Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. janúar 1945- Þ JOÐVILJINN S ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI; FRÍMANN HELGASON __ „Ipróttirnar hafa afrekað nýtt Haraldar hárfagra verk“ Eivind Berggrav biskup. Andrewshöllin Það er orðið langt síðan fyrsta óskin um íþróttahöll kom fram fyrst, og síðan hefur hún stöðugt verið að láta í sér heyra manna á meðal í blöðum og á fundum íþróttamanna. Þótt ein- kennilegt megi virðast hefur þetta eiginlega aldrei orðið meir en ósk, eða vægast sagt lítið meir. Tillögur og samþykkti/ er auð- velt að gera í öllum málum, en það er eitt að samþykkja tillögur og annað að framkvæma þær. Að sjálfsögðu liggja þarna margar orsakir til að ekki tekst betur- En aðalorsökina tel ég að íþróttamennirnir sjálfir gera ekki nema takmarkaðar kröfur til sjálfra sín um að standa sem bezt saman um það sem gera skal. Það er alveg rétt að við eigum ekki að gefa það eftir að það opinbera taki þátt í þessu en hinn lif- andi áhugi verður að kom frá áhugamönnunum sjálfum, svo sterkur og samstilltur að ekki sé hægt að standa í mót kröfunum eins og borgarstjórinn benti á í samsæti knattspyrnumanna s. 1. vor. Eg kalla það merkilegt að íþróttamenn höfuðstaðarins hafa ekki aðhafzt neitt sameiginlega til að hrinda þessu af stað. Hins- vegar hafa mörg félögin verið með glæsilegár teikningar af höll- um, sundlaugum, húsum, völlum o. fl. fyrir sig og eðlilega orðið litið annað. Með^öðrum orðum; hvert, einstakt félag hefur aðeins séð sjálft sig og sínar þarfir, án þess að gera sér grein fyrir heild- arstarfi 1 þessa átt. Það má því heita merkilegt tímanna tákn þegar hið alveg ný- stofnaða íþróttabandalag Reykjavíkur ræðst í það, að kaupa Andrewshöllina við Hálogaland. Það sannar að það er hinn sam- stillti kraftur félagsmanna sem einhverju verulegu fær áorkað, og þó er mér ekki grunlaust um að þau hafi ekki öll staðið svo að þessu máli sem vera bar. Mér virðist það benda til þess að Bandalagið líti með djarfhug til framtíðarinnar og hugsi sér að nota mátt samtakanna, fjöldann, til að leysa málin. Fyrir því liggur vissulega fjöldi verkefna og eitt þeirra er að skipuleggja það 8—9 þúsund manna lið sem undir það heyra til sóknar í málefnum höfuðstaðarins. Þó segja megi að Andrewshöllin á þeim stað sem hún er, sé varla framtíðar íþróttahús, þá er þetta þó spor 1 rétta átt- Bygg- ing húss á þessum tímum mundi óframkvæmanlegt vegna dýr- tíðar. Hinsvegar er ég sannfærður um það, að eftir að félögin eru búin að kynnast stóru húsi til keppni, láta þau sér aldrei nægja að hverfa til gamla tímans aftur. Þessi kaup eiga því að geta orðið forleikur að þeirri höll sem svo oft hefur verið óskað eftir. En til þess að það megi takast verða félögin að standa fast utan um málið og Bandalagið. Forusta Bandalagsins hefur verið mjog ákveðin í þessu máli, enda er það eðlilegt að það taki ákvarðanir einmitt í málum sem þessum er snerta alla íþróttamenn hér. Óneitan- lega virðist manni húsið vera allt of dýrt og að sölunefndin hefði ekki átt. að ganga með gróðahug í sambandi við þetta hús þegar vitað var að íþróttamenn höfðu svo mikinn hug á því sem raun ber vitni um og hæpið að það hefði fengið að standa þar ef aðrir aðilar hefðu keypt það. Til niðurrifs hefði húsið og það sem því fylgdi aldrei selzt þessu verði. En það er nú komið sem komið er og ríkið er þegar farið að styrkja þessi kaup og bærinn líka og vonandi eiga þau það eftir betur, og vissulega hefði ríkið þurft meira fram að leggja hefði það ekki verið búið að taka stærri upphæð áður í söluverðinu. Þeir, sem hafa fylgzt með fréttum frá Noregi hafa heyrt getið Eivind Berggravs bisk- ups sem staðið hefur í fylking- arbrjósti kirkjunnar manna þar í landi, gegn ofsóknum Þjóðverja. Þessi maður skrifaði fyrir nokkru grein þá um í- þróttir sem hér birtist, og þó hún sé rituð fyrir norskt í- þróttafólk finnst mér hún geta eins átt erindi til íslenzkra í- þróttamanna. • Þegar ég lít 40 ára aftur í tímann og geri samanburð á æskufólkinu þá og nú, verður munur íþróttalífsins mpðal þess mikill. Þar sem ég þekki bezt til út um landsbyggðina, tala ég um ástandið þar. í þá daga voru eiginlega tvær tegundir æskufólks. Það „fyrir utan“ og það „fyrir inn- an“. Það „fyrir utan“ hafði ekk ert markmið, enga stefnu í líf- inu- Á laugardags- og sunnu- dagskvöldum hélt þetta fólk sig á vegum úti og knæpum, það leitaði þangað sem vín var é boðstólum, „það var ekki við öðru að búast af slíku fólki“. Hinn flokkurinn var allt öðru- vísi, en sameiginlegt var það þó hjá báðum, að hafa að minnsta kosti möguleikana til að koma sér áfram. Meðal þeirra voru áhugasamir menn pem lásu, fylgdust nokkuð ■ með. Þeir höfðu skoðanir á einu og öðru. Þeir tilheyrðu flokknum ,fyrir innan‘ og héldu sig inni á kvöldin meðan hinir voru úti. Þetta er aðeins hrjúf- ur þverskurður af kringumstæð unum eins og mér fannst þær vera. í dag eru ekki lengur til þess ar tvær. tegundir æskufólks. Annari er lyft upp en hin er gerð jöfn, skulum við segja. Þetta þýðir sem sagt það, að við höfum tapað góðum hluta: Áhuganum fyrir „spörs- mál“ og þeim andlega ' þroska sem í því liggur, meðan við að hinu leitinu höfum unn- ið allverulega á, en það er: að :nú þarf enginn að vera lengur „fyrir utan“. Hér get ég til að íþróttirnar séu sterkasti aðilinn. Með í- þróttum og íþróttalífi eru kom- in ný mál sem skapa heiður er bóndadrengurinn hefur jafná aðstöðu til að vinna og stúdentinn. Nú á dögum verða menn miklu frægari fyrir að setja met en að fá ágætiseink- un í skóla. Þetta hefur orðið til þess að eitthvað ötrúlega mikilvægt hefur komið fram í þeim sem voru „fyrir utan“ sjálfsvirðingu, öryggið fyrir því að verða ekki settur í lakari flokk, en fá tækifærið með jafna aðstöðu. Þar með er fram takssemin vakin, heiðurskennd, sjálfsvirðing, framganga. Þetta er frá mér séð, stærsti viðburðurinn í mótun æskunn- ar hér á landi. Maður getur séð að hinn vaxandi jöfnuður milli fólksins liggur þama til grund- vallar. , Sjálfsagt hefur það haft sín áhrif en skoðun mín er sú, að án íþrótta hefði það ekki haft eins víðtæk áhrif eða náð ein- mitt til æskunnar í landinu. í- þróttir má iðka næstum hvar sem er. Næsta met getur enn verið sett af dreng héðan eins og frá stórbæ. íþróttimar hafa afrekað nýtt Haraldar hárfagra verk. En svo kemur taphliðin. í 10 ára hef ég stöðugt og víðá um landið spurt. Hvaða áhugamál hefur æskan? Hvað les hún? Svörin benda á það sem ég vil kalla afturför. Æskufólkið er svo naumt við látið, svo fullt af íþróttum að það hefur ekki viljakraft afgangs fvrir önnur áhugamál, þess vegna les það (magasiner) aðeins til að eyða tímanum — eða les það minnsta sem komizt verður af með til að sleppa í gegnum skóla. Þótt einkennilegt sé hafa æskumenn heldur ekki svo mik inn áhuga fyrir stjómmálum, víðast hvar. Aftur á móti hafa þeir í höfðinu fjölda talna, nöfn og viðburði úr íþróttaheim inum, og þeir eru troðfullir af „spenning“, veðmálum og um- ræðum um næsta landsmót. Það er ekki rúm fyrir meira. Þessi mikli áhugi er að vissu leyti góður. Hann þýðir það, að fólkið hugsar um mál sem nær til fjöldans, en það skyggir allt annað- Einhæfnin er mikil. Frjáls-íþróttafólkið veit sjálft hversu skaðlegt það er fyrir líkamann og þroska hans ef ein stakur vöðvi eða smá vöðva- samstæða em þjálíaðar um of á kostnað annarra vöðva. Nokkuð svipað á sér stað með hug vom, með persónuleika vom, ef við áralangt einblínum huganum að aðeins einu á- hugamáli og það á unglingsár- unum. Eg hugsa til komandi ára, þegar æskumaðurinn hefur eignazt sitt eigið heimili, og sjáltstæða líf. Mun hann þá ekki finna sig snauðan af því sem gefur hinu andlega lífi fylling? Getur það ekki orðið eins og ógerð stofa, sem átti þó að geyma auð áhugamál- anna og þekkingu9 Verður hann þá ekki fátækari en ella, og hefur minni getu til að lið- sinna meðbræðrum sínum? Grennri, andlega snauðari og þess vegna ekki eins öruggur maður? Eg set hér spurningar- merki við, því ég er ekki viss um að þetta sé orðið, en ég óttast það, en að hættan sé til, held ég áreiðanlega. Eg lít ^kki svörtum augum á þetta. Öðru nær. Það hefur alltaf verið þannig að þegar eitthvað hefur átt að ná fram að ganga þá verður að ryðja veginn. Þegar svo lífið ei^ frjálst, mun það sjálft finna leiðina til meiri þroska. Og ef til vill koma forystumenn íþróttanna auga á það verkefni að hafa forustu um þroska á þessari braut. íþröttaerindi i. S. L Fyrsta fræðsluerindi í. S. í. á þessum vetri verður flutt í út- varpið í kvöld. Er það dr. Símon Jóh. Ágústsson sem ílyt- ur erindið, og nefnir hann það: Félagslífið og áhrif þess. Nokkur fleiri erindi verða flutt á vegum í. S. í. í vetur, m. a. mun sr. Eiríkur Brynj- ólfsson á Útskálum flytja er- indi í þessum flokki. EFTIR Eívínd Berggrav bísfeup i|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.