Þjóðviljinn - 13.01.1945, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.01.1945, Qupperneq 2
Þ JÓÐ VILJINN Laugardagur 13. janúar 1945> Samþykkt „Qréttu“ um liskimálanefnd var gerJ með atkvæðum aðeins 6 manna Agnar Hreínsson segir frá sfarfi félagsins ' f ■ Það virðist sem félagsmenn' í skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Gróttu séu ekki alls kostar ánægðir með þá samþykkt, er gerð var á síðasta fundi með atkvæðum 6 manna, að leggja fiskimálanefnd niður. Fréttamaður Þjóðviljans mætti í gær Agnari Hreins- syni, fyrrverandi formanni skipstjóra- og stýrimannafélags ins Gróttu, og barst talið að samþykkt félagsins um fiski- málanefnd- Eftir því sem ég bezt veit er það alls ekki vilji félagsmanna sem kemur fram í þeirri tillögu og þeim fréttum af fundinum, sem birtar. voru í dagblöðum bæjarins, sagði Agnar. — Var þá ekki þessi tillaga um niðurlagningu fiskimála- nefndar samþykkt? — Því miður gat ég ekki ver- ið á fundinum, og er það fyrsti fundurinn í félaginu sem ég hef ekki verið á, en eftir þeim upplýsingum sem ég hef feng- ið voru flestir farnir af fundi, þegar þessi tillaga kom fram, eftir voru aðeins 12 menn á fundinum og greiddu 6 henni atkvæði, en hinir 6 sátu hjá. Eftir því sem mér aefur ver- ið tjáð af fundinum var þessi tillaga flutt af Sveinbirni Ein- arssyni þegar los var komið á futídinn og t. d. Keílvíkingarn- ir, sem fjölmenntu á fundinn, voru farnir, og mun ílutnings- maður hafa túlkað hana þann- ig að hún væri flutt samkvæmt ósk frá stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins. Eg get því ekki talið, að fé- lagið, sem telur 1G0 meðlimi, hafi gert þessa samþykkt, er aðeins 6 menn réttu hendi upp með. • — Hvað viltu se^ja annað um starf félagsins og stefnu’ — Skipstjóra og stýrimanna- félagið Grótta er stofnað 21. júní 1942. Fyrstu tildrögin að stofnun félagsins voru þau að ég ræddi það einu sinni við nokkra for- menn hér hvort þeir hefðu ekki áhuga fyrir að stofna félag til , að vinna að hagsmuna- og á- j hugamálum skipstjóra og stýri- j manna í vélbátaflotanum. Varð að ráði að Guðmundur Guð- mundsson, stýrimaður hér í bænum, tók að sér að leita und- irtekta manna undir slíka fé- lagsstofnun. Safnaði hann lista yfir allmarga væntanlega stofn- endur, en ekkert varð þó af stofnun þá. Eg fór úr bænum j og var fjarverandi í 7 mánuði, ! en- um vorið þegar ég kom heim aftur boðaði ég til fund- , ar í Verbúð I. Á fundi þessum var samþykkt að stofna félag- ið. í fyrstu stjórn voru þessir menn: Formaður Agnar Hreins- son; ritari Guðmundur Bær- ingsson, sem margir þekkja vegna svaðilfara hans í hrakn- ingum fyrir nokkrum árum- Gjalqikeri var kosinn Gísli Jonsson og m.eðstjómendur Val- garður Þorkelsson, <skipstj. á Keflvíking og Auðunn Sæ- mundsson, sem lengi hefur ver- ið formaður hér. Flestir þessara manna hafa verið í stjóm félagsins frá upp- hafi. Sem dæmi um áhuga manna í þessari stétt fyrir myndun fé- lagssamtaka má geta þess, að um þap bil sem félagið var ársgamalt fór ég suður í Kefla- vík og Sandgerði og talaði við formennina þegar þeir komu að bryggju og árangurinn varð sá að um 40 menn á báðum stöðum gengp í félagið þá strax. — Þú hefur nú sagt mér frá stofnun félagsins, hvað viltu segja um störf þess? — Félagið gekk í Farmanna- og fiskimannasamband íslands og er þar eitt af stærri félög- unum, hefur sent fulltrúa á þing þess og barizt fyrir réttind um félagsmanna almennt, t. d. hefur það gengizt fyrir breyt- ingu á lögunum um atvinnu við siglingar og er ájrangurinn frumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi um þetta mál. Þess má þó geta, að eins og frumvarpið liggur nú fyrir eru vélbátaskipstjórar, bæði í Gróttu og úti um land, ekki allskostar ánægðir með það, og hafa því sent áskoranir til Al- þingis og siglingamálaráðherra um að þeir menn, sem lokið hafa hinu minna fiskimanna- prófi, fái skipstjóra- og stýri- mannaréttindi á ísl. skipum í innanlandssiglingum, sem eru 150 tonn að stærð brúttó. Mér hefur alltaf fundizt það vera eiginhagsmunir og þröngsýni einstakra manna, sem hafa ráð- ið í siglingamálunum, þar sem þessir minnaprófs fiskimenn eiga fyrst og fremst heiðurinn af því hvað vélbátafloti lands- ins er stór. Vélbátarnir hafa verið byggðir undir vissa menn, þeir hafa verið eigendur bát- anna og þeir hafa alltaf haft óbilandi áhuga fyrir aukningu útgerðarinnar og í vélbátaflota landsins væri nú stærri og betri skip, rýmri mannaíbúðir og þægindi skipshafna ef réttindi þessara manna hefðu ekki ver- ið bundin við hámarksréttindi upp að 75'tonnum og þar af leiðandi væri hagnaður þjóðar- innar meiri. Vænti ég þess að sú ríkisstjóm, er nú situr, líti með ^réttlæti og sangimi á mál þessara manna- — Hvað hefur félagið gert í kaup- og kjaramálum stéttar- innar? — Félagið hefur gert samn- inga við útgerðarmenn fyrir rúmu ári, sem bættu kjörin all- veralega frá því sem áður var, marwitnrixk) Agnar Hreinsson. enda voru engir samningar áð- ur um kjör þessara manna. Á fundi í haust var samþykkt að segja þeim samningum upp, en útgerðarmenn hafa verið ófá- anlegir til þess að ræða nýja samninga og er það mál óút- kljáð ennþá- Að lokum vil ég geta þess að allir þeir félagsmenn sem ég hef haft tal af eru mjög ánægð- ir með síðustu gerðir ríkisstjórn ,%arinnar í fisksölumálunum og vænta mikils af henni. J. B. AUGLYSIÐ I ÞJÓÐVILJAMJM Hvað er hæfileg fjarlægð milli kirkju og kvik- myndahúss? „Haukur í Horni skrifar mér bréf út af ágreiningi sem eftir fréttum að dæma virðist hafa. ris- ið út af hvort breyta ætti frysti- húsinu Herðubreið í kvikmynda- hús eða geyma þar ftosið kjöt, eins og verið hefur. Gef ég svo bréf- ritara mínum orðið: „Samband íslenzkra samvinnufé- laga hefur sótt um leyfi til bæjar- ráðs til að breyta frystihúsinu Herðubreið í kvikmyndahús. Bæj- arráði hafa borizt mótmæli . frá söfnuði Fríkirkjunnar, gegn þeirri fyrirætlun S. í. S., og það er tek- ið skýrt fram að söfnuðinum sé það mikið áhugamál að hún verði ekki framkvæmd. Þessi fregn gefur tilefni til að íhuga hvort ekki mundi heppileg ráðstöfun til aukinnar kirkjusóknar í Reykjavík, að flytja t. d. Nýja Bíó og Tjarnarbíó út úr bænum, því óneitanlega eru þessi kvik- myndahús ekki all fjaíri Fríkirkj- unni og sjálfri Dómkirkjunni. Nýja Bíó yrði þá flutt t. d. inn að Elliða- ám, en Tjarnarbíó fram á Sel- tjarnarnes. Á þeim stöðum ættu kvikmyndahúsin ekki að trufla til muna kirkjulegar athafnir í Mið- bænum’ eða draga hugi almennings um of frá andlegum efnum. Þó eru ein vandkvæði á þeirri ráðstöfun, sem sé sú, að eftir að kirkjur yrðu reistar í úthverfum bæjarins, yrði fjarlægðin frá kirkju að kvikmyndahúsi aftur orðin of stutt. Það verður því að bregða skjótt við og láta helztu kirkju- höfðingja bæjarins gefa úrskurð um hæfilega fjarlægð milli kirkju og kvikmyndahúss, því gera má ráð fyrir að þeir vilji eiga sjálf- dæmi um þá ákvörðun, enda ekki á öðrum hæfnari mönnum völ, til Atvinnumál Akureyrar Um 150 verkamenn atvinnulausir og álika margir hafa stopula vinnu Verkatnannafélagið skorar á bæjarstjörn að hefja atvinnubátavinnu fyrir 80-100 manns (Grein sú er hér fer á eftir, um atvinnumál Akureyrar, birtist í „Verkamanninum", málgagni Sósí- alistafélags Akureyrar, 23. desem- ber ■£.!.). Verkamannafélagið hélt fund sl. sunnudag og var aðallega rætt um hið gífurlega og sívaxandi atvinnu- leysi verkamanna hér í bænum. At vinnumálanefnd, sem undanfarna daga hefur unnið að því, ásamt stjórn félagsins að safna skýrslum um atvinnu félagsmanna, gerði grein fyrir störfum sínum og eru niðurstöður nefndarinnar hinar at- hyglisverðustu. Samkvæmt þeim er atvinnu félagsmanna þannig háttað: Stöðuga atvinnu hafa 110 félags- menn. Hlaupavinnu hafa 60 telags- menn. Atvinnulausir eru 75 félags- menn. Nemendur í skólum, sjúklingar, fjarverandi o. fl. eru 73 og um 10 félagsmenn vantaði upplýsingar. Á fundinum var skorað á bæjar- stjórnina að hefja strax úr ára- mótum atvinnubótavinnu fyrir 80—100 manns og jafnframt bent á verkefni, sem unt væri að vinna að á þessum tíma árs, svo sem hafn argarðinn á Oddeyri, grjótnám og grjótmölun og útgröft lóða við Hafnarstræti. Þess ber að gæta að þessar tölur gefa engan veginn fullnægjandi mynd af atvinnuleysinu hér í bæn- um, því fjölmargir þeirra, er verka- mannavinnu stunda mestan- tíma ársins eða allan eru í öðrum stétt- arfélögum, svo sem Sjómannafélag inu, Bílstjórafélaginu og Iðju, en upplýsingar eru ekki fyrir hendi um atvinnu þeirra verkamanna, og ennfremur þess, að „hlaupavinna“ sú, er um 60 verkamenn stunda, er svo lítilfjörleg að enganveginn fullnægir brýnustu þörfum heimila þeirra. Mun því óhætt að fullyrða að a. m. k. 150 verkamenn séu nú atvinnulausir með öllu. • Framh. á 5. síðu. » að dæma um þá hluti svo viðun- andi sé“. Héðinn og lögreglan Frá A. S. hefur bæjarpóstinum borizt eftirfarandi bréf: „Hinn 27. sept. s. 1. birtist grein í .dagblaðinu Vísi undir fyrirsögn- inni „Hvatvísleg framkoma lög- regluþjóns“. Grein þessi sem er mjög rætin og niðrandi í garð Magn úsar Sörensen lögregluþjóns, vakti f að vonum allmikla eftirtekt. Telur A greinarhöfundur að lögregluþjónn- f inn, sem var við dyravörzlu í Odd- fellow nokkru áður, hafi komið þar mjög ósæmilega fram við Héðinn Valdimarsson er þar bar að, og- segir að Héðinn hafi kært hann fyrir ruddaskap og ofbeldi og að endingu er skýrt frá því í grein þessari að lögreglustjóri hafi fyrir hönd lögreglunnar beðið Héðinn formlega afsökunar á framferði lög regluþjónsins. Þeir, sem þekkja Magnús Sörensen eiga erfitt. með að trúa því að þarna sé farið með rétt mál, því hann hefur í starfi sínu áunnið sé)> virðingu fyrir psúða og drengilega framkomu og er manna ólíklegastur til að við- hafa rudaskap og ofbeldi. Ýmsar sögur ganga manna á milli um mál þetta, eins og t. d. sú, að sann- leikanum sé algerlega snúið við í. hinni fyrrnefndu Vísisgrein. Að það hafi verið Héðinn en ekki lög- regluþjónninn sem þarna hafi ver- ið í sökinni. Að lögregluþjónninn hafi skrifað ýtarlega kæru á Héð- inn, en lögreglustjóri hafi ekki vOj- að taka hana til greina. Að lög- reglustjóri hafi tekið málstað Héð- ins upp á sína arma að algerlega órannsökuðu máli, en vísað á bug öllum skýringum lögregluþjónsins og að síðustu eins og segir í Vísis- greininni beðið Héðinn formlega af- sökunar á framferði lögregluþjón*- ins. Hvað er hér að gerast? Er það hugsanlegt að réttlætið sé ekki á hærra stigi en það hjá lögreglu- stjóranum, að hann fórni málstað undirmanns síns, fyrir það eitt að i hlut á maður er telur sig sam- kvæmt úreltu hugtaki vera . betri. borgara? Ef svo er væri það hörmu legt ástand í okkar réttarfarsmál- um. Hvernig getur lögreglustjóri beðið afsökunar áður en málið er rannsakað og hið rétta er leitt í ljós? Þetta mál þarf að upplýsast. betur“. Up borginní Næturlæknir er í laeknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum,. sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki, sími 1760. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20' e. h. til kl. 9.50 f. h. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Útvarpið í dag: 8.30 Morgunfréttir. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.20 Útvatpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Ljóðskáldakvöld: — Upplest- ur. — Tónleikar. (Viíhjálm-- Þ. Gíslason o. f 1.). 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.