Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 1
« 9. árgangrur. Föstudagur 1. desember 1944. 243. tölublað. laoöi Mm tefeur Eoer Nálgast Presov í Slovakíu. — Borgír teknar i Serbíu Stalín marskálkur tilkynnti í sérstakri dagskipun í gær töku borgarinnar Eger, 100 km. fyrir norðaustan Búdapest. í Tékkoslóvakíu nálgast rauði herinn Presov. Rússar og Júgoslavar tóku í gær borgirnar Kraljewo og Novipapar í Serbíu. Eger e.r mikilvæg samgöngumið- stöð í ungverska hálendinu á leið- inni inn i Slovakíu. Her Malinovskis tók borgina. í Tékkoslovakíu tóku Riissar meir en 50 þorp og bæi. Tolbúkin marskálkur tók meir en 50 bæi í Suðvestur-Ungverja- landi, þar af 8 járnbrautarbæi. Hægra armi sóknarhersins varð vel ágengt á milli Pecs og árinn- ar Sarviz. Mýrlendi tefur sums staðar för , rauða hersins. RÉTTARHÖLD 1 LUBLIN Sex þýzkir starfsmenn mann- drápsverksmiðjunnar í Lúblin (Maidanek) eru nú fyrir rétti Pól- verja þar í borg. Malinovskí hershöfðingi Einn þeirra hefur játað, að Þjóð- verjar hafi myrt 00 000 manns í gasklefunum einum. WMíif bðFfa tll Im oi Roef PLhöí loftsóko Bandamaooa 9. bandaríski herinn er nú við Roer á 25 km kafla fyrir norðan Jiilich. Fyrir austan Geilenkirchen er hann kominn inn í tvö þorp. ílann hefur tchið þorpin Lind- ern, 3 km frá Limmich, Lammers- dorf á milli Duren og Jiilich og Grossdorfs fyrir suðvestan Duren. Her Pattons sótti fram um 3 km nálægt Merzig og er um 3 km frá þeirri borg. Ilann er kominn að Saaránni fyrir sunnan Merzig. Bandaríkjamcnn eru 3 km frá Saarlautern. Frakkar nálgast Colmar frá Strasburg. LOFTSÓKNIN Bandamenn gerðu árásir á 7 oHuvinnslustöðvar í Þýzkalandi í gær. Um 1250 „flugvirki" og „Liber- ator“flugvélar réðust á olíuverk- smiðju nálægt Leipzig. Þjóðverjar veittu enga mót- spyrnu með flugvélum, en loft- varnaskothríð var hörð nálægt olíustöðvunum. Frá þriðjudegi til fimmtudags- kvölds fóru meir en 10 000 flug- vélar til árása á Þvzkaland. V OPNASKORTUR Stimson hermálaráðherra Banda ríkjanna gagði við blaðamenn í gær, að Eisenhower hefði orðið að fresta núverandi sókn vegna skot- færaskorts. Sagði hann Bandamenn eyða 10 sinnum meiri skotfærum en Þjóð- verja. Churchill 70ára gær Curchill forsœtisráðherra Bret- lands varð 70 ára í gœr. Hann fæddist 1874. — Er son- arsonur sjötta hertogans af Marl- borough. Faðir hans, Randolph Churchill lávarður var atkvæðamikill stjórn- málamaður. Móðir Iians var ættuð frá Banda ríkjunum. Churchill hefur alla ævi látið mikið til sín taka í stjórnmálum. Iíann varð fyrst ráðherra árið 1905 (aðstoðar nýlendumálaráð- herra), síðam hefur hann gegnt ýmsum ráðherraembættum svo sem flotamálaráðherra 1911—15 og fjármálaráðherra 1924—29. Fundur þýzkra for- ingja í Narvik Frá Noregi hefur frétzt, að hátt- settir Þjóðverjar frá yfirherstjórn- inn'i og frá lögreglunni hafi hald- ið fund í Narvík 16.—18. nóvem- ber. Meðal þátttakendanna var æðsti herforingi Þjóðverja í Noregi, von Falkenhorst, — sem samkvæmt síðari fréttum hefur verið settur af, — ennfremur Moser, yfirfor- ingi í Norður-Noregi, flotaforingj- arnir Brinckman og von Gerlac, Rendulic hershöfðingi, sem var yf- irforingi hersins í Finnl., Joseph Terboven, landstjóri, hinn alræmdi Gestapomaður Fehlis og fleiri. Fundurinn var mjög leynilegur og er ekkert kunnugt um það enn, hvað þar gerðist. Rétt fyrir fundinn voru virki Þjóðverja við Björnafjell. nálægt landamærum Svíþjóðar, skoðuð mjög vandlega. Þjóðverjar hamast nú við að efla víggirðingár sínar í Narvíkur- héraði. (Frá norska blaðafulltrúanum). „Norsk Tidend“ um framtíð Finn- merkur Blað norsku ríkisstjórnarinnar, „Norsk Tidend" birtir ritstjórnar- grein undir nafninu: „Framtíð Finnmerkur“. — — Þar segir m. a.: „Ilugur allra Norðmanna leitar nú til Norður-Noregs, til þeirra landa okkar, sem urðu fyrstir til að fagna kornu hersveita banda- manna okkai' og okkar eigin til Noregs. Og hugsanir okkar dvelj- ast ennþá meir hjá þeim löndum okkar, sem eru hraktir suður á bóginn frá lieimilum sínum. Mikill hluti af landi okkar hef- ur verið lagður í algjöra auðn. — Þarna norður frá er búið að gjör- eyðileggja öll lífsskilyrði. — Við verðum að gera okkur ljóst, að eft- ir stríðið er viðreisn Finnmerkur eitt af þeim atriðurn, sem verða að vera efst á blaði". (Frá norska blaðafulltrúanum). Ilann hefur lengst af fylgt í- haldsflokknum, en sagði sig ]ró úr honum um tíma og .gekk í þann „frjálslynda“. Scinna hvarf hann aftur í llralds flokkinn. Kvislingar líflátnir í Jugoslavíu Júgoslavneska þjóðfrelsisnefndin 1 tilkynnir, að damidir liafi verið til dauða og telcnir af lífi 105 kvisl- ingar. Einn var áður ráðherra í lepp- stjórn Þjóðverja, annar var hers- höfðingi. „Hjálpin má ekki koma of seint44 Við höfum einnig fengið mikla hjálp frá Bretum og Bandaríkja- mönnum. Þjóðverjar reka ekki aðeins al- menning burt úr þeim héruðum, sem þeir herja í, heldur flæma þeir líka lækna og hjúkrunarkonur burt. Og þeir brenna sjúkrahúsin og lyfjabúðirnar og aðrar lækninga stofnanir. Þessi burtrekstur fólksins veld- ur of miklu fjölmenni á þeim stöð- um, sem fólkið er rekið til, og ef þessu heldur áfram, mun sá dagur koma, að Þjóðiverjar og kvislingar geta ekki á nokkurn hátt tekið tillit til almennings. Það er því mjög nauðsynlegt, að hinir sænsku vinir okkar og hlutlausar stofnanir svo sem rauði krossinn geti skorizt í leikinn. Á meðan ég dvaldist í Svíjrjóð, bar mjög á hinni miklu gremju, sem þar ríkir vegna framferðis Þjóðverja í Noregi. Svíar eru líka fúsir til að veita okkur alla þá hjálp, sem stendur í þeirra valdi. — Við verðum bara að vona, að sú hjálp komi ekki of seint“. (Frá norska blaðafulltrúanum). Bonomi reynir að mynda stjórn Bonomi hefur fallizt á þá til- lögu Umbertos ríkisstjóra, að hann reyni að mynda stjórn. Talið er sennilegt, að hann reyni að byggja hana á sex flokka grund velli eins og þá fyrri. Komið hefur til tals að Orlando, liinn aldurhnigni stjórmnálamað- ur Itala, taki sœti í stjórninni. Sósíalistaflokkurinn er mótsnú- inn Bonomi. Arnaðaróskir Dana til Norðmanna Þann 28, október sendi danska ráðið í London eftirfarandi kveðju til Hákonar konungs: Danir í Stóra-Bretlandi, komn- ir saman á aukafundi Pann 27. okt. 1944, biðja yðar hátign að ta'ka á móti hjartanlegum ham- ingjuóskum Dana í tilefni af því, að frelsun Noregs er byrjuð. Við fögnum því, að sú stund virðist ná- læg, er ýðar hátign getur horfið heim til frjáls Noregs, og allir Danir sameinast um að bera fram hinar beztu óskir um framtíð Nor- egs. — Hin glæsilega barátta norsku þjóðarinar í meir en fjögur ár hefur verið okkur öllum skín- andi fordæmi. Norski sendih. þakkaði fyr- ir kveðjuna fyrir hönd konungs. 59 fðiost í Burton- - Trent Brezki flugmálaráðherrann hef- ur gefið skýrslu um sprenginguna í Burton-on-Trent. Samtals hafa 59 manns farizt eða er saknað og talið látið. 18 flugvélastarfsmenn fórust, 10 eru í sjúkrahúsi. Af almenningi fórust 32, — 9 er saknað, 3 eru særðir. Sérstakur rannsóknarréttur hef- ur verið stofnaður vegna slyssins. Stúdentablaðið og 1. des. merkið verður selt á göt- unum í dag. Sölubörn komi í Menntaskólann frá kl. 9 f. h. ^AAAA/V'WWWVVUWUVVWVVWWWWJWtfWUV'b^V'^S^VVWWii Alþýðusambandsþingið skorar á Alþingi að tryggja jafnrétti karla og kvenna í launalögunum 5 A nýafstöðnu 18. þingi Alþýðusambands íslands var !; eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: í; „18. þing Alþýðusambands Islands skorar á Alþingi að ■I tryggja í launalögum þeim, er nú liggja fyrir Alþingi, § fullkomið jafnrétti karla og kvenna og sömu hækkunar- í möguleika og að vinna kvenna sé ekki metin lægra en I; karla.“ í Flutningsmenn tillögunnar voru allir kvenfulltrúar, er =; þingið sátu, en þær voru: Laufey Valdimarsdóttir, Jóhanna I’ Egilsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Bryndís Sigurðardóttir, >; Jóna Guðjónsdóttir, Guðrún Agústsdóttir, Sigurrós Sveins- dóttir, Auður Vigfúsdóttir, Sigríður Erlendsdóttir, Hólm- ■J fríður Helgadóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Elísabet Eiríks- dóttir, Guðrún Nikulásdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Guð- >’ munda L. Ólafsdóítir, Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg ;• Jónsdóttir, Hólmfríður Ingjaldsdóttir, Kristín Kristjánsi- *,* dóttir, Þuríður Friðriksdóttir, Aðalheiður S. Hólm, Ríkey ;« Eiríksdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Ólöf i Friðfinnsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðmunda Gunnarsdótt- 3 ir, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Ragnhildur snædal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.