Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1944, Blaðsíða 2
Þ JÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júlí 1944» Utsvars- og skattabyrðarnar hvíla þyngst á launastéttinni * * Síðan útsvarsskráin kom út, kefur um fátt verið meira tal- að meðal almennings en þær þungu útsvars- og skattabyrðar sem nú eru lagðar á bak launa- stéttarinnar. „Vísir“ og önnur álíka málgögn, hafa hinsvegar mest fjargviðrast út af forseta- kjörinu á Alþingi 17. júní og mun nú reyndar þegar svo kom- ið, að þau eigi um það efni, öfundarlaust af flestum, við- ræður við sig sjálf. Alþýðan hef ur af eðlilegum ástæðum engar sérstakar áhyggjur út af for- setakjörinu en þeim mun meiri af þeirri stefnu er nú ríkir í atvinnu- og skattamálum og framkvæmd hennar. Hinsvegar er það í fullu samræmi við eðli „Vísis“, sem jafnan telur það skyldu sína að berjast gegn hagsmunum alþýðu, að brjót- ast um út af hégómamálum til þess að reyna að skyggja með því á alvörumál fólksins. Og þó er „Vísir“ og öðrum þeim blöð- um, sem honum fylgja í þessu efni, ekki nóg að dubba upp á pólitík sína með nokkrum auð- um seðlum á Alþingi, heldur ráðast þau einnig með svívirð- ingum að þeirri stofnun, sem hefur verið og er æðsta tákn þess lýðfrelsis, er vér íslending ar njótum. Má af því nokkuð sjá hver afstaða þvílíkra blaða er í raun ogveru tillýðveldismál anna, þótt ekki sé flett upp í „Vísir“ frá þeim tímum, sem yfirgangsstefna nazista naut mestrar velvildar hjá forráða- mönnum blaðsins og sigurvonir hennar voru mestar. En ekki meira um þetta að sinni. Mikla athygli vekur það í sambandi við útsvarsskrána, hve mikill fjöldi Reykvíkinga stundar milliliðastörf og kaup- mennsku af ýmsu tagi og suma miður nauðsynlega, svo að vægt sé að orði komizt. Og um leið vekur það eftirtekt, hve sumir þessara milliliða hafa lág útsvör miðað við launþega. En þó er vitað að flestir þeirra hafa haft mikinn gróða, oft af tiltölulega lítilli og ódýrri umsetningu, enda bendir sóknin í milliliða- störfin og kaupmennskuna til þess, að þar sé auðveldara að koma ár sinni vel fyrir borð en við störf í þágu framleiðslunn- ar. Er augljóst, að þegar svo er, þá er stefnt af réttri leið, og hlýtur það fyrr eða síðar að koma hart við þjóðina. Og það þykjast kunnugir menn geta séð af útsvarsskránni, að margir þeir, sem hafa atvinnurekstur með höndum og stunda brask og þvílík störf, muni í ýmsum tilfellum koma við nokkrum sjónhverfingum í sambandi við framtöl sín til niðurjöfnunar- nefndar. En hvort sem þetta er rétt séð eða ekki, vekur það grunsemdir hjá fólki í þessa átt, hve útsvör margra borgara í bænum, sem þekktir eru að því að hafa góð efni og njóta margs þess sem almenningur læt ur sig ekki dreyma um fyrir sig, eru lág miðað við útsvör verkamanna og launþega yfir- leitt. Þegar þess er gætt, að stór- gróðafélög njóta skattfrelsis 1 stórum stíl, þá er það næsta furðulegt, hve sú tekjuupphæð einstaklinga er lág, sem nýtur skattfrelsis vegna persónulegra þarfa. Virðist það í rauninni furðulegt, að almenningur skuli skyldur til að greiða útsvör og skatta af tekjum, sem búið er að eyða til brýnustu nauðþurfta. Þótt upphæð persónufrádráttar frá skattskyldum tekjum hafi nokkuð hækkuð nýlega, er hún enn allt of lág. Launasamtök- unum er því nauðsynlegt að berjast enn fyrir því, að upp- hæð skattfrjálsra tekna vegna persónulegra þarfa verði hækk- uð verulega frá því sem hún er nú. í sambandi við skattfrelsi stórútgerðarfyrirtækja hefur verið reynt að blanda saman skattfrelsi varasjóðsfjár o'g ný- byggingasjóðsfjár. Með tilliti til þess, hve brýna þjóðfélags- lega nauðsyn ber til þess að endurnýja og stækka fiskveiði- flota íslendinga er ekki ósann- gjarnt að hið opinbera styðji og örfi útgerðarmenn til þess að búa sig undir endunýjun og aukningu fiskiskipastólsins. En ríkið verður um leið að ganga ríkt eftir því, að þær tekjur útgerðarinnar, sem njóta skatt- frelsiáf verði notaðar til þess og þess eins að endurnýja og auka útgerðartækin. Tekjur útgerðar fyrirtækja, sem renna í vara- sjóðina hefur ríkið enga trygg- ingu fyrir að gangi til endur- bóta eða aukningu fiskiskipa- stólsins. Hefur Lúðvik Jóseps- son alþm., bæði hér í blaðinu og í sjómannablaðinu „Víkingi“, leitt glögg rök að því og af- hjúpað mjög greinilega blekk- ingar íhaldsmanna í sambandi við skattfrelsi útgerðarinnar og nýbyggingamálin og afstöðu sósíalista til þeirra, sem eðlilega hlýtur jafnan að miða við hags- muni allrar sjómannastéttarinn- ar, að untanteknum þeim einum er -telja sér helzt frama vísan og mesta gróðavon í því, að til sé nægilega auðsveip og sundr- uð sjómannastétt og auðtrúa á blekkingar og hindurvitni póli- tískra andstæðinga sinna. Er augljóst að tekjur varasjóðanna eiga ekki sama rétt til skatt- frelsis og tekjur nýbygginga- sjóðanna. En hvað það snertir að fyrir- byggja það að efnamennirnir og þeir sem reka ýmis fyrir- tæki eða milliliðastarfsemi geti svikið undan skatti í stórum stíl, verður að leita einhverra ráða hið bráðasta. Þeir, sem dylja tekjur sínar fyrir skatta- yfirvöldunum fremja mjög al- varlegt þegnskaparbrot, sem kemur þyngst niður á launþega- stéttinni og þeim fátækustu í landinu. í þessu sambandi er rétt að minna á aðkallandi nauð syn þess að láta skrá á nöfn réttra eigenda öll verðbréf í landinu. Um það þarf að fá lög hið fyrsta. í þessum málum, sem hér hef ur aðeins lauslega verið minnzt á, verður alþýðan sjálf að taka forustu. Hún á hér mest undir því, að frá rangsnúinni og þjóð- hættulegri stefnu sé snúið í at- vinnu- og skattamálum og sjálf boðastétt ónauðsynlegra milli- liða, sem skapa dýrtíð og óáran í þjóðfélaginu, verði vísað til uppbyggilegra starfa í þágu þjóðfélagsins og njóti þar verka sinna í eðlilegra samstöðu með þjóð sinni bæði í bíðu og stríðu. Verkamannafélagið „Dags- brún“ hefur þegar mótmælt mjög eindregið og ákveðið hin- um þungu sköttum, sem lagðir eru nú á launþegana, án þess að vart verði verulegrar við- leitni ríkisvaldsins til þess að sjá um framkvæmdir til al- menningsheilla. Önnur samtök alþýðunnar þurfa að taka undir þvílík mót- mæli. Og næsta Alþýðusam- bandsþing verður að taka öll þessi mál, til rækilegrar með- ferðar og marka skýrt og á- kveðið afstöðu alþýðunnar til þeirra. Dagsbrúnarfélagi nr. 2. Xveðjur frá emerískum háskðlum tll Hðskóla 1 " Islands Fulltrúi Vestur-íslendinga á lýðveldishátíðinni, prófessor Richard Beck, hafði meðferðis hingað til lands kveðjur frá þremur háskólum vestan hafs: Cornell-háskóla í Ithaca, N. Y., ríkisháskóla Norður Dakota í Grand Forks, þar sem Beck er prófessor, og Manitobaháskóla í Winnipeg. Senda háskólar þess- ir Háskóla íslands vinsamlegar kveðjur og árnaðaróskir og minnast tengsla sinna við íslend inga vestan hafs og við Háskóla íslands. í bréfi Manitobaháskóla er þess getið, að í Winnipeg séu fleiri íbúar af íslenzku kyni en í nokkurri annari borg í heimi, að Reykjavík undanskilinni. Af þeim ástæðum til eflingar rann- sóknum í samanburðarmálfræði ætlar háskólinn að setja á stofn kennarastól í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmenntum. Próf. Beck flutti rektor há- skólans kveðjur þessar ásamt kveðju frá Þjóðræknisfélaginu s. 1. miðvikudag í hátíðasal Há- skólans, að viðstöddum biskupn um, dr. Sigurgeir Sigurðssyni, kennurum háskólans og nokkr- um gestum. Er þetta satt, herra sakadómari? Eftiríarandi bréf hefur bæjarpóst- inum borizt: Sú ótrúlega saga gengur manna á meðal að nokkrir kunnir menn hafi skrifað sakadómara og farið þess á leit að fram væri látin fara rann- sókn á því hvort Kaaber banka- stjóri sé lífs eða liðinn. Eins og kunnugt er andaðst Kaaber fyrir nokkrum árum, en maður einn hér í bæ hafði um langt skeið gengið með þá grillu í höfðinu, að Kaaber þessi einstaki heiðursmaður, sem engum og engu vildi mein gera, of- sækti sig, bakaði sér heilsutjón og næturvökur. Þegar vanheilsan og svefnleysið yfirgaf ekki mann þenna er Kaaber lézt, tók hann að halda að ándlát og jarðarför Kaabers hefði verið skáldsaga ein til þess gerð að hann ætti hægara með að íramkvæma oísóknir sínar. Hann á þá að hafa krafizt þess að leiði Kaabers yrði grafið upp og þess gætt hvort lík hans fyndist í kist- unni. Nú er sagt að nokkrir menn hafi tekið undir þessa kröfu og skrifað sakadómara bréf þar um. Nöfn þjóð kunnra manna eru tengd við þessi meintu skrif og verður ekki að ó- reyndu trúað að það sé gert með réttu. Það væri því rétt og eðli- legt að sakadómari skýrði frá hvort þessi saga hefur við nokkur rök að styðjast og ef svo er hverjir hafa gert sig að flónum með því að leggja nöfn sín við slíka heimsku. Það er með öllu óþolandi að verið sé að bendla vitiborna og heiðar- lega menn við brjálsemisathæfi að' ósekju. a. Um sjóbaðstaði Björn Magnússon skrifar: Nágrannabæir Reykjavíkur eiga tvo staði, sem eru fremri um feg- urð og nytsemi en þeir, sem Reyk- vikingar eiga kost á að njóta. Á ég þar við Langasandinn við Akranes, yndislegan baðstað með miklu útfiri og fínum, ljósum skelja- sandi. Þegar sjór er sléttur er þarna unaðslegt að synda og baða sig í Aðalfundur Landssan- bands blandaðra kóra og kvennakðra Fimmti aðalfundur Landssam- bands blandaðra kóra og kvenna- kóra var haldinn í Reykjavík dag- ana 5. og 6. júlí. Á fundinum mættu 8 fulltrúar frá 6 kórum. Einn nýr kór bættist í sambandið, er það Samkór Reykjavíkur. Eru nú 8 kórar í sambandinu og kórfélagar alls um 300. Til söngkennslu hafði verið var- ið á árinu kr. 1650.00 og til út- gáfu sönglagaheftis kr. 750.00 og áður hafði L. B. K. gefið út annað sönglagahefti. Áætlað er að á næsta ári verði kr. 6000.00 varið til söngkennslu og til sönglagaheftis kr. 1600,00. Allmiklar umræður voru um efl- ingu blaðaðs kórsöngs og í þeim umræðum kom meðal annars, lijá sumum fundarmönnum, fram nokkur undrun yfir því að lýð- veldishátíðarnefndin skyldi ekki Ieita til L. B. K. um einhverskonar Framhald á 3. síðu. • • ............ sjónum og liggja þess á milli í glóð* volgum sandinum. Reykvíkingar- voru mikið teknir að stunda sjóböð í Skerjafirði fram að hernáminu, en ekki var aðstaðan þar eins góð og við Langasand. Fjaran grýtt og. lítt sendin. Með nokkrum umbótum hefði sennilega mátt gera þennan stað nothæfan fyrir sund og sjó- böð og hefði það að sjálfsögðu ver- ið gert í sambandi við íþróttavöll- inn, sem hafði verið valinn staður- þar í grennd. En hernámsaðgerð- ir hafa nú lokað þeim mögu- leikum. Ef til vill verður að þessu enginn skaði. íþróttavöllur og sjó- laug í Laugardal mun að öllu leyti hentugri staður, ekki sízt vegna. þess að borgin byggist mjög í aust- urátt. Tillögur Gísla Halldórssonar verk. fræðings, um volga sjólaug í Syðri- Tjörninni, eru hinar athygliverð- ustu. Er óskandi að bæjarstjórnin beri gæfu' til að leysa það verkefni áður langur tími líður. Byrja mætti á lauginni og þyrfti ekki að hraða. hótelbyggingunni fyrr en hægist um. og verðlag yrði hagfelldara á að- keyptu efni. — í laugarbyggingunai þyrfti ekki aðkeypt efni annað en ' sement og járn. Vissa er fyrir því að þessi laugv mundi verða mjög mikið sótt og. stuðla að heilsuvernd og andlegrí. og líkamlegri hreysti bæjarbúa. Hljómskálagarðurinn Á seinni árum hefur nokkuð ver- ið gert að fegrun lystigarðsins, sunn an við tjörnina, með gróðursetningu trjáa og skrautblóma og lagningu gangstíga. En sá galli er á þeim garði, að þar er mjög sjaldan logn,. annað hvort blæs svalur norðan vindur, norðan Fríkirkjuveginn, eða. suðaustan og suðvestan vindur. Þó fólk vilji dvelja þar með börn til þess að njóta sólar og forðast ryk„ helzt það ekki við þar til lengdar ef vindur blæs úr einhverri átt,. enda mun sú raun á, að lystigarð- urinn er lítt sóttur — og er það illa farið — því engum dylst að fólki er brýn þörf á að draga sig. út úr göturykinu þegar það getur komið því við og njóta sólar og kyrrðar í ríki gróðurs og blóma. Ef lystigarðurinn á að koma aá tilætluðum notum og verða vistleg- ur og aðlaðandi, verður að skýla honum fyrir öllum næðingum; mætti. ef til vill loka honum með hæfilega háum hringgarði og hallandi brekku. inn í garðinn. Fjölgun myndastyttna, hraunhóla og gosbrunna myndi auka ‘ mjög fegurð garðsins. Vel færi á því að Reykjavíkurbær keypti. myndastyttur Ásmundar Sveinsson- ar við húshornið á Freyjugötu, og setti þær upp niður í Lystigarðinn.. Mundi það vera mikil hjálp við< hinn fátæka, en ötula, sérkennilega; listamann. Hann hefur unnið merki- legt brautryðjendastarf hér á landi um mótun mynda í steinsteypu. — Og þó að skiptar muni vera skoð- anir manna um fegurð og gildi lista verka hans, þá mun sá tími ekki langt undan að hann verður talinni framarlega og mikill listamaður. Þá væri ekki úr vegi að bær og ríki legðust á eitt um að steypa í málm eitthvað af hinum fögru lík- neskjum Einars Jónssonar, sem nú. eru lokuð inni í Hnitbjörgum og' fjöldi Reykvíkinga og annarra lands manna sér sjaldan eða aldrei, og setja þau niður í Listigarðinn og á aðra staði í bænum þar sem yrðu almenningsgarðar. Ef hörmulegt til þess að vita, að Útilegumaðurinn — svo aðeins eitt sé' nefnt — skuli enn ekki vera til nema í gibsi, — jafn lélegt efni og það er — og lokaður inni í húsi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.