Þjóðviljinn - 02.08.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.08.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. ágúst 1944. ÞJÓÐVIL JINN 3 'JACK LONDON: Skipsdrengurinit á Blossa Þarna kom það. Eintómar ofanígjafir, öskraði hann og kippti hranalega að sér hendinni — og þú ætlar að fara að skamma mig líka, næst verður það líklega elda- buskan eða hestastrákurinn. Hann rak hendurnar ofan í vasana og horfði inn í dimma og eyðilega framtíð, fulla af endalausum ávít- unarræðum. Það var þetta, sem þú vildir mér? Hann bjó sig til að fara. Hún greip aftur hönd hans. Nei, það var ekki það, en það lá svo illa á þér, að ég hélt. Hún stamaði og byrjaði á öðru. Eg ætlaði að segja þér, að við höfum ráðgert að fara næsta laugardag yfir víkina til Oak- land, og ganga þaðan upp á milli klettanna. Hverjir verða 1 förinni? Myrtle Hayes — Hvað? Veimiltítan sú? greip hann fram í. Hún er engin veimiltíta, sagði Bessí með ákefð. Hún ér bezta stúlkan sem ég þekki. Það er nú ekki svo mikils virði, þegar litið er á, hvaða stúlkur þú þekkir. En áfram, hverjir fleiri? Pearl Sayther og Alísa systir hennar og Jessí Hil- born og svo verða Saddí Frens og Edna Brothers. Fleiri stúlkur verða ekki. Jói skríkti fyrirlitlega. Hvaða strákar? Maurís og Felix Clement, Dick Shofíld, Burti Layton og — Eintómir brjóstmylkingar! Eg ætlaði að spyrja, hvort þú og Frissi og Kalli vilduð ekki koma líka, sagði hún skjálfrödduð. Þess vegna kall- aði ég á þig. Og hvað ætlið þið að gera? Ganga okkur til skemm'tunar, tína blóm, valmúinn er nýútsprunginn — borða á einhverjum fallegum stað og — Koma heim aftur, sagði hann. Bessí kinkaði kolli. Jói stakk höndunum aftur í vasana og gekk um gólf: Þetta er lélegt föruneyti og léleg skemmtun. Það á ekki við mig. Það þætti ekki fljót flugfcrð »úna, sem Daily Mail hét háum ▼erðlaunum fyrir árið 1910. Var það leiðin frá París til London. Spánverji að nafni Moisant hcppn- aðist loks að komast þessa vega- lengd. Hann flaug af stað frá flug- vellinum í París 17. ágúst, kom ▼ið í Amiens, síðan í Calais, þá flaug hann yfir Ermarsund og bjóst við að geta farið það sem eftir var í einurn áfanga, en vélin bilaði hjá Tilmanstone á Englandi, þar var liann í nokkra daga og fékk gert við skemmdirnar, en komst eftir það til London 6. sept. Og fékk verðlaunin fyrir fljótasta flugferð. o Maður kemur inn á skrifstofu blaðs eins og spvr ritstjórann af ÞETIA I miklum þjósti: Ilvernig stendur á því, að þér birtið látið mitt í blað- inu í gær? Ritstjórinn: Fyrirgefið þér, en þér sögðuð sjálfur fyrir rúmum rnánuði, að þér skylduð borga skuld yðar við blaðið um síðustu mánaðamót, ef guð lofaði yður að lifa. Ilvers vegna ert þú svona lítill, drengur minn? Líklega af því, að ég er bara hálfbróðir. • A tjarnarbakkanum sat ung og falleg stúlka og var að mjólka kú. í vatnsfletinum speglaðist hið gagn stæða. PHYLLIS BENTLEY: A R Hatur Charleys á verksmiðju- eigendunum og hinum ríku var of rótgróið til þess að það yrði upp- rætt, en undir forustu Jonathans var því beint inn á nýjar leiðir, og Charley varð brátt einhver öt- ulasti talsmaður félaga sinna. Hann var alveg viss um, hvað það var, sem hann ætlaðist til, að hin- ir vinnandi verkamenn næðu með samtökum sínum. Þeir áttu allir sem einn að eignast heimili, sem líktist Bamforths-fjölskyldunni, heimilisfeðúrnir áttu að vera göf- ugir og stórhuga, eins og Jonathan, mæðurnar fínar og góðar eins og Helena, synirnir, hyggnir og frjáls- ir, eins og synir Jonathans, og dæt- urnar yndislegar eins og sólskin og blóm, líkt og Jane. Oft, þegar hann hugsaði um mismuninn á hinni yndislegu Jane og sínum eig- in systrum, sem höfðu orðið eftir í Bradford, þá gat hann ekki stillt sig um að fara að gráta. Hann bar vonlausa ást og til- beiðslu í brjósti til Jane, hann vissi að það var vonlaus ást, en samt hafði hún aftrað því, að hann kvæntist öll þessi ár. Væri það eitthvað, sem Jane óskaði að gert yrði, hvort sem það nú var að skrýða kirkjubazarinn eða gera við nokkra stóla, þá var Charley alltaf reiðubúinn. -,,Eg skal gera allt fyrir yður, ungfrú Jane“, taut- aði hann einu sinni og þorði ekki að líta upp. Hann ætlaðist ekki til, að hún heyrði þessi orð, en hún hafði heyrt þau og skilið, að Char- Jey elskaði hana, þótt hann væri miklu eldri og ekki sá maður, sem hún gat hugsað sér að giftast. Bámforth-fjölskyldan var fyrir- mynd Charleys, og það var ekki til sú vinna, sú fórn, sem hann vildi ekki leysa áf hendi til þess að önnur heimili gætu orðið heim- ili hennar sem líkust. Betra heim- ili, betra viðurværi, betra kaup og betri menntun, fyrir því ætlaði hann að berjast með hverjum þeim vopnum, sem hann fékk beitt Hann áleit hinn nýja kauptaxta verksmiðjueigendanna tilraun til þess að J>rýsta niður kaupinu og arðræna verkamenniua. Þessvegna barðist hann ötullega fyrir Jíví að gert yrði verkfall. Og þegar hann var kjörinn inn í stjórnina og gerður 'að gjaldkera, gat hann varla talað fyrir geðshræringu, hann ætlaði að lielga þessu starfi alla krafta sína. Og í raun og veru hafði hann aldrei verið eins hamingjusamur á ævi sinni eins og nú, þegar hann sat allan daginn í litlu bakherbergi á gistihúsinu „Aburðarklárinn" og þrælaði fyrir verkamannafélagið. Hann skrifaði beiðnir um fjárstyrk frá öðruni félögum, og hann skipti því, sem þannig kom inn, á milli þeirra fjölskyldna, sem yerst voru staddar. Þess á milli hélt hann ræður hingað og þangað á götunum í Annotsfield yfir smáhópum af verkfallsmönnum. Og Jrað var un- aðslegur dagur í vitund hans, Jreg- > ar hann talaði á miklum útifundi, , sem haldinn var á torginu i Ems- ley Brow. Hann var ekki sérstak- lega raddsterkur, en hann hrópaði eins og hann framast gat og talaði af svo miklum sannfæringarkrafti, að fólk hreifst með honum. Og þeg- ar ræðunni var lokið og hann skalf af geðshræringu og var rennsveitt- ur, Jrá þakkaði hann guði fyrir, að honum skyldi vera léð það lán að mega gera eitthvað fyrir hið mikla málefni. Þegar útifundinum var lokið og Charley var enn í undarlegu og hátíðlegu skapi, heyrði hann allt í einu rödd Henry Bamforths fyr- ir aftan sig. „Voruð þér á fundinum?“ spurði hann ákafur. „Já, ætli þér hafið ekki verið ofurlítið of ákafur, Charley?“ sagði Henx-y vingjarnlega. „Hvert orð, sem ég sagði, var sannleikur“, svaraði Charley. „Eins og ég var búinn að segja Jane — þýðir Jxessi kauptaxti Jxriggja shillinga tap á viku fvrir okkur“. „Það er nú ekki alveg sarna sem sannað, Jxótt þér hafið sagt Jane það“, mælti Henry brosandi. „Eg skal sýna yðnr útreikning- ana, þá getið Jxér sjálfur dæmt“, anzaði Charley. „Mér þætti vænt unx ]xað“, sagði Ilenry hugsandi. Þeir urðu samferða gegnum bæ- inn. „Glevmið ekki útreikningun- um“, sagði llenry, Jxegar þeir skildu. „Nei, reiðið yður á ]xað“, sagði Charley. Nokkrum dögum seinna kom hann með þá, og Henry lét prenta þá við hliðina á upplýsingum og útreikningum verksmiðjueigend- anna. Þeir móðguðust af því til- txeki, og rnikil óró ríkti í bænum. Nokkrir kaupendur sögðu blaðinu upp. Henry glotti fyrirlitlega og birti enn einu sinni báða útreikn- ingana. ó t Verkfallið hafði nú staðið yfir í nokkrar vikur, meir en tvö þús- und vefarar tóku þátt í því, og í hverri einustu verksmiðju í Ann- otsfield stóðu vélarnar kyrrar. Verksmiðjueigendurnir gátu ekki afgreitt pantanir, þeir fóru að verða órólegir og litu öfundaraug- um aðrar verksmiðjur í West Rid- ing-héraðinu, þar sem engin verk- föll voru. Það lá við borð, að vefnaðarvöruverzlunin flýttist frá Annotáfield, en það mundi þýða hrun fyrir bæinn. Borgai-stjórinn, senx hét Butterworth, hafði reynt að bera sáttarorð milli verkfalls- manna og verksmiðjueigenda, og hann ítrekaði nú tilraunir sínar — cn þær lxáru engan annan árangur, en að mótsetningarnar jukust milli andstæðingamra. Alls konar sögur voru á sveimi úr báðurn herbúð- urn og stjórnir beggja héldu marga FUR fundi. Það voru opinberar ráð- stefnur haldnar í ráðhúsinu og leynilegar ráðstefnur í skrifstofum vei-ksmiðjueigenda. En þær end- uðu allar með aukinni gremju og hatri á andstæðingunum. Gamli Brigg var í svo vondu skapi, að kona hans þorði naum- ast að yrða á hann, og sonur hans kveið alltaf fyrir bréfurn morgun- dagsins, sem fluttu vei-ksmiðjunni pantánir, sem ekki var hægt að af- greiða. Þegar málið var koniið á þetta stig, birtist dág nokkurn opið bréf. frá Jonathan, þar sem hann bauðst til að vei'ða sáttasemjari. Hann hét því að vinna dag og nótt og hætta ekki fyrr en málið væri leyst á viðunandi hátt. „Bhitt áfram hlægilegt“, sagði Brigg, þegar hann hafði lesið blað- ið. „Hvaða vit hefur Jonáthan eig- inlega á vefnaðarvöruframleiðslu, mér er spurn?" „Vei'tu nú ekki að gera þig merki legan". sagði faðir hans óþolinmóð- ur. „Þú veizt vel, að Jonathan frændir þinn hefur unnið í verk- vsmiðju um tíu ára skeið“, „Hann hlýtur þá að hafa byrjað ungur“, anzaði Brigg í ósvífnum í'ómi. „Það gerði hann. í þá daga þóttust börn ekki of góð til að vinna fyrir bi-auði sínu á heið- arlegan hátt, í stað þess að láta troða í sig þessum herdómi í skól- unum. Og þau eru ekki hótinu hamingjusamari fyrir það“. Brigg leit undan til að fela bros sitt, þegar honunx datt í hug hversu gamaldags skoðanir faðir hans hafði. „Langar þig til að fá Jonathan frænda fyrir sáttasemj- ara?" spurði hann. „Það er ekki sennilegt, að verk- smiðjueigendurnir vilji leggja á- kvörðunarréttinn í hendur Joths", svaraði faðir hans. „Og ef við för- um að semja, hvar lendir þetta ]xá? Það líður ekki á löngu, þang- að til við ráðum ekki lengur yfir verksmiðjum okkar". Þetta var líka skoðun flestra í stjórn íitvinnurekendafélagsins. Borgárstjórinn reyndi að fá þá til að taka tillxoði Jonathans, því að verkfallsmenn höfðu þegar gengið að því. Og formaður félagsins, Armitage, var ekki frá því, að reyna að fara þessa leið, þar eð hann þekkti Jonathan sem var stjórnaxlneðlimur Nýja iðnskólans, en hinir verksmiðjueigendurnir vildu ekki lieyra slíkt nefnt. Þetta gerði vérkamönnunum granxt í geði, þeir héldu, að verksmiðjueig- endurnir ætluðu að nota sér af því, að neyðin færi að sverfa að verk- fallsmönnum. Og ástandið hjá þeinx var allt annað en gott, það var fokið í flest skjól fyrir þeim, þeir voru farnir að svelta. Það Var farið að ræða um nýjan kauptaxta, sem væri mitt á milli hins gamla og hins nýja, og verkamenn voru viljugir að ganga að honurn, cn verksmiðjueigendur neituðu, því

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.