Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 2
o ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. desember 1944. „Merkí brautryðjendanna skal ekki látið falla meðan verklýðs- hreyfing starfar í þessu landi“ „Við verðum að heyja deilur okkar á þann hátt að þær veiki ekki baráttumátt verkalýðsins" Síðastliðinn laugardag (25. þ. m.) minntist Alþýðusambands- þingið 50 ára afmælis íslenzkrar verklýðshreyfingar, með sam- sæti í Iðnó- Samsæti þetta var hið ánægjulegasta, þótt því verði hins- vegar ekki neitað að 50 ára afmæii verklýðshreyfingarinnar hefði hæft stærri salur og umfangsmeiri hátíðadagskrá. Eins og flestum mun kunnugt höfðu dagana næst á undan staðið yfir harðar deilur á Alþýðusambandsþinginu, en þessa kvöldstund í Iðnó ríkti eining og samhugur, að því er virtist sá samhugur, sem þeirri alþýðu er nauðsynlegur, er sækir fram til fegurra og betra lífs, réttláts þjóðfélags. Brautryðjendumir ræddu þar um reynslu fyrstu áranna, hinir ungu hétu því að láta merki brautryðjendanna aldrei niður falla. um við ekki vera komin það á- leiðis sem við erum í dag. Dagskráin hófst með því að Guðgeir Jónsson, þáverandi for seti Alþýðusambandsins flutti stutta ræðu þar sem hann minntist hinna tveggja félaga, Verkamannafélagsins á Akur eyri og sjómannafélagsins Bár- an í Reykjavík, er bæði voru stofnuð 1894. Hann minntist brautryðjanda sjómannasamtakanna, Ottó N. Þorlákssonar og einnig Péturs G. Guðmundssonar er fyrstur hóf útgáfu blaðs fyrir verklýðs- stéttina, en bæði vegna þess að þessum lið dagskrárinnar var útvarpað og einnig að Þjóðvilj- inn minntist fyrir skömmu ýt- arlega þessa áfmælis, skal það ekki endurtekið né ræða Guð- geirs rakin ýtarlega, sem end- aði á hvatningu til íslenzkrar alþýðu að berjast ósleitilega fyrir efnalegu og andlegu frelsi- Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur flutti því næst erindi: íslenzk verklýðshreyfing og sögulegar erfðir; verður það birt í næsta hefti Vinnunnar. Pétur Pétursson las kvæði Þor- steins Erlingssonar: Brautin. Alþjóðasöngur verkalýðsins var sunginn, en það var eins og ménn væru enn ekki að fullu lausir við alla feimni gagnvart hinu sakleysislega 20. aldar á- haldi: hljóðnemanum, sem stóð yfirlætislaus og undirgefinn á sviðinu í Iðnó. Útvarpshlust- endur fengu því alranga hug- mynd um söngraddir þeirra er þarna voru saman komnir — þeir hefðu átt að vera komnir klukkustund seinna' Hinni auglýstu dagskrá var nú lokið og orðið gefið frjálst, en stundarkorn leið, að menn sátu við kaffidrykkju og rabb. Fyrsti maðurinn á ræðupallin- um var bóndinn Þorsteinn Brynjólfsson, sem þarna var gestur. — Eg hef nú verið bóndi í 30 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sit að kaffidrykkju með verkalýð, hóf hann mál sitt. Ræddi hann því næst um þörf- ina á því að útrýma með öllu þeim ríg og sundurþykkju sem reynt hefur verið að ala á milli bænda og verkamanna og nauðsyn þess, að þessar stéttir, bændur sveitanna og verka- mennirnir við sjóinn tækju upp samstarf báðum til heilla og endaði mál sitt með þessum orðum: Eg er þess fullviss að þessi samtök, er nú minnast 50 ára sögu sinnar, eiga eftir að vinna marga sigra í þágu þeirr- ar þjóðar sem nú ei að bvrja sjálfstæði sitt. BRAUTRYÐJANDINN HYLLTUR Næst gengur fram á sviðið lágvaxinn maður, ofurlítið lot- inn. Hin mörgu baráttuár að baki hafa sett svip sinn á hann. en í augunum logar enn hin gamla glóð. — Þetta er braut- ryðjandinn Ottó Þorláksson, stofnandi Bárunnar. Dynjandi lófatak kveður við um salinn. Hann kveðst ekki ætla sér að j halda langa ræðu, en byrjar I þegar á að segja frá því „þegar 30 skútukarlar reyndu að búa til mynd af samtökum meðal sjó- manna. Það var ekki mikið um samtök eða samheldni meðal sjóm. í þá daga, en slíkt varð oftast nær þar sem ég var um borð — ég held að ég hafi verið fæddur byltingamaður Það var skammaryrði hér í Reykjavík á þeim dögum að segja: Þú ert skútukarl- Það var ekki mikið tillit tekið til okkar þá, það átti svo sem að vera hægt að komast af án okkar!“ og hann heldur áfram að rekja fyrstu ár hinnar 50 ára baráttusögu. „Fylkipgarnar hafa aukizt að fjölda og mannvali. Nú er svo komið að ekki er hægt að mynda stjórn á Islandi gegn verkalýðnum. Þau voru ekki stór fyrstu samtök verkalýðsins á íslandi. Ef þá hefði verið | sagt: Þetta er ekki hægt, mynd i — En til þess að Alþýða ís- lands, hin vinnandi stétt, nái því takmarki að ráða málum sínum, málum þjóðarinnar, er hollt að hafa í huga hin gull- | vægu sannindi: Sundraðir föll- ^ um vér — sameinaðir stöndum vér!“ Að ræðu Ottós lokinni var leik inn söngurinn sem hinir 30 skútukarlar sungu á leið sinm niður Skólavörðustíginn fyrir 50 árum. Þeir eru ekki mjög margir, sem nú kunna þann söng, en lagið þekkja víst allir. „VIÐ VERÐUM AÐ HEYJA DEILUR OKKAR Á ÞANN HÁTT AÐ ÞÆR VEIKI EKKI BARÁTTPSTYRK VERKA- LÝÐSINS" Næst gengur fram hár mað- ur með hökuskegg, hann er hvatlegur í hreyfingum að vanda, — það er Ólafur Frið- riksson. Hann minnir viðstadda á að heiðursgestur kvöldsins, Ottó Þorláksson. hafi verið fyrsti for seti Alþýðusambands íslands Hann rifjar upp gamalt sam- starf þeira Ottós, fundi í Bár- unni, fundi í Iðnó og segir: „Ottó var ekki hávær ræ^umað • ur, en engan kaus ég frekar með mér til andsvara á fundum en einmitt hann“. Hann minnist fleiri endur- minninga og segir svo: „Við verðum að heyja óhjákvæmi- legar deilur okkar á þann hátt að þær veiki ekki baráttumátt verkalýðsins“. En svo snýr hann sér að nú- tíðinni: „Þessari styrjöld v;rð- ur brátt lokið, en þá hefst nýtt, stríð: stríðið um það hvaða þjóð leggur mest' og bezt fram til menningarinnar. Það er tak- mark okkar að ísland verði þar í fremstu röð, en — undirstað- an að því að svo megi verða er að verkalýðnum vegni vel“. MINNINGARNAR ÞYRPAST AÐ Næstur er enn einn úr gömlu fylkingunni sem hefur „býsna marga hildi háð“: Rósinkranz ívarsson. Hann segir frá fyrstu kynnum sínum af Bárunni, samtökum sjómanna, þegar hann kom óráðinn á vertíð til Reykjavíkur eftir að hafa flækst í 13 daga í lest með „þeim dönsku“, er þá héldu uppi strandferðum við Island. úfyœicíepéitnrink Um umferðarslys Bæjarpóstinum hefur borizt eftir- farandi bréf: „Við höfum nýlega heyrt getið um tvö umferðarslys, annað í einu út- hverfi Reykjavíkurbæjar, hitt á vegi milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. í báðum tilfellúm var um að ræða börn, innan 10 ára aldurs, sem biðu bana, þegar bíll ók á þau þar sem þau voru að leika sér. Það er talsvert algengt að bæði fullorðnir og þó sérstaklega börn, séu á vegi bifreiða á götum bæjar- ins. Sérstaklega á þetta við um börn á veturna þegar gott sleða- færi er. Slysahættan er ákaflega mikil. Margoft hef ég séð börn koma á fleygiferð eftir hliðargötum út á aðalbrautir, án þess að hafa vald á sleðanum eða gát á umferð- inni. Á síðustu stundu hefur það svo oftast verið bifreiðarstjórinn, sem forðaði því að slys yrði. Skeytingarleysi fullorðinna er mjög vítavert. Það er algengt að sjá „FÁNA BRAUTRYÐJEND- ANNA SKAL EKKI VERÐA ÚR HENDI SLEPPT MEÐAN VERKLÝÐSHREYFING STARFAR í ÞESSU LANDI“ Röðin er komin að þeim ungu. Næstur er Guðberg Krist insson og beinir orðum sínum að ræðu bóndans, sem fvrr tal- aði og samvinnu bænda og verkamanna. JSTæstur er Eggert Þorbjarn- arson. „Sem einn af þeim er tilheyra yngri kynslóðinni í verklýðsstétt vil ég færa braut ryðjendunum þakkir okkar“, segir hann. „Þeim fána, fána brautryðjendanna, skal ekki verða úr hendi sleppt meðan íslenzk verklýðshreyfing starf- ar í þessu landi“. Því næst ræðir hann um hina dýrmætu fjársjóði reynslu, sem hinir eldri í verklýðshreyfing- unni hafa safnað. „Því færri ósigra bíðum við, því fleiri sigra vinnum við, því betur sem við lærum af reynslu liðinna ára“. RÖDD „FLIBBAÖREIGANS“ Enn gengur ungur maður fram — rödd hans munu flest- ir þekkja —: Pétur Pétursson útvarpsþulur. Hann hefur mál sitt með því að segjá að ef til vill muni sumum finn^st að hann eigi ekki heima á þessum stað en kveðst vera „ef svo mætti segja, óskilgetinn sonur verklýðsstétt- arinn — „flibbaöreigi“. Síðan ræðir hann um það að vinnandi stéttirnar eigi ekki að láta fyllast gremju hvor til ann arrar í stað þess að láta sér skiljast að það er skipulagið sem veldur óhamingju !þeirra beggja. Vinnuklæddi verkamað- urinn á eyrinni og „flibbaör- eiginn“ — hinn starfandi mað- ur með hvítt um hálsinn — eigi að vinna saman. Framhald á 5. síðu. íólk hlaupa yfir götuna rétt fyrir framan bifreiðar, sem eru á ferð. Þetta fólk á líf sitt og limi undir því að bílstjórinn stöðvi bíl sinn og það gerir alltof mikið að því að fceinlínis treysta á að svo verði. Þannig á ekki að storka hættunum að óþörfu, dauðaslys eru ekki ætíð það þungbærasta, heldur hitt, að verða e. t. v. örkumla alla ævi fyr- ir smávegis óaðgæzlu. Bifreiðastjórarnir hafa sínum skyldum að gegna, ekki síður en fótgangandi vegfarendur. Farartæk- ið sem þeir stjórna er undir öllum kringumstæðum hættulegt morðtól, sé það í höndum ógætinna og kæru- lausra. Eins og það er skylda þeirra e'r um veginn ganga, þá er það einnig skylda bifreiðarstjórans að virða rétt hins gangandi manns. Úr sögu umferðarslysanna þekkjum við margar hroðasögur, sem óþarft er að rifia upp. Dæmi þeirra ættu að vera hverjum bifreiðarstjóra, hverjum fótgangandi manni, nógu ljós til bess að hann eða hún temdi sér ætíð að fara varlega“. Það sem á skortir „Það ej ekki hægt að skella sök- inni á eina einstaka stétt, eins og t. d. bifreiðastjórastéttina og segja að þeir eigi einir sök á þeim um- ferðarslysum sem verða. En sumir þeirra aka þannig um götur bæj- arins, að þeim ætti aldrei að fá stjórn ökutækis í hendur, sem bet- ur fer eru þeir fáir. Þótt hið stór- vægilegasta séu auðvitað dauðaglys in, þá eru ýmsar skemmdir sem þessir menn valda m. a. á fötum gangandi manna, á bifreiðum sem standa á götunum og þeir sletta á, eða á k j allaragluggum fátækraí- búðanna, oft tilfinnanlegar. Sam- vinna allra aðila, bifreiðastjóranna, gangandi og hjólandi vegfarenda og lögreglunnar er nauðsynleg. Með því er hægt að fyrirbyggja mörg hin alvarlegu umferðarslys“. H. F. skrifar um tvö þing' „Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista -— hélt 4. þing sitt í Reykjavík 19.—24. nóv. Á þing- inu voru samankomnir um 30 full- trúar ungra sósíalista víðvegar af landinu. Eins og sjá má á Æsku- lýðssíðunni s. 1. laugardag, hefur þingið fjallað um mikilsverð mák Það er okkur eldri sósíalistum, sem séð höfum tímana tvenna, okkur sem minnumst þeirra tíma þegar hin sósíaliska hreyfing var ung á íslandi og átti fáa áhangendur, og nú er henni eykst stöðugt fylgí, mikil gleði að sjá athafnasemí æskulýðsins og baráttuvilja hans fyrir málefni sósíalismans. Við metum starf unga fólksins í Æsku- lýðsfylkingunni og hvetjum það til nýrra dáða. Ó. Alþýðusambandsþingið Alþýðusambandsþingið, sem einn- ig hefur verið háð þessa dagana, sýndi meiri óeiningu en þing Æ. F. Við því var líka að búast. Gegn þeim hluta fulltrúa verkalýð^ins, sem heilir eru í baráttunni fyrir heill og gengi verkalýðshreyting ir- innar, standa forsvarsmenn aftur- halds og niðurrifs, sem óspart skara eld að sinni köku. En verkalýður- inn hefur dæmt þessa menn. Þsir eiga sér ekki viðreisnar von lengur. En allir góðir unnendur alþýðusam takanna, eiga að leggjast á eitt með að útrýma algerlega áhriíum þess- ara manna úr samtökum alþýðunn- ar“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.