Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. janúar 1945- ÞJÓÐVILJINN 7 Drauimirinn hennar Ástu „Nei“, sagði rósin. „Ein vika í blómaríkinu er svo síutt. Þú ert ekki búin að vera nema eina nótt að heim- an“. ---- Þegar Ásta kom á fætur um morguninn byrj- aði hún strax að vökva blómin. „Mamma. Mig dreymdi svo skrítinn draum um rós- ina og pelargóniuna“, sagði Ásta. ENDIR. FLÖT'TlNN TIL AMERÍKU (Þýtt). Árni og Birgir höfðu ákveðið að strjúka til Ameríku. Dóra, Signý og Ragnar hlustuðu á ráðagerðirnar og dáðust að hugrekki strokumannanna. Það var langt síðan þeir fóru að tala um þetta ferða- lag, en nú var það loksins afráðið og áætlunin var að öllu leyti mjög nákvæm. Þetta gerðist í Norður-Noregi og drengirnir ætluðu að leggja leið sína yfir Svíþjóð, Rússland og Síberíu. Þeim kom saman um, að það væri ekkert gaman að fara með farþegaskipum. Að minnsta kosti var það engin skemmtun fyrir ævintýramenn, sem einmitt vilja komast í hættur og mannraunir. Þar að auki var dýrt að fara með þessum skipum mtCg-tETTA ERICH MARIA REMARQUE: VINIR Rithandafi^eðingar fullyrða, að innræti mann og lundarfar endurspeglist í rithönd þeirra. Kerfi það, sem kennt er við Þjóðverjann W. Preyer, er í fám dráttum þannig: 1. Halli línunnar (því að fæst ir skrifa alveg beinar línur, þó að svo virðist í fljótu bragði): Hallist línan upp á við frá vinstri til hægri, ber það vott um bjartsýni og áhuga. Hallist línan niður á við frá vinstri til hægri sýnir það, að skrifarinn er svartsýnn og niðurdreginn. 2- Bugðóttar líhur (á óstrik- uðum pappír) eru tvennskon- ar: Ef línan bognar fyrst upp og heldur svo niður á við, tákn ar það, að skrifarinn er áhuga- samur við störf sín í byrjun en missir kjarkinn, þegar fram líða stundir. Beygist línan fyrst niður og réttir sig síðan upp, er skrifarihn verkkvíðirm en sækir í sig veðrið, þegar hann venst starfinu. Þá eru til örfáir menn, sem skrifa bugð- óttar línur með báðum þessum einkennum á víxl. Það eru stjórnkænskumenn og lævísir yfirborð'menn. Þeir fáu, sem skrifa alveg þráðbeinar línur, eru menn, sem láta ekki utan að komandi áhrif breyta skoð- un sinni og óttast hvorki fram- tíðina né hlakka til hennar. 3. Bilið milli línanna og orð- anna er athyglisvert: Litlir staf ir og þétt skrift bera vott um nízku. Stór og gisin skrift tákn ar gjafmildi. Sé hún úr hófi fram gisin, merkir það óhófs- semi. 4. Ruglist línur og orð saman sýnir það óskýra hugsun. Ó- skýr skrift og óskýrt málfar fer oft saman. Hæfilegt og greinilegt bil milli lína og orða sýnir skarpa og rökrétta hugs- un (Þannig er skrift Darwins). 5- Sundurlausir stafir bera vott um óhagsýni, vöntun á rökvísi en mikið hugmynda- flug. Þanriig skrifa margir listamenn. Miklir rithöfundar skrifa sjaldan samhangandi skrift. En það gera lærðir menn oftast. 6. Þegar stafimir hallast mjög^rá vinstri til hægri, sýn- ir það, að skrifarinn er tilfinn- ingamaður. „Kaldir og rólegir“ menn skrifa lóðrétt. Ef staf- imir mynda 45 stiga hom við línuna, er skrifarinn hæfilega viðkvæmur en lætur ekki til- finningamar fara með sig í gönur. 7. Stærð stafanna: Stafagerð áhugasamra manna er stór- gerð. Vel lagaðir stafir, án auka hlykkja, bera vott um þroskað hugsanalíf. sem hann sé eitthvert heljar- menni“. Við bárum hann að bílnum hans og stungum honum inn í framsætið. „Hann raknar bráð- um við“. Eg var ekkert hreykinn af þessum málalokum. Eg hafði meitt mig í þumalfingrinum, þegar ég greiddi höggið. Og ef Gústaf vaknaði aftur í sama vígahug, átti ég á hættu, að hann færi illa með mig. Eg sagði unga manninum þetta, því að hann var svo vingjarn- légur, og ég spurði hann, hvort ekki mundi vera réttast - fyrir mig að fara. „Hvaða vitleysa“, sagði hann. Nú er þetta allt úr sögunni- Komdu nú bara inn á veitinga- húsið og gefðu okkur þá hress- ingu, sem lög og reglur mæla j fyrir. Eg þori annars að ábyrgj- ast, að þú ert ekki úr bílstjóra- stéttinni. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, hárrétt“. „Eg ekki heldur. Eg er leik- ari“. „Já, einmitt það?“ Eg leit spyrjandi á hann. Hann hló: „Einhvem veginn verða menn að lifa — Og er lífið ekki alls staðar sami skrípaleikurinn?“ — Við vorum fimm. Tveir gamlir, þrír ungir. Eftir stund- arfjórðung kom Gústaf á eftir okkur inn í veitingahúsið. Hann starði á okkur og gekk hægt í áttina til okkar. Eg stakk hendinni í vasann, greip fast um lyklakippuna og ákvað að selja líf mitt dýrt. En það var enginn háski á ferðum. Gústaf færði stól með fætinum að borðinu og settist ólundarlega meðal okkar. Við drukkum líka og þegar við ! höfðum tæmt glösin, lét ég fylla þau aftur- Gústaf gaf mér hornauga, og lyfti glasinu ofurlítið: , Skál!“ sagði hann. „Skál!“ svaraði ég. Gústaf tók sígarettur upp úr vasa sínum og rétti mér — án þess þó að líta á mig. Eg kveikti í fyrir hann í staðinn. Síðan bað ég um sterkt áka- víti. „Vindhani!“ tautaði hann. „Kjaftaskúmur!" sagði ég í sama tón. „Þetta var laglegt högg“, sagði hann alúðlega. „Það var bara hending", sagði ég og sýndi honum meiðsl in á þumalfingrinum. „Það var slæmt. — Eg heiti Gústaf“. „Og ég heiti Róbert“. „Róbert! Jæja. Þú ert ágæt- ur. Eg hélt, að þú værir mont- inn strákhvolpur, sem væri rétt að sleppa pilsunum hennar mömmu sinnar“- Eftir þetta vorum við Gústaf beztu vinir. — Bílarnir stóðu í röð og við afgreiddum þá, sem komu, í réttri röð. Leikarinn, sem var kallaður Tommy, var fremstur og fékk ágætis ferð bæinn á enda, en Gústaf varð að láta sér lynda að fara með mann á næsta kaffihús. Hann var ösku- vondur og fékk ekki nema þrjátíu pfenninga fyrir ferðina. Sjálfur var ég svo ótrúlega" heppinn, að gömul, ensk kona kom og vildi fara um alla borg- ina og sjá allt, sem vert var að sjá. Þetta var klukkutíma at- vinria og á heimleiðinni var ég tvisvar beðinn að áka spölkorn. Þegar við sátum inn á bíl- stjóraknæpu og drukkum mið- degiskaffið, fannst mér ég vera þaulvanur atvinnubílstjóri. Og þessi félagsskapur minnti á herbúðirnar forðum daga, þar sem allra stétta mönnum var hrúgað saman. En þó var sam- komulagið gott. Þrír okkar voru bílstjórar að atvinnu, hinir eins og ég, komnir í hópinn, af því að þá vantaði vinnu. Eg var sæmilega ánægður, þegar ég kom heim á verkstæð- ið um kvöldið. Köster og Lenz biðu eftir mér. „Jæja drengir, hafið þið nurl að nokkni sarnan í dag?“ spurði ég. „Vð höfum selt áttatíu lítra af benzíni“. „Annars ekkert að frétta?“ Lenz horfði til himins. Við yerðum að fá rigningu, svo að göturnar verði sleipar. Þá verð ur svolítill árekstur hérna ut- an við hliðið. Enginn meiðist! En við fáum bílinn hingað inn til viðgerðar“. „Hvað segir þið um þetta?“ spurði ég og sýndi þeim þrjá- tíu mörk í lófa mínum. „Vel af sér vikið, sagði Köst- er. „Þar af eru tuttugu hreinn ágóði, og því eyðum við í kvöld. Við verðum að fara eitthvað og halda upp á daginn, fyrstá dag- inn, sem þú ert bílstjóri“. „Við tökum með okkur eina flösku af góðum Bowler“, sagði Lenz. „Hvað eigum við að gera með það vatnsbland?“ spurði ég. „Það er vegna þess, að Pat verður með“. „Pat!“ „Láttu aftur munninn og vertu svolítið gáfulegri á svip- inn“, sagði . síðasti draumóra- maðurinn". Hann hélt áfram: „Þetta er undirbúið fyrir löngu. Við sækj um hana klukkan sjö og hún veit það. Þú felur hana alltaf, svo að við urðum sjálfir að taka málið að okkur“- „Eg hef ekkert verið að fela hana fyrir ykkur. En segðu mér eitt Gottfried, sagðirðu henni líka, hvers vegna við ætluðum að gera okkur gíaðan dag?“ Lenz horfði ‘ rannsakandi á mig: „Þér hefði kannski þótt það verra. Eða hvað? Er það ekki þetta sem ég hef alltaf sagt?“ Hann andvarpaði og leit á Köster. „Eg hef alltaf sagt það, að ástin eyðileggur heið- arlega menn. Svei mér ef dreng urinn skammast sín ekki“. Nú varð ég reiður. Aðallega vegna þess, áð hann sagði satt. Nú vissi ég hvers vegna ég hafði verið svona daufur í dálkinn í morgun. Það* var vegna Pat. „Eg skammast mín ekki fyr- ir neitt“, sagði ég. „Og ég ætla að segja henni það sjálfur“. „Bravó!“ sagði „síðasti draum óramaðurinn“. „Það sem mest ríður á í ástamálum er að glata ekki frelsinu“. — Við sátum í litla veitinga- húsinu, þar sem við höfðum séð Pat í fyrsta sinn. Við höfðum ekki komið þangað síðan- Borð- ið, sem við höfðum setið við þá stóð undir syrenurunna. Nú var hann útsprunginn og ilmurinn áfengui'. Lenz hafði fært stólinn sinn alveg inn í syrenurunnann og það var eins og hann sæti í laufskála. Þungir blómaklasam ir námu við ljósgult hár hans. Hann hafði alltaf verið ákaf- lega hrifinn af syrenum. Þeg- ar hann langað heim, voru það syrenurnar, sem hann þráði. Og nú fór hann að segja okkur frá því, þegar hann kom heim frá Brasilíu vorið 1925, þá hafði það verið eingöngu vegna þess, að hann gat ekki lengur verið án þess að sjá syrenur. En þeg- ar hann kom heim, höfðu þær þegar fellt blómin. „Hafið þér líka verið í Brasi- líu?“ spurði Pat. Gottfried varð æði undrandi á svipinn og mér varð ónota- lega heitt. Eg braut upp á nýju umtalsefni í dauðans ofboði. „Nei, sjáið þið tunglið!“ —'Og um leið sparkaði ég í Gottfried undir borðinu. Hann var skiln- ingsgóður, deplaði til mín aug- unum og brosti örlítið. Mér var borgið. Eg hét því með sjálfum mér, að ég skyldi segja Pat sannleik ann við fyrsta tækifæri- Gott- fried hafði á réttu að standa: Ástin eyðileggur æruna — jafn vel ást á byrjunarstigi. — Við fórum heimleiðir klukk- an ellefu. Það var fagurt og kyrrt vorkvöld. Köster ók marga króka. Við fórum gegn- um sveitaþorp, þar sem allir voru í svefni. Aðeins einstöku ljós í glugga. Og á stöku stað geltu syfjaðir varðhundar á eftir okkur. Lenz sat í framsæt- inu hjá Otto. Við Pat vorum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.