Þjóðviljinn - 12.07.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. júlí 1944. f»JÓÐVILJINN 7 SAGAN AF ÞORSTEINI KARLSEFNI (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar). Kóngur leyfði honum þá veturvist hjá sér, og settist Þor- steinn svo þar «að. Hann talaði oft við kóng um hvarf sona hans, og hvað af þeim væri orðið. Rann þá jafnan út í fyrir kóngi, og vék því tali hjá sér. Þorsteinn innti þá til við hann um þessi 12 naut, sem þar kæmu, hvern- ig á þeim stæði, og lézt kóngur ekki vita það, en þó þætti sér undarlegt, að þau legðu þangað leiðir sínar á hverjum degi, og vænt mundi sér þykja um þann, sem gæti orðið þess vísari hvaðan þau væru. Þorsteinn ein- setti sér nú að grennslast betur eftir um nautin, og fór því einn dag og fylgdi þeim, þegar þau fóru burt aftur frá höllinni; en svo fóru þau hart, að hann varð að hlaupa blóðspreng sinn, til þess að missa ekki sjónar á þeim, og fleygði af sér öllum þeim klæðum, sem hann gat við sig losað. Loksins komu nautin að vatni einu og lögðu þegar á sund út í það öll, nema það aftasta, það biðlokaði lítið eitt við landið, eins og það væri að bíða eftir Þorsteini, en hin syntu af til hólmans í vatninu. Þegar Þorsteinn kom að vatninu, benti nautið honum að fara á bak sér, og það gerði hann; en nautið synti með hann út í hólmann, tók síðan undir sig stökk heim að skála, sem þar var í hólmanum. Þegar Þorsteinn kom að skálanum, sá hann, að þar lágu 12 nautshamir úti fyrir, en inni í skálanum sátu 12 menn að máltíð. Þor- steinn þóttist nú vita, að þetta væru kóngssynir og hefðu þeir orðið fyrir álögum; hann gekk svo í skálann, en yrti hvorki á þá né þeir á hann, né heldur töluðust þeir við sín á milli- Þeir gáfu honum af mat sínum bæði brauð og vín, og tók hann við því, og geymdi, en neytti þess ekki. Þegar þeir höfðu matazt, fóru þeir út aftur og 1 nautshamina og lögðust enn til sunds yfir vatnið. Þó ÞETTA Flugvél, sem þrír eru í, Hitl- er, Göring og Göbbels, er skot- in niður. Þeir farast allir. Hverj um er bjargað? Svar: Þýzku þjóðinni. ★ A. : Hve mikið gaf stórkaup- maðurinn, þér fyrir að bjarga honum úr sjávarháskanum þeg- ar skipið fórst? B. : Hann spurði mig, hvort ég gæti gefið sér til baka af fimm krónum. Það gat ég ekki, og þá fékk eg ekki neitt. ★ Kennslukonan: Hve gömul er manneskja, 'sem fædd er árið 1900? Anna litla: Það fer eftir því, hvort það er karlmaður eða kvenmaður. ★ Skozki læknirinn doktor Ab- ernethy var mjög fámáll og leiddist mærð sjúklinga, sem hans vitjuðu. En einu sinni kom til hans kona, sem talaði eftir hans höfði. Um leið og hún kom inn, rétti hún fram hægri hend- ina, sem var stokkbólgin. Brennd? spurði læknirinn. Klemmd, svaraði konan. Bakstra, sagði lækninnn. Næsta dag kom konan aftur, og samtalið fór á þessa leið: Betri? Verri. Bakstra áfram. Tveimur dögum seinna kom hún enn. Betri? Batnað. Kostar? Ekkert, svaráði læknirinn hrif inn. Þér eruð sú skynsamasta kona, sem ég hef fyrir lfitt á lífsleiðinni. ★ Prófessorinn: Hvernig farið þér að verja yður gegn sýkl- um í drykkjarvatni. Læknaneminn- Fyrst hreinsa ég vatnið í vatnssíu, síðan sýð ég það — og svo — Prófessorinn: Og svo, hvað? Læknaneminn. Svo drekk ég öl. PHYLLIS BENTLEY: A R F U R Þegar Sophia hafði kvatt bróður sinn, gekk hún inn í dagstofuna aftur. Fredrich stóð við ofninn og vermdi hendur sínar. „Hvað sagði hann?“ spurði Fredrich ákafur. „Hann segir, að járnbrautar- gróðinn sé úr sögunni“, svaraði Sophia stuttlega. „Jæja“, sagði Fredrich ólund- arlega. „Eg hugsa að það sé rétt“, sagði Sophia. Hún hafði verið að íhuga málið. Hún lét fallast niður á stól og stundi við, því að henni var orðið erfitt um hreyfingar. Hún . greip hönd Fredrichs, hvíta og mjúka, og lagði hana að vanga sínum. Fredrieh kippti 'að sér hend- inni. Sophia sagði ekki neitt, en þetta var ^kki í fyrsta sinn, sem hún hugsaði með söknuði til æsku sinnar, þegar hún var sjálfráð og áhyggjulaus og vissi ekki, hvað duttlungafullur eiginmaður og barnsfæðingar voru. Hún rétti manni sínum ávísunina þreytuleg á syipinn og leit um leið á nafn Briggs, ritað með skýrum, feitum drátt- um. * „Þetta er gott út af fyrir sig, en það er bara ekki nóg“, sagði Fredrich, þegar hann hafði lit- ið á upphæðina. „Við verðum að selja hestana“. „Hvað segirðu?" hrópaði Sop- hia og stóð á fætur. „,,Æ, bara að pabbi hefði lifað! Pabbi hefði ekki látið mig vera í peningavandræðum, það er ég viss um. Eg er hrædd um, að við verðum að fá útborgað, það sem ég á í verksmiðjunni“. Fredrich varð léttari á brún- ina. „Við þyrftum ekki að festa alla peningana", hélt Sophia áfram. „Við gætum tekið nokkr ar þúsundir frá til þess að borga með reikninga“. Fredrich brosti út að eyrum. En allt 1 einu datt honum eitt- hvað í hug. „En er ekki réttara að þú spyrjir Bamforth ráða?“ sagði hann. „Eg spyr engan ráða“, svar- aði Sophia og hnykkti til höfð- inu. „Joth mundi bara ávíta mig, eins og hann er vanur“. Fjárhagsáhyggjurnar, sem #höfðu um stund varpað skugga yfir eyðslulíf þeirra í allri sinni dýrð, hurfu nú eins og ský fyr- ir sólu. Fredrich lagði handlegg inn utan um Sophiu, kjassaði hana og hvíslaði ástarorðum í eyra hennar. Og Sophia ljóm- aði af hrifningu, þegar hún hall- aði höfðinu að öxl hans. „Við förum til málafærslu- mannsins á morgun“, sagði hún. t— Það gerðu þau og voru rétt farin, þegar María kom. Litlu seinna fékk Brigg bréf fré Sophiu, þar sem hún til- kynnti honum á Jöglegan hátt, að hún krefðist fjár síns. Brigg barði saman hnefunum og bölv- aði af slíkri heift að hann minnti Maríu á Will. „Pabbi mundi bylta sér í gröf inni ef hann vissi þetta“, sagði hann við Maríu á hverju kvöldi, þegar þau sátu saman við ofn- inn og töluðu um Sophiu. Hann las aftur og aftur skjalið, sem málafærslumaður hennar hafði skrifað. „Eftirlæti pabba á Sophiu verður Syke Mill dýrt. Hann eyðilagði hana á eftirlæti. En ef hann sæi þetta bréf, mundi hann bylta sér í gröfirmi“, sagði Brigg. María var stjúpsyni sínum al- gerlega sammála og leit á hann með áhyggjusvip. . Áttu erfitt með að losa þetta fé, sem þú þarft að skila henni?“ „Auðvitað“, svaraði hann ön- ugur. „Eg hef peningana ekki handbæra. Þeir liggja í vélun- um. Eg verð að taka veðlán, býst ég við. Eg verð því sjálf- sagt feginn seinna, að eiga verk smiðjuna einn, en þetta er mér óþægilegt í svipinn. — Og svo allur þessi málarekstur! — Það tekur tíma að koma þessu öllu í kring, eins og það er flókið“. „Það er slæmt að Joth er ekki hérna“, sagði María hik- andi. „Hann er svo vel að sér í öllu svona“. Svipur Briggs harðnaði:' „Eg kemst af án hans. Eg þarf ekki Chartista mér til aðstoðar“. -----Brigg og Sophia töluð- ust einu sinni við um fjármálin. Hvorugt réð sér fyrir reiði og háreystin varð svo mikil, að Fredrich lá við gráti. Að síðustu lét Brigg undan og greiddi Sophiu það fé sem hún átti í verksmiðjunni. Hann langaði til að segja henni að skilnaði, að hann mundi ekki troða hana um tær framvegis, en stillti sig. Sophia var einmitt svo yndisleg þá stundina, í mosagrænum silki- kjól. Þar að auki fann Brigg, að það næði engri átt, að öll systkinin vrðu fjandmenn. Hann hélt því áfram að umgangast systur sína. Það gladdi Brigg seinna, að hann hafði stillt skap sitt í þetta sinn, því að Sophia varð fyrir því slysi að detta af hest- baki og eignast barnið löngu fyrir tímann. Hún varð að liggja rúmföst í margar vikur. Brigg fékk veðlán með góð- um kjörum hjá Enoch Smith og átti ekki í neinum fjárhags- erfiðleikum. Þess vegna tók hann Sophiu alveg í sátt. Hann heimsótti systur sína eftir að hún veiktist og spurði hana, hvort nokkur sérstök ástæða hefði verið til þess. Sophia sagðist hafa verið að fara af hestbaki, fest fótinn í ístaðinu og dottið. „Ertu alveg gengin af vitinu, Sophia? Yarstu í útreiðum, svona á þig komin? Aldrei hef ég heyrt neitt vitlausara“, sagði Brigg. Sophia roðnaði og taut- aði eitthvað sem hann heyrði ekki. „Þú ert alltof óráðþægin, Sop- hia mín“. sagði hann vingjarn- lega. „Það endar með bví, að Þú gerir eitthvað, sem þú iðr- ast eftir alla ævi — ef þú ert ekki þegar búin að því“. bætti hann við í huganum, því að hann hafði áhyggjur af fjármál um hennar. Sophiá fór að gráta. „Æ, Brigg, barnið dó og það getur vel verið, að ég deyi líka sjálf“ „Hvaða vitleysa, hvernig dett- ur þér þetta í hug?“ „Eg veit, að ég dey“, kjökraði Sophia. „Jæja, jæja, ef þú hefur á- kveðið að deyja, geturðu verið viss um, að þú deyrð“, sagði Brigg í gamni. Litla krossgátan LÁRÉTT: 1. verst — 7. til sölu -— 8. tveir samhljóðar — 10. fleiri — 11. beita — 12. algeng skst. — 14. spyr —15. kletta — 18. þyngdareining -— 19. temja — 20. dreifa — 22. tóm — 23. hræðsla — 25. tortýmir. LÓÐRÉTT: 2. forsetn. — 3. reykur — 4 eng- inn undantekinn — 5. félagsskapur (skst.) — 6. skipa —8. fótmál — 9. óræktað land — 11. ómeðtöldum — 13. lægða — 15. óklædda — 17. söngfélag -— 21. stefna 23. átti af- kvæmi — 24. tveir eins. RÁÐNING SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1. fangar — 7. týra — 8. bú — 10. tó — 11. kið — 12. is — 14. falli — 16. nálar — 18. an — 19. krá — 20. mó — 22. út — 23. þari — 25. páraði. LÓÐRÉTT: 2. at — 3. nýt — 4. grófa — 5. AA 6. súðina — 8. bila — 9. sinkur — 11. kl. — 13. sára — 15. armar — 17. lá — 21. óra —’ 23. þá — 24. ið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.