Þjóðviljinn - 07.12.1944, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.12.1944, Qupperneq 3
Fimmtudagur 7. desember 1944. ÞJÓÐVILJINN 9 SEZT AÐ í EYÐIBÆ Sumarið 1939 brá ég mér norð- ur á gamlar æskuslóðir á Flatey á Skjálfanda og hugðist ég dvelja þar nokkurn tíma. Fór ég að heim an svo út búinn, að ég gæti gripið til erfiðisvinnu, ef til þeirra kaáta kæmi, en ekki gerði ég mér hill- Ingar um. mikið kaup, eins og þá var ástatt með atvinnu manna. Hitt ætlaði ég mér að vinna fyrir mér þann tíma, sem ég dveldi í •eynni og ferðakostnað báðar leið- ir. Fór það allt samkvæmt áætl- un, og þótti gott. Eg tók mér far með gufuskipi norður. Kom ég við bæði á ísafirði -og Siglufirði á leiðinni til Akureyr- ■ar. Á Akureyri stóð ég við í tvo daga og fékk þá bílferð til Húsa- víkur. Samdægurs náði ég í flóa- 'bátinn og kom til Flateyjar um kvöldið, öllum óvörum. Taldi ég mig hafa sótt vel að Flateying- um, því að þá um daginn höfðu læir veitt allmikla síld i reknet, og var því nóg beita næstu daga. Tetta var 7. júní. * Jóhannes Bjamason hreppstjóri á Neðribæ tók á móti mér um kvöldið sem gömlum kunningja aínum. Taldi hann sjálfsagt, að <ég gisti hjá honum. Hann hafði Att von á línustúlku með skipinu einhvers staðar að austan — til viðbótar þremur ungum stúlkum frá Eyjafirði, sem setztar voru að í-Neðribæ, ráðnar þar um sumarið við mótorbát. En þessi línustúlka icom ekki, og taldi kunningi minn sér það mikinn baga. Eg tjáðí honum þá frá mínu undarlega ferðalagi og gaf kost á því að ganga að beitingu og uppstokkun með stúlkunum. Væri ég að vísu tekinn að stirðna við beitingu frá því, er ég var á bezta aldri, en hélt, að ég mundi þó ná meðalflýti, er ég tæki að liðkast eftir kyrrsetum I ar um veturinn. Samdist svo milli | okkar Jóhannesar, að ég keypti 1 fæði í Neðrabæ er fengi 25 aura fyrir hvern stokk beittan og greiddan upp í tré. Varð ég stund- um að herða mig til þess að hafa ögn afgangs fæði, þjónustu og öðr- um nauðsynlegum kostnaði um sumarið. Næsta morgun fór ég á fætur klukkan 4 til að beita. Hafði ég gaman af að iðka íþrótt þessa á nýjan leik. En ekki fór nú mikið fyrir flýtinum. Róðrar stóðu fjóra daga þindarlaust, og varð ég að hafa mig allan við. Eftir það varð ofurlítið hlé, og fór ég þá að sjá mér fyrir húsnæði. Var svo þröngt setið í Neðribæ, að ekki var unnt að bæta þar við karlmanni. En mér heppnaðist af tilviljun að fá inni í gamalli baðstofu, er stóð auð vestan garðs, og þar hreiðraði ég um mig. Bær bessi hét að Sælandi. Eg gat fengið lánað rúmstæði og ofurlítið borð og fleira smávegis, er mér reið mest á. Var Helga föð- ursystir mín drjúgust í því að hlynna að mér og þar næst Jónína dóttir hennar. Þarna kunni ég vel við mig, eftir að ég hafði búið um mig. Eg tók Fullan þátt í lífinu í Flatey, sem ég þekkti svo vel frá barnæsku, þó að sumt væri breytt orðið. Sjóndeildarhringur- inn var hinn sami og fyrr, og end- urminningarnar voru ríkar í vit- Theodór Fríðríhsson; Snmardvöl i Flatsy VVVnjVWUWJVWJWWMWWWUVVWWWAIVVVlflJWWWVUW ]) £>essa daga kemur í bólcabúðir ný bók ejtir Theódór Frið- riksson, er hann nefnir „Ojan jarðar og neðan“. Er hún einskonar \ jramhald aj sjáljsœvisögu Theódórs „í verum“, og segir höjundur !| frá jerli sinum og atvinnu hemámsárin, og jjalla síðustu kaflamir j! um líjið á Ingóljskajji. !j Hér birtist kajU úr bókinni, þar sem Theódór segir jrá kynnum 1! sínum við þýzíca „vísindamenn“, sem voru hér á jerð jyrir stríð. !j tVUWWVUWWVVVVVWVSÍV'WWWVWVVVWWUVVWUWVVVVWW. Theodór Friðiiksson. und minni — bæði ljúfar og sár- ar. ÞÁTTUR UM STJÖRNU-ODDA OG ÞÝZK VÍSINDI Dr. Jón Dúason hafði verið mötunautur minn í Þingholtsstræti 28 um nokkurt skeið. Litlu áður en ég lagði af stað norður, spurði hann mig að því dálítið kankvís, hvað hefði nú verið af þjóðkunn- um mönnum í Flatey. Mér varð svarafátt, því að ég mundi ekki eftir neinum. En dr. Jón var hinn íbyggnasti, og kvaðst geta nefnt mér a. m. k. einn frægan mann, sem verið hefði í Flatey. Sagði dr. Jón, að hann hefði þá nýlega rekizt á merkilega þýzka bók á Landbókasafninu, Germanische Himmelskunde — Iliminfræði Goð þjóðar — eftir Dr. h. c. Otto Sigfrid Reuter frá Bremen. Fjallaði bók þessi mjög um Stjörnu- Odda. Höfundurinn liéldi því fram, að Stjörnu-Oddi hefði dvalið í Flatey og gert þar merkilegar at- liuganir á göngu sólar, svo merki- legar, að hann ætti engan líka í þeirri grein á þeim tíma. Eg hafði af þessu mikla ánægju og hugsaði gott til glóðarinnar að ræða þetta við Flateyinga, eink- um Jóhannes Bjarnason í Neðri- bæ. Eg vissi, að hann hafði tek- ið þvílíku ástfóstri við Flatey, að honum mundi þykja vænt um, ef eynni yrði helgaður þessi speking- ur. Eg hafði því ekki dvalið marga daga í Flatey, er ég lireifði þessu máli við Jóhannes, og kritaði þá heldur liðugt um vísindi þýzka doktorsins og frægð Stjörnu-Odda. Því miður höfðum við Jóhannes ekki kynnt okkur hinn svonefnda Stjörnu-Oddadraum, en ég stakk samt upp á því, að hann mundi hafa orðið til í Flatey. — Mér varð nú tíðrætt um Stjörnu-Odda við Flateyinga um sumarið og gerði mikið úr frægð hans qg Flateyjar. Þegar leið á sumarið, barst sú frétt á bylgjum útvarpsins, að fjórir þýzkir vísindamenn væru komnir til Reykjavíkur. Fylgdi það fréttunum, að tveir þeirra raundu hefja för norður í land ■og jafnvel út í Flatey á Skjálf- anda. Eg var fljótur að grípa þessa fregn á lofti og stakk upp á því við fólkið í Neðribæ, að þarna mundi vera á ferðinni hinn frægi doktor, höfundur bókarinnar um Stjörnu-Odda, og gætu þessir félagar ekki átt annað erindi út í Flatey en kynna sér þær stöðvar, er Oddi liefði á dvalið. Jó'hannes í Neðribæ brosti að því, hve mjög ég hélt má'li þessu fram, en ekki þóttu það lítil tíðindi, ef svo skyldi falla, að þessa ferðalanga bæri út ! að Flatey, því að heldur sjaldan leggja frægir nienn leiðir sínar þangað. Svo liðu nokkrir dagar, án þess að nokkuð bæri til tíðinda, en ég reyndi að halda þessu máli vak- andi. Fiskiróðrar voru nú að falla nið- ur í Neðribæ, cn í stað þess var verið að hefja síldveiðar í reknet. Eg var tekinn að hugsa til ferðar suður, hættur beitingum, en vann ofurlítið að heyskap hjá ekkjunni í Baldurshaga til þess að slæpast ekki aðgerðarlaus, þangað til mér þætti mátulegt að leggja af stað suður. Kominn var 9. ágúst og töð- ur að mestu hirtar í Flatey, nema ' niðri á granda lágu allstórir flekk- ir, sem verið var að þurrka. Ofur- lítill norðankaldi var og þokuryk í lofti, en sólskin öðru hvoru, dá- lítill þurrkur, en ekki meiri en svo, að öðrum heyskaparstörfum var sinnt jafnframt. Eg gekk að slætti með ungum pilti frá Tindriðastöð- um í Hvalvatnsfirði, og hjökkuð- um við útsköfur nokkrar vestar- lega á grandanum. Þurrt var og seigt að slá, enda grýtt sums stað- ar, og þurfti oft að klappa Ijáiua og brýna, og talaði ég margt við piltinn frá Tindriðastöðum. Stúlk- ur frá Neðribæ gengu að því að rifja stóru flekkina á grandanum, og í ráði var að taka þá í sæti um kvöldið. Piltar voru niðri við sjó um daginn, útbjuggu síldamet og bjuggust við að fara á drift um nóttina. Um nónbilið kom sú fregn, að trillubátur kæmi frá Húsa- vík. Þetta var reyndar ekki mikil nýjung, en í kjölfar þess- arar fregnar kom önnur, er þótti meiri tíðindum sæta: sú, að Þjóðverjamir væru komnir. 'Sá ég þá, að komið var heldur en ekki kvik á menn niðri við skúrana. Eg var bundinn við orfið, gat ekki hlaupið frá því til ókunnugra manna, en ég lét stúlkumar færa mér hverja nýja frétt. Þjóðverjamir voru tveir og höfðu með sér íslenzk- an túlk. Þeir gengu heim að Neðribæ til fundar við Jóhann- es hreppstjóra. Hló mér hug- ur í brjósti, ef svo skyldi reyn- ast, að þeir væm komnir að 1 leita að spomm eftir Stjörnu- Odda. Eg sá til ferða þeirra félaga heim að Neðribæ. Þar stóðu þeir ekkert við, en héldu rak- leiðis austur á hólana sunnan við Nýjabæ, og þar sá ég, að annar þeirra félaga setti niður mælingatæki, og tók það tals- verða stund. Að því loknu báðu þeir félagar Jóhannes hrepp- stjóra að fylgja sér út á ey. Leið svo langur tími án þess ég sæi til þeirra eða frétti um þá, annað en það, að þeir hefðu pantað mjólk og smurc brauð, þegar þeir kæmu úr gönguför- inni, og var búizt við, að þeir kæmu vestan Teistabjargs- bakka. Nú var að létta í lofti og norðankulið að kyrra. Voru herramir þýzku því heppnir með ferðaveðrið. Eg beið í hálfgerðri óvissu um erindi þessara manna, þang að til ég náði tali af Jóhannesi. Hann tók á sig krók til að segja mér tíðindin. Hann hafði geng- ið með þeim félögum vestur á Þórðarsteinshom, fram með Leynistjörn og austur Teista- bjargsbakka og farið rétt sunn- an við Baldurshaga. Hann hafði á handleggnum ógurlega mikla gúmmíkápu, sem annar Þjóð- verjinn hafði klætt sig út á leiðinni. Kápa þessi var stein- grá að lit og svo mikil felldur, að hún var fullur burður að bera hana á handleggnum. Flaug mér í hug kápa Göngu- Hrólfs, Véfreyjunautur, og þótti mér það tiginna manna, að bera slíka gersemi. Jóhannes var brosandi út undir eyru, er hann kom úr þessum leið- angri. Hann kvað mig hafa verið sannspáan um þessa menn. Værí þama kommn Dr. h. c. Otto Sig- frid Reuter með bók sína í hönd- um og leitaði sér upplýsinga um Stjörnu-Odda. Sér til aðstoðar hefði hann lærðan stjörnufræðing, próf. Rolf Múller frá Potsdam. Dr. Reuter væri roskinn maður, lágur en þrekinn, holdugur, en kvikur og fjömgur karl. Próf. Múller væri á að gizka miðaldra maður, hár og þrekinn, myndarlegur í sjón, festulegur á svip og alvarlegur og í öllu hinn fyrirmannlegasti mað- ur, hann ætti kápuna. Ta’l okkar Jóhannesar snerist nú að Stjörnu-Odda. Spurði Jóhannes mig, hvort ég myndi eftir nokk- urri tímaritsgrein, þar sem um Odda væri talað. Vísaði ég til greinar í gömlum Skírni eftir Þor- kel Þorkelsson frá Flatatungu. En ekki mundi ég, í hvaða árgangi greinin var. Fannst hún því ekki í flýtinum þá um daginn. Þeir félagar stóðu skamma stund við í Flatey, eftir að þeir komu úr gönguförinni. En þess báðu þeir síðast orða, að komið yrði til sín orðum, áður en þeir færu suður, ef menn myndu eftir einhverjum ömefnum, er minntu á Stjömu-Odda, í Flatey eða í grennd við eyna. Þegar ég kom frá vinnu minni um kvöldið, og Þjóðverjarnir voru á bak og burt, setti ég ráðstefnu með nokkrum kunningjum mínum til athugunar á þessu merkilega máli. Þá kom það upp úr þoku- kafinu, að Elísa Pálsdóttir, kona Guðmundar Jónassonar bónda í Útibæ, mundi það frá því, er hún var bam á Brettingsstöðum, að hún hafði heyrt nefndan Oddskofa uppi í fjalli, norðan undir svo- nefndum Mosahnjúk. Ég var fljót- ur til skilnings á þessu og dró strax þá ályktun, að þessar eldgömlu rústir mundu eins geta hafa verið kenndar við Odda og Odd, og væri ekkert því til fyrirstöðu að nefna þær Oddakofa, Stjörnu-Oddakofa. Þótti mér Elísa liafa þagað yfir þessu helzti lengi, þar sem Þjóð- verjarnir mundu nú fyrir löngu komnir úr kallfæri. En til að gera enn meira úr þessu máli, datt mér í hug, að Arnargerði mundi eins geta hafa heitið Oddagerði. Víst var, að enginn maður í Flatey gat minnstu grein gert fyrir nafninu. Jóhannesi þótti ég djarfur í ágizk- unum, og var að þessu brosað í Neðribæ. Samt var boðum um þetta komið til Ilúsavíkur um tal- stöðina í Flatey. Ég var eins og fyrr segir á för- um úr Flatey. En áður en ég færi, langaði mig til að bregða mér upp á Flateyjardal og svipast þar um 2—3 daga. Ég hafði um þessa för mína sammælst ungu fólki, er ætl- aði úr Flatey upp á dalinn i berja- mó um næstu helgi. Ég ætlaði mér að fá fylgd frá Brettingsstöðum FrHrnh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.