Þjóðviljinn - 02.08.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. ágúst 1944.
WÖÐVILJINN
3
inni, og látinn fljóta á því útbyrð- .
is. Var nálinni stungið undir tálkn- I
in á fiskinum og út um munninn.
Var nú gengið að því að seila fisk-
inn jafnóðum og dregið var.
Loks voru aðeins 5 lóðir ódregn-
ar, og var ])á seilin orðin fullskip-
uð með á að gizka 200 fiskum á.
Þegat' svo var komið, fór að vand-
ast málið. Hvað átti nú að gera við
fiskinn af þeim fimm lóðum sem
eftir voru ódregnar? Ekki þótti
gerlegt að láta meira á bátinn.
Að sönnu var hann fær með það
sem á honum var, en því aðeins að
héldist sama veður, sem var stilli-
logn og engin bárukvika, og mátti
ekki útaf bera með veðrið, ef bát-
urinn átti að geta flotið, ])ar sem
hann var orðinn hlaðinn upp fyrir
mitt. rúmarborð.
Við höfðum nú orð á því við
formanninn hvort ekki væri rétt
uð skilja eftir þær lóðir sem ó-
dregnar væru, að sönnu mvndi
það kosta tíu krónur í sekt, en
það væri þó skynsamlegra en að
eiga það á liættu, að báturinn
sykki undir okkur á leiðinni til
lands.
Ekki leizt formanni á að sam-
þykkja slíka uppástungu. Þá var
talað um að hægt væri að afhausa
og slægja fiskinn, svo liægt væri að
taka meira á bátinn, þar sem það
myndi létta farminn. En formað-
ur var ekki á því. Það myndi einn-
ig kosta tíu krónur í sekt. Svo
var nú samt haldið á að draga
og mátti heita að fiskur væri á
hvern krók, en nú var það mest
ýsa sem kom á lóðina. Það var þá
tekið til bragðs, af okkur háset-
unum, að gogga ýsuna alla í sjó-
inn, en liirða aðeins þorskinn. Ekki
lagði formaður neitt til þessa, en
þó hann hefði bannað það, þá
hefðum við ekki gegnt honum, því
við sáum ekki til ncins að leita
ráða hjá honum lir því sem kom-
ið var, þar sem hann vildi engin
skynsamleg ráð þekkjast.
Loks var þá lokið drættinum. og
farið að hugsa til heimferðar.
Veðurútlit var þá þannig, að
heiðbjart var yfir Djúpið til vest-
urs og suðurs. Hægur andvari var
frá austri, en í norðurhafið sat
lcafaldsmökkur inn á Straumnes.
Var nú setzt undir árar og
stefnan tekin innan við miðja
Stigahlíð, en það var ákaflega
þungróið vegna seilarinnar, svo
varla sást muna nema á langliðn-
um tíma. Þannig var haldið á einn
til tvo tíma, og voru þá flesstir
okkar orðnir hálfuppgefnir. Fór-
um við hásetar að hafa orð á því,
að réttast væri að skilja seilina
•eftir og leggja henni með niðri-
stöðum og lóðarteinunum. Hún
myndi þá geymast svo, að hægt
yrði að sækja hana ef til vildi
daginn eftir. Ekki þótti formann-
inum það tiltækilegt. Þá var það
að einn félagi okkar lagði skyndi-
lega upp árina og kvaðst ekki
snerta við að róa lengur fvrir seil-
inni. Annaðhvort yrði að gera,
6kera seilina frá bátnum, eða
leggja henni. Nú mun formanni
hafa þótt vandast málið, því þess
sáust merki að hann fór að at-
huga ástandið. Mun hafa rent grun
í að fleiri af okkur mundu fylgja
þessum manni að málum. Hann
kvað reynandi að taka að minnsta
kosti eitthvað af fiski af seilinni
upp í bátinn, það myndi létta
.ganginn ef seilin minnkaði. Vera
jkynni að báturinn flyti með nokk-
Sampykktir Störstúku
pingsins
uð af henni, að minnsta kosti með-
an gott væri veðrið. Þótti ekki
ólíklegt, að okkur lánaðist að kom-
ast inn til Bolnngarvíkur. Mætti
þá létta einhverju af farminum þar
Var nú farið á ný að athuga hleðslu
bátsins. Kom þá í ljós, að hann var
heldur léttari á sjónum, en þegar
lokið var að draga. Þetta kom af
því, að sjórinn hafði sigið úr fisk-
inum og þar sem allt var ausið
jafnótt og einhver deigla sást í
kjalsogi bátsins, þá lilaut hann að
léttast þar sem ekki var um leka
að ræða, samt var báturinn enn
þá hlaðinn upp undir mitt efsta
"borðið. Það var nú einróma álit
okkar, að reynandi væri að inn-
byrða eitthvað af fiskinum af seil-
inni, og sjá hvað bátnum munaði
með hleðsluna, en taka hana ekki
aila inn í einu heldur smátt og
smátt. Var því næst gengið að
verki og seilin dregin að, og fisk-
urinn smátekinn inn af henni. án
þess þó að draga fiskinn af band-
inu. En bátnum munaði ekki að
því skapi að ldaðast sem inn kom
til viðbótar af fiskinum, jafnvel þó
inn væru teknir 20—30 fiskar í
einu, var því haldið á að taka fisk-
inn inn unz öll kippan hafði verið
innbyrt.
Þegar loks seilin var öll inn-
byrt, var athuguð hleðsla bátsins.
Kom þá í Ijós, að hann var hlaðinn
undir slettilista (þ. e. lista, sem
felldur er eftir efri brún borðstokk-
anna utaná). Mátti heita, að bát-
urinn sæti á marfletinum með list-
ann frá hálsþóftu aftur að öftustu
þóftu, og var það sem kalla mætti
dauðahleðsla.
Þegar öllu þessu var lokið, voru
árar lagðar út á ný og róið í átt-
ina til lands. Var nú léttari róð-
urinn og skilaði okkur því áfram
með eðlilegum hætti. Bar nú ekki
neitt sérstakt við fyrr en við
komum inn til Bolungarvíkur, fór
þá að dimma í lofti og fylgdu því
kastvindar, eu þó fremur vægir.
Þegar við komum iun á víkina,
varð þessi vindkilja að hagstæð-
| um byr, sem sló ofan af landi.
Bauð formaður þá, að sett skyldu
upp segl, en áminnti okkur jafn-
framt um að fara varlega, þ. e.
stíga ekki út í síðurnar á bátnum,
þar eð báturinn þyldi engan halla
svo hlaðinn sem hann var. Siglan
var reist og segl dregið að hún.
Var nii kominn þýður byr og skil-
aði okkur fljótt inn með Óshlíð-
inni. Það vildi til að sjór var eins
sléttur og á firði væri, með því
líka að vindur stóð inn og ofan af
hlíðinni. Þess skal getið, að þegar
við vorum komnir inn og fram af
Bolungarvík, sáum við tvö skip út
og fram af henni. Það kom
seinna í Ijós, að þessi skip voru
bæði frá Hnífsdal. En það er af
okkur að segja að við höfum byr-
inn alla leið inn á Hnífsdalsvík.
Þegar við komum fram af lending-
unni voru seglin tekin niður áður
en lenda skyldi. En á meðan þessu
fór fram, urðuin við þess varir,
að komin var bára upp á Hnífs-
dalsvíkina. Það var nú orðið
dimmt að kvöldi, þótti því for-
manni vissara að létta bátinn áð-
ur en lent væri.
Var þá seilinni dembt útbyrðis
og hnýtt í hana lína, 100 faðma
löng, skyldi lína þessi ná til lands
, svo hægt væri að draga seilina
upp á land þegar skipinu hefði ver-
ið bjargað undan sjó. Var því næst
róið með varúð upp að lending-
unni. Vildi það þá til að komið var
með ljósaða lukt og hún sett í
miðja vörina, og gátum við því
auðveldlega tekið rétta stefnu.
Gekk lendingin að óskum, en þeg-
ar báturinn kenndi grunns að fram
an, þá braut sjór yfir hann að
aftan, kvað þó ekki svo mikið að
því að skaði hlytist af, en bátur-
inn var þungur í setningi, og vildi
; til að fyrir hendi var nóg mann-
| hjálp. En þegar hálfbúið var að
setja bátinn, tóku menn eftir því,
að í einu vetfangi var kominn
svartabylur. Þótti þá sýnt að kom-
ið væri norðanáhlaupsverður. Brá
mönnum mjög í brún, því enn
var vant tveggja skipa frá Hnífs-
dal. Þegar við liöfðum komið skip-
inu í skorður og bjargað aflanum
á land, var dagsverki okkar lokið,
en fisk og lóðaaðgerð látið bíða
næsta dags, og munu flestir okk-
ar hafa verið hvíldinni fegnir.
Daginn eftir fóru að berast
fréttir úr öðrum veiðistöðvum. Ur
Bolungarvík fréttist að annar
Hnífsdalsbáturinn hefði komizt
klakklaust til lands þar. Það var
stórt sexróið far. annað stærsta
skip sem á þeim árum var til í
Hnífsdal.
Skip þetta var eign Páls Hall-
dórssonar og var hann sjálfur for-
maður á því, þegar þetta gerðist.
Páll Halldórsson þessi var faðir Að
1 alsteins sem nú er togaraskipstjóri.
I Páll er nú látinn fyrir mörgum ár-
um.
Páll hafði þennan dag farið út
á yztu mið og var svo mikið fiski-
magn á lóðir hans, að hann sökk-
hlóð skip sitt af slægðum og af-
hausuðum fiski. Hafði skip hans
verið annað þeirra er við sáum
kvöldið áður út og fram af Bol-
uiigarvík, eins og áður er getið.
Hitt skipið frá Hnífsdal, sem vant
var kvöldið áður, hafði komizt í
Ósvör (vör ofan frá Ósi í Bolung-
arvik). Á því skipi var formaður
Magnús Arnórsson, fyrrum prests
í Vatnsfirði. Hann var þá gamall
maður, kominn yfir sjötugt. Skip
það sem hann var á, var tvímæla-
laust stærst þeirra skipa er þá
gengu frá Hnífsdal. Það var þá
eign Karls Olgeirssonar kaup-
manns á Isafirði. Magnús var orð-
lagður sjómaður, og þökkuðu
menn hans snarræði hans og sjó-
mennsku, að þeir koníust heilu og
höldnu til lands. Voru þó síðustu
forvöð hjá honum að lenda áður
en ófært yrði vegna brims, og
brotnaði gat á skipið í lendingunni
og tapaðist nokkuð af fiskinum.
Hafði Magnús einnig afhausað
og slægt megnið af afla sínum.
Hafði hann verið hið annað skip,
sem við sáum á eftir okkur kvöld-
ið fyrir.
Eins skips var vant frá Bolung-
arvík. Var það með stærstu sex-
rónum skipum þar á þeim tímum.
Skip þetta var eign Eðvarðs kaup-
manns Ásmundssonar á ísafirði, en
gekk frá Bolungarvík.
Formaður á því skipi var Magn-
ús nokkur Einarsson, heimaver-
andi á ísafirði. Það skip hafði far-
izt með allri áhöfn. Fannst skip
þetta nokkru síðar marandi í kaf-
inu út af svonefndum Öskubak
(en það er fjall milli Skálavíkur
ytri og Keflavíkur). Það voru
menn á bátum frá Súgandafirði
sem fundu það. Hafði það þá ver-
ið með seilar af fiski allt í kringum
sig, en var sjálft á hvolfi. Það var
Á Stórstúkuþinginu sem hald
ið var á Akureyri þann 26.—30.
júní s. 1. voru m. a. gerðar eftir-
farandi samþykktir:
1. Þar sem séð er og sannan-
legt að áfengisneyzla og áfeng-
iskaup landsmanna fer stöðugt
vaxandi, þrátt fyrir alla bind-
indisstarfsemi margra góðra
krafta í landinu, á meðan sala
og afgreiðsla á áfengi er eins og
nú á sér stað, þá felur Stór-
stúkuþingið framkvæmdanefnd.
sinni að vinna kappsamlega að
því sem allra fyrst, að bæjar-
stjómir landsins fari að dæmi
bæjarstjórna Reykjavíkur og
ísafjarðar og samþykki áskoran
ir til ríkisstjórnar og Alþingis
um algera lokun áfengisútsal-
anna.
2. Stórstúkuþingið felur fram
i kvæmdanefnd sinni að halda
áfram samstarfi við ríkistjórn-
ina um það, að lögin um hér-
aðabönn komi til framkvæmda
sem allra fyrst. Ennfremur sjái
framkvæmdanöfndin um, að á
öllum stjórnmálafundum, þar
sem tillögur eru samþykktar til
Alþingis, verði borin fram til-
laga um að skora á rikisstjórn-
ina að láta lögin um héraða-
bönn koma þegar til fram-
kvæmda.
3. Þar sem það er á allra vitorði,
að allmikil brögð séu að leynisölu
áfengis og löggæzlan hvergi
nærri nægilega vel framkvæmd, þá J
felur Stórstúkuþingið framkv. '
nefnd sinni að vinna að því, að
hert verði sem allra mest á lög-
risjuveður í þetta sinn og þótti
ekki fært að eiga neitt við að
bjarga því. Það var einnig næstu
daga, sem fréttir bárust frá Súg-
andafirði, Jiess efnis, að þaðan
hefði farizt sexróið far með allri
áhöfn. Var skip þetta úr Staðar-
dalnum í Súgandafirði, skipað
fimm bændum úr dalnum, sínum
af hverjum bæ, en auk þess einum
manni ógiftum, sem var vinnumað-
ur á Stað. Skip þetta var eign
Sturlu Jónssonar, Ólafssonar, sem
þá var bóndi á Stað, og var hann
sjálfur formaður á því. IJásetar
voru Marías Þórðarson giftur og
átti 2 börn í ómegð. Marías var
bóndi í Vatnsdal ytri. Annar há-
seti var Guðni Egilsson, bóndi í
Bæ, giftur og átti fimm börn, öll
í ómegð. Þriðji háseti var Jón Guð-
mundsson bóndi í Bæ, giftur og
átti tvö börn í ómegð. Fjórði há-
setinn var Magnús Jónsson, einn-
ig bóndi í Bæ, giftur og átti eitt
barn í ómegð og tvö uppkomin.
Fimmti hásetinn var Guðmundur
Jónsson vinnumaður á Stað, sem
fyrr er getið.
Nokkru seinna var hafin leit um
fjörurnar undir Öskubaknum,
af nokkrum Skálvíkingum. Fund-
ust þá tvö lík rekin upp á fjörurn-
ar vestan til við svokallaða Skála-
víkurófæru. Voru það lík þeii-ra
Jóns Guðmundssonar og Sturlu
Jónssonar. Eitt lík fundu Skálvík-
ingar einnig norðantil við sömu
ófæru. Var það lík eins af háset-
um Magnúsar Einarssonar frá
Bolungarvík, sem áður er getið.
gæzlunni, svo að tekið verði fyrir
þetta vandræða ástand.
4. Stórstúkuþingið felur fram-
kvæmdancfnd sinni, að vinna að
því, að hert verði sem mest á þeirri
kröfu bindindismanna í landinu,
að stjórnarvöld þjóðarinnar sjái til
þess, að embættismenn hennar og
aðrir menn í ábyrgðarmiklum stöð
um, svo sem: skipstjórar, stýri-
menn, loftskeytameni] og vélstjór-
ar séu bindindismenn.
5. Stórstúkuþingið beinir þeim
tilmælum tii áfengismálaráðunauts
ríkisins, að hann hvetji alla for-
stöðumenn skóla í landinu, til að
láta bindindisfræðslu fram fara í
skólum sínum, svo sem lög standa
til, og sjái jafnframt um, að allir
kennarar fái í hendur handbók um
bindindisfræðslu, þeir sem ekki
hafa þegar fengið hana.
6. Þótt telja verði að viðeigandi
sé að templarar mæti samkvæmis-
klæddir við hátíðleg tækifæri inn-
an Reglunnar, ályktar Stófstúku-
þingið að óréttmætt sé og ekki í
samræmi við jafnréttis- og bræðra
lagshugsjón Reglunnar að sérstak-
ur klæðnaður sé fyrirskipaður eða
gerður að skilyrði fyrir þátttöku i
samkvæmum, sem Reglan eða
stúkur hennar halda, og beinir til
reglufélaga að hafa þetta jafnan í
huga.
Samþykkt í einu liljóði.
Kosin voru í framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar fyrir næsta kjör-
tímabil:
Stórtemplar: Kristinn Stefáns-
son, cand. theol.
Stór-kanslari: Árni Óla, blaða-
maður. Framh. á 5. síðu.
Var það jarðsungið í Bolungarvík.
Lík hinna tveggja Súgfirðinga sem
Skálvíkingar fundu, voru grafin
til bráðabirgða í snjó, og svo gerð
boð til Súgandafjarðar um fund-
inn. Brugðu Súgfirðingar þá við,
þegar færi gafst, og mönnuðu skip
til að sækja líkin. En í þeirri ferð
fundu þeir lík þriðja Súgfirðings-
ins, Sigurðar Sigurðssonar. Var
liann annar maðurinn sem fannst
af skipshöfn Magnúsar Einarsson-
ar, var kvæntur og átti tvö börn,
bæði í ómegð. Hann var þá búandi
á Gilsbrekku hér í sveit.
Nú er saga mín á enda. Hún er
ekki listræns eðlis, fremur en höf-
undurinn sjálfur. Eg hef hinsvegar
gert mér far um, að þræða hið
sannsögulega sem gerðist þennan
dag. Mér er enn þessi dagur einn
af minnissstæðustu dögum lífs
míns, enda var hann einn hinn
fyrsti þeirra, sem vakti umhugsun
mína um raunveruleika og alvöru
sjómannalífsins. Það var einkan-
lega« þetta, hvað litlu munaði að
við liefðum sætt sömu örlögum og
hinir, sem í sjóinn fóru þennan dag.
Og ekki er ég enn, eftir 46 ára
umhugsun um þennan dag, í nein-
um vafa um það, að hefðum við
haldið á að róa fyrir seilinni, hefði
áhlaupsveðrið náð okkur á miðri
leið, og þá hefði þessi saga aldrei
verið skráð. En að slíkt varð ekki,
má fyrst og fremst þakka upp-
; reisnarmanninum, sem neitaði að
róa á ár sína lengur, nema hætt
væri að hafa seilina í eftirdragi.
i Halldór Guðmundsson