Þjóðviljinn - 12.07.1944, Blaðsíða 3
ÞJÖDVILJIMN
ÍVLiðvikudagur 12. júlí 1944.
3
Söðusýníngín IV.
Aðalfundur sambands
íslenzkra karlakóra
Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra var lialdinn í Félags-
heimili verzlunarmanna, Reykjavík, föstudaginn 30. júní. Sóttu
fundinn fulltrúar frá 9 sambandskórum, auk nokkurra formanna
og söngstjóra kóranna.
Niðurlægíng
Yfir dyrum fimmtu deildar
sögusýningarinnar stendur orð-
íð niðurlæging. Sú deild fjallar
um tímabilið frá 1602 að ein-
okunarverzlunin komst á og
fram að 1800, en 1787 var ein-
okuninni aflétt.
Ekkert tímabil íslandssögunn-
■ar er eins ömurlegt, og þegar
skoðað er niður í kjölinn allt
það, sem þjóðin varð að ganga
í gegnum á þessu tímabili, fá-
tækt hennar, fáfræði og vam-
arleysi, verður manni að undr-
ast, að enn í dag skuli'vera til
íslenzk þjóð, og mjóu munaði
þegar meginhluti þjóðarinnar
var dauður úr hungri og hor,
að leifar hennar yrðu ekki flutt-
ar burt til að bera beinin í sand-
■öldum Jótlandsheiða.
Með aftöku Jóns biskups Ara-
sonar er mótspyrnu íslendinga
gegn hinu erlenda valdi lokið.
Islenzka þjóðin er ofurseld
vopnavaldi og fjárhagslegri kúg
un erlendra valdhafa. Megin-
hluti jarðeigna kemst undir
konung. Með ranglátum lögum
og enn ranglátari dómum eru
eignir manna dæmdar undir
konung, íslenzkir bændur eru
gerðir ánauðugir leiguliðar er-
lends höfðingja, skyldir að
hlýða kalla þegar umboðsmönn
um hans þóknaðist. Konungur
rekur útgerð á íslenzkum mið-
um, sjómenn hans eru bændur
á konungsjörðunum, sem eru
skyldir til að vinna endurgjalds
laust.
Setning Stóradóms 1564, rúm-
um áratug eftir aftöku Jóns Ara
sonar, er sennilegasta ein sví-
•virðilegasta fjárkúgunaraðferð
undir yfirkyni ,,siðbótar“ sem
sagan þekkir.
Vopnavaldinu, valdi hins sterka,
var beitt miskunnarlaust gegn
frelsibaráttu kúgaðrar þjóðar —
þ>á eins og enn í dag. Það sýna
bezt éftirmálin af drápi Krist-
jjáns skrifara. Um það segir í
annálum, að bóndinn á bæ þeim
sem Kristján var drepinn á og
ongan þátt átti í víginu, og
ráðsmaður hans „ ... voru báðir
teknir um sumarið eftir og áttu
að flytjast til alþingis. En þeir
voru þverbrotnir og bágir við-
ureignar, fluttu þá að Straumi
og voru þeir þar báðir háls-
höggnir ... Höfuðin voru fest á
stengur, en bolirnir á hjóli
sundur slitnir, og sá til merkis
meir en 20 eður 30 ár. Margur
galt þá, bæði sakaður og sak-
laus, fyrir norðan og sunnan, en
Danir tóku að sér mestar eign-
ir þeirra feðga“ (Jóns biskups
og sona hans).
TÓM VERZLUNARHÚS —
HUNGRUÐ ÞJÓÐ
Um það leyti, sem verzlunar-
einokunin var sett á hér, kom
hér allmargt erlendra verzlunar
manna, einkum þó Þjóðverjar
og Englendingar. Verzlunarsam-
keppni þessara þjóða hefði get-
að orðið Islendingum hagstæð.
Til þess að tryggja Dönum
gróða af verzluninni við ísland.
var einokuninni komið á. Þrjár
danskar borgir fengu fyrst ís-
landsverzlunina á leigu, en síð-
ar (1620) aðeins ein, Kaup-
mannahöfn.
Þessi ráðstöfun, verzlunarein-
okunin, varð framar öllum öðr-
um til þess að mergsjúga þrótt
þjóðarinnar íslenzku. Verð á út-
lendri vöru hækkaði stórkost-
lega, innlend vara var misk-
unnarlaust lækkuð í verði.
Landsmenn voru orðnir þrælar
danska kaupmannavaldsins.
Of litlar, rándýrar og stundum
skemmdar vörur voru fluttar
til íslands. Ef harðnaði í ári
féllu landsmenn úr hungri.
Um árið 1604 — hið þriðja ár
hinnar dönsku einokunar —
segir svo í Skarðsannál: *
„Gekk blóðsóttin, féllu yfir-
ferðarmenn. Hlutavetur (góður
afli) syðra. Fiskileysi fyrir norð
an. Kom ís. Rak hvali. Sela-
tekja mikil. Þetta kallað Eymd
arár .. . með því, þriðja hörku-
árinu, sem mest undir bjó
(1604), féllu í Hegranesþingi
átta hundruð manna. Það var
bæði yfirferðarfólk og fátækir
barnamenn, sem inni lágu. Svo
hafa menn reiknað, að um allt
Island hafi á þessum 3 árum
fallið níu þúsund manna“.
— Á fyrstu þrem árum einok-
unarinnar féllu 9 þúsund manna.
Með mynd sinni í sögusýn
ingunni hefur Þorvaldur Skúla
son gert þetta ástand ógleym-
anlegt. Óáran í landi. Þraut-
pínd þjóð. Auðir verzlunarhjall-
ar við sjóinn, undir dönskum
fána. Hungur. Mannfellir.
Á sama tíma og þetta gerð-
ist hér reis upp auðug kaup-
mannastétt í borginni við Eyr-
arsund, sem byggði sér glæsi-
leg hús og hélt sig að höfð-
ingjasiðum.
ÞEGAR ÍSLAND VAR
TIL SÖLU
Eitt átakanlegasta dæmið um
vanmátt íslenzku þjóðarinnar á
þessum tímum er bréf Dana-
konungs, dagsett 9. febr. 1645.
Bréf þetta er til Korfitz Ul-
felds ríkishofmeistara, tengda-
sonar konungs, og er þannig:
„Þessa dagana var hjá mér
maður frá Hamborg frá nokkr-
um kaupmönnum þar, sem nefn
ir sig Uffelen. Hann bauð mér
500 000 dali, ef þeir fengi ís-
land að veði. Eg gekk að þessu
með nokkrum skilmálum. Á
þessum tímum má allt gera með
peningunum, ef Guð almáttug-
ur vildi gefa mér þá“.
ERFÐAHYLLINGIN
Árið 1661 er Friðrik konungi
III. svarið einveldi í Danmörku
og Noregi. Samgöngur voru þá
eigi það greiðar, að tími ynn-
ist til þess að skipa íslending-
um að vinna eið þenna það ár.
En sumarið eftir var öllum ís-
lenzkum forráðamönnum stefnt
til alþingis til þess að vinna eið
þenna.
Henrik Bjelke höfuðsmaður
var séinn í förum, kom eigi
fyrr en þingi var lokið, en boð-
aði þá ráðandi menn á fund
sinn í Kópavogi 28. júlí 1662.
Aðalforustumaður íslendinga
var Árni Oddsson lögmaður, þá
70 ára að aldri. íslendingar
treystu honum manna bezt og
fólu honum forustuna, þrátt fyr
ir það, að hann færðist undan
sökum aldurs.
Islendingar voru tregir til
þess að afsala sér réttindum
sínum og gekk svo lengi dags,
en Henrik Bjelke hafði ráð við
réttindakröfum vopnlausrar
þjóðar —: umhverfis fundinn
skipaði hann erlendum hermönn
um. Sem svar gegn rnótmælum
landsmanna benti hann á þá. —
Úti fyrir biðu herskip.
Síðastur allra skrifaði Árni
Oddsson undir — grátandi.
„Aldrei að eilífu gétum vér
gleymt þeim grátstaf vors bezta
manns.“
Fáeinir forráðamenn þjakaðr-
ar, vopnlausrar þjóðar inni 1
hring erlendra, vopnaðra her-
manna. — Gráhærður öldungur
skrifar að lokum grátandi und-
ir réttindaafsal þjóðar sinnar.
— Úti fyrir bíða herskip. —
TYRK J ARÁNIÐ
Flestum verður starsýnt á 4.
myndina í þessari deild sögu-
áýningarinnar. Glottandi ræn-
ingjar veifa blóðugum vopnum
yfir líkum myrtra manna —
móðir reynir að forða barni
sínu.
Þetta er mynd Þorvaldar
Skúlasonar af Tyrkjaráninu. Ó-
hugnan þessa óheillaatburðar er
svo ljóslifandi í mynd þessari
að mönnum verður ónotalega
við.
Hvernig mátti það ske að af-
komendur hinna fornu víkinga
létu hóp sjóræningja brytja sig
niður.
Það er ekki mjög torskilið.
Hér var kúguð, pínd þjóð, sem
jafnvel hafði verið meinað að
eiga nokkurt vopn sér til varn-
ar. — Hinir útlendu drottnend-
ur reyndust einskis nýtir til
varnar þegar á reyndi.
Á fundinum voru rædd ,al-
menn áhugamál sambandsins,
og þó einkum söngkennsla kór-
anna, sem verið hefur ýmsum
annmörkum bundin síðan Sig-
urður Birkis lét af störfum sem
kennari sambandsins. Voru
fundarmenn einhuga um, að
ráða þyrfti tafarlaust fastan
söngkennara til sambandsins,
svo að hinir fjölmörgu karla-
kórar víðsvegar um landið
mættu dafna með eðlilegum
hætti. En til þess að svo mætti
verða, þyrfti sambandið að hafa
1 meira fé til umráða en nú er,
og þótti fundarmönnum rétt að
beina þeirri áskorun til Alþing-
is, að það veitti sambandinu ríf-
legan styrk á næstu fjárlögum.
ELDGOS
í þessari deild sýningarinnar
er yfirlitskort yfir eldgos á ís-
landi og mynd af eldgosi.
Eldfjöllin voru örlagarík fyr-
ir íslenzku þjóðina. Askan frá
eldgosunum dreifðist yfir land-
ið, eitraði loftið, eyðilagði gras-
ið, fénaður féll, bæir hrundu,
fólkið flosnaði upp, fór á flæk-
ing, dó úr hungri og sóttum.
Þá voru étnar skóbætur. Það
segir engu síður en tölur hvern-
ig dönsku kaupménnirnir hafa
uppfyllt þá skyldu sína að
birgja landið að vistum.
Ömurlegust þessara eldgosa
og mannfellisára eru móðu-
harðindin (Skaftáreldarnir)
1783—1785. — Það var þá að
rætt var um að hefta sandfok
józku heiðanna með leifunum
af íslenzku þjóðinni.
„ENN SVÍÐA SÁRAST ... “
En það er ekki aðeins hungr-
ið, sem hjó skarð í tölu lands-
manna á þessu tímabili. Sjór-
inn heimtaði sínar fónir, þá eins
og síðar.
Svo segir í eftirmælum 18.
aldar:
,„ ... enn svíða! sárast 15 skip-
tapar árið 1752, 11 árið 1757, 9
árið 1758 á Suðurnesjum með
44 mönnum og 3 skiptapar
vestra, margir ... 1767, þegar
ég í 2 daga á vertíðinni missti í
sjó fleiri en 80 manna, þar of-
an á 1785 hér um 50 . . . árin 1791
og 1792 með sama móti 72 og
árin 1793 og 1794 hér um 60.
Til 13 skiptapa um árin 1795 og
1796 rekur mig enn minni,
þriggja 1797, fjögra 1798 ... með
8 skiptöpum og drukknun fleiri
en 60 manna árið 1800. Hef ég
þó ekki minnzt hér á kaup-
faratjón eða mannamissi með
þeim“.
Flestir sýningargestir nema
staðar við mynd Jóns Engil-
berts: Ofviðri á sjó, hún lýsir
hinum dapurlegu atburðum
þessara ára og þjóðtrú tímans,
svo eigi verður gleymt.
Svofeld tillaga var samþykkt á
fundinum:
„Aðalfundur Sambands ísl.
karlakóra skorar á Alþingi að
samþykkja að ríkið launi söng-
kennara fyrir sambandið með
samskonar kjörum og söngmála
í framkvæmdaráð sambands-
ins voru kosnir:
Ágúst Bjarnason, form., end-
urkosinn, Friðrik Eyfjörð, ritari,
endurkosinn og Jón Eiríksson,
gjaldkerk
Meðstjórnendur voru kosnir:
Sr. Garðar Þorsteinsson Hafn
arfirði, Jón Vigfússon. Seyðis-
firði, sr. Páll Sigurðsson, • Bol-
ungavík, Þormóður Eyjólfsson,
Siglufirði, allir endurkosnir.
GALDRABRENNUR
Stór mynd í þessari deild er
af manni bundnum á bálköst.
Galdrabrennurnar íslenzku er
einn átakanlegasti votturinn
um niðurlægingu og fáfræði
kynslóða þessa tímabils, enda
þótt þær væru eigi upprunhar
hér á landi, heldur innfluttar.
Saga galdrabrennanna á ís-
landi er saga út af fyrir sig,
áem vafalaust verður einhvern
tíma rituð ýtarlegar en enn hef-
ur verið gert. Saga um þjóð á
leið brjálseminnar. fáfróða og
grimma í fávísi sinni.
Á Þingvelli, þeim fornhelga
stað, heitir ein gjáin Brennugjá.
Um þann stað hefur eitt skáid-
anna orkt eftirfarandi m. a.:
„Mér finnst eins óg bræla í
Brennugjá,
við botninn, þar skuggarnir
ríkja,
sem blóðþrunginn eim sé þar
enn þá að sjá,
sem útbrunnum glæðunum
lagði frá,
og vill ekki burt þaðan víkja.
Og mynnið í gjánni er myrkt
eins og sót, —
þótt mörg hundruð ár séu liðin,
ber reykjarlykt enn þá hið
gjallharða grjót,
og grábleikt er hraunið, sem
hver og ein rót
af klöppunum höldum sé sviðin.
Oft þingheimi stefnt var að
þessari gjá,
og þunglega klukkurnar dundu.
Hve mikill var ekki sá munur
að sjá
þá menn, er þá stóðu hér
börmunum a,
og hina’ er á bálið þeir hrundu!
Þá stóð hér sú hágöfga
höfðingjasveit,
með hlaðskraut af gullinu
rauða,
og auðmjúk og hógvær til
himins leit,
með hendur í kross! — meðan
lífinu sleit
sú fórn, sem þeir dæmdu til
dauða.
Framh. á 5. síðu.