Þjóðviljinn - 07.01.1945, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1945, Síða 1
I 10. árgangur. Sunnudagur 7. janúar 1945. 5. tölublað. Myndasaga hefst í blaðinu í dag. Fylgist með þessari skemmtilegu mynda- sögu frá byrjun. SBS ssaai ffa?rðír bardagar í Ardennafleygssieoi Síðastliðinn sólarhring hafa bardagar mjög harðnað á Ar- dennavígstöðvunum, og sækja Bretar og Bandaríkjamenn fram á 50 km. víglínu á norðurhlið fleygsins, og eru komnir nálægt einum aðalbirgðaflutningaveg Þjóðverja í fleygnum. Vörn þýzka hersins er mjög hörð, og er talið að Þjóðverjar hafi um 30 herfylki í Ardennafleygnum. ELAS flyfur her sínn burt úr Aþenu og Píreus - Alexander og MacMílIon komnír tíi Grikklands Bardögum er hætt í Aþenu og Pireus. Stjórn grísku þjóðfrelsishreyfingarinnar hefur ákveðið að fiytja her sinn burt úr borgunum, og hafa komizt undan með meg- inher sinn ósigraðan. Hetjuvörn grísku ættjarðarvinanna í Aþenu hefur borið þann árangur að brezka herstjórnin hefur neyðzt til að falla frá úrslitakostum þeim, er hún setti ELAS- hersveitunum, en þeir kostir voru í rauninni krafa um skilyrðislausa uppgjöf. Scobie hershöfðingi tilkynnti í gær, að hann hefði íallið frá úrslitakostunum og væri nú reiðubúinn til viðræðu við foringja þjóðfrelsishreyfingarinnar um samkomulag. Scobie færði sem ástæðu fyrir þessari breyttu afstöðu þá stað- reynd. að ELAS-hersveitirnar væru á brott úr Aþenu og Pireus, en játaði jafnframt, að þessi á- kvörðun he'fði einnig verið tekin vegna þess, að nú hefðu ELAS- menn á valdi sínu fjölda brezkra stríðsfanga, og þyrfti að ná sam- komulagi um mál þeirra. stjórnargrein um málið, og leggja til með hörðum orðum, að hreins- að verði almennilega til meðal þeirra sem hafa með útlendingana að gera. Morgentidningen segir, að þetta sé smánarl)lettur, sem ekki sé áuðvelt fynir Svíþjóð að þvo af. Bh'iðin hafa yfirleitt sýnt. Pauls- Tveir háttsettir Bretar, Mc- Millan, fulltrúi Bretakonungs, og Alexander marskálkur. komu til Aþenu í gær og ræddu við Dama- skínos ríkisstjóra og Plastiras h'ers- höfðingja, sem nú gegnir forsætis- ráðherrastörfum. Brezka útvarpið flutti í gær þá fregn, að ELAS-h ersveitirnar hefðu haldið burt úr Aþenu á ið hafa fram ýms óskemmtileg smáatriði. * Paulsson var meðlimur sænska Nazistafjokksins frá stofnun lians 1926, náinn vinur sænska „föringj- ans“ Sven Olaf Lindholm, en kom ekki opinberlega fram. föstudagsnótt, og hafi brezkt her- lið síðan unnið að því, að yfir- vinna einstakar leyniskyttur, sem cftir hefðu orðið, og leita að vopn- um. Brezkar sprengjuflugvélar réð- ust á fylkingar ELAS-liða á veg- unum -norður frá Aþcnu. og t()kst að eyðileggja um hundrað farar- tæki skæruhersins, að því er segir í brezkri útvarpsfrétt. Lét í Ij ós aðdáun sína á Islandi Laugardaginn 16. desember flutti brezka útvarpið samtal við James Wihittaker, sem dvalið hef- ur á íslandi í tæp þrjú síðastliðin ár sem fulltrúi berzku stjórnarinn- ar hjá amerís'ku flotayfirvöldunum á íslandi. ' Samtalið var flutt í þættinum ,,The World Goes By“ (um víða veröld), og lét. Whittaker i ljós mikla aðdáun á náttúrufcgurð Is- lands, einlcum vetrarríki landsins, tign öræfa, ]>ögn næturhúmsins og logaleik norðurljósanna, scni hann segir að sé 'yfirnáttúrlega fögur. (Fréttatilkynning jrú ríkisstjórninni). Grein um ísland í málgagni Guðspeki- félaganna Blaðið „Theosophy in Action“, málgagn Evrópudeildar Guðsþeki- félaganna, flutti í desembcr grein um Island eftir Viggu Jónsdóttur hjúkrunarkonu. Segir þar frá sögu ísland s og sjálfstæðisbaráttu, og lýkur hcnniiineð þessum orðunr: „Þegar horft er um öxl yfir sögu ísla’nds, verður það ljóst, að fram- farir hafa orðið því meiri. sem kyndill frelsisins hcfur logað bjart- ar. Því trúa íslendingar á mátt frelsisins og héldu hátíðlegan fæð- ingardag lýðveldisins 17. júní.að Þingvöllum, þar sem þjóðþing vort var fyrst sett“. (Fréttatilkynning jrá ríkiss(jóminni). Sunnar á vesturvígstöðvun- um í Norður-Elsass, hefur 7. bandaríska hernum tekizt að stöðva sókn Þjóðverja. Á Strassburgsvæðinu tókst Þjóðverjum að brjótast vestur yfir Rín og ná á vald sitt pokkrum þorpum, en voru hraktir úr þeim öllum nema einu, 13 km. norður af Stras- burg. Rússar stöðva þýzka gagnsókn norðvest- ur af Búdapest Það er nú Ijóst, að á víg.stöðv- unum norðvestur af Búdapest hafa Þjóðverjar hafið öfluga gagnsókn, í því skyni að brjótast fram til hins innikróaða setvliðs í borg- inni. t sovétfregnum er viðurkennt, að í fyrstu hafi Þjóðverjum orðið nokkuð ágengt, en sóknin hafi nú verið stöðvuð og Þýóðverjar beðið mikið hergagnatjón og manntjón. I Búdapest sjálfri vinnur sovét- herinn stöðugt á, en Þjóðverjar i reyna að verja hvert hús. Hafa þeir kveikt i heilum húsaröðum til að reyna að stöðva Rússa, en úrangurslaust. S.S.-menn fyrir rétti í Lúblin Sex þýzkir S. S.-menn, sem rauði herinn tók höndum í Póllandi, hafa verið dregnir fyrir sérstakan dóm- stól í Lúblin sem stríðsglæpamenn, ákærðir fvrir morð og nauðgaiiir. Mennirnir heita: Herman Vogel, Anlhon Ternes, Wilhelm Ilarten- meier, Theodor Schallen (allir undirforingjar), og Heinz Stahl og Edmund Pohlman. Hartenmeier var kærður fyrir að hafa kvalið konur með villimann- legum hætti og myrt þær. Schallen var „sérfræðingur" í að brjóta tennur úr föngum. Vogel hafði neytt fanga til að gefa sér fé. En Sthal og Pohlman nauðguðu kvenföngum. Roosevelt leggur á- herzlu á samheldni Bandamanna Roosevelt Bandaríkjaforseti sendi í gær þinginu hinn árlega boðskap um heimsástandið og innanlandsmál. Lagði forsetinn áherzlu á, að samvinna héldist með Banda- mönnum einnig eftir stríð. Ár- ið 1945 gæti orðið ár úrslitasig- urs yfir nazismanum og á því yrði að leggja grundvöll varan- legs friðar. Japanar óttast innrás á Luzon Japanir óttast nú mjög nýja innrás á Filippseyjar og halda í að í þetta skipti verði árásinni beint að Luzon, þar sem höfuð- borg eyjanna, Manila, stendur. Segir í japönskum fregnum að sézt hafi'til þriggja banda- rískra innrásarflotadeilda í nánd við Filippseyjar. Það var á Luzon, sem Banda- ríkjaherinn varðist fyrir þrem- ur árum svo að frægt er orðið, einkum í vörninni gegn ofurefli liðs á Baatan og Corregidor. Fyrstu bæjarstjórn- arkosningar f Ólafs- firði fóru fram í gær Fyrstu bæjarstjórnarkosningarn- ar fóru fram í Ólafsfirði í gær, og var kosið um þrjá lista, frá Sósíal- istajlokknum, Sjálfstœðisfloklcnum og Framsókn. A kjörskrá voru um 490, en noklcru fyrir miðnœtti höfðu 336 lcosið. Var ráðgert að atkvœði yrðu talin í nótt. Veður var slæmt í Ólafsfirði í gær, hvasst og mikil snjókoma, og hamlaði það kjörsókn nokkuð, einkum úr sveitinni. i lOFSKra ttt flann afhenti Gsstapo upplýsingar um Korðmenn Það hefur vakið gífurlega athygli í Svíþjóð, að það hefur komizt upp um skrifstofustjóra í sænsku útlendinganefndinni, Robert Paulsson, að hann hefur rekið njósnir um flóttamenn í samvinnu við nazistanjósnarann John Lönnegren, forstjóra Skandinavisk Telegrambyrá, er nýlega var handtekimf , Paulsson hefur útvegað upplýsingar um pólitíska flóttamenn í Svíþjóð, sem komust til þýzku leynilögreglunnar gegnum Lönnegren. Þessar upplýsingar sem einkum voru um flóttamenn frá Noregi, hafa verið notaðar af Þjóðverjuin til að hefna sín á ættingjum flóttamannanna. Flest sænsku blaðanna birta rit- son-málinu mikinn áhuga, og'kom- ♦ I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.