Þjóðviljinn - 18.11.1944, Page 2

Þjóðviljinn - 18.11.1944, Page 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18., nóvember 1944.. Fréííagreinar þær sem hér fara á eítir eru prent- aðar upp úr Mjölni, blaði siglfirzkra sósíalista Kaupfélag Sigifirðinga færir út kvíarnar Með aukinni síldarsöltun og annarri framleiðslu hér í bæ, þá mun fátt verða meira keppi- kefli á næstu árum en síldar- stöðvar og lóðir við sjó. Mikið af þessum stöðvum er nú í eign einstaklinga, og má oúast við, að á þeim verði stórfelld verð- hækkun. Æskilegast væri vitanlega. að bærinn ætti allt þetta land og leigði síðan út þeim, sem rekur framleiðsluna. Með því móti vær? komið í veg fyrir brask með þessar eignir, sem leitt gæti til þess, að svo og svo stór liður í framleiðslukostnaðinum væru vextir af óhæfilega háu kaupverði stöðvanna. En nú er ekki því að heilsa, að bærinn eigi stöðvarnar og hafa því margir veiið að tala um það, hvort ekki gæti verið j heppilegt, að samtök almenn- j ings, t. d. Kaupfélag Siglfirð- inga keypti stöð. Af því hefur þó ekki, ýmsra orsaka vegna. orðið fyrr en nú. Stöð þessi, sem keypt hefur verið, er með allra beztu stöðv- unum í bænum, enda hefur salt að þar einn af allra stærstu salt endunum, Ingvar heitinn Guð- jónsson. Stöðin á mikið pláss að sjó, og mun það sýna sig, að verða notadrjúgt. Ýmsir hafa verið að kasta því á milli sín, að stöðin væri keypt of dýrt Um það skal ekki rætt hér að sinni, en þó fullyrt, að þegar alls er gætt, þá mega kaupin miklu fremur teljast góð heldur en að þetta hafi verið nokkrir neyðarkostir. Ættu menn að at- huga hvert er fasteignamat stöðvarinnar, og hvað hún hef- ur verið talin mikils virði á undanfömum árum. Annars er það beinlínis hlægilegt, að vera að fjargviðrast út af tíu, fimmt- án eða tuttugu þúsundum, þegar um er að ræða hlut, sem kostar milli 300 og 400 þúsund krónur, ef menn á annað borð eru þeirr- ar skoðunar, að félagið hefði átt að kaupa síldarstöð. Allir góðir kaupfélagsmenn munu fagna því, að "félagið hef- ur keypt þessa stöð, og þar með skapað sér ofurlitla fótfestu í atvinnulífi kaupstaðarins. Um rekstrarfyrirkomulag stöðvarinnar hefur ekki ennþá verið ákveðið. Þótt nú sé úr sögunni að mestu sú áhætta, sem hér áður lyrr var samfara síldarsöltun, . virðist þó varla rétt, að kaup- félagið reki síldarsöltun á stöð- inni fyrir eigin reikning. Skell- ur af slíku, sem ekki er útilok- aður, gæti lamað félagið svo að örlagaríkt yrði fyrir það. Hins- vegar væri heldur ekki heppi- legt, að félagið leigði einhverj- um stöðina, og ætti enga hlut- deild í rekstri hennar. Hag- kvæmast virðist vera, að félag- ið ætti hlut í rekstrinum, en þó væri svo um búið, að á því gæti ekki lent neitt tilfinnan- legt tap. Yrði þessu fullnægt t. d- með því að stofnað yrði hlutafélag, sem félagið væri stór hluthafi í. En þetta eru mál, sem betur þurfa að ræðast af kaupfélags- mönnum og athugast frá öllum hliðum. Þá hefur kaupfélagið keypt tvær vefnaðarvöruverzlanir, verzlunina Önnu og Gunnu og Verzl. Geislann. Um þessi kaup þarf ekki að fara mörgum orð- um. Kaupfélagsmenn munu all- ir fagna því, að félagið dragi til sín sem mest af verzluninni í bænum.. Með þessum kaupum hefur félagið fest sér gott verzl unarhúsnæði til stækkunar á vefnaðarvörubúð sinni, þar sem félagið fær búð þá, sem Verzl. Geislinn hefur verið í. Er þar með fengin góð lausn til bráða- birgða á þessu vandamáli, sem mörgum kaupfélagsmanni hefur legið á hjarta. Um verð og gæði vörubirgðanna, sem keyptar hafa verið, skal ekki rætt hér. Verða félagsmenn að treysta þar framkvæmdastjóranum til eins og til ^nnarra vöru inn- kaupa. Þessar aðgerðir kaupfélags- stjómarinnar munu gleðja alla góða félagsmenn og senda þeir íélaginu árnaðaróskir í sam- bandi við þær. Siglfi'zkir verkercenn fýsa yfir stuðringi við RíMsstjórnina Á fundi sem Verkamannafé- lagið Þróttur Siglufirði hélt mánudaginn 6. nóvember s 1. var eftirfarandi tillaga sam- þykkt með öllum atkvæðum furidarmanna. „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Þrótti 6. nóv. lýsir yfir því, að hann er í öllum aðalatriðum samþykk- ur stefnuskráryfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar, og heitir henni fullum stuðningi í því að framkvæma málefna- samning stjórnarflokkanna, sem fundurinn telur, ef fram- kvæmdur verður, til stórkost- legra hagsbóta fyrir allan verkalýð landsins og þjóð- ina sem heild“. Ennfremur var samþykkt á fundinum svohljóðandi tillaga: „Fundur í Verkamannafé- laginu Þrótti beinir þeirri á- kvörðun til ríkisstjórnarinnar og vegamálastjóra, að þessir aðilar láti vinna við að sprengja niður Siglufjarðar- skarð í vetur, svo hægt verði * að byrja á sjálfri vegalagn- Hefja verðnr nú þegaif á næsfa árí aUsherjar herfeirð tíl ótrýmfingar jmfásjúhdósmtimm ' m ViOtal við Sigurð Sveinsson garOyrkjoráðnnaut bæjarins ./ í sumar sem leið voru gerðar margskonar endurbætur og lag- færingar á skemmtigörðum og leikvöllum bæjarins, og skýrðu blöðin frá þeim framkvæmdum á sínum tíma. M. a. var þá hafin vinna við að gróðursetja skjólbelti umhverfis Hljómskálagarð- inn, en næðingurinn þar hefur staðið garðinum mjög fyrir þrif- um. Ennfremur voru tveir nýir barnaleikvellir teknir í notkun og tveir eldri endurbættir. Það er garðyrkjuráðunautur bæjarins, Sigurður Sveinsson, sem sér um þessar framkvæmdir. Hann er ungur maður, áhuga- samur og ötull í starfi sínu. Þjóðviljinn hitti hann fyrir nokkru að máli og spurði hann hverjar nýjar framkvæmdir hann liefði í hyggju, og fer frásögn hans hér á eftir: VERÐUR GRÓÐRARSTÖÐIN VIÐ LAUFÁSVEG GERÐ AÐ SKEMMTIGARÐI? Talið berst fyrst að starfi Sig- urðar almennt og framkvæmdum þeim er gerðar voru s.l. sumar, en síðan spyr ég hann: — Ilverj- ar nýjar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar? — Bærinn mun hafa í hyggju að yfirtaka þann liluta Gróðrarstöðv- arinnar sem er lians eign, en hef- ur undanfarandi verið í leigu frú Kristínar Guðmundsdóttur ekkju Einars Helgasonar garðyrkjuráðu- nauts. Land það, sem bærinn á þarna, er hornið milli Laufásvegar og Hringbrautar að íbúðarhúsi Gróðr- arstöðvarinnar. — Á þá frú Kristín ekkert land þarna? — Jú, það sem íbúðarhúsið stcndur á og garðinn er snýr að Liljugötu, ásamt gróðurhúsunum. — Ilvað verður gert við þann hluta sem bærinn á þarna? — Það er ekki enn ákveðið. Ég mun leggja til að þarna verði skipulagður nýr skemmtigarður. Brekkan er að mörgu leyti vel til þess fallin, því þar cr fremur skýlt og eru þarna nokkur fallcg tré. Eftir fráfall Einars Helgasonar hcfur garðinum hrakað. Sjúkdóm- j ur hefur komizt í trén, sem er | erfiður viðureignar, ef ekki er tek- ið fyrir hann í tíma. Hef ég látið hreinsa skemmdir úr trjánum eft- ir því sem auðið hefur verið. Einar Helgason var merkur brautryðjandi á sviði garðyrkj- unnar og vann mikið og gott starf fyrir garðyrkjuna á landinu. Væri ekki minningu hans vel haldið á lofti einmitt með því að þarna væri skipulagður fallegur skemmtigarður? NÝTT LEIKVALLA- SKIFULAG. — Nú er búið að ræsa fram leik- vallarsvæðið við Héðinshöfða, heldur Sigurður áfram. ingunni eins snernma í vor og veðurfar leyfir“. Á fundinum var einnig kosin uppstillingarnefnd og voru þess- ir kosnir: Jón Jóhannsson. Páll Ásgrímsson. Sæmundur Guðmundsson. Skipulag þessa vallar hef ég ætl- að með öðru sniði en áður hefur tiðkazt, að því leyti að grasflctir, blórna- og trjáreitir verða utan urn aðalleiksvæðið á alla vegu. Völlur- inn verður við það hlýlegri og skemmtilegri. PLÖNTUPPELDI FYRIR SKRÚÐGAllÐA BÆJARINS. Efst í Bjarkarlundi hafa verið settir niður til bráðabirgða nokkr- ir vermireitir. Hafa verið keyptir um 60 vermireitagluggar. í þess- um vermireitum eru blómaplönt- ur, sem ætlaðar eru í skemmti- garða bæjarins næsta vor. Þó að hér sé um að ræða plöntu- uppeldi í smáum stíl, á móts við það sem þarf til þess að fullnægja hinni sívaxandi þörf fyrir plöntur til gróðursetningar í bæjargarðana á vorin, þá er þetta fyrsta sporið að því marki að bærinn ali upp sjálfur þær plöntua. sem hann þarf. Þá er nú langt komið með að þekja kantinn á Sóleyjargötunni, en það var mikið umrót sem skap- aðist viðs breikkun götunnar á þeim hluta Illjómskálagarðsins sem að götunni sneri. — Bærinn hefur lagt mikið fé í garðyrkjuframkvæmdir? — Já, vissulcga og verður von- andi ekki slakað á þeim fram- kvæmdum. FIMM NÝIR B ARN ALEIK VELLIR. — Ilvað er að frétta af hinum fyrirhuguðu barnaleikvöllum? — Bæjarráð hefur samþykkt að •byggja barnaleikvelli á eftirtöld- um stöðum: Hjá Selbúðum, við Sóleyjargötu og Hringbraut, á Vitatorgi, við Barónsstíg milli Njálsgötu og Bergþótugötu og hjá verkamannabústöðunum inni í Rauðarárholti. NAUÐSYN AÐ IIEFJA A i4.SH EIU ARHERFERÐ TIL ÚTRÝMINGAR JURTASJÚKDÓMUNUM. — Eru ekki allmjög áberandi jurtasjúkdómar í görðum í bæn- um? — Jú. Ég tel brýna nauðsyn að hajin verði þegar á nœsta ári alls- herjar herjerð til útrýmingar jurtasjúkdómunum. Undanfarandi ár hefur borið töluvert á jurtasjúkdómum í görð- Sigurð'uT Sveinsson. * um bæjarbúa og vfrðist útbreiðslai þessara sjúkdóma hafa fárið frem- ur vaxandi ár frá ári þrátt fyrir- ýtarlegar Ieiðbeinlngar um það,. hvernig þessir sjúkdómar liaga sér- og hvernig bezt og auðveldást er~ að útrýma þeim. Einkum eru það sveppasjúk- dómar í trjám, sem erw orðnir all<~ alvarleg plága. Mikill hluti allra reynitrjáa err meir og minna sýktur. Ber mest ái þessu í elztu hverfum bæjarins, em breiðist út meir og meir ár ftá ári- Þar eð almenningur gerir sér ekki Ijóst hvaða hætta er hér á: ferð er brýn nauðsyn að ganga: tili róttækari aðgerða í þessu efni. era áður hafa verið framkvæmdkn;. ÁIIUGI FYRIR RÆKTUN OG FEGRUN BÆJARINS FER VAXANDI. — Kennir þú ekki garðyrkjur við námsflokka Reykjavíkur? — Jú, kennsla byrjaði þar 1. okt. s.l. Kenni ég þar ræktun blóma og nytjajurta í gróðurhús- ; um og vcrmireitum. Mun ég Ieggja I aðaláherzluna á ræktun nytjajurt- { anna. Kennsla þessi er aðallega miðuð1 við það, að sem víðast hér í bæ geti í framtíðinni risið upp smá- gróðurhús, upphituð með hvera- vatni, til ánægju og hagsbóta fyr- ir bæjarbúa. Byrjað var með 12 í þessum flokki, en 7 hafa innritað sig til viðbótar síðan kennsla hófst, og sýnir það vaxandi áhuga fyrir þess- ari grein garðyrkjunnar. Galli við þessa kennslu er það, að ekki er hægt — a. m. k. ekki á þessura vetri — að hafa verklega kennslut samfara bóknáminu. — Ilefur þú ekki með höndumt leiðbeiningarstarf í gróðurhúsum og skrúðgörðum einstaklinga? — Jú. Það er umfangsmikið og: erilsamt starf, sérstaklega á vorin og fram eftir sumri, og útlit er fyr- I ir að starf þetta verði æ umfangs- J meira, og sýnir það vaxandi áhuga fyrir að prýða bæinn. Við viljum allir að Reykjavík vcrði fögur borg og þótta tekst vissulega þegar það er sameiginlegt áhugamál okkar allra, segir Sig- urður — og viðtalinu er lokið. J. B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.