfsögðu athugasemd Þjóðviljans við * fregnina. ERÁ MÆÐRASTYRKSNEFND jSumarheimili Mæðrastyrksnefndar fyrir mæður og börn verður að þesSu sinni að Þingborg (Skeggjastöðum) í Flóa og mun taka til starfa um næstu helgi. Konur sem óska eftir að dvelja þar, eru beðnar að snúa sér sem fyrst til skrifslofu nefndarinar Þingholtsstræti 18, kl. 3—ö daglega. Konur sem búnar eru að sækja um dvöl á sumarheimilinu eru líka beðnar að koma þangað til viðtals. Magnús Guðmundsson fimmtugur í dag Magnús Guðmundsson verka- maður, Meðalholt 8, er fimmt- ugur í dag. Hann er fæddur að Þverá á Síðu, 11. júlí 1894, og voru for- eldrar hans Guðmundur Egils- son bóndi og kona hans Jó- hanna Finnbogadóttir. Fluttist Magnús með þeim, fjögra ára að Galtalæk í Biskupstungum, en árið eftir flutti faðir hans að Borgarholti og bjó þar lengi. Ár ið 1916 fluttist Magnús til Reykjavíkur og hefur unnið dag launavinnu, lengst af í bæjar- vinnunni, og á þar tuttugu ára * starfsafmæli einmitt á þessu ári. Magnús er kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, hinni ágætustu konu, og eiga þau tvo syni, Ey- þór lækni Dalberg, sem nú dvel- ur í Bandaríkjunum við fram- haldsnám og Hallgrím, sem ný- lega lauk embætisprófi í lögum. Þau hjón eru bæði prýðisvel gefin og samhent í flestu, en ekki sízt í áhuganum fyrir mál- stað alþýðunnar og samtökum hans. Heimili þeirra er myndar- legt og aðlaðandi, svo afber, og hafa sjálfsagt fleiri en ég notið þaf slíkrar góðvildar og vinarhugs, að þau kynni gleym ast aldrei. Þessvegna hefðu þessi fáu og fátæklegu orð um fimmtugsaf- mælið átt að vera löng grein og góð. En þó slík grein verði að bíða sextugsafmælisins, þykir mér vænt um að geta látið Þjóð viljann óska Magnúsi til ham- ingju með daginn. Sigurður Guðimmdsson. 10ÐVILIINN Verkamenn á Selfossi unnu fullao sigur Ssmningar undirrifaðir s.l. laugarúag Vinnutíminn styttur niðor í 8 stundir Verkamannafélagið Þór á Selfossi undirritaði samn inga við atvinnurekendur s.l. laugardagskvöld. Unnu verkamenn fullan sigur og gengu atvinnu- rekendur að öllum kröfum þeirra. Vinnutíminn styttur í 8 stundir, auk annarra kjara- bóta. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá um daginn samþykkti verka- mannafélagið Þór á Selfossi við allsherjaratkvæðagreiðslu, að hefja verkfall þann 11. þ. m. ef samningar hefðu eigi tekizt fyr- ir þann tíma. Til verkfalls'kom ekki, því samningar tókust s.l. laugardag, eins og fyrr segir. Gengið var að öllum kröfum verkamanna. Aðalatriði samn-' ingsins eru þessi: kaup er kr. 2,45 á klst. Eftirvinna er greidd U.M.F. Skallagrímur, og eru keppendur frá þessum félögum 79 talsins. í gærkvöld var keppt í 100 m. hlaupi, stangarstökki. 800 m. hlaupi, kringlukasti, langstökki, og 1000 m. boð- hlaupi. Nýtt íslandsmet var sett í langstökki. Setti það Oliv- er Steinn úr F.H. og stökk 6.86 m. Gamlá metið var sett árið 1937 af Sigurði Sigurðssyni K.V. 6.81 m. Óskar Jónsson, Í.R. setti nýtt drengjamet í 800 m. hlaupi, 2.05.6 mín. Annars voru úrslit svo sem hér segir: KRINGLUKAST (ísl. met: Ólafur. Guðm., Í.R., 43.46 m.). 1. Gunnar Huseby K.R. 41.74 m. 2. Ól. Guðmundss., Í.R. 38.40 m. 3. Bragi Friðrikss. K.R., 38.32 m. LANGSTÖKK. 1. Oliver Steinn, F.H., 6.86 m. (nýtt ísl. met). 2. Skúli Guðm.son, K.R., 6.70 m. 3. Brynj. Jónsson, K.R., 6.22 m. Frá milliþinganeffld í skötamðliim Milliþinganefnd i skólamálum heldur nú fund hvern virkan dag, og mun svo næstu vikur. Auk þess skipta nefndarmenn með sér störf- um og rannsaka nú þau svör, er nefndinni hafa borizt varðandi hina ýmsu skóla, svo sem t. d. barnaskóla, gagnfræðaskóla, hér- áðsskóla og menntaskóla. Svör þessi eru enn mikils til of fá, og telur nefndin það mjög m'iður far- ið, ef ekki verður úr því bætt. með 50% álagi á dagvinnukaup og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. 8 stunda vinnu- dagur (var áður 10 stundir). Slasist verkamaður við vinnu skal honum greitt kaup í 7 daga. Meðlimir Þórs hafa forgangsrétt til vinnu. Verkamenn austanfjails hafa þarna unnið ágætan sigur og eru þeir hinir ánægðustu. Hafa félagsmönnum í Þór fjolgað sein ustu dagana. 6.82 m. 1000 m. boðhlaup (ísl. met sveit K.R., 1937, 2.05.4). 1. Sveit Í.R. 2.08.3 mín. 2. A-sveit K.R., 2.09.7 mín. 3. Sveit Á. og B-sveit K.R. 2.13.0 mín. Sveit Á. og B-sveit K.R. munu keppa um 3. sætið í kvöld. 100 m. hlaup. (ísl. met: Sveinn Ingvarsson K.R., 10.9 sek.). 1. Oliver Steinn F.H. 11.7 sek. 2. Finnbj. Þóroddss.í.R. 11.8sek. 3. Árni Kjartansson Á. 12.0 sek. Stangarstökk. (ísl. met: Guðjón Magnússon, K.V. 3.53 m.). • 1. Þork. Jóhanness. F.H. 3.25 m. 2. Sig. Steinsson Í.R. 3.00 m. 3. Magn. Gunnarss. F.H. 2.92 m. 800 m. hlaup. (ísl. met: Ólafur Guðmundsson K.R., Stokkh-., 1939, 2.00,2 mín.). 1. Kjart. Jóh.son Í.R. 2.02,2 mín. 2. Hörður Hafliðas. Á. 2.03.0 — 3. Brynj. Ingólfss. K.R. 2.05,1 — 4. Óskar Jónsson Í.R. 2.05.6 — Tími Kjartans er bezti árang- ur, sem náðst hefur hér á landi, þar sem ísl. met Ólafs Guð- mundssonar er sett í Stokk- hólmi. en tími Óskars Jónsson- ar er nýtt drengjamet. í kvöld hefst allsherjarmótið á fimleikasýningu K.R. undir stjórn Vignis Andréssonar kl. 8.00. Kl. 8.30 hefst svo keppnin og verður keppt í .kúluvarpi, 200 m. hlaupi, hástökki, 1500 m. hlaupf. 110 m. grindahlaupi og 10,000 m. göngu. PHHfe TJARNARBÍÓ J Gift fóik á glepstigun (Let’s Face It’) Bráðskemmtileg'ur amerískur gamanleikur. BOB HOPPE, BETTY HUTTON. Sýning kl. 5, 7, og 9. r Aki Jakobsson héraðsdómslögmaður og Jakob J Jakobssoií Skrifstofá Lækjargötu 10 B. Sími 1453. Málfærsla — Innheimta Reikningshald, Endurskoðun Félagsdómur Framh. af 5. síðu. á þessa niðurstöðu, að því er varðar skaðabótakröfuna. Telur hann að taka beri til greina framangreinda sýknuástæðu stefndu, þar sem stefnandi hafi ekki áskilið sér rétt til að kref j- ast skaðabóta yið undirskrift samningsins frá 1. febr. 1943. Samkvæmt því, sem að fram- an er rakið ber stefndu verk- lýðsfélagi aðeins að greiða stefn anda bætur fyrir róðrartap m.b. Frelsisrði Dannmerkur Framhald af 1. «íðu ili fyrir hina frjálsu Danmörk og að Sovétríkin vildu gjarna taka móti fulltrúa ráðsins. Frels isráðið hefur skipað Thomas Dössing bókavörð fulltrúa sinn hjá sovétstjóminni. Hann fær stöðu sem „envoyé“. Eins og kunnugt er, er Christmas Möl- ler fulltrúi Frelsisráðs Danmerk ur í London. Thomas Dössing, sem er þekkt ur fyrir frjálslyndi sitt og skiln ing á þjóðfélagsmálum, var handtekinn árið 1942 eftir kröf- um Þjóðverja ásamt Chievitz prófessor og öðrum merkum dönskum mönnum, sem voru á- kærðir fyrir að vera viðriðnir útgáfu hins ólöglega blaðs „Frit Danmark“, sem var sameigin- legt málgagn andstöðuhreyfing- arinnar. Dössing var dæmdur í fangelsi eftir að hafa verið 1 varðhaldi í langan tíma. Eftir 29. ágúst 1943 flúði Dössing, sem Þjóðverjar eltu sífellt til Svíþjóðar. Hringurinn Frh. af 1. síðu var, en innkomnar tekjur munu vera um 100 000 kr. Fyrir eru í barnaspítalasjóð „Hringsins“ um 250.000 kr. og verð ur vonandi þess ekki langt að bíða, að sjóðurinn vaxi svo, að hægt verði að hefjast handa uni bygg- ingu spítalans. í ÞJÓÐVILJANUM Allsherjamót I. S. I. 1 fslandsmet 09 1 drengjamet sett 14. Allsherjarmót Í.S.Í. hófst í gærkvöldi kl. 8.30 á íþrótta- vellinum í Reykjavík. íþróttamenn gengu fylktu liði inn á völl- inn og lék lúðrasveitin „Svanur" Benedikt Waage, forseti sambandsins, hélt stutta ræðu, en þvínæst hófst keppnin. 5 félög taka þátt í keppninni, Eldra metið var sett af Sig- K.R., Ármann, Í.R., F.H., og urði Sigurðssyni, K.V., árið 1937, NYJA BÍÓ „Pittsburgb" Spennandi og viðburðarík stórmynd. Aðalhlutverkin leika: MARLENE DIETRICH RANDOLPH SCOTT JOHN WAYNE Bnnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Tónar og tilhugalíf („Strictly in the Groove“) Dans og söngvamynd með LEON ERROL, OZZIE NELSON og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5. Árna Árnasonar þann 1. febr. 1943. Krafa stefnanda fyrir tap þessa róðurs er kr. 1744.32. Bóta krafan er grundvölluð á því að meðalafli báta í Sandgerði þenna dag' hafi verið 16 skpd. eða 8000 kg. á kr. 0.45 =kr. 3600.00, auk lifrar, er numið hafi kr. 792,00 og hafi hlutur út- gerðarmanna þannig numið kr. 1744.32. Stefndi hefur ekki mót- mælt útreikningi þessum út af fyrir sig, en telur þó, að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til tjóns og slits á veiðarfærum og skipi. Þykja bæturnar eftir atvikum hæfilega ákveðnar kr. 1500.00 og ber að dæma stefnt verklýðsfélag til þess að greiða stefnanda þá upphæð, ásamt 5 % ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags. Eftir þessari niðurstöðu þyk- ir rétt að verklýðsfélagið greiði stefnanda upp í málskostnað kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: 1. Stefndi, Alþýðusamband íslands á að vera sýkn af kröfu stefnanda, Vinnuveitendafélags íslands f. h. Finnboga Guð- mundssonar, í máli þessu, en málskostnaður falli niður. 2. Stefndi, Verklýðs- og sjó- mannafélag Gerða- og Miðnes- hrepps greiði, kr. 200.00 í sekt ítU ríkissjóðs. 3. Stefndi, Alþýðusamband ís- lands f. h. Verklýðsfélags Gerða og Miðneshrepps, greiði stefn- anda, Vinnuveitendafélagi ís- lands f. h. Finnboga Guðmunds sonar, kr. 1500.00 ásamt 5% árs vöxtum frá 7. maí 1943 til greiðsludags og kr. 300.00 upp í málskostnað» Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri að- för að lögum. Sératkvæði Sigurjóns Á. Ólafssonar. Eg er samþykkur framanrit- uðum dómi að öðru leyti en því, að ég tel að sýkna beri Verk7 lýðs- og sjómannafélag Gerða- og Miðneshrepps af öllum kröf um í málinu þar eð félagið hafi engin slík afskipti haft af land- legu báta sem Finnbogi Guð- mundsson í Gerðum telst út- * gerðarmaður fyrir, að við lög varði.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.