Þjóðviljinn - 18.11.1944, Qupperneq 7
7
=i
Laugardagur 18. nóvember 1944.
PJOUVILJINN
IACK LONDON:
Skipsdrengurinn á Blossa
Jóa var forvitni á að vita, hvað nú mundi gerast.'
Þetta voru vafalaust ostrumiðin, en hvernig í ósköpun-
um átti að fara að því, að veiða nokkuð í þessum sjó-
gangi? Hann fékk brátt svar við því. Franski Pési lyfti
hlemmi í stýrisrúminu og tók þaðan tvær þríhyrndar
járngrindur. í hornið á annarri þessari grind festi hann
digran kaðal í þar til gerðan hring. Armar járngrind-
anna voru fjögra til fimm feta langir og gengu í rétt
horn niður á sköfubotninn, sem festur var í þriðja arm
þríhyrnunnar. Sköfubotninn var flöt stálþynna, rúman
metra á lengd og voru á henni hvassar tannaraðir, einn-
ig úr stáli. Poki úr grófu netjagarni var festur við þrí-
hyrnuna og Jói sá að í hann mundu ostrurnar eiga að
fara, sem var rakað frá botni með stgltindunum.
Báðar skcfurnar voru festar við langan kaðal og
þeim varpað útbyrðis, sinni hvoru megin við Blossa.
Þegar þær námu við botn og drógust eftir honum með
hæfilega langri taug, hleyptu þeir skriði á skútuna. Jói
tók um annan kaðalinn og fann glöggt hvernig sköfurn-
ar sörguðu botninn.
Draga upp! hrcpaði Franski Pési.
Drengirnir gripu í kaðalinn og drógu upp sköfuna.
Netið var fullt af þara og slími, smáum ostruskeljum
og nokkrum stórum innan um. Þessum hrærigraut
fleygðu þeir á þilfarið og leituðu í honum, meðan skaf-
an rann aftur til botns. Stóru skeljunum fleygðu þeir
í stýrisrúmið, en mokuðu hinu útbyrðis. Þeir höfðu eng-
an tíma afgangs, því að nú þurfti að vitja um hina sköf-
una. Þegar búið var að því, og að aðskilja ostrurnar,
varð að draga upp feáðar sköfurnar, svo Franski Pési
gæti snúið Blossa við.
Allar hinar sk'úturnar fóru að eins og þeir. Stundum
komu þær fast að þeim, og var þá skipzt á nokkrum orð-
um eða hlegið liranalega. En þetta var erfitt verk, og
eftir klukkutíma strit verkjaði Jóa sáran í hrygginn,
og það blæddi úr fingrunum, vegna óhöndugleika Jians
við hvassar skeljaraðirnar.
Þetta gott, sagði Franski Pési, þú læra fljótt. Bráð-
um þú kunna.
Jói brosti aumlega og óskaði þess, að kominn væri
miðdegisverðartími. Stöku sinnum, þegar lítið kom í
vörpuna, fengu drengirnir tíma til að kasta mæðinni
og skiptast á fáum orðum.
Þetta er eyjan Asparagus, sagði Friskó Kiddi og
benti. Að minnsta kosti kalla sjómennirnir hana það.
Eyjaskeggjar kalla hana Bay-Farm-eyju. Hann benti
til hægri: Og þarna er San-Leandro. Þú sérð hana ekki,
en hún er þar.
Hefurðu nokkurn tíma komið þangað?
Friskó Kiddi kinkaði kolli og gaf honum merki um
að varpa stjórnborðskörfunni útbyrðis.
Þetta eru kölluð eyðimiðin, mælti hann síðan, eng-
inn ræður yfir þeim, og því koma ostruræningjarnir
hingað og látast veiða á þeim.
Af hverju látast?
Af því að þeir eru ræningjar, og af því að það borg-
ar sig betur að skafa á einkamiðunum.
Hann baðaði út höndunum í austur og suðaustur.
Þarna eru einkamiðin, og ef ekki hvessir, munu allar
skúturnar halda þangað og veiða ostrur þar.
En ef hvessir? spurði Jói.
Ja, þá verður ekkert af því og Franski Pési verður
trylltur af illsku. Hann verður alltaf óður, ef veður
hindrar hann. En það lítur ekki út fyrir að það ætli að
lægja og þetta er versti legustaður, sem hægt er að
ANTON P. TSEKKOFF;
GRESJAN
úska hóstaði og spýtti, og þeg-
ar hann opnaði augun sá hann
glottandi andlitið á Dímoff.
Hinn ósvífni náungi náði varla
andanum og eftir augnaráði
hans að dæma, var hann til í
allt. Hann hélt um fótinn á
Jegorúska og lyfti hendinni til
að grípa um hálsinn á honum,
en Jegorúska reif sig af hon-
um, hræddur og fullur við-
bjóði og hélt, að hann ætlaði
að drekkja honum. Hann grenj-
aði:
Slepptu, asninn þinn, ég skal
berja þig.
Svo bættj hann við, af því að
honum fannst hann ekki hafa
látið nógu vel í ljós hatur sitt:
Óþokkinn þinn, tíkarsonur!
En Dímoff synti burt til
Kírúa og lét sem hann heyrði
ekki. Við skulum veiða fisk,
kallaði hann hlæjandi.
Já, það skulum við gera, það
er nóg af honum hér, sagði Kír-
úa.
Stjopka. hlauptu inn í þorp-
ið og fáðu lánað net.
Eg fæ það ekki lánað.
Jú, ef þú biður vel um það,
segðu þeim að við séum eins
konar pílagrímar.
Stjopka fór upp úr ánni og
klæddi sig í snatri, svo hljóp
hann af stað berhöfðaður og
buxurnar flöxuðust um fætur
hans. Eftir árþksturinn við
Dímoff fannst Jegorúska ekk-
ert gaman að vera í vatninu,
hann fór í land og klæddi sig.
Pantelí og Vassja sátu á ár-
bakkanum og horfðu á þá, sem
voru að baða sig. Emeljan stóð
nakinn upp í hné í vatninu og
hélt sér með annarri hendinni
í grasið til þess að detta ekki,
en strauk sér um kroppinn með
hinni. Hann var skringilegur á-
sýndum með herðablöðin út í
loftið og kýlið undir auganu, og
hann var mjög alvarlegur á
svipinn. Hann leit reiðilega á
vatnið, eins og hann væri að
ásaka það fyrir, að hann hafði
ofkælzt í Donetsánni og tapað
röddinni.
Af hverju ferðu ekki út í?
spurði Jegorúska Vassja.
Mig langar ekki til þess.
Af hverju er kinnin á þér
bólgin?
Það kom til af slæmu. Eg
vann í eldspýtnaverksmiðju, og
læknirinn sagði, að það mundu
rotna á mér kjálkarnir. Það er
óhollt að vinna þar. Það voru
þrír náungar fyrir utan mig,
sem kinnarnar bólgnuðu á, og
einn þeirra rotnaði alveg lif-
andi.
Stjopka kom aftur með net.
Dímoff og Kírúa voru orðnir
bláir af kulda og hásir, en þeir
íóru að reyna að veiða fisk í
netið. Fyrst fóru þeir þangað er
djúpt var, vatnið náði Dímoff
upp í háls, en upp fyrir höfuð
á Kírúa, sem hvapsti og spýtti,
en Dímoff flækti sig í sefrót-
unum, datt og vöðlaðist inn í
netið, þeir brutust um í vatn-
inu og gerðu hávaða, en ekkert
varð úr veiðinní.
Hér er of djúpt, við veiðum
ekkert, hrópaði Kírúa.
Vertu ekki að neinu kjaftæði,
fjandinn þinn, öskraði Dímoff
og reyndi að greiða úr netinu.
Þið veiðið ekkert hér, sagði
Pantelí, þið fælið bara fiskinn,
aularnir ykkar, farið þangað
sem grynnra er.
Einu sinni blikaði á stóran
fisk yfir netinu, þeir stóðu alf-
ir á öndinni, en þegar fiskur-
inn var horfinn, lamdi Dímoff
vatnið með hnefanum og varð
illilegur á svip.
Svei, sagði Pantelí og stapp-
aði niður fætinum, þú hefur
látið hann sleppa. Hann er far-
inn.
Dímoff og Kírúa fluttu sig
þangað sem grynnra var og
fóru að reyna þar. Þeir höfðu
fjarlægzt vagnana um nokkur
hundruð fet og drógu netið
þegjandi um vatnið sem næst
sefinu, svo fluttu þeir sig yfir
að hinum bakkanum og tóku
hátt upp fæturna þegar þeir
óðu, en þar var ekkert að hafa
heldur og þeir komu aftur. Þeir
voru. að tala eitthvað saman.
Sólixt brenndi þá á bakinu og
þeir voru orðnir rauðir á
skrokkinn. Stjopka gekk á eftir
þeim með fötu í hendinni, hann
hafði brett skyrtunni upp und-
ir hendur og beit í hana. Þeg-
ar þeim tókst að handsama
fisk, hélt hann honum á lofti
og hrópaði:
Líttu á þennan! Við erum
búnir að fá fimm svona.
í hvert skipti sem þeir drógu
saman netið, grufluðu þeir í
því og létu eitthvað í fötuna,
sumu fleygðu þeir burtu, stund
um fengu þeir eitthvað sem
þeir skoðuðu í félagi og köstuðu
síðan í ána aftur.
Hvað var þetta? kölhiðu
mennirnir á árbakkanum.
Stjopka svaraði einhverju,
sem ekki skildist. Svo klifraði
hann upp á bakkann með föt-
una í hendinni og hljóp yfir að
vögnunum með skyrtuna uppi
undir höndum.
Hún er full! kallaði hann,
við þurfum að fá aðra.
Jegorúska horfði ofan í föt-
una, hún var full af margs kcn
ar fiski, þar á meðal var ein
gedda. Vassja horfði líka í
skjóluna. Vot augun urðu full
af einkennilegum áhuga, hann
tók eitthvað upp úr fötunni og
stakk því upp í sig.
Félagar, hrópaði Stjopka undr
andl, Vassja er að éta karpa-
seyði.
Það er ekki karpaseyði, held-
ur minningur, sagði Vassja og
tuggði.
Hann tók sporðinn út úr sér,
leit á hann og stakk honum upp
í sig að nýju. Meðan hann var
að éta hráan fiskinn, fannst
Jegor hann vera einhver skepna
en ekki maður, og hann hrædd-
ist hann- Þeir voru nú hættir
að fiska og Jegorúska labbaði
aftur til vagnanna, en honum
leiddist og hann hélt inn í þorp-
ið.
Litlu síðar var hann kommn
inn í kirkju, stóð þar og hvíldi
höfuðið upp við bak einhvers
manns og hlustaði á sör.ginn.
Honum þótti ekkert gaman að
sálmasöng, hann hlustaði dá-
litla stund og fór svo að geispa
og glápti á bökin og höfuðin
fyrir framan sig. Eitt höfuðið
þekkti hann, það var rautt og
ÞETT4
Málverkafölsun er list sem
lengi hefur staðið í miklum
blóma, en hún hefur aftur skap
að sérstaka fræðigrein, sem sé
þá, að geta dæmt um, hvort
málverk er gamalt eða nýtt.
Falsararnir hafa nefnilega
margs konar aðferðir, til þess
að gera eftirlíkingar sínar þann
ig úr garði, að þær virðist mörg
hundruð ára gamlar. Og það er
list út af fyrir sig. Ofast nota
þeir til þess ýmisar efnablönd-
ur og sýrur, að gera tréð eða
léreftið ellilegt- Einn notaði þá
aðferð með ágætum árangri, að
falsa myndir effir Tizian og
hengja þær upp í reykháf, þar
til komin voru á þær hin réttu
ellimörk. Oftast hafa málarar
gert þetta að beiðni málverka-
kaupmanna fyrir fátæktar sak-
ir og lítið grætt á því sjálfir.
Oft hefur líka verið líkt eft-
ir fornum húsgögnum, þau eru
þá lögð í til þess gerðar sýrur
og stundum skotið á þau úr
haglabyssu til þess að viðurinn
virtist maðksmoginn! Þannig
var listasafni í Berlín einu sinni
seldur skápur fyrir 60.000
mörk. Átti hann að vera úr
Vetrarhöllinni í Pétursborg og
eftir frægan listamann, en
reyndist við nákvæma athugun
spánnýr.