Þjóðviljinn - 02.08.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1944, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 2. ágúst 1944. þlÓÐVIU Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajloklcurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjcrar: Einar Olgeirsson, Sigjiís Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólav'órðustíg 19, sími 218i. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Ivr. G.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Vílcingsprent h.j, Garðastrœti 17. Reyndu ekki „að þvo hendur” þínar „Pílatus þvoði hendur sínar og heimurinn hefur aldrei fyrirgefið honum“. Þannig farast William Bullit orð er hann hefur rætt um „harm- leikinn“ í Versölum sem hann kallar svo og komizt að þeirri niður- stöðu að Ameríka hafi glatað tækifærinu til að hafa áhrif á friðinn 1919 af því íorseti Bandaríkjanna beitti ekki valdi sínu í tæka tíð. Síðan varaf hann við þeirri hættu sem í því felist að reyna að kom- ast hjá að horfast í augu við vandamálin. Handaþvott Pílatusar telur hann hið sígilda dæmi þess að enginn geti bjargað sér með því að neita að taka afstöðu til vandamálanna. Vissulega á þessi bending erindi til alls almennings. Vissulega eru það ekki stórþjóðirnar einar sem ráða rás heimsviðburðanna og ekki eru það heldur ríkisstjórnir og stjórnmálamenn einir saman, sem ráða rás viðburðanna hið innra hjá hverri þjóð. Nei, síður en svo. Smá- þjóðir hafa oft haft, og geta haft þýðingarmikil áhrif á rás heimsvið- burða og sérhver óbreyttur borgari getur ráðið nokkru um hvaða stefnu þjóð lrans tekur í hverju því máli er h'ana varðar sem heild. Skipulag lýðræðisins byggist á þeirri lífsskoðun að samstarf margra leiði að jafnaði til farsælli lausnar vandamála, en starf eins eða fárra. Stefna hverrar þjóðar á samkvæmt því að vera ákveðjn eftir að öllum almenningi hefur gefizt kostur á að hlýða á rökræður um málin, að taka þátt í rökræðum um þau og loks, að kveða upp dóm með því að velja fulltrúa, eftir þVí hvaða skoðanir þeir aðhyllast. Á sama hátt or ætl- azt til að ákvarðanir um heimsviðburði séu teknar eftir að þjóðirnar eða fulltrúar þeirra hafa haft tækifæri til að rökræða málin og greiða um þau atkvæði. Ef æskilegur árangur á að fást af skipulagi lýðræðisins skiptir meg- inmáli að enginn leitist við að „þvo hendur sínar“ af ábyrgð, að enginn sitji hjá heldur myndi sér skoðanir og haldi þeim fram eftir því sem við verður komið. Þessi bending á sérstakt erindi til allra hugsandi manna á líðandi stundu og þeim tímum sem nú fara í hönd. Þjóðirnar, einnig vér ís- lendingar, verða að endur’skoða fjármál sín og framleiðsluhætti, hag- kerfi sín og stjórnmálastefnur. Ef til vill finnst mörgum hægast að draga sig í hlé, láta sem honum sé óviðkomandi sú þróun sem er að gerast. En slík aðstaða er svik við hugsjónir lýðræðisins. Líkurnar fyrir æskilegum árangri af þeirri endurskoðun, sem framkvæmd verður á sviði atvinnumála og stjórnmála ,eru að því skapi mciri, sem fjöld- inn — þjóðin sjálf — er virkari þátttakandi. Hverjum eipasta íslend- ing sem kominn er til vits og ára, ber að gera sér grein fyrir hvernig hann kýs, að þjóðin komi málum sínum fyrir í nánustu framtíð. Píla- tusarþvottur gagnar engum, þessi kynslóð verður lengi hötuð, ef hún lætur það tækifæri, sem hún hefur til að skapa þjóðfélag réttlætis og hagsælda, ganga sér úr greipum. í þessu sambandi má ekki gleyma því, að ísland á nú brýnni vanda- mál að leysa, á sviði utanríkismálanna, en nokkru sinni fyrr. Þessi mál eru svo mikilvæg að kalla verður á alla krafta stjórnmálamanna til að leysa þau vel. Hér þarf því að komá til sameiginlegt átak forustuliðs allra stjórnmálaflokkra en því verður naumast við komið nema þingið myndi stjórn með venjulegum hætti, og allir floklcar standi að henni að nokktum hætti, að minnsta kosti hvað utanríkismál snertir. Ætla mætti einnig að slik samvinna flokkanna gæti greitt fyrir því, að stjórnmálamenn og allur almenningur gerðu sér grein fyrir nauðsyn gerbreytinga á sviði fjármála og atvinnumála og leiddi til þess að far- sæl niðurstaða fengist af hinni óhjákvæmilegu endurskoðun. Tækiíæri ísíands á vettvangi utanríkismálanna, mega ekki glat- ast, enginn má „þvo hendur“ sínar af ábyrgðinni, allir verða að leggjast á eitt með að nota þau á farsælan hátt. Skarnhernaðnr á ítalin Fyrir tveimur árum síöan var tilkynnt, að ítölsku skœru- liðarnir á Norður-Ítalíu berðust undir beinni stjórn Harolds Alexanders yfirhershöfðingja við Miðjarðarhaf. Á hverjum degi eru gefnar út tilkynningar í Algier um hernað skæruliða. í september í fyrra tóku ítölsku og júgóslavnesku skæru- liðarnir sig einu sinni saman um að hernema Istriuskagann ; þorp okkar og drápu konurnar /> rí 7 /f ivi/í'»-i 04/1 /,/vi/vi/j i f>+/vv«ri/,íi,/v/,i/vi/ii/vn TA'/i/int/, /, /-m 77/i /i i /m /i __ M 1Ti1 — K L/o/, og loka nazista inni í stórborgunum Trieste og Fiume. Um allan heim furðuðu menn sig á þessu afreki, en mjög lítið var kunnugt um það. En fyrir skömmu síðan kom ítalskt skip til New York, og einn af hásetunum sagði frá baráttu skœruliðanna á Norður-Ítalíu. Við gættum vega okkar með vélbyssunum þangað til skotfær- in þraut. — Við hörfuðum hægt og létum Þjóðverja gjalda hvert skref dýru verði. — Ég tel mig sjálfan hafa drepið um. 100 naz- ista. í sókn sinni brenndu þeir Ég gekk í lið með skærulið- unum eftir vopnahléið í sept- ember 1943. — Ég var ítalskur hermaður, og margar þúsundir okkar voru á heimleið, — ég til Trieste. Ég var heppinn, því að ég komst í gegn. — Nazistar tóku marga kunningja mína úr járn- brautalestunum á heimleiðinni. Ég heyrði seinna, að þeim hefði verið smalað saman í fangabúð- ir, þeir fengu hvorki mat né vatn, og margir dóu, áður en Alþjóða rauði krossinn skarst í leikinn. Jæja, eins og ég sagði, komst ég heim. — Um alla borgina voru festar upp auglýsingar um, að Þjóðverjar skipuðu öll- um hermönnum að gefa sig fram við yfirherstjórn nazista innan 24 klukkustunda. Okkur var sagt, að við yrð- um að berjast fyrir Hitler eða fara í varðhald í Þýzkalandi. Ef við neituðum að gefa okkur fram, sagði tilkynningin, að við yrðum skotnir. Það var ekki vandi að velja. Margar þúsundir okkar komu saman í hópum og fóru af stað til að ganga í lið með skæru- liðunum. svo fékk maður e. t. v. ekkert í 3 daga. Bændurnir og allt fólkið í þessum landshluta hjálpuðu okkur, gáfu okkur mat, leyndu um okkur. Flestir okkar, e. t. v. 80%, höfðu verið í her Mússolínis. Við vorum í einkennisbúning- unum, en við rifum fasistamerk- in af. Hinir voru 15 til 16 ára dreng- ir eða gamlir menn. — Einnig voru með okkur stúlkur, sem hjálpuðu okkur og matreiddu og saumuðu fyrir okkur. Og sums og börnin. — Ég veit það, því að ég sá logana og hin hörmu- lega leiknu lík hinna dánu. Þeir voru miskunnarlausir, því að þeir vissu, að hvert þorp í Istríu hafði verið hæli skæru- liðanna. Þegar þeir náðu í okkar menn, drápu þeir þá á staðnum. — Ég hef sjálfur tekið þátt í að grafa 60 myrta menn. Við leituðum hælis í skógun- og konur og börn, sem flúðu brennandi þorpin, fóru með okkur. Nazistarnir settu vélbyssur sínar niður í skógarjaðrinum og skutu inn í þá. Á nóttunni gátu þeir heyrt smábörnin gráta af skelfingu, og þá vissu þeir, hvert þeir áttu að miða. Þessi ójafni bardagi stóð í þrjá daga, og þá varð okkur Sovétlýðveldið Hvítarússland laust undan ápján fasismans EFTIR Maxíne Leví samkvæmt frásögn ítalsks skæruliða. HJÁLP FRÁ JÚGÓSLÖVUM Já, skæruliðarnir voru byrj- aðir í þorpum og fjöllum Istríu. Nazistarnir voru í Tríesté og í Pola, nálægt landamærum Júgóslavíu, en alls staðar þar á milli höfðu skæruliðarnir und- irtökin. — Þeir 'höfðu verið skipulagðir fyrir vopnahléið af hermönnum, sem höfðu strok- ið úr her Mússolínis. Við börðumst í smáhópum, og við fengum hjálp frá Júgóslav- íu. — Títo marskálkur kenndi okkur að berjast. Hann sendi suma af brezku foringjunum sínum til að starfa með okkur, og við vorum allir mjög stoltir af að bera rauðu stjörnuna, ein- kenni hers hans. Hann sendi okkur líka vopn og útbúnað. — Við höfðum meir að segja símasamband á milli flokkanna. — En vopn okkar voru fábrotin, — rifflar og að- eins 16 vélbyssur fyrir sjö til átta hundruð manna. Ég var með skæruliðunum í 25 daga, og er mér hver ein- asti þeirra minnisstæður. Hvernig sem veður var, sváf- um við í skóginum eða í gölt- urn bændanna. Éinn Jag fékk maður að borða, venjulega eingöngu ávexti^ og staðar börðust stúlkurnar líka. ljóst, að við höfðum verið sigr- — Við vorum öll eins og bræð- ur og systur, sannir félagar. Úr skógunum og þorpunum gerðum við áhlaup á hersveitir Þjóðverja. — Við eyðilögðum þjóðvegi, sprengdum upp brýr, kollsteyptum bílhlössum af naz- istahermönnum, handtókum all marga þeirra, herforingja líka. í byrjun vorum við góðir við þessa fanga, hirtum sár þeirra og töluðum við þá. — En við lærð- um að vera harðir og miskunn- arlausir. Það var hræðilegt at- vik, sem kenndi okkur þessa lexíu. Dag nokkurn, er ég lá fal- inn í háu grasi, sá ég fimm fé- laga mína vera tekna höndum. Nazistarnir hlógu og skemmtu sér, létust vera á skotæfingu eða í markaðstjaldi. Þeir skutu þessa fimm félaga mína, miðuðu aftur og aftur til að reyna að hitta blettinn á milli augnabrúnanna. Hundruð félaga okkar voru drepnir svona, — myrtir eftir að hafa verið herteknir í bar- daga. Annan október 1943 hófu naz- istarnir feikilega árás. Þeir streymdu út úr Trieste á mörgum vegum með um 400 skriðdreka og brynvarða bíla. — Þeir voru 15000. Nokkrir ítalskir fasistar voru með þeim. OFURLIÐI BORNIR, EN BERJAST ÞÓ Við vissum, að við vorum færri. Við vissum, að hin fá- tæklegú vopn okkar máttu sín lítils gagnvart hinum þungu hergögnum óvinanna. En við tókum á móti. aðir um stundar sakir. — Við vissum líka, að við þurftum ekki að vonast eftir griðum, og földum okkur því eins og við bezt gátum. ÞORPSBÚAR HJÁLPA Ég dvaldist með nokkrum fé- lögum mínum í helli í skógi, skammt frá læk. — Stundum földum við okkur með því að kafa í ískalt vatnið. Nokkrar konur komu frá þorpi í nágrenninu og lijálpuðu okkur til að flýja. — Við gát- um varla gengið, svo máttvana vorum við orðnir af hungri og kulda. Við fórum gegnum skóginn, og á leiðinni sáum við hundruð líka kvenna og barna. Þau höfðu verið drepin nótt- ina áðúr, á meðan við hlustuð- um í máttvana skelfingu á neyð aróp þeirra. Konurnar fóru með okkur í þorp sitt og hjúkruðu okkur í einu af hinum fáu húsum, sem eftir voru þar. Þegar ég var orðinn gangfær, fór ég heim. Þar sá ég eitt af dagblöðum nazista. í því stóð stórum stöfum: „Hersveitir Rommels héldu inn í Istríu, drápu 3700 kommúnistabófa og hernámu alla Istríu“. Já, 3700 vina minna dóu fyrir réttlátan málstað, en þeir dóu ekki til einskis. — Þeir munu lifa eilíflega í hjörtum okkar, og þeirra skal verða hefnt. Það er verið að hefna þeirra á hverjum degi núna á Norður- Ítalíu. — Þeir, sem af komust, halda áfram að berjast. Þessar blóðsúthellingar gátu' Sovétlýðveldið Hvíta-Rúss- land er álíka stórt og Stóra-Bret- land, og er vestasti hluti Sovét- ríkjanna, takmarkast af ánum Dnépr, Búg og Vestur-Dvínu. íbúarnir voru 10.4 milljónir fyr- ir stríð. Minsk, höfuðborgin hafði 239 þúsund íbúa. Hvítrússar eiga sér forna sögu. Um eitt skeið áttu Rússar og Úkraínar sömu lönd, töluðu sömu fornrússnesku tunguna og áttu alla menningu sameigin- lega. Það var á tímum Kíeff- Rússlands. Hvítrússneska þjóð- in hafði þróazt upp í sjálfstæða þjóð eftir landaskiptingu léns- furstanna á 14. öld. Öflugir óvinir reyndu hvað eftir annað að brjóta Hvítrússa undir sig. En höfðingjarnir frá Minsk og Poletsk, í bandalagi við rússneska heri, unnu hvern sigurinn eftir annan yfir hin- um tevtónsku (þýzku) og lív- onsku riddurum. — Hvítrússar hafa átt mikinn þátt í að stöðva „austurþrá“ Þjóðverja. Á 15. öld, á orustuvöllum Grune- walds, sigruðu Rússar, Hvítrúss- ar, Pólverjar og Litúvar sam- eiginlega þýzku herina. ★ En oft reyndu aðalsmenn Póllands að leggja undir sig lönd Hvítrússa, og ef það tókst, reistu þeir þar skrautlegar hall- ir. Hvað eftir annað gerðu Hvít- rússar uppreisn gegn þeim. Undir sovétstjórn hafa Hvít- rússar losað sig undan oki fá- tæktar og menningarlegrar stöðvunar. Hvítarússland var gert að sósíalistisku sovétlýð- veldi árið 1919. En þá náði. það aðeins yfir nokkurn hluta þess lands, sem Hvítrússar byggja. Vesturhluti landsins, milli Búg- fljótsins og Dnéprdalsins, var á valdi Pólverja. Á þessu svæði var hvítrússnesk tunga bönnuð, eins og í rússneska keisaradæm- inu. Engir skólar voru starfræktir í vesturhluta Hvítarússlands. — Iðnaðinum hrakaði. Árið 1936 vann í vefnaðariðnaðinum að- eins þriðjungur af þeim fjölda verkamanna, sem vann í hon- um 1913. Bezta landið var í eigu pólskra landherra, sem kröfð- ust hárrar leigu frá hinum hvít- rússnesku leiguliðum. ★ Bændurnir á vesturhluta Hvítarússlands yrktu jörðina með tréplóg og reku, og tókst að vonum ekki að fá mikið í aðra hönd með svo gamaldags verkfærum. Hungur og fátækt ríkti í þorpum þessum, er pólsk- ir aðalsmenn og landeigendur arðrændu að vild. Samkvæmt opinberum pólsk- um skýrslum, var jörðinni í vesturhluta Hvítarússlands ekki bundið enda á skæruliða- hreyfinguna, því að ítalir eru skapfestumenn og ákveðnir. Við viljum heldur deyja en gefast upp, og við skulum ekki hætta að berjast fyrr en hver einasti nazisli hefur verið rek- inn frá Ítalíu. þannig skipt: Landherrarnir, sem voru 1% af íbúum sveit- anna, áttu 40.5% af landinu, auðugir bændur, 5% af ibúum sveitanna, áttu 10.3%, fátækir bændur og miðlungsbændur, 94% af íbúum sveitanna, áttu 49.1% af landinu. Pólski aðals- maðurinn átti að meðaltali 1250 ekrur lands, auðugur bóndi 70 ekrur, en fátæki bóndinn átti að meðaltali 6% ekrur. Pólsku aðalsmennirnir og „ný- byggjarnir“ hrifsuðu til sín bezta landið og hröktu hvít- rússnesku bændurna út á sand- flákana og mýrlendin. Um 94% af skógarlöndunum voru á valdi landherranna og ríkisins. Pólsku landeigendurnir litu á Hvíta- rússland einungis sem nýlendu, þar sem afla mætti hráefna og ódýrs vinnuafls. Eftir hrun pólska ríkisins 1939, létu íbúar vesturhluta Hvítarússlands einróma í ljós ósk sína um að sameinast sovét- lýðveldinu Hvítarússlandi. Þjóð- fundur Vestur-Hvítarússlands, en til hans var kosið leynileg- um kosningum, með jöfnum og alrhennum kosningarétti, sam- þykkti einróma að beiðast inn- göngu í sovétlýðveldið Hvíta- rússland. Og 2. nóvember 1939 samþykkti Æðstaráð Sovétríkj- anna þessa beiðni. íbúar vestur- hluta Hvítarússlands sameinuð- ust bræðrum sínum í eitt og ó- skipt sovétlýðveldi, Hvítarúss- land. Bændur Vestur-Hvítarúss- lands fengu yfir 1075000 ekrur lands, sem áður tilheyrðu pólska aðlinum og „nýbyggjurunum“, og einnig kvikfénað, landbún- aðarvélar og verkfæri. — Árið 1940 var úthlutað til bænda í Vestur-Hvítarússlandi um 15 þúsund hestum og 33 þúsund nautgripum. Komið var upp hundrað og einni miðstöð fyrir dráttarvélar og aðrar landbún- aðarvélar, og höfðu þær yfir að ráða 1500 dráttarvélum, 2000 flutningabílum og nokkrum þús- undum landbúnaðarvéla. ★ Iðnaðurinn tók að þróast ört. Iðnaðarframleiðslan jókst um 70%. Á mjög skömmum tíma var grafinn Dnépr-Búgskipa- skurðurinn, sem er hið mesta mannvirki. Bændur Vestur- Hvítarússlands, sem öldum sam- an höfðu ekki fengið land til að rækta, unnu nú þrekvirki í framræslu og ræktun. Atvinnu- leysinu var útrýmt. Almenn skólaskylda lögleidd. Pólski minnihlutinn í Vestur- Hvítarússlandi var að öllu leyti jafnrétthár Hvítrússum. Stofn- aðir voru 932 pólskir skólar, einnig pólsk leikhús og sam- komuhús. Stórt pólskt blað, Sztandar Wolnosci, kom út í Minsk. Barnablað var gefið út á pólsku. Á aðra milljón barna, eða ijórum sinnum fleirj en á keis- aratímunum, sótti skóla í Hvíta rússlandi'. Þar voiu 20 háskolar og æðri menntastofnanir ýe'inn fyrir byltinguna), og 30 vís- indalegar rannsóknarstofnanir, undir forustu Vísindaakademís Hvítarússlands. Undir sovét- stjórn voru tólf leikhús sett á stofn og hvítrússnesk ópera stofnuð. Auk hinna eldri hvít- rússnesku rithöfunda, svo sem Janko Kúpala og Jakup Kolas, reis upp ný kynslóð gáfaðra ungra rithöfunda, ljóðskálda, tónskálda og listamanna í öðr- um greinum. ★ Iðnaðurinn tók mjklum fram- förum. Árið 1937 var iðnaðar- framleiðslan tuttugu sinnum meiri en 1913. Trjávöruiðnaðin- um fleygði fram og var mikið framleitt af pappír, pappa, verk smiðjuframleiddum húsum, eld spýtum o. fl. skyldum iðnaðar- vörum. Bændurnir urðu velmegandi og menntaðir. Þeir stofnuðu samyrkjubú til að rækta jörð- ina sameiginlega, komu upp mjólkurbúum og margvíslegum samvinnustofnunum. Frá því að sovétstjórn tók við í Hvítarúss- landi til ársins 1937 óx 'ræktar- landið um 25%. ★ En 1941 brutust Þjóðverjar inn í landið. Alda hryllilegra grimmdarverka flæddi yfir landið. Og íbúar Hvítarússlands svöruðu með því að grípa til vopna. Á skömmum tíma reynd ust skæruliðar Hvítarússlands öflugur her. Um 180 þúsund þýzkir hermenn og embættjs- menn hafa týnt lífi í Hvítarúss- landi, von Kube, var drepinn með sprengju er skæruliði varp- aði. Nú er Hvítarússland aftur frjálst. Rauði herinn hefur rek- ið óvinina af höndum sér, og innan skamms mun Hvítarúss- land rísa á ný úr sárum sínum, og íbúarnir munu halda áfram friðar- og menningarstörfum sín um. Reykjavíkurmótið: Miðvlkudagui' 2. ágúst 1944. — ÞJÓÐVILJINN Vfkingur vann K. R. 3:01 MYNDAFRÉTTIR Samþykktir Stórstúhupingsins Framh.af 3. síðu Stór-varatemplar: Þóranna Sím- onardóttir, frú. Stór-ritari: Jóhann Ögm. Odds- son, kaupm. Stór-gjaldkeri: Jón Magnússon, yfirfiskimatsmaður. Stór-gæzlum. ungl. starfs: Ilann- es J. Magnússon, kennari. Stór-gæzlum. löggj.starfs: Pétur Sigurðsson, erindreki. Stór-fræðslustjóri: Eiríkur Sig- urðsson, kennari. Stór-kapclán: Sigfús Sigurhjart- arson, alþm. Stór-fregnritari: Gísli Sigurgeirs son, verkstjóri. Fyrrv. stórtemplar: Friðrik Á. Brekkan, rithöfundur. Umboðsm. hátemplars næsta ár, Var mælt með Jóni Árnasyni, prentara. Næsti þingstaður var ákveðinn í Rcykjavík. Þessi þriðji leikur Reykjavík- ur mótsins var nokkuð skemmti legur og brá 'oft fyrir góðum tilþrifum í honum. Sérstaklega voru þau þó hjá Víkingum. Sýndu þeir oft góðan samleik og ráða flestir yfir mikilli knatt leikni og töluvert næmum skiln ingi á staðsetningum, með öðr- um orðum hjálpa þeim sem hef ur knöttinn. Á þessu sviði standa K.R.-ingar þeim langt að baki og hefur það ef til vill gert gæfumuninn. Tilraunir til samleiks gerðu K.R.-ingar oft, en það var eins og þeir fyndu ekki hver annan, eða spörkin lentu í mótherja, sem oft staf- aði af því, sem fyrr segir, að þeir hjálpuðu ekki þeim nóg, er var með knöttinn. Yfirleitt var fyrri hálfleikurinn nokkuð jafn, en þó virtist hættan meiri við mark K. R. Getur verið að öft- ustu vörnina hafi vantað það ör yggi sem Birgir veitir liðinu, en hann var ekki með að þessu sinni, enda komu oft fyrir veil- ur í staðsetningum. Móti jafn hreyfanlegum leikmönnum sem Víkingar eru, verða staðsetning ar að vera 1 góðu lagi. Aftur á móti hefur Brandur góð tök á sín um stað og bætir upp þær veil- ur sem í leik bakvarðar hans eru. í síðari hálfleik voru þeir betri. ísebarn setur fyrsta mark Víkings eftir 5 mín og nokkru síðar setur hann annað.. K. R. ■ ingar eiga nú líka sín hættulegu augnablik við mark Víkings, má þar nefna skot Jóns í þverslá og annað frá Herði í stöng, en það var eins og Víkingum tækist alltaf að loka áður en áhlaupin fengju enda. í síðari hálfleik halda Víking ar uppi mun meiri sókn en K.R. og eftir gott áhlaup tekst Herði Ólafssyni að gera þriðja mark Víkings með mjög fallegu skoti. Síðustu mínúturnar héldu Vík- ingar uppi mikilli sókn og skall hurð oft nærri hælum, þó varð engin breyting á mörkum. K.R.- liðið var ekki nógu góð heild. Liðsmenn voru of staðir, að fá- um mönnum undanteknum, t.d. Óla B„ Jóni og Herði. Hins veg- ar er of stór hluti liðsins ungir, menn, þótt þeir að vísu séu efni legir, til þess að geta sýnt heil- steyptan og þroskaðan leik, en með þessum efnum ætti það að koma. Sigurður í markinu er góður þótt svona til tækist. í liði Víkings er Brandur sá sem ber hitann og þungan af öftustu vörninni að ógleymdum Anton sem er ágætur. Af öðr- um í liðinu vakti Gunnlaugur mikla athygli á sér fyrir góða knattmeðferð og laglegan leik. Dómari var Guðmundur Sig- urðsson. Áhorfendur voru margir. Enskur flugliðsforingi fær Lenínorðuna. Snemma í stríðinu sendu Bretar sveit brezkra orustu- flugvéla til Múrmanskvígstöðvanna, og var aðaltilgangur- inn með förinni að vera sovétflugmönnum og vélamönnum til aðstoðar meðan þeir voru að kynnast Spitfireflugvélunum. Brezku sveitirnar tóku þátt í mörgum bardögum og gátu sér góðan orðstír. — Foringi leiðangursins, Ramsbottom Isherwood var sæmdur Lenínorðunni og tveir sveitarfor- ingjar háum sovétorðum. Myndin er af Isherwood (fremst, 'með kíki fyrir augum) og rússneskum flugliðsforingjum. Frá suðurvígstöðvunum: Bandaríkjahermaður stjórnar umferð í ítölskum bæ. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Frá vesturvígstöðvunum: Bandamenn hafa hrakið Þjóðverja úr franska bænum Isigny og íbúarnir þyrpast út á göturnar. l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.