Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. desember 1944. Þ JOÐVILJINN 3 ÍÞRÓTTIR RfTSTJÓRI: FBÍMANN HELGASON Mikið líf í íþróttastarfseminni í Vestmannaeyjum segir Kari Jðnsson íþróttaksnnari í fréttabréfi til íþróttasfðunnar Fyrir nokkru hófst vetrar- starfsemi íþróttafélaganna hér og er hún óvenju fjölbreytt, og á'hugi eftir því- Kenndar eru frjálsar íþróttir, glíma og leik- fimi. Hafa félögin, Þór og Týr, marga flokka karla og kvenná. Er það athyglisvert hve áhugi kvenna er ört vaxandi fyrir leikfimi. Má geta þess, að nú kemur Þór fram með sjálfstæða flokka, sem það hefur ekki gert áður. Sýndi félagið á afmæli sínu fyrir skömmu og miðað við þann stutta æfingatíma, sem flokkurinn hafði, tókst sýn ingin furðu vel. Týr sýndi einn- ig leikfimisflokka á sínu af- mæli, við ágætar undirtektir. Sigurður Finnsson sér um og stjórnar flestum flokkunum, þó hefur undirritaður stjórnað úr- valsflokki Týs (13 körlum). Þá hefur verið tekið upp fjöl- breytt skemmtanalíf innan fé- laganna og áherzla lögð á að félagarnir sjálfir tæki þátt í þ>ví og sjái sjálfir um skemmti- atriðin. Er ætlunin að tengja saman fræðslu, söngva, létt hjal og nánari kynning félags- manna. Samstarf er gott milli félag- anna og munu xvennadeildir þeirra, sem áttu 15 ára afmæli 9. nóv. s. 1. halda sameiginlega upp á afmælið- Það gerir hvorki að reka né ganga með sundlaugina, engar framkvæmdir gerðar þar enn. Sama er að segja með Bíó-hús- ið, því er haldið í svo háu verði að ekki er hægt að ganga að kaupunum. í haust var gert við hlaupa- brautina og var hún allsæmileg á eftir, en gera má ráð fyrir að hana verði að laga í vor. Meistaramót í frjálsum íþrótt um 1 fyrsta flokki fór fram 24.—28. sept. Árangur varð yf- irleitt góður, til dæmis 100 m. hlaup Gunnars Stefánssonar i 1.4 sek, þrístökk Antons Grímssonar 13.30 m., stangar- stökk Guðjóns Magnússonar 3.50 m. og fl- Annars varð árang ur eins og hér segir: 100 m. hlaup: Gunnar Stef- ánsson, 11.4 sek., Týr. 2. Einar Halldórsson 11.6 sek., Týr og 3. Valtýr Snæbjörnsson 11.7 sek. Þór. 200 m- hlaup: Gunnar Stefáns son 24.3 sek. Týr. 2. Einar Hall- dórsson 24.6 sek. Týr. 400 m. hlaup: Símon Waag- fjörd 58.7 sek., Þór- 2. Guðjón Magnússon 59 sek. Týr. 1500 m. hlaup: Einar Hall- dórsson 4.52 mín. Týr. 2. Símon Waagfjörd 4.53 mín. Þór. 5000 m. hlaup: Ágúst Ólafs- son 18.47.9 mín., Týr. 2. Jón ísaksson 22.01 m., Týr. 4x100 m- boðhlaup: A-sveit Týs 49.1 sek. 2. Þór 49.4 sek. Spjótkast: Magnús Grímsson 48.03 m. Þór. Magnús er nýr maður og er árangur hans því góður. 2. Einar Halldórsson 42.60 m. Týr. Kringlukast: Ingólfur Arnar- son 35.28 m. Þór. 2. Einar Hall- dórsson 33.17 m. Týr. Kúluvarp: Ingólf ur Arnar- son 11.88 m. Þór. 2- Valtýr Snæ- björnsson 11.40 m Þór. Sleggjukast: Símon Waag- fjord 35.61 m. Þór. 2. Aki Gránz 35.42 m- Þór. Hástökk: Anton Grímsson 1.59 m. Týr. *2. Ástþór Markús- son 1.59 m. Týr. Langstökk: Gunnar Stefáns- son 6.09 m. Týr. 2- Guðjón Magn ússon 5.94 m. Týr. Þrístökk: Anton Grímsson 13.30 m. Týr. Anton er alveg nýr, hefur ekki komið fram á móti fyrr og er þetta því mjög lofsverð byrjun. 2. Sigurður Ágústsson- 12.28 m. Þór. Stangarstökk: Guðjón Magn- ússon 3.50 m. Týr. 2. Ólafur Er- iendsson 3.40 m. Týr. Mót þetta fór í alla staði prýðilega fram eins og við var að búast undir stjórn hr. Sig- urðar Finnssonar sem var yfir- dómari og Friðriks G. Jessonar er var leikstjóri. Samt hefði veðrið getað verið betra, en það er varla við því að búast þegar Framhald á 5. siðu. Að hverju keppír þú? Leiðin til að verða góður í- þróttamaður er torsótt, hún ligg ur í gegnum ýmiskonar af- neitanir. Fallir þú fyrir freist- I mgum eftirlátsseminnar, verður þú trauðlega áberandi íþrótta- maður. En vinnir þú sigra á sjálfum þér muntu líka læra að sigra mótherja þína. Settu þér eitthvað ákveðið takmark og revndu svo af al- efli að ná þvi. Það má einu gilda hver íþróttin er sem þu gerir að eftirlæti þínu, alls stað ar er hægt að setja sér lakmark og náir þú settu marki, áttu ekki að láta þar staðar numið heldur setja þér nýtt markmið, og svo koll af kolli. Þá muntu að lokum ekki aðeins vinna sigra í íþróttum, heldur einnig öðrum viðfangsefnum er þú tekur þér fyrir hendur. Gleymdu ekki að vilji þinn er máttur sem hægt er að æfa Sértu viljasterkur getur þú unnið keppinaut sé hann mlja- deigur. Þekking og afneitun skulu vera skjaldmeyjar þínar og muntu sigur hljóta- Nokkur heilræði: 1. Æfðu ekki nema þú séri heilbrigður. 2. Æfðu ekki einhliða. Mundu að styrkja líkama þinn með leikfimisæfingum árið um kring. 3. Æfðu aldrei svo mikið að j þú verðir uppgefinn. 4. Flýttu þér aldrei að æfa, æfðu rólega og með hvíldum. 5. Gættu þess að spenna aldrei vöðvana um of, það veld- ur aukinni þreytu og ólyst á að æfa. Lærðu að afslappa þá, þá nærðu æfingu. g. Æfðu á hverjum degi en létt og lítið í einu. 7- Byrjaðu allar æfingar með hægu hlaupi og leikfimi. 8. Æfðu reglubundið. 9. Æfðu snerpu og flýti fram til 19 ára aldurs. Annars getur það orðið um seinan að æfa upp flýtinn. Þolið er hægt að æfa upp síðár. 10. Æfðu þig á víðavangi þeg ar þú getur, en ekki á hörðum götum eða vegum, hlauptu í mýrum, móum, túnum og brekk um. 11. Kepptu aldrei óæfður eða lítt æfður. 12. Æfðu þig lengi og kapp- áamlega áður en þú tekur þátt 1 þolkeppni. 13- Hvíldu þig minnst tvo daga fyrir keppni. 14. Mundu að mýkja þig vel með smáhlaupum og æfingum áður en þú keppir. 15. Gættu þeso að vera ve' klæddur bæði á æfingi.rn og \ keppni. Sé þér kalt, nærðu ekki árangri. 16. Taktu sigri með hógværð og ósigri með jafnaðargeði. 17. Temdu þér drenvilega framkomu. stundvísi. orðheldni Sérsambönd í lögum í. S. í. sem samþykkt voru í fyrra, segir í 29. gr.: „Sérsamband má stofna innan þeirra íþróttagreina sem um getur í 10. gr-, ef stjórnir félaga, sem iðka viðkomandi íþróttagrein, leggja fram skriflega beiðni til stjómar í. S. í. um það. Þó má því aðeins stofna sérsamband að * % hlutar félaganna í þeim íþróttagreinum óski þess, enda telji þau % hluta allra þeirra áhugamanna sem íþróttina iðka innan sinna vébanda. Eigi mega færri en 5 félög í sömu íþróttagrein mynda sérgreinasamband“. Með þessari grein í lögum í. S. I. er gert ráð fyrir að öflugar íþróttagreinar myndi með sér sérsamband fyrir allt landið. Er þetta gert að háttum annarra þjóða sem flestar hafa tekið upp þessa skiptingu hjá sér. Fljótt á litið virðist margt mæla með því að þessu sé komið á hér. Gera má ráð fyrir að stjórn slíkra sambanda gæti áorkað meiru fyrir íþróttagreinina en í. S. í- getur þar sem allar greinar heyra undir það eins og er. Og til að fyrirbyggja misskilning þá heyra þessar sérgreinar undir í. S. í. en fara með sérfræðileg mál greinarinnar. Stofnun þessara sérsambanda hefur oft borið á góma, og nú virðist sem mikill áhugi sé ríkjandi um það að athuga vilja fé- laganna í landinu. Eru þar 4 til 5 greinar sem munu hafa rætt þetta nokkuð, og nú hefur eitt ráðið í Reykjavík, Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur haldið aukaþing um þetta mál. Að sjálfsögðu þarf nýskipan sem þessi, mikinn og gjörathug- aðan undirbúning og í rauninni fyrst og fremst rannsókn á því hvort það, sem vinnst við stofnun sérsambanda, sé meira en þeir erfiðleikar sem þau ef til vill geta lent í, og á ég þar fyrst og fremst við fjárhagsörðugleika. Það er staðreynd, að íþróttastarf er ekki' hægt að reka án fjármagns, það eitt að halda gangandi sambandi og þess daglega rekstri, gerir kröfu til nokkurs fjármagns, höfum við þar fyrir okkur rekstur í. S. í. á undanfömum árum og verður að gera ráð fyrir að svipað verði um starfsemi sérsambanda'. Allt fé til daglegs reksturs og ef til vill nokkuð meira verða þau félög sem að sérgreinum standa að greiða beint eða óbeint annað hvort með sköttum eða þá gert verði eins og víða erlendis, að sam- bandið taki allan ágóða af öllum leikjum og skipti honum milli félaganna eftir dugnaði og hve langt þau ná í keppninni eftir árið- Nú er það svo, að þegar við lítum yfir félagaskrána, telja þau yfir 20 þús. félagsmenn, en sannleikurinn er sá, að raunhæfir, starfandi íþróttamenn eru ekki margir í hverri grein, og því færri sem þeir eru, því meiri erfiðleikar. Að þessu leyti er okk- ar aðstaða ósambærileg við aðstöðu annarra þjóða. Fjölmennið þar gerir þetta léttara og því auðveldara að láta sérsamböndin lifa glæstu lífi. Eins og nú standa sakir mundi t. d. félag sem væri með í stofnun sérsambanda 1 sundi, glímu, skíðum, knattspyrnu og frjálsum íþróttum, verða að borga skatt til allra sambandanna, umdæmisins og ráðsins, ef það er á staðnum, og auk þess til í. S. í. Allt þetta verða félögin að gera sér ljóst þegar þau ræða um stofnun sérsambandanna. Þau verða að gera sér ljóst, hvort umdæmisskipunin er ekki nóg nýbreytni í einu, styrkja og styðja þau og fá rekstur þeirra á öruggan grundvöll áður en stærri stökk eru tekin. Félögin í landinu hafa vald og rétt samkvæmt lögum í. S. í. | til að stofna sérsamböndin- Þau þurfa því að hugsa málið vel \ frá öllum hliðum og gera sér ljóst hvað vinnst og hvað tapast. ! Það bitnar á þeim sjálfum hvernig fer. Hvað viðkemur í. S. í. þá mundi þetta létta mjög störf þess, sem hafa verið og eru of mikil, og mundi veitast meiri tími til að sinna almennum málum en verið hefur. og hjálpfýsi. 18. Kepptu sjaldan á meðan þú ert að vaxa, í þess stað skaltu leika þér að íþróttinni og finna unað hollrar hreyfing- ar. 19. Viljir þú verða gcður í- þróttamaður verður þú að gera miklar kröfur til sjálfs þín og æfa lengi og skyhsamlega- Erf- iða þjálfun skaltu ekki byrja fyrr en þú ert orðinn 18 ára. 20. Farður snemma að sofa og snemma á fætur. 21. No^'ðu ekki vín eða t> bak, annars ertu ekki íþrótta- maður. 22. Gleymdu ekki, að ef þú ert þekktur íþróttamaður, þá gerir þjóðin kröfur til þín, og þú verður að fullnægja þeim. Að lokum þetta: Vertu vandur að virðingu þinnj og veldu félaga við þitt hæfi. Spakur maður sagði eitt sinn við lærisvein sinn: „Segðu mér hvar þú skemmtir þér og hverja þú umgengst, og ég skal segja þér hver þú ert“. (K.R.-blaðið: Ben. Jakobsson).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.