Þjóðviljinn - 01.12.1944, Blaðsíða 8
Sjúmannafélag Hafnarfjarðar tuttugu ára
Afmælishátíð í Gððtemplarshúsinu f Hafnarfirði í kvöld
Viðtal við Kristján Eyfjörð, form. Sjómannafél. Hafnarfjarðar
Sjómannafélag Hafnarfjarðar minnist 20 ára afmælis síns
með skemmtun í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði í kvöld.
Sjómannafélag Hafnarfjarðar er stofnað 23. okt. 1924, en
hafnfirzkir sjómenn eru vanir að halda árshátíð sína 1. des.
og því er afmælishófið haldið í dag.
Fyrstu sjómannasamtök í Hafnarfirði munu hafa verið stofn-
uð um aldamót og haldið uppi um nokkurra ára skeið, en lítið
er nú vitað um starf þess félags.
Á afmælisskemmtuninni í kvöld flytur ræðu Kristján Ey-
Jjörð, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, ennfremur er á
dagskránni sjónleikur og söngur.
Fréttamaður Þjóðviljans átti í gær stutt viðtal við; Kristján
Eyfjörð.
Hvað geturðu sagt mér um
tildrögin að stofnun Sjómanna-
iélags Hafnarfjarðar?
— Fyrsta tilraun til félags-
stofnunar meðal sjómanna í
Hafnarfirði mun hafa verið
gerð fyrir aldamótin, eða um
1896, og þá stofnað eitt af Báru-
félögunum svonefndu. Talið er
14 ára skeið, en fátt eða ekkert
að félag þetta hafi starfað um
mun nú skráð um félagið.
Talið er að önnur tilraun til
félagsstofnunar hafi verið gerð
1915, en brátt mun það félag
hafa leystst upp aftur.
Sjómannafélag Hafnarfjarðar
var stofnað 1924 og hefur starf:
að óslitið síðan.
Áður en félagið var stofnað
voru hafnfirzkir sjómenn í Hlíf
og munu þeir ásamt forustu-
mönnum Sjómannafélags
'Reykjavíkur hafa átt frum-
kvæðið að stofnun félagsins.
Fyrsti stofnfundur var hald-
inn 23. október 1924. Sigurjón
Á. Ólafsson setti þann fund og
tilnefndi sem fundarstjóra
Björn Blöndal Jónsson- Rósin-
kranz Á. ívarsson bar fram á
fundinum svohljóðandi tillögu;
„Fundurinn samþykkir að
stofna sjómannafélag-í Hafnar-
firði og kýs 5 manna nefnd til
að semja lög og reglur fyrir fé-
lagið og undirbúa hinn reglu-
lega stofnfund.“
Tillagan var samþykkt og í
nefndina voru kosnir Júlíus Sig
urðsson, formaður, Erlendur
Jónsson, Símon Kristjánsson,
nú hafnsögumaður í Hafnar
firði, Stefán Bachmann og Mar-
teinn Einarsson, eru þrír hinir
síðasttöldu allir enn í Hafnar-
firði.
Á þessum fundi gengu í félag
ið sem stofnendur 54 menn.
Framhaldsstofnfundur vai
haldinn 30. okt. sama ár.
Meirihluti nefndarinnar lagði
til að félagið yrði deild í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, en
minnihlutinn, Júlíus Sigurðs-
son, vildi að það yrði sjálfstætt
íélag.
Tillaga meiri hiuta nefndar-
innar fékk meira fylgi og var
samþykkt að félagið yrði deild
úr Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Á aðalfundi félagsins, þrem
mánuðum seinna, eða 17. jan.
1925, var svo afráðið að gera
félagið að sjálfstæðu felagi og
var Björn Jóhannesson, nú bæj-
arfulljrúi Alþýðuflbkksins í
Hafnarfirði kosinn formaður
þess Auk hans voru í fyrstu
stjórn þess sem sjálfstaíðs fé-
lags þeir Eyjólfur Stefánsson,
varaformaður, Guðmundur Ól-
afsson, ritari, Júlíus Sigurðsson.
gjaldkeri og Gunnar Jónsson
meðstjórnandi.
Fyrsti fulltrúi félagsins á Al-
þýðusambandsþing var Mar-
teinn Einarsson.
— Hvað er að segja tnn átök
félagsins fyrir bættum kjörum?
— Þegar félagið var stofnað
voru taldir vera 12—14 togarar
í Hafnarfirði og aðalverkefm
félagsins var að ná sömu kjör-
um og sjómenn í Reykjavík-
í október 1925 gerði íélagið
samninga í samræmi við samn-
inga Sjómannafélags Reykja-
víkur.
Árið 1929 tók félagið þátt í
verkfalli með Sjómannafélagi
Reykjavíkur tii þess að knýja
fram bætt kjör, og giltu þeir
samningar er þá voru gerðir
allmörg næstu ár.
Auk þess beitti félagið sér
fyrir bættum kjörum sjómanna
á ýmsan hátt.
Það var t. d. fyrir tillögu frá
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar
að vélbátarnir : Bjargirnar“ svo
nefndu voru smíðaðir og gerðir
út frá Hafnafirði.
Ennfremur hvatti félagið til
sundlaugarbyggingarinnar í
Hafnarfirði, svo sjómenn gætu
lært sund, og átti félagið mann
1 byggingarnefndinni.
Félagið hefur stofnað vinnu-
deilusjóð, og styrktarsjóði fyrir
félagsmenn var komið upp s.l.
ár. Fyrsti hvatamaður að stofn-
un styrktarsjóðsins var Óslcar
Jónsson.
Þá^má ekki gleyma að félag-
ið hefur átt þátt í auknum ör-
yggisráðstöfunum sjómönnum
til handa á stríðsárunum.
Lesendum Þjóðviljans er vel
kunnugt um hið mikla átak
sem Sjómananfélag Hafnarfjarð
ar undir forustu Kristjáns Ey-
fjörðs gerði s.l. vetur til þssr
að hindra ofhleðslu togaranna
Kristján Eyfjörð
Kristján Eyfjörð og Ingimund.
ur Hjörleifsson gengu mjög öt-
ullega fram í því að hindra að
togurum væri hl’eypt úr höfn
án þess að settum hleðsl'uxegl-
um væri fylgt. Stóðu þeir sjálf-
ir á bryggjunum og litu eftir að
settum reglum væri fyfgt með
þeim ágæta árangri; að eng-
um togara var sleppt úr höifn
ofhlöðnum eftir þaðé
Þegar ég minntist' á þetta við
Kristján vill hann sem minnst
gera úr sínum eigih; þætti em
segir mjög ákveðirm. að án
árvekni og ágætrar samvihnu
Ingimundár Hjörleifssonar
hefði aldrei tekizt að na þeim
árangri: sem varðl
—- Hverjir hafa verið for-
menn í' Sjómánrjafélagi1 Hafnar
fjarðar?’
— Fonnaður þes j meðan það
var deild í Sjpmannafélagi
Reykjávíkur var Julíus Sigurðs
son..
Fyrsti formaður félagsins
sem sjálfstæðs félags 1925 var
Björn Jóhannesson, síðan hafa
formenn verið þessir:
1926 Júlíus Sigurðsson, 1927
Björn Jóhannesson, 1928 Gunn-
ar Jónsson, 1929 Ingimundur
Hjörleifsson, 1930—1931 Jens
Pálsson, 1932—1936 Óskar Jóns-
son, 1937—1942 Þórarinn Guð-
mundsson og 1943 og síðan
Kristján Eyfjörð.
— Hér hefur aðeins verið
stiklað á stóru og hefði mátt
rekja þessa sögu miklu ýtar-
legar, segir Kristján að lokum,
en ég læt mér þessa frásögn
hans nægja að sinni. — Svo vil
ég um leið nota tækifærið til
þess að áma hafnfirzkum sjó-
mönnum allra heilla með félag
þeirra og afmæli þess.
J. B
Allskonar viðgerðir
framkvæmdar
Dvergasteimi
Haðarstíg 20. Sími 5085.
MBP NÝJA BÍG
Kafbátur í hernaði
(„Crash Dive“)
Stórmynd í eðlilegum litum
Aðalhlutverk:
TYRONE POVER,
ANNE BAXTER,
DANA ANDREWS-
Bönnuð börnum yngri en
12 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
IJAKNAKtílÓ
Uppi hjá Mðggu
(Up in Mabel’s Room)
Bráðskemmtilegur ame-
rískur gamanleikur.
MARJORIE REYNOLDS
DENNIS O’KEEFE
GAIL PATRICK
MISCHA AUER
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
KAUPIÐ
ÞJOÐVILJANN
0 r*iBi—nniv ~ —irrn~ r>m-ii“~*
Jarðarför sonar okkar,
GUÐMUNDAR JÓNS JÓHANNSSONAR,
fer fram laugardaginn. 2. des. og hefst kl. 10 f. h.,
frá heimili okkar, Furuhlíð við Sléttuveg.
Jarðað verður frá Dómkirkjunni.
Anna Lilja Guðmundsdóttir, Jóhann Eyvindsson.
TIl
liggur leiðin
xjcxui;
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
XOMIZO
Tekið á móti flutningi
árdegis í dag í:
Sverrir
til Breiðafjarðarhafna,
samkvæmt áætlun.
Þór
til Bíldudals Þingeyrar,
Flateyrar og Súganda-
fjarðar
Bnlðklettar
til Hornafjarðar, Djúpa-
vogs, Breiðdalsvíkur og
Stöðvarfjarðar.
f
i
Lfa borginni
Útvarpið í dagr
15.30 —1630 Útvarp frá samkomu
stúdenta í hátíðasal Háskól
ans:
a) Ávarp (Jóhannes Elíasson
stud. jur.).
b) Samleikur á fiðlu o« pí-
anó (Árni Kristjánsson og
Björn Ólafsson).
c) Ræða (Brynjólfur Bjarpa-
son, menntamálaráðherra).
d) Einsöngur (Kristján Krist-
jánsson).
e) Ræða (Pálmi Hannesson
rektor).
20.30 Kvöld Stúdentafélags Reykja-
víkur:
a) Rærður (Ólafur Lárusson
prófessor, Egill Sigurgeirs-
son hæstaréttarmálafl.m.).
b) Upplestur (Jón Sigurðsson
skrifstofustjóri).
c) St;dentakórinn syngur
(Þorvaldur Ágústsson
stjórnar).
d) Útvarpshljómsveitin Jeikur
Fílipseyjar
Framhald af 5. síðu.
stjórn fvlgt sáttastefnu í garð eyja
skeggja og lagt áherzlu á að leggja
vegi, gera brýr, efla akuryrkju og
stnðla að aúkinni heilbrigði og
menntun.
Árið 1904 voru innleidd endur-
bætt skattalag og 1907 fengu Fil-
ipseyingar stjórnarskrá með
nokkurri sjálfstjórn.
Samkvæmt samningum sem
gerðir voru 1934, fengu Filipsey-
ingar sjálfstjdrn og eiga að fá
fullt sjálfstæði 4. júlí 1946.
Árangurinn af þessari sattastefnu
Bandaríkjanna kom í ljós, þegar
Japanar réðust á evjarnar í des-
ember 1941. Enda jiótt þeir legðu
þær undir sig á fjórum mánuðum
hélt allur þorri íbúanna tryggð við
Bandaríkin og hefur liáð látlaust
skærustríð síðan gcgn Japönum.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Næturakstur: Hreyfill, sími 1633.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki.
Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20
til kl. 9.10 f. h.