Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1945, Blaðsíða 5
I»JÓÐVILJ1NIV — Föstudagur i2. janúar 1945. þlÓBHIUIKN Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — SósíaUstajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskriístofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Slcólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrceti 17. Boðskapur Roosevelts forseta til |)|óð|)ingsins „ 1945 getur orðið mesta sigurár mannkynsins “ Milliliðir eða útgerðarmenn og sjómenn ? Fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar fá nú sjómenn og vélbátaútvegs- menn 15% hærra verð fyrir fiskinn en verið hefur til þessa. Þeim sem kynnu að hafa trúað einhverju af því, sem Framsóknar- menn hafa sagt um „hrun“ og um nauðsyn launalækkunar, er hollt að athuga þessa staðreynd. Hvað hefur gerzt? .. Ekkert annað en að óþörfum milliliðym var ýtt til hliðar, og út- gerðarmönnum og sjómönnum gefinn kostur á að njóta þess verðs, sem raunverulega fæst fyrir fiskinn. Út frá þessu ætti að vera hægt að skapa sér skoðun á hvaðan hið endalausa nöldur um að fiskverðið hljóti að lækka og þar með kaup- gjald, muni stafa. Það er frá þeim hópi manna, sem hefur ætlað sér að hagnast á að braska með fiskinn. Það eru þessir menn, sem vildu knýja fiskverð til framleiðendanna niður, til þess að hagnaður milliliðanna gæti orðið sem mestur. Máli þessara manna töluðu þeir Vilhjálmur X>ór og Björn Ólafs- son úr ráðherrastólum, máli þessara manna tala albræður Vilhjálms og hálfbræður Björns í pólitíkinni Hermann, Eysteinn og aðrir Fram- sóknarmenn. Öll barátta hrunsstefnu mannanna, öll barátta stjórnar- andstöðunnar, er hagsmunabarátta efnamannanna gegn öllum almenn- ingi. Það er barátta um hvort 15% af fiskverðinu elgi að falla í hendur fárra forríkra milliliða, eða sjómanna og útgerðarmanna. Bjartsýni og framkvæmdir Hið sífellda tal fyrrverandi ríkisstjórnar og stuðningsmanna henn- ar um fjárhagserfiðleika og hrun, leiddi til þess að fjöldi manna dróg að sér hendur um áður ráðgerðar framkvæmdir. Athafnalífið hér í Rvík. var farið að bera merki þessa, ef valdhafarnir hefðu haldið áfram að boða hrun og verðfall, var atvinnuleysi óumflýjanlegt á þessum vetri. Þá var líka settu marki náð. Með atvinnuleysið að vopni var hægt að hefja baráttuna fyrir launalækkun, en það þýddi með óbreyttu eða jafnvel hækkandi verðlagi á útflutningsvörunum, ofsagróða alls kyns milliliða og braskara. Fyrir þessu barðist Vísisliðið og Framsókn. Strax og núverandi stjórn tók við völdum, birti fyrirætlanir sínar Iim auknar framkvæmdir á sviði athafnalífsins, sagði.afdráttarlaust að íramleiðslan gæti Jsorið það kaup sem nú væri greitt, og taldi ekk- »rt það liggja fyrir, er gerði verðlækkun og hrun óumflýjanlegt, færð- ist aftur líf í framkvæmdirnar. Bjartsýni þjóðarinnar jókst og þar með h-amkvæmdir og nú er ekki kviðið fyrir atvinnuleysi heldur skorti á ninnuafli. Verðhækkunin á fiskinum mun auka trúna á stefnu stjórnarinnar og forystu hennar, og það mun aftur leiða til aukinna nytjafram- kvæmda á öllum sviðum athafnalífsins, það mun stórlega greiða fyrir þeirri nýsköpun atvinnulífsins, sem er meginviðfangsefni stjórnarinnar, því án þess að þjóðin treysti forystunni og trúi á framfaramöguleikana, verður erfitt, og raunar ókleift, að efla atvinnulífið sem með þarf. Bjartsýni þjóðarinnar er vaxandi, hún sér fleiri og fleiri möguleika til framfara, traust hennar á stjórninni er einnig vaxandi, og um Ieið framtak hennar og framfarir. í hinni árlegu skýrslu sinni til þjóðþingsins lýsti Roosevelt for- seti gangi stríðsins á árinu 1944, lýsti enn yfir sannfæringu sinni um sigur Bandamanna og vonir um samheldni þeirra eftir stríðið, þrátt fyrir skoðanamun, sem hann gerði ekki lítið úr, og beiddist laga um þjónustu í þágu landsins til að ráðá fram úr vinnuáflsskortinum heima fyrir. HORFUR ÁRSINS 1945 Forsetinn sagði, að 1945 gæti orð ið „mesta sigurár í sögu mann- kynsins“. — Á því ætti að mega „sjá fyrir endann á ógnarstjórn nazista og fasista í Evrópu“ og „lokaþátturinn í viðureigninni við japanska ofbeldisríkið". — Ilann sagði, að á árinu 1945 „væri hægt og yrði að skapa grundvöllinn fyr- ir skipulagningu heimsfriðarins“. Hann byrjaði yfirlitið yfir ut- anríkismálastefnu Bandaríkjanna með þVí að segja: „Við ætlum okk- ur að standa við hlið sameinuðu þjóðanna, ekki aðeins vegna stríðs ins, heldur líka vegna sigursins; sem er markmið þessa stríðs“. — og bætti við: „Á milli okkar er bandalag, ekki ríkisstjórna, held- ur þjóða, sem alls staðar þrá frið, varanlegan og öruggan“. Þá er hann ræddi vandamál þau sem þegar hafa myndast í frels- uðu löndunum, sagði hann, að lausn þeirra „yrði, er til lengdar léti að vera verk þjóðanna sjálfra“, og benti á, að ekki mætti láta skoðanamun sigursælla Banda- manna skapa úlfúð á milli þcirra og loka augum okkar fyrir mikil- vægum sameiginlegum hagsmun- um. — Hann sagði, að það væri ekki til bóta fyrir alþjóðlega sam- vinnu og framfarir, að ein'hver þjóð þættist ein hafa vizku og dyggðir til að bera. Roosevelt sagði: „í heimi fram- tíðarinnar má valdamisbeiting eins og hún kemur fram þar, sem lögð er stund á „valdapólitík“, ekki vera það, sem ræður í viðskiptum á milli þjóða. 1 lýðræðislegum heimi verður valdið að vera fast tengt við ábyrgðina“. Ilann lagði áherzlu á, að Banda- ríkin mættu ekki ganga „helveg“ til annarrar slyrjaldar með því að láta „vandlætingasemi“ leiða til óbeitar á alþjóðlegri samvinnu. Hann lýsti ennþá einu sinni yfir trú sinni á Atlantðhafssáttmálann sem mikilvægri yfirlýsingu um þær meginreglur, sem við gætum stefnt að, og hét að beita áhrifuin Banda- ríkjanna .... „tryggja, að svo miklu leyti sem framast væri á mannlegu valdi, framgang þeirra meginregla, sem )ýst er i sáttmál- anum“......Við höfum ekki veigr- að okkur við.hernaðarlegri ábyrgð .. . Við getum ekki og munum ekki veigra okkur við pólitískri á- byrgð“. ! SJÁLFSSTJÓRNARRÉTTUR FRELSUÐU ÞJÓÐANNA Viðvíkjandi myndun öryggis- stofnunarinar sagði Roosevelt: „Við verðum að gæta þess að nota okkur ekki eða gera of mikið úr skoðanamun meðal Bandamanna, sérstaklega með tilliti til frelsuðu þjóðanna. — Við og Bandamenn okkar höfum lýst yfir því áformi okkar að virða rétt allra þjóða til að velja sér það stjórnarfyrirkomu- lag, sem þær óska sér að lifa við, og að sjá til þess að þeim þjóðum, sem hafa verið sviftar frcisi sínu, sé aftur veitt fullveldi sitt og sjálfsstjórn. En þegar ósamkomulag er meðal frelsuðu þjóðanna og margir borg- arar þeirra stríðsfangar eð.i í nauð- ungarvinnu í Þýzka.landi. er erfitt að gizka á, hverskonar sjálfsstjórn þær vilja í rauninni. Okkur og Bandamönnum okkar ber vskylda til að tryggja, 'að eng- in bráðabirgða yfirvökl i frelsuou löndunum komi í veg fyrir, að þjóð irnar neyti réttar síns.Okk- ur hættir öllum til að halda, að þeir leiðtogar sem okkur geðjast að, séu ábyrgir, en aðrir óábyrgir og óhæfir, ef okkur ác<A>Íast e^ki að þeim. —1 Og við auðveldum ekki hlutverk okkar með óbil- gjarnri íhlutun ...“ ALÞJÓÐAMÁL Roosevelt sagði, að ekki mætti láta tímabundin vandamál tefja myndun öryggisstofnunarinnar. — Ilann ^sagði, að hin vingjarnlega samvinna í Dumbarton t Oakes glæddi vonir um að stofnunin myndi tákast vel. — Sagði hann, að samvizka mannkynsins myndi ekki leyfa, að þessi háleita viðleitni bæri ekki árangur. Forsetinn sagði, að Bandaríkin ætluðust til, að allur heimurinn nyti góðs af þeim tækniframförum, sem orðið hafa á stríðsárunem, á grundvelli sem allra frjálsastrar verzlunar og viðskipta. Hann lauk kaflanum um utan- ríkismálin með því að fagna „end- urfæðingu frönsku þjóðarinnar“ og segja: ,,Við erum nú að útbúa mik- inn, nýjan franskan her með ný- tízku vopnum“. — Hann bar lof á Frakkland, sem nú skipaði aftur sæti sitt meðal sameinuðu þjóð- anna. STRÍÐIÐ í yfirliti sínu yfir stríðið sagði hann: „Stríðið verður að heyja með óbilandi kappi...Allt verð- ur lagt í sölurnar .... Við erum ekki í vafa um, að hann verð- ur dýr. Manntjón okkar verðtir mikið. Við og bandamenn okkar munum halda áfram að berjasl unz lokasigur er unninn“ Forsetinn sagði ennfremur: „Við erum nú í sókn. — Við megum aldrei'láta okkur henda þá villu að halda, að Þýzkaland sé sigrað, fyrr en síðasti nazistinn liefur gef- F, D, Roosevelt izt upp“. Hann hvatti og til, að menn væru á verði gagnvart áróðri nazista, sem miðaði . að því. að sundra Bandaanönnum. Ilann skýrði frá þróun Banda- manna frá vörn til sóknar á þeim þrem árum, sem liðin eru síðan ráðizt var á Bandaríkin, — frá þeirri ákvörðun að beita fyrst meg inherafla Bandamanna gegn Þýzka landi. til að hindra, að Þjóðverjar gætu yfirbugað samherja Banda- ríkjanna í Evrópu, og fór hinum lofsamlegustu orðum um þraut- seigju Breta, Rússa, Kínverja og allra mótspyrnusamtaka. Roosevelt hrósaði hinum hraustu hersveitum Bandamanna á Ítalíu, sem hann sagði, að héhju 20 þýzkum herfylkjum bundnum þar, á meðan Þjóðverjar þörfnuð- ust þeirra svo mjög annars staðar. Um Kyrrahafsstríðið sagði hann: „Við höfum háð hörðustu sókn í Sögu nútíma styrjalda. — Við höf- um hrakið óvinina aftur á bak um meir en 4800 km yfir Mið-Kyrra- haf......Við höfum nú náð ör- uggu taki á stöðvum, sem gera „flugvirkjum" okkar kleift að gera loftárásir á Tokio. Her Japana á Filippseýjum hefur verið skipt í tvo hluta...... Framundan er enn hörð barátta. — fórnfrek bar- átta“. Ilann lýsti sjóorustu, sem háð var. við Filjppseyjar í október, sem „þyngsta áfalli, sem Japanska sjóveldið hefði nokkurn tíma orð- ið fyrir“, og sagði, að bandaríski flotinn biði með eftirvæntingu hvers þess tækifæris, sem japanska flotastjórnin vildi gefa honum til að finna japanska flotann aftur. Um Kína sagði hann, að loft- fluttar birgðir til þess Jands hefðu þrefaldazt á einu ári og væru nú miklu meiri en nokkurn tíma hefði verið flutt á Burmabrautinni. — Ilann hrósaði framsókn Banda- mann í Burma „þrátt fyrir ótrú- lega erfiðleika“. AUKNING HERGAGNA- FRAMLEIÐSLUNNAR Þá er forsetinn ræddi um þau vandamál, sem Bandaríkjamenn þurfa að ráða fram úr til að geta fullnægt þörfum herafla síns, sagði hann, að hergagnaþörfin hefði auk Tillaga um að ríkið borgi iaun yfírlæknis vinnuhælis S. I. B. S. Þingmenn úr öUum jlokkum bera fram í sameinuðu þingi tiUögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjóminni að grkiða laun yfirlœltrh- isins við vinnuheimili Sambands íslenzkra berklasjúklinga. Flutningsmenn eru þessir: Jóhann.Þ. Jósefsson, Lúðvík Jósefsson, Kristinn E. Andrésson, Gunnar Tlioroddsen, Skúli Guðmundsson, Sigfús Sigurhjartarson, Bjami Benediktsson, Guðm. í. Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Sveinbjöm Högnason, Bjarni Ásgeirsson, Ásgeir Ás- geirsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Eiríkur Einarsson. Tillagan og greinargerð hennar er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að greiða vinnuheimili Sam- bands íslenzkra berklasjúklinga laun yfirlœknis heimilisins, og sltvlu þau vera hliðstceð launvm yfirlœlcnanna við heilsuhœli nkisins. GREINARQERÐ Frá stjóm Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga hefur Alþingi borizt eftirfarandi er- indi: „Samband íslenzkra berkla- sjúklinga leyfir sér hér með að fara þess á leit við háttvirt Al- þingi, að það ákreði, að hið op- ihbera greiði laun yfirlæknis vinnuheimilis S. I. B. S-, og verði þau jöfn launum yfir- læknanna á heilsuhælum rík- isins. Vinnuheimili S. í. B, S. að Reykjum í Mosfellssveit getur tekið til starfa, þegar er lækn- ir hefur verið ráðinn og reglu- gerð stofnunarinnar samþýkkt, izt stöðugt síðan í júlí 1944 og yrði meiri 1945 en nokkurn tíma áður. Hann mælti með þessum lausn- um á vandamálunum: a) Lög um störf í þágu þjóðarinnar til að afla með vinnuskyldu fleiri verka- manna til að vinna að þeirri fram- leiðsluaukningu, sem ákveðin hef- ur verið á sviði fallbyssna, skot- færa, sprengna, hjólbarða, skrið- dreka, vörubila, flugvéla og skipa- framleiðslunnar. ...... b) Fram- hald frjáls eftirlits með nýtingu vinnuafls og tafarlaus löggjöf til að ná þeim fjórum milljónum manna, sem herinn hefur hafnað, inn í hergagnaiðnaðinn Forsetinn rifjaði upp tillögur þær, sem hann bar nýlega fram, um „efnahagslega mannréttinda- skrá“ eftir stríðið, — rétt hvers Bandaríkjamanns til nytsamrar at vinnu, sómasamlegs húsnæðis, menntunar, læknishjálpar og fé- lagslegs öryggis. ■— Hann sagði, að ríkisstjórnin miðaði að því að tryggja, að atvinna væri ti' handa allt að 60 milljónum manna. Hann sagði, að gert væri ráð íyrir að nota frjálst framtak eihs og hægt væri, en það yrði að vera laust við hina drepandi þrúgun auð- hringanna. „Frelsi og friður geta ekki þrif- izt án öryggis“. Forsetinn mælti með því, að rík- isstjórnin héldi áfram að hagnýta auðlindir þjóðarinnar með sér- stöku tilliti til fossavirkjana. Hann lét að lokum í ljós trú sína á lýðræðislegar aðferðir í inn- anlandsmálum og sagði: „Við Bandarikjamenn og bandamenn okkar erum nú að skapa sögu, — og ég vona, að það verði betri saga en nokkurn tíma áður hefur verið sköpuð. — Mættum við verða verðugir þeirra takmarka- lausu tækifæra, sem guð hefur gef- ið okkur“. og hefur þá rúm fyrir 20 vist- menn. Þegar öll 10 húsin, sem nú eru í smíðum, eru fullgerð, sem mun verða innan þriggja mánaða, þá verða til rúm fyrir 40 vistmenm Miðstjórn S. í. B. S. hefur ákveðið að hefja bygg- ingu aðalhúss stofnunarinnar á komandi vori. Þegar það er fullgert, skapast þar enn rúm fyfir 40 vistmenn. Ein§ og sést aí hieðfyigjándi feglugérð fyrir vinnuheimilið, er tilgangur þess að taka við til áframhald- andi læknismeðferðar, vixmu- þjálfunar og náms berklasjúkl- ingum nýútskrifuðum af heilsu hælum, sjúklingum höldnum langvinnri berklaveiki og öðr- um berklaöryrkjum. Fólk það, sem hér um ræð- ir, er ófært um að sjá sér far- borða af eigin rammleik. enda ber hið opinbera að mestu kostnaðinn af framfærslu þess. Margt af þessu fólki verður nú að dveljast á heilsuhælunum, enda þótt því sé ekki þörf heilsuhælisvistar, og dvelur þar, án þess að unnt sé að hag- nýta það takmarkaða vinnuþol, sem það hefur. Auk þess er al- kunn þörfin fyrir rúmin á heilsuhælunum, sem losna, ef þetta fólk fær aðstöðu til að flytjast þaðan. Sú staðreynd, að 30—40% af þeim berklasjúkl- ingum, sem brautskráðir eru af heilsuhælunum, veikjast á ný, er næg sönnun þess, að full þörf er fyrir, að þetta fólk njóti áframhaldandi lækniseft- irlit, eftir að það kemur af heilsuhælunum, ekki sízt hvað snertir vinnu og aðbúð. Að hér er um verulegan hóp fólks að ræða, má sjá af því, að um 60 af þeim sjúklingum, sem komu á Vífilstaðahælið árið 1944, höfðu áður dvalizt á heilsu- hæli. Af framansögðu er augljóst, að bygging slíkrar stofnunar, sem hér um ræðir, er þjóðar- nauðsyn, enda samþykkt og við urkennt af heilbrigðisstjóm, landlækni og berklayfirlækni. Samtök vor gera sér það ljóst, að rekstur vinnuheimilis- ins er tilraun, sem ekki má mis takast, og með því að takast það sjálf á hendur eru samtök- in að leysa af hfendi vandamik- ið starf, sem hið opinbera mundi að öðrum kosti ekki kom ast hjá að gera. Vér teljum því óhjákvæmi- legt, að sá maður, sem vér fel- um yfirstjóm heimilisins, taki við því §tarfi þegar í upphafi rekstrarins. Eggert Lárusson65 ára Föstudagur 12. janúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN Framhald af 2. síðu. Það var sumarið 1925 að ég fór að byggja húsið Bergþóru- gata 23, og var það þá stærsta íbúðarhúsið hér. í því vom 8 íbúðir og 6 einstaklingsherbergi auk þess verzlunarbúð. Eg var vitanlega fjárlítill til þess að ráðast í svo stóra bygg- ingu. Þegar kominn var kjall- ari, loftið yfir hann, og veggir að neðri hæðinni var bygging- arféð þrotið. Fór ég þá til verka mannanna og sagði þeirn að nú væm tveir kostir fyrir hendi, annar: að hætta við bygging- una, hinn: að þeir legðu út í þá hættu að eiga vinnulaunin inni hjá mér. Skutu þeir á fundi hjá sér og sögðu mér síðan að þeir hefðu ákveðið að halda áfram að virma hjá mér. Um haustið var húsið komið undir þak að öðru leyti en því að jámið vantaði. En óinnrétt- að var það að öllu leyti. Hús- næðisvandræði voru þá §vo mik il að samt var flutt inn í flest- ar íbúðirnar strax, og flutti fólkið sig svo milli herbergj- Miðstjórn S. í- B. S. hefur einróma samþykkt að ráða í starf þetta Odd Ólafsson lækni á Vífilsstöðum, enda er hann eini starfandi læknirinn hér á landi sem hefur kynnt sér starf rækslu hliðstæðra stofnana er- lendis. Þar sem vér sjáum fram á fjárhagslega örðugleika við rekstirr heimilisins og þar sem berklavamalögin kveða svo á, að berklasjúklingar skuli njóta ókeypis læknishjálpar, þá væri oss það mikils virði, ef hið opinbera styrkti þessa merku tilraun vora með því að launa yfirlækni stofnunarinn- ar. Vér viljum taka það fram, að í desember síðastliðnum .skrifuðum vér heilbrigðisstjórn inni bréf um sama efni, en á- lit' heilbrigðismálaráðherra og landlæknis var það að ekki væri rétt að gera slíka ráðstöf- un, að minnsta kosti ekki, fyrr en heimilið hefði starfað nokk- um tíma. Hins vegar celjum vér nauðsynlegt, að iastur lækn ir sé ráðinn írá byrjun af neð- angreindum ástæðum. 1) Daglegt eftirlit með heilsu, vinnu og aðbúð vistmanna. 2) Daglegt eftirlit með því að hegðunarreglum heimilisins sé fylgt, ekki sízt meðan stofnun- in er á tilraunastigi. 3) Að tryggt verði, svo sem unnt er, að nágrenni staðarins geti ekki stafað smithætta af vistmönnum, einkum þar sem vart hefur orðið mjög ákveðins ótta íbúa Mosfellssveitar í þessa átt. Með bréfi þessu fylgir afrit af reglugerð fyrir vinnuheimili S. I. B. S., en hún liggur nú í Stjómarráðinu til staðfesíing- ar. Reykjavík, 6. jan. 1945. Virðingarfyllst, f. h. S. í. B. S. Maríus Helgason, varaforseti, Ólafur Björnsson, gjaldkeri, Árni Einarsson, ritari. anna meðan verið var að full- gera þau. ÞEGAR ÉG GAF BÆJAR- STJÓRNINNI TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ LÍKJAST GUÐI ALMÁTTUGUM. — Haustið eftir kom til mín góður kunningi minn og spurði hvort ég gæti hvergi komið sér fyrir í húsinu- — Hann var á götunni með konu og böm. Nú vildi svo til að í vestur- enda kjallarans var hægt að útbúa íbúð, en eldhúsi varð ekki komið fyrir á annan hátt en að brjóta gat fyrir glugga á norðurhliðina. Svo fór maðurinn og braut fyrir glugganum, en þegar hann var að enda við að festa glugg- ann í kom byggingarfulltrúinn þar að og spurði hver stæði fyr ir þessu verki. Maðurinn svar- aði því að húseigandinn hefði leyft þetta. Heimtaði þá bygg- ingarfulltrúinn að húseig'andinn ksemi tafarlaúst til viðtals við sig. Byggingarfulltrúi var þá Sig- urður Pétursson. Fór ég til hans daginn eftir. Sagðist ég vera kominn samkvæmt* hans tilvís- an. Gluggann hefði ég þurft að fá „og vildi ég gefa ykkur einu sinni tækifæri til þess að líkjast guði almáttugum, en hann líð- ur svo margt sem hann leyfir ékki,“ og hefði ég frekar kosið að setja gluggann í leyfisleysi en forboði. — Hann var látinn óhreyfður. í KASTI VIÐ LÖGIN — Hefur þú nokkru sinni lent í kasti við lögin? — Það væri þá helzt að ég beitti mér tvisvar gegn fátækra lögunum, í annað skiptið í Bol- ungarvík, það mun hafa verið 1913, en hitt skiptið í Reykja- vík, 1929 eða 1930- í bæði skipt- in vann ég sigur. í annað skiptið varð ég raunar að taka ábyrgð á barni á 1. ári, en hitt skiptið tókst mér að hindra fátækra- flutning ekkju fátæks verka- manns með 6 börn í ómegð er átti að skipta upp og flytja burtu. Annars hef ég ekki átt 1 deil- um. Eg hef mest umgengizt fá- tækt fólk — og fátækt fólk hef- ur alltaf verið vinir mínir. J. B. wv 1 é." - « : V>. . ■ Pablo Picasso. Pablo Pícasso: Hvers vegna ég varð kommúnisti Málarinn heimsfrægi, Pablo Picasso, hefur nýlega gengið í Kommúnistaflokk 1 rakklands. Um ástæðuna til þess segir hann í viðtali við VHumanite: „Ákvörðun mín að ganga í Kommúnistaflokkinn er rökrétt- « ur þróunarliður í ævi minni og starfi, og gefur því gildi sitt. Með línum og litum hef ég reynt að öðlast dýpri skilning á heim- inum, í því skyni að sá skiln- ingur gerði okkur frjálsa. Á minn hátt hef ég alltaf tjáð það sem ég hef álitið sannast og réttlát- ast, og þess vegna fegurst. En kúgunarárin og í uppreisninni fann ég að það var ekki nóg, að ég varð að berjast,1 ekki ein- ungis með því að rnála, heldur af öllum mætti. Áður hafði mér, af eimhverskonar „sakleysi“, ekki skilizt þetta. ' '-'t Ég varð kommúnisti, vegna þess að Kommúnistaflokkurinn leitast við fremur cn allir aðrir að þekkja heiminn og breyta hon- um, fá menn til að hugsa skýrar, gera þá frjálsa og hamingju- sama. Ég varð kommúnisti, vegna þess að kommúnistarnir hafa reynzt hugprúðastir í Frakklandi og í Sovétríkjunum eins og þeir reyndust í ættlandi mínu, Spáni. Mér hefur aldrei fundizt ég eins frjáls og heill og nú. Meðan ég bíð þess tíma að ég geti snúið aftur til Spánar, er Kommúnistaflokku^ Frakklands föður- land mitt. Þar finn ég alla vini mína, ’vísindamennina Paul Langevin og Frederick Joliot-Curie, rithöfundana Louis Aragon og Paul Eluard, og svo mörg hinna fögru andlita uppreisnar- manna í París. Ég er aftur meðal bræðra“. • Pablo Pieasso er einn kunnasti frömuður nútímamálaralist- ar. Ilann er Spánverji, fæddur 1881, en hefur dvalið langdvölum í París og er þar nú. Hernámsárin bönnuðu þýzku yfirvöldin Picasso að halda málverkasýningar. — Myndin hér að ofan er tekin á heimili Picassos eftir að Þjóðverjar höfðu verið hraktir frá París. Grein um Picasso, eftir Jón Þorleifsson listmálara,, birt- ist í Rauðum pennum og fylgdi mynd af hinu fræga málverki Guemica. Mslw mrtD 13100 Iihí (fann- OfOooM uoolil i Hiiiaooi Þýzkar fjölskyldur eru nú í varðlialdi í þessum fyrri kvalastað fangabúðum nazista í Vught, 3 km fyrir sunnan Hertogenbosch i Hol- landi, þar sem 13600 fangar voru líflátrúr eða dóu vegna misþyrnúnga nazista. Fangabúðirnar í Vught, — með þeim stærstu í heimi —, geymdu 35000 fanga í einu. — Þar var „svarthol“, 3,60 metrar á lengd, HITLER HRÆDDUR — Angid- arsvipurinn á IJitler, á þessari mynd, sem tekin er úr þýzkri kvik- rwynd, sýnir að hann veit hvað bíður haris Nazistaþefari tek- inn Danir hafa nýlega ráðið af dög- um alrœmdan þefara nazista, Cari Malmroes lögregluþjón, sem kall- aði sig Bjöm Petersen. Hann var skotinn í vínstofu við Biilovsvej í Kaupmannahöfn. Malmroes hafði eingöngu rekið erindi Þjóðverja, síðan þeir gerðu ráðstafanir sínar gegn dönsku lög- reglunni. 2,10 á breidd og 2,40 undir loft em nazistar tróðu 67 konum inn eitt kvöld. — Morguninn eftii vefru 12 dánar, 7 dóu seinna oi allmargar misstu vitið. Körlum og konum var misþýrm af dýrslegri grimmd og barin ti bana, oft með því að hryggbrjót: þau. Á tímabilinu júní-septembe 1944 voru meir en 3000 fanga skotnir. Á einum degi voru 22 belgisk ir skæruliðar og 2 hollenzkir föð urlandsvinir hengdir. Líkin voru brennd í stórurn ofn um, eða varpað í kalkgrvfjur. Þjóðverjar þeir, sem nú lifa fangabúðunum, sjá dagleg;; þessai minjar um pyndingaraðferðir naz ista.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.