Þjóðviljinn - 01.12.1944, Side 7

Þjóðviljinn - 01.12.1944, Side 7
Föstudagur 1. desember 1944. ÞJOÐVILJINN 7 Skipsdrengurinn á Blossa kemur hann. Takið duglega á. Einu sinni enn! Taki einhver ykkar á hér og það duglega! Þótt þeir væru ekki nema hálfbúnir enn, voru þeir alveg uppgefnir og kölluðu ákaft á hina til hjálpar. Jói gægðist yfir öldustokkinn til að sjá, hvaða þyngsli þetta væru og gat greint óglöggt i myrkrinu lítinn peninga- skáp. Samtaka nú, kallaði Nelson aftur. Ekki að stanza. Áfram nú! Einu sinni enn! Og aftur! Yfir borðstokkinn með hann. Við ýtrustu áraun, blásandi af mæði, með þanda vöðva, heppnaðist mönnunum að koma þessum þunga skáp upp á borðstokkinn, þeir létu hann síðan síga nið- ur í stýrisrúmið. Káetudyrunum var hrundið upp og skápnum mjakað þangað inn. Rauði Nelson fylgdist með til að hafa gát á öllu. Vinstri handleggur hans hékk máttlaus niður með síðunni og frá fingurgómunum draup blóðið jafnt og þétt. Honum virtist standa á sama um það, eins og gnýinn og hávaðann, sem hann hafði vakið í landi, og eftir hljóðinu a'ð dæma færðist hann nær, það var verið að elta þá. Takið stefnu á Golden Gate sagði Franski Pési, þeg- ar hinn fór. Eg skal reyna að fylgjast með, en ef við skiljum í myrkri hittast á morgun fyrir utan Farra- lones. Nelson stökk ofan í bátinn til mannanna og veifaði með heilbrigðu hendinni og kallaði glaðlega: Og svo til Mexíkó, strákar, til Mexíkó í sumarveðrið. Um leið og Blossi hleypti undan, sást dökkleitt segl rétt fyrir aftan bátinn, sem hann hafði í togi. Stýris- rúmið á aðkomuskútunni var fullskipað mönnum, sem grenjuðu af bræði, þegar þeir sáu ræningjana. Jóa lang- aði mest til að hlaupa fram á og skera niður seglin, svo að Blossi yrði tekinn. Eins og hann hafði sagt Franska Pésa daginn áður, þurfti hann ekkert að óttast þótt hann yrði tekinn, hann hafði ekkert að blygðast sín fyrir. En hugsunin um Friskó Kidda hamlaði honum. Hann vildi láta hann fylgjast með sér, en ekki á þennan hátt. Það mundi koma honum í fangelsi. Þess vegna fór honum nú einnig að verða umhugað um að Blossi kæmist undan. Skútan, sem eftirförina veitti, stýrði á kulborða, til þess að reyna að komast fram fyrir Blossa, en í myrkr- inu rak hún sig á skútuna við duflið. Maðurinn, sem á henni var, hélt að skapadægur sitt væri' komið, rak upp org mikið og hljóp fyrir borð. Við stöðvun þá, sem á- reksturinn olli, og meðan verið var að -reyna að bjarga manninum, smaug Blossi burt í myrkrinu. Hreinninn var horfinn, og þegar Friskó Kiddi og Jói voru búnir að ganga frá öllu, voru þeir komnir út á rúmsjó. Það hélt áfram að hvessa og Blossa miðaði drjúgum áfram. Áður en klukkustund var liðin, höfðu þeir ljósin á Veiðitanga á stjórnborða. Friskó Kiddi fór niður að hita kaffi, en Jói var kyrr á þiljum uppi. Hann horfði á hvernig ljósin í syðri hluta San Franciskó urðu æ skærari, og hann var að hugsa um væntanlega för þeirra til Mexíkó. Áttu þeir áð leggja út á hafið í því- líku veðurfarið? Það var óhugsandi. Að minnsta kosti virtist honum svo, hann hafði aldrei ímyndað sér að ferðalög yfir hafið yrðu farin öðruvísi en á gufuskip- um eða stórum og velbúnum seglskipum. Hann sá næstum eftir að hafa ekki skorið niður seglin og beið óþolinmóður eftir tækifæri til að spyrja Franska Pésa spjörunum úr. En þegar fyrsta spurningin kom fram á ANTON P. TSÉKKOFF: —------ GRESJAN Og hann leiddi Jegorúska að stórri, tvílyftri byggingu, dimmri og drungalegri eins og fátækrahæli. Þeir héldu upp dimman stiga og komu inn í lítið herbergi, þar sem ívan ívansson og séra Kristófer sátu við tedrykkju. A-ha! Jegor Nikulásson, söngl aði séra Kristófer, herra Lom- onosoff! Þarna kemur höfðinginn, sagði Kúsmítsjoff, gleður mig að sjá þig. Jegorúska fór úr frakkanum. kyssti frænda sinn og _ settist við borðið Jæja, hvernig líkaði þér ferðalagið, puer bone? spurði séra Kristófer og gaf honum te. Orðinn hundleiður á því, spái ég. Guð varðveiti okkur frá því að ferðast með vögnum eða ux- um. Maður kemst. ekkert áfram og allthf er gresjan jafn enda- laus framundan. Það er ekki íerðalag, það er kvalræði. Drekktu teið þitt. Meðan þú varst á þessu leiðinda ferðalagi höfum við lokið öllum okkar viðskiptum. Guði sé lof, við seldum Tsjerepahín ullina, og það var ekki hægt að hugsa sér betra verð. Fyrst, er Jegorúska hitti föru nauta sína, langaði hann mest til að kvarta, en ræða séra Kristófers truflaði hann svo. að hann vissi ekkert hvað hann átti að segja. Jæja, drengur minn, sagði séra Kristófer. hvað er að þér, þú drekkur ekki teið þitt. Hví ertu að gráta? Mér er illt- Illt, það er ekki rétt, maður má ekki láta sér verða illt á ferðalagi. Hann klappaði hon- um á kollinn. Jú, höfuðið á þér er heitt, þér hefur orðið kalt; eða þú hefur borðað eitthvað óhollt. Eigum við að gefa honum kín in? spurði ívan ívansson Nei, hann á að fá eitthvað heitt. Viltu súpu? Nei, ég vil hana ekki. Skelfur þú? Eg skalf af kulda, er> nú er mér svo heitt og verkjar í all- an skrokkinn ívan ívansson stóð á fætur, þreifaði á höfði Jegorúske og varð vandræðalegur. Eg skal segja þér, hvað þú átt að gera, fara að sofa, sagði séra Kristófer. Svo hjálpaði hann Jegorúska til að hátta og læddist svo aftur að borðinu. Jegorúska lokaði augunum, og óðara komu sýnirnar frá gresj- unni aftur. Hann sá Dímoff og hrópaði: berjið hann, berjið hann! Hann hefur óráð. sagði séra Kristófer. Það eru ljótu vandræðin. svaraði ívan ívansson. Það verður að nudda hann upp úr ediki. Guð gefi, að honum verði batnað á morgun- Jegorúska opnaði augun til þess að sjá ekki hinar and- styggilegu sýnir. Ivan frændi hans og presturinn voru að tala saman kampagleiðir yfir við- skiptunum. Séra Kristófer gladd ist ekki sérstaklega yfir því að geta nú haldið heimleiðis með góðan hagnað, heldur gladdi hann hugsunin um það, þegar fólk hans mundi þyrpast um hann og spyrja hann þá ætlaði hann að taka seðlaveski sitt út- troðið, fá það Mikkel og segja: Hérna, taktu við því, svona á að fara að því að verzla. Kús- mitsjoff virtist ekki eins ánægð ur. Ef ég hefði vitað, að Tsjere- pahín mundi gefa svona vel fyr- ir ullina, mundi ég ekkl hafa selt Makaroff þessi fimm tonn heima. Það er hræðilegt. En hverjum gat dottið það í hug? Maður í hvítri skyrtu tók af borðinu hjá þeim og kveikti á litlum lampa úti í horni fyrir framan helgimynd. Sera Kristó fer hvíslaði einhverju í eyra hans, og maðurinn sagði lágt. ég skil. Svo fór hann út og sótti eitthvað, sem hann lét undir sófann. Ivan Ivansson bjó um sig á gólfinu Eg er að hugsa um að fara í dómkirkjuna á morgun, sagði sérg Kristófer, ég ætti að fara og heilsa upp á biskupinn eftir rnessu, en það er sagt, að hann sé veikur og geti ekki tekið ú móti gestum Hann fór úr írakkanum og Róbinson Krúsó Kom aftur í ljós. Hann hrærði r-itthvað í skál og kom með það lil Jegorúska. Ei'tu sofandi? hvíslaði hann. Seztu upp, ég ætla að nudda þig úr ediki, það er gott, en þú verður að lesa bænir á meðan- Jegorúska settist upp og séra Kristófer fór að nudda hann og blés og stundi mikið á meðan. í nafni föðurs, sonar og hei- lags anda, þér verður batnað á moi-gun, en gerðu þetta ekki aftur, þú hefur verið úti í stoi'minum, þú ert heitur eins og eldur. Já. Þú hefðir getað orðið veikur. í nafni föðurs, sonar og heilags anda. Þegar hann var bxiinn að nudda hann, biæiddi hann yfir hann og fór. Um morguninn. þegar Jegor- úska vaknaði, voru þeir Jvan og presturinn ekki í he'berginu. Hann spratt á fætur og fór að klæða sig. Hann var orðinn frískur og leið vel. Hann mundi nú eftir gufubátnum og eim-. reiðinni. og hann langaði til að sjá það aftur. Þegar hai~n var búinn að þvo sér og komi'in í rauðu skyrtuna, kom séra Kristófer í dymar. Hann var með pípuhatt og í brúnum silkistakk með staf í hendi, brosandi. Hann var að koma úr kirkju. Hann lét vígt brauð og einhvern böggul fvrir framan helgimyndina og sagði: Guð hefur sent okkur bless- un sína. Hvernig líður þér? Vel, sagði Jegoxuska cg kyssti hönd hans- Guði sé lof . .. Eg er að koma úr kirkju, ég hitti prestinn, sem bauð mér til moi’gurxverðai en ég fór ekki. ég kann ekki við að beimsækja fóik svc snemma. guð blessi það. Hann fór úr frakkanum og ÞETTA Meðal sumra frumstæðra þjóðflokka t. d. í Nýju Guineu, eru svokölluð karlmannafélög. Allir fulloi’ðnir menn hafa með sér leyndardómsfulla fundi, sem kvenfólk og unglingar mega ekki koma nærri. að við- lagðri refsiirgu. Þeir dvelja löngum margir saman í sér- stökum húsum og skevta ekki um fjölskyldur sínar. Verða all- ír að reyna ki'afta sína, áður en þeir fá inngöngu í félagið. Og þeir, sem taldir eru of mik- il löðurmenni eru utanveltu og verða að hírast meðal kven- fólksins. En það fvlgir ekki sögunni, hvorir eru ánægðari með hlut- skipti sitt- Mai'gar þjóðsögur herma, að grimmileg hefnd komi fram á þeim sem skaprauna smælingj- um: Hollenzk sögn segir, að rík greifafrú hafi einu sinn skop azt að fátækri konu fyrir það að hún eignaðist þríbura Guð hegndi greifafrúnni með því. að hún eignaðist sjálf ekki færri en 365 böi'n á einum degi. ! „öll í mannsmynd en ekki stæri'i en krabba“. Mest urðu vandræðin þegar átti að halda þeim undir skírn. Var það ráð tekið, að láta þau öll í sama ker. Þetta ker á lengi að hafa verið geymt í kirkju í Leyden. til viðvörunar þeim, sem fara með háð og spott um minni máttar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.