Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 3
wOdtiljink
Þriðjudagur 11. júlí 1944.
Lióðabréf Páls Ólafssonar
Helgafellsútgáfan taefur nýlega gefið út ljóðmæli Páls Ólafssonar,
lins vinsæla austfirzka alþýðuskálds. Gunnar Gunnarsson skáld taefur
annazt útgáfuna, og rit*ir alllangan formála. Þar í er kafli sá er hér fer
m eftir, um einn merkasta þáttinn í skáldskap Páls, ljóðabréfin.
Um þau segir Gunnar Gunnarsson:
Ljóðabréfum Páls er hér skip-
;að fremst á bekk, og er það
'engin tilviljun. Allt á litið, tek-
tir sá, er þetta ritar, ijóðabréf
Páls sem heild fram yfir anr-
að sem hann hefur ort, jafnvel
iiesta- og drykkjuvisurnar.
Ljóðabréfagerð er serstök teg
und skáldskapar,-og á því sviði
á Páll Ólafsson vart sinn líka
meðal íslenzkra skálda og þótt
lengra væri leitað. Þar er hann
£ eðli sínu, lætur ferhendurnar
fleyta kerlingar af einstakri
leikni og álíka yfirlætisleysi á
gljáfleti glaðrar stundar. Þar
kemur hann fram eins og sá,
sem hann er: óháður, íslenzkur
toóndi og höfðingi, sem ekki
einu sinni „fjandans horinn“ og
„vondu vorin“ fá unnið á og
kúgað, sem gerir að gamni
sínu fram í rauðan dauðann.
Hlekkir fátæktar og sorgar
lirynja af honum sem hjóm,
Jjegar hann sezt niður til að
skemmta sjálfum sér og öðrum
með þeirri list, er leikin hefur
verið fegurst og átakanlegust
hér á landi: list ferhendunnar
í munni alþýðu.
Ljóð Páls og þó einkum ljóða
'bréf gefa þá beztu mynd af ís-
lenzku búandalífi (um miðbik
19. aldarinnar), sem til mun í
íslenzkum bókmenntum, og um
leið þá skemmtilegustu.
Heyjum birgur er ég að
Ihefur hann upp vísu, eins og
hér væri um einhvern töðu-
gjaldagleðskap að ræða, en fót-
ar sig fljótlega í veruleikanum
og bætir við, sannleikanum
samkvæmt:
illa, því er miður!
Síðan kemur skýringin, og þá
er eins og hver sjái sjálfan sig,
þ. e. a. s. hver sá, er fengizt
hefur við sveitabúskap á landi
voru:
Það hirtist varla
hálfþurrkað,
sem hér var slegið niður.
Að Páll hefur basl sitt og örð-
ugleika í flimtingum, undrar
■engan. Hitt er furðulegra, að
jafnvel sárustu minningum er
■slegið í hálfgert glens, eins og
t. d. þegar hann í bréfinu til sr.
'Sveins Skúlasonar fer að hella
sér út yfir „fjandans bullukoll-
inn“ hann Norðanfara, fyrir
prentvillu í saknaðarljóði Páls
eftir bezta vin hans, Björn
Skúlason, bónda á Eyjólfsstöð-
um, bróður Sveins:
Ekki trúi’ ég aula þeim
oftar fyrir línum,
fyrst hann breytti j,sveini“ í
„sveim“
í söknuðinum mínum.
Ljóðabréf Páls eru ekki við
•eina fjölina felld, og á hann
Jþað til að skjóta inn í þau heil-
um kvæðum. Héluljóð munu
vera eftir Pál sjálfan, þó að
hann eigni þau Ásdísi kerlingu
á Eyjólfsstöðum. Handbragðið
er auðséð nema því aðeins, að
Páll hafi gengið þetta rækilega
í skóla hjá Ásdísi kerlingu. Aft
an við eitt af þessum innskots-
kvæðum, Andvökuna, í bréfinu
til æskuvinar hans, Vilhjálms
Oddsens, hnýtir hann athuga-
semd, er mun vera einhver
bezta lýsing á sjálfum honum
sem skáldi og um leið á örlög-
um margra vísna hans og
kvæða:
Oft ég svona’ á kvöldin kveð
kvæðin út í bláinn.
Óðar gleymd, af engum séð,
eru þau og dáin.
Þeim er víst í þessum heim
þarfalaust að flíka.
Eg fer senn á eftir þeim
út í bláinn líka.----
Það er eftirtektar vert, að
þjóðin skulj hafa ráð á því að
kasta gullum jafn dýrmætum
og ljóðabréfum Páls í glatkist-
una. Er það svo, að þjóðlegri
menningu hér á landi hafi hrak
að frá því, sem áður var? Eða
hafa menn nú yfirleitt betri og
hollari skemmtanir til dægra-
dvalar en list orðsins? En fyr-
ir utan það, hvað bréfin eru
skemmtileg, hafa þau einnig
fróðleik að færa um liðna tíma.
Laus við hvers konar fordild og
tepruskap færir Páll 1 hljóð-
stafi allt það, er fyrir augu og
eyru ber og í hugann kemur.
Kjör sveitabóndans, áhyggjur
jafnt og ánægja, verða lifandi
á leiksviði listar, er streymir
sem kaldavermsl, þrotlaust, án
minnstu áreynslu úr melgólfi
vors hrjóstuga, en heilnæma
lands.
Hefði Páll verið fæddur með-
al stórþjóðar, mundu ljóðabréf
hans fyrir löngu hafa verið gef-
in út í sérstakri útgáfu — og í
mörgum útgáfum — og vel við
þau gert. Vér íslendingar aftur
á móti ,'irðumst nafa af nógu
að taka.
Það má vera, að íburðarmeiri
gjafir hafi verið gefnar þessari
þjóð. En endingargóð hygg ég
þau muni reynast, þau hin létt-
fetandi ljóðabréf, er Páll Ólafs-
son, bóndi og umboðsmaður á
Hallfreðarstöðum, sendi vinum
sínum, þegar hann vegna anna,
veðra, ófærðar eða vegalengd-
ar náði ekki til þeirra á annan
hátt.
Vísan og staupið, það voru
auðæfi Páls, og hann var óspar
á hvort tveggja, lét sig ekki
muna um tíu potta kút eða
nokkra tugi vísna, þegar svo
stóð á. Það þurfti ekki annað
til en hann ætti von á manni
til hestakaupa og yrði að lána
lögg hjá nágrannanum eða hús-
karl yrði veikur, svo að senda
þurfti til læknisins. — Sjúk-
dómslýsing á við þá, er hann
lét færa Gísla vini sínum Hjálm
arssyni, lækni að Höfða, mun
sjaldgæfari en æskilegt væri í
annálum læknavísindanna. Bú-
skapurinn á Hallfreðarstöðum
í tíð Páls virðist í harðinda ár-
um hafa verið heldur bágborinn
og fer hann þá stundum á stúf-
ana með reiðhestana að biðja
þeim bjargar og er úthýst.
BændUr munu að öllu jöfnu nú
á tímum betur efnum — og heyj
um — búnir en umboðsmaður-
inn á Hallfreðarstöðum. En
hvað svo sem hagskýrslum líð-
ur —: fátækir verðum vér ís-
lendingar, þegar vér eigum
ekki lengur menn eins og Pál
Ólafsson og Guðmund á Sandi
meðal íslenzkra bænda, svo að
tveir kjörkvistir aðeins séu
nefndir og þó sinn af hvoru
taginu.
i
\£lndva%iaxv
í
>Eg hef verið einn á ferð.
'orðinn þreyttur frcmur.
■ En einn í nótt eg ekki verð.
\Andvakan mín kemur.
| llún mun koma hingað senn.
\að hvílu minni rata,
i auminginn, sem allir menn
i amast við og hata.
A Idrei skal ég ama þér.
*\Allt mitt vísnaþvaður
J ef þú hefðir eftir mér,
\yrði’ eg vesall maður.
|I Öllum finnst þú leið í lund,
) langar burtu frá þér,
■ en ótalmarga yndisstund
'eg hef lifað hjá þér.
\Þú ert send i þenrCan heim
i (þér skal ég aldrei hafna)
|j hverja nótt og það af þeim,
j. sem þrái’ eg allajafna.
jj Oft ég svona’ á kvöldin kveð
f kvæðin út í bláinn.
\ Óðar gleymd, af engum séð,
\eru þau og dáin.
jl Þeim er víst í þessum heinn
j! þarfalaust að flíka.
S Eg fer senn á eftir þeim
í út í bláinn líka.
í Illa reiður er ég þér,
«J— eigi þig nú tröllin!
i Aldrei komstu austur hér —
, y f ir Hlíðarfjöllin.
■ Ilvað var það, sem liélt i þig?
'Hafðu nú ekkert þvaður,
,j annars hleypur illt i mig, —
Ij eg er bráður maður.
i iáegðu mér nú sannleikann,
\sagna beztur er ’ann.
J, Ef þú breiðir yfir hann,
!■ eg skal segja þér ’ann.
? Þegjum, þegjum, þegjum, þey!
Ij þetta er nú skrafið:
iþig að meyja, meyja, mey
tmuni hafa tafið.
jl Þóittú sýnir þctta bréf.
, þóttú í því grautir,
■ í því finnur enginn stef
• öðruvísi’ en flautir.
'Svo vísnabréfið verði gott,
J veit ég, hvað er eftir,
\að setja í það spé og spott,
, spaug og nógar fréttir.
’Þeir, sem iðka þetta háð,
\þykja mörgum skæðir.
\ Margir að því brosa í bráð,
I en bölva þeim, sem hœðir.
,Eitt sinn kvað ég illan sálm,
- ekki er ég svo gleyminn. —
— eitt af ljóðabréfum \
Páls Ólafssonar
llann fór líkt og ór af álm,
út í fjandans heiminn.
Eldinn forðast barnið brennt:
Bréfum í og rœðum
aldrei finnst mér háðið h.ent,
hvað þó sízt í kvœðum.
I
Þú skalt vita, að ég er
ásamt Ilelga þínum
staðr.áðinn að stefna þér
um stuld á kútum mínum.
Annar potta tíu tók
(tappinn grár á litinn).
Hann gekk hér á blárri brók,
bœtt var hún og skitin.
:
Níu potta annan á
einatt lét ég kútinn.
Hann var lengri sami að sjá,
en svipfallegri’ um stútinn.
Það svo milli þín og mín
þúfur fari' ekki' út um,
send-u bezta brennivín
á báðum þessum kútum.
t
Sendu báða’ að Böðvarsdal,
biddu þar að geyma.
Um tíma’ og eilífð eg þvi skal
aldrei við þig gleyma.
Þér með Ijóðum þakka skal,
þegar ég fœ kútinn
og minum vara „dýrumdal“
dreypi niðr í stútinn.
*
Sérhver dóni’ og drykkjusvín
deyr fyr, þar sem kominn er,
en bragða Thomsens brennivín. —
Biddu guð að hjálpa þér!
Sú er engum efra hér
óþefvísi gcfin,
þegar sunnanáttin er.
ekki’ að finna þefinn.
Þér að segja eins og er,
enginn við því’lítur,
þvi botnfallið og bragðið er
bara tómur skítur.
Vœnn hefir Thomsen verið mér
og vökvað á mér trýnið,
en hann iriá fara' að sjá að sér
með Satans brennivimð.
Þá er komið þagnarmál.
Þú skalt mínum vinum
heilsa nú með hjarta og sál,
helzt þó prófastinum.
Bréfið saman brýt ég þá,
bulli hœtti' eg þessu.
Það er lcveðið einmitt á
Allra’-heilagra-messu.
Úsk ég bind í endann þá,
í öðru lifi’ og þessu
að ég lifi ykkur hjá
A Ura-sálna-messu.
rWWUWTVWMWUWkí^WWUVWWVWWWWWWUWWWWUWIrtftrtrtB
s
UHeildarútgáfð á ritnm
Jóhanns Magnusar
£w Bjarnasonar
,,Brasi!íuíararnir“ og „í Rauð-
árdalnum“ komið ut
Hafin er fyrir nokkru heild-
arútgáfa af ritum vesturís-
lenzka skáldsins Jóhanns Magn-
úsar Bjarnasonar, og er það
bókaútgáfan Edda, sem gefur
ritsafn hans út.
Tvö bindi eru þegar komin út
með skáldsögum þessa vinsæla
höfundar. „í Rauðárdalnum“,
tveggja binda skáldsaga kom út
í fyrra, en hún hefur ekki verið
gefin út í bókarformi áður. Og
nú eru Brasilíufararnir nýkomn
ir, en þeir eru gamlir kunn-
ingjar íslenzkra lesenda.
í fyrsta bindi ritsafnsins, sem
enn er ókomið, verða ævintýri
og smásögur sem ekki hafa birzt
áður. Þeim fylgir mynd af Jó-
hanni og ýtarleg grein um hann
ir rit hans eftir prófessor
Richard Beck.
Annað og þriðja bindið verða
sögurnar sem þegar eru komn-
ar út, „í Rauðárdalnum“ og
„Brasilíufáramir“.
Fjórða bindið verður „Eiríkur
Hansson“ vinsælasta og merk-
asta skáldsaga Jóhanns Magnús
ar Bjarnasonar. Fjöldi íslend-
inga þekkir þá bók úr útgáf-
unni í Bókasafni alþýðu, en hún
mun nú með öllu ófáanleg og
full þörf á nýrri.
í fimmta, sjötta og sjöunda
bindinu verða „Vornætur á
Elgsheiðum“, „Haustkvöld við
hafið“, ljóðmælin o. fl., en fyrir-
komulag þeirra mun ekki full-
ráðið enn.
Með þessari heildarútgáfu
gefst íslenzkum lesendum í
fyrsta sinni kostur á að fá heild
aryfirlit yfir rit Jóhanns Magn-
úsar Bjarnasonar, og er það vel
farið. Sumar bækur hans eru að
vísu lítið annað en skemmtilest-
ur, en mörg rit hans gefa merki
lega hugmynd um líf og örlög
Vestur-íslendinga.
Aðalfundur kúranna
Framh. af 2. síðu.
aðstoð við söng í sambandi við
hátíðarhöldin 17. og 18 júní.
Allmikill áhugi virtist fyrir því
að sem fyrst yrði komið á söngmóti
blandaðra kóra.
í stjórn voru kosnir: Formaður
Guðmundur Benjamínsson, Hrísa-
teig 35, ritari Kristmundur Þor-
leifsson, Sólvallagötu 31, gjaldkeri
Jón G. Ilalldórsson, Kaplaskjóls-
veg 9. Varastjórnendur: Sigurgeir
Albertsson, Daníel Sumarliðason,
Reinhardt Reinhardtsson. Endur-
skoðendur: Bent Bjarnason og
Ágúst Pétursson.
Kosnir í Söngmálaráð voru þeir
Björgvin Guðmundsson, Akureyri,
Brynjólfur Sigfússon, Vestmanna-
eyjum, og Robert Abraham í
Reykjavík.
KAUPIÐ
ÞJÓÐVILJANN