Þjóðviljinn - 09.12.1944, Page 7

Þjóðviljinn - 09.12.1944, Page 7
*JÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1944. IACE LONDON: . Skipsdrengurinn á Blossa hefðu endað. En hin skjóta rás viðburðanna gerði alla ákvörðun óþarfa. Hreinninn hafði slegið um seglinu og fór með því- líkum hraða aftur á bak og valt svo hroðalega, að hjá gat ekki farið að honum hvolfdi. Það var ægileg sjón. Stormurinn var búinn að ná hámarki og öldukamb- arnir suðu í samfelldu löðri. Hreinninn hvarf bak við háan ölduhrygg. Öldumar ultu áfram, og á næsta augna- bliki sáu drengirnir ekkert nema hafrótið, þar sem skútan hafði áður verið. Þeir skimuðu eftir henni einu sinni enn, en árangurslaust. Hreinninn var horfinn. Þeir voru einmana á ólgandi hafinu. Guð veri sálum þeirra náðugur! sagði Friskó Kiddi hátíðlega. Slysið hafði haft allt of mikil áhrif á Jóa til þess að hann gæti mælt nokkurt orð. Þar fórst hún með manni og mús, sagði Friskó Kiddi skælandi. Síðan fóru þeir að hugsa um sínar eigin erfiðu ástæður. Nú verðum við að reyna að bjarga sjálfum okkur. Þetta var kollhríð stormsins, en sjórinn verður því verri viðureignar sem meira lægir.- Taktu í með ann- arri hendinni, en haltu þér föstum með hinni. Við verð- um að losa skútuna við rekaldið. Þeir skriðu framá með hnífa í höndum og reyndu að skera frá rekaldið, sem lamdist við skútuna og olli henni skemmda. Friskó Kiddi tók að sér stjórn þessa hættulega verks. Jói hlýddi skipunum hans eins og gamall hermaður. Á hverju augnabliki gaf svo á, að þeir hentust til og frá eins og fjaðrahnettir. Fyrst festu þeir meginhluta rekaldsins við festarkollana fram á. Másandi og spúandi — og oftar neðan en ofan- sjávar — tókst þeim að skera í sundur flækjur af köðlum og strengjum. Stýrisrúmið fylltist af sjó, svo að tvísýnt var, hvort skútan mundi fljóta meðan þeir luku verkinu. Friskó Kiddi skar sundur kaðlana, storm- urinn gerði hitt. Blossa rak í hlé við rekaldið, þangað til strengdi á köðlunum, sem festir voru við festarkoll- ana. Það kom skútunni á réttan kjöl og hélt henni beint móti storminum og ölduganginum. Drengimir tóku sér litla hvíld og hrópuðu húrra fyrir góðum árangri vinnunnar, síðan hlupu þeir aftur í stýrisrúmið, þar sem munirnir úr káetunni flutu í sjónum. Þeir tóku að ausa með tveimur skjólum, sem þeir tóku úr skipskistunni. Það var óþægilegt verk, því þeir fengu oft sjóinn framan í sig. En þeir voru þolgóðir, og þegar nóttin skall á, gátu þeir notað dæl- umar og Blossi lá og dansaði á öldunum við rekakkeri sitt. Eins og Friskó Kiddi hafði sagt, var mesti storm- urinn búinn, en hann var nú orðinn vestlægur og stinn- ingshvass. Ef hann nær sér í vestrið, sagði Friskó Kiddi, rekur okkur upp á Kaliforníuströndina einhvern tíma á morg- un. Við getum ekkert annað gert en beðið. Þeir töluðu fátt, því að félagamissirinn gerði þá hljóða og þeir urðu uppgefnir á erfiðinu. Þeir hnipr- uðu sig saman til að halda á sér hita, og til að finna ekki til þess, hve einmana þeir voru. Það var sorgleg nótt og þeir skulfu af kulda. Enginn hiutur var þurr innanborðs, maturinn, ábreiðurnar — allt var rennvott. Stöku sinnum blunduðu þeir, en þeir blundar voru ekki værir, því ef annar þeirra vaknaði, kipptist hann svo við, að hann vakti hinn. ERICH MARIA REMARQUE: VINIR hvað að gerast, því að Kafé International, Verklýðshúsið og fundarhús Hjálpræðishersins voru á næstu grösum. Fram- undan húsinu var líka gamall kirkjugarður, sem fyrir löngu hafði verið lagður niður. Þar voru há og gömul tré, eins og í skógi. Um nætur var svo kyrrt kringum húsið, að ég gat látið mér detta í hug, að ég væri í sveit. En það var ekki fyrr en mjög seint á kvöldin að allt varð svo hljótt, því að öðru megin við kirkjugarðinn var sölutorg með hringekjum, ról- um og allrahanda búðum. Kirkjugarðurinn var aðalaug lýsing frú Zalweski. Hún hrós- aði útsýninni og hreina loftinu og setti upp hærra verð en tíðk aðist á öðrum svipuðum mat- söluhúsum. „Verðið hlýtur að fara eftir umhverfinu. Hvar eig ið þið völ á fallegra útsýni en kirkjugarðinum héma?“ var hún að segja. Eg klæddi mig í hægðum mínum og komst við það í sunnudagsskap. Eg þvoði mér, gekk um gólf, las dagblaðið, hitaði kaffi og horfði út um gluggann. Fuglarnir sungu úti í kirkjugarðinum og þunglynd- islegir tónar heyrðust frá lýru- kassa á torginu. Eg skoðaði lengi þessar fáu skyrtur og sokka, sem ég átti. Eg sneri við vösum mínum. Þar voru smápeningar hnífur, lyklar, sígarettur — og miðinn sá í gær, með nafni hennar og símanúmeri. Patrice Hollmann! Einkennilegt nafn! Patrice! Eg lagði miðann á borðið. Var það annars í gær? Mér fannst svo langt síðan. Það var eins og minning, hulin silfurhvítri þoku- Það góða við áfengið er einmitt þetta, að það getur gert órafjarlægð úr einni nóttu, svo að mönnum finnst líða ár frá kvöldi til morguns. Eg settist í gluggakistuna og reykti. Fjölskylda í ferðafötum gekk framhjá. Maðurinn gekk á undan með gleraugu, landa- bréfshylki og sjónauka. Konan og börnin komu á eftir. Þetta var fjölskylda, sem lifði eftir föstum reglum. Það sást langar leiðir. Á eftir þeim kom at- vinnuleysingi, sem týndi vindl- ingabúta upp af götunni. Svo komu elskendur, þar næst feit svartklædd kona með dverg hund í bandi, kjólklæddur mað- ur, skólapiltar, flokkur hjól- reiðamanna og hljóðfæraleikari með strengjahljóðfæri í kassa undir hendinni. Loks kom póli- tísk skrúðganga, ungir menn í einkexmisbúningum. Þeir gengu í fjórum röðum. Fremstur gekk foringi, með andlit eins og sel- ur. Þeir gengu slétta götuna, eins og hún væri vígvöllur, sundurskotinn af sprengjum. Enginn þeirra var nógu gamall til að hafa séð sprengjuholur- Þá hefði þeim heldur ekki dott- ið í hug að fara í þessa skrúð- göngu. Enginn þeirra heyrði fuglakliðinn frá kirkjugarðin- um. Þeir höfðu ekki kynnzt föð urlandi sínu öðruvísi en á fund- um og í dagblöðum. Skildu þeir orðið ,.heima“? Kunnu þeir að meta • kvöldsólargeislann, sem kemur inn um lágan glugga, þytinn í runnunum, blá fjöll, útþrá, bernsku, móðurást —? Heimili þeirra var flokkurinn. Eg leit á blaðið: „Fjögur sjálfs morð. Tveir menn drepnir í götuóeirðum um nóttina. Tala atvinnuleysingja hækkar. Tíu ný gjaldþrot. Þrír menn verða fyrir árás peningaþjófa. Styrj- öld í Asíu og Suður-Ameríku. Misheppnaðir afvopnunarsamn- ingar. Nýir skattar. Hungurs- neyð í Rússlandi og Kína- Upp- reisnir. Byltingar. Dauðadómar. Fundið upp nýtt eiturgas — Eg fleygði blaðinu. Sungu fuglarnir enn þama úti í garð- inum? Stóðu trén þar enn? Jú. Fuglarnir sungu. Trén stóðu kyrr. Guði sé lof! Eg stóð á fætur og lauk við að klæða mig. Blaðinu með símanúmerinu stakk ég milli bóka. Átti ég að hringja til hennar? Ef til vill. Ef til vill ekki. Allt er öðruvísi á daginn en á kvöldin- Eg var í raun og veru ánægður með að sálarfrið- ur minn var óskertur. Ævi.mín hafði verið nógu stormasöm áður fyrr. Köster sagði að það væri um að gera að taka ekki tryggð við neitt. Þá vill maður ómögulega glata því aftur. En nú er ekki hægt að treysta neinu. Allt í einu hófst þessi venju- lega sunnudagsháreysti í hliðar- herberginu. Eg leitaði að hatt- inum mínum. Einhvers staðar hlaut ég að hafa lagt hann í gærkvöld. Eg hlustaði ósjálf- rátt á hávaðann. Það voru Hasse-hjónin að taka sér morg- unbrýnu. Þau höfðu búið í þessu litla herbergi í fimm ár. Þetta voru ekki slæm hjón. Hefðu þau haft þriggja her- bergja íbúð og átt bam, mundi allt að likindum hafa farið vel. En íbúð er dýr, og hver hefur kjark til að eignast böm á svona tímum? Konan var orðin taugaveikluð af leiðindum. Mað urinn var stöðugt logandi hræddur um að missa atvinn- una, þó að léleg væri. Hann var fjörutíu og fimm ára. Yrði hann atvinnulaus á annað borð, hafði hann enga von. f fyrra dag var hægt að taka öllu með ró. Nú glotti vofa atvinnuleys- isins úr öllum áttum ef einhvei vinna brást. Eg ætlaði að laumast út er. hafði ekki ráðrúm til þess, því að nú var barið og Hasse kom æðandi inn. Hann fleygði sér niður á stól. „Eg þoli þetta ekki lengur —“ í eðli sínu var hann hæg- látur maður siginaxla með svo- lítið yfirskegg, skyldurækinn og yfirlætislaus í starfi sínu. Slíkir menn áttu verst á þess- um tímum — og líklega alltaf. Það er aðeins í skáldskap, sem hógværð og skyldurækni er launuð að verðleikum. í veru- leikanum er hinn trúi þjónn notaður til hins ýtrasta og svo er honum gefið olnbogaskot. Hasse fómaði höndum: „Hugs- ið þér yður! Enn hafa þeir sagt einum upp, þar sem ég vinn Bíðið þér bara við. Eg verð næstur.“ Þessi ótti kvaldi hann frá mánaðarmótum til mánaðar- móta, allt árið. Þannig þjáð- ust milljónir manna. Eg gaf honum í staupinu. Skjálfti fór um líkama hans. Einn góðan veðurdag mundi hann gefast upp. Það var eng- inn efi. „Og svo em þessar sífelldu ásakanir," hvíslaði hann. Konan hafði auðvitað verið að brigsla honum um kjör sín. Hún var um fertugt. Æsku- blómi hennar var fölnaður; þó að hún væri ekki orðin eins rytjuleg og maður hennar. Hún þjáðist af sjúklegri hræðslu við það að eyða allri ævi sinni án þess að fá að njóta lífsins. Hvem langaði ekki til þess? Hver var fær um það? En hvað þýddi að tala um það? „Heyrið þér nú, Hasse," sagði ég. „Sitjið þér nú héma, eins lengi og þér viljið. Eg verð að fara. Það er kognak í fataskápnum, ef þér viljið það heldur. Þetta er romm. Þama er dagblað. Og svo ættuð þér að fara eitthvað með konunni yðar seinna í dag. Bara eitt- hvað burt. Til dæmis í bíó. Það er ekki dýrara en að sitja tvo klukkutíma á kaffihúsi. En það borgar sig betur. Ekki að sökkva sér niður í hugsanir sínar. Það er góð lífsregla. Gleymið henni ekki.“ Eg klappaði á herðarnar á honum með hálfvondri sam- vizku. En satt var það. Kvik- myndahús eru ágæt. Þar getur hver skapað sér draumaheim eftir sínum geðþótta. Dymar inn í herbergið voru opnar. Þar kjökraði konan. Eg gekk út úr herberginu. Næstu dyr hinum megin stóðu opnar í hálfa gátt. Þaðan var verið að hlusta- Þar bjó Erna Bönig, einkaritari. Hún barst of mikið á eftir launum sínum. Einn morgun í viku skrifaði hún fyr ir húsbónda sinn. Þann dag var hún í vondu skapi. Hún dansaði á hverju kvöldi. Hún gat ekki lifað án þess, sagði hún. Ema átti tvo vini. Annar elskaði hana og færði henni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.