Þjóðviljinn - 17.01.1945, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.01.1945, Qupperneq 1
Hvirfingsfundur í kvöld á venjulegvm stað og tíma. 10. árgangur. Miðvikudagou* 17. janúar 1945. 13. tölublað. Súkoff byrjar sókn i Msð~PóUandi í Her Konéffs cr 19 km frá Krakow Bandaríkjamenn komnir þrið jung leið arinnar til Manillu Á Lúzon eru Bandaríkjamenn komnir ya leiðarinnar til Man- illu. Eru þeir komnir rúml. 50 km. upp í landið á 112 km. langri víglínu. Gagnáhlaup Japana, sem lengi hafði verið búizt við, er tlú hafið. — Eru nú háðar harð- ar orustur. Búið að ákveða stund og stað Roosevelt forseti sagði á hlaðamannafundi í gær að bú- ið væri að ákveða stund og stað fyrir næsta fund þeirra Churc- hills, Stalíns og hans. Kvaðst Roosevelt leggja af stað innan skamms. 1. Hvíta-Rússlandsherinn undir stjórn Súkoffs marskálks hefur sótt fram í þrjá daga með miklum hraða fyrir sunnan Varsjá. Stalín tilkynnti í gærdag í dagskipun til Súkoffs, að rauði herinn hefði brotizt gegnum varnarlínur Þjóð- verja á vestari bakka Vislu á 120 km. kafla og sótt fram allt að 65 km. á þrem dögum. í annarri dagskipun í gærkvöld var tilkynnt að her Súkoffs hefði tekið borgina Radom og samtals um 1400 bæi og þorp. Her Konéffs er aðeins 19 km. frá Krakow og 64 km. frá Þýzkalandi. Sóknin er hafin frá tveimur stöðum á vesturbakka Vislu. — 50—100 km fyrir sunnan Varsjá. — Báðir hlutar sóknarhersins hafa nú náð saman og sækja fram 'á samfastri, 120 km langri, víglínu. —Sökum óveðurs hefur sóknarher- I inn ekki notið neins stuðnings frá flughernum, en stórskotaliðið lét þeim mun meir að sér kveða. Borgin Radom er við þjóðveg- inn og aðaljárnbrautina frá Varsjá til Karkow. — Ilún hafði 80.0000 íbúa fyrir stríð og var mikil iðn- aðarborg. — Radom var afar mik- Bretar í sókn fyrir norðvestan / Geilenkirchen 2. brezki herinn hóf sókn í gærmorgun á eystri bakka Maas, skammt frá borginni Sittard, sem er 14 km. fyrir norðvestan Geilenkirchen. Ráðast Bretar á fleyg, sem Þjóðverjar höfðu rekið inn í varnarbelti bandamanna og er mjög annt um að halda. Sóknin gekk vel í gærkvöld. Bandamenn hafa tekið Houffalize. Messa í Rendalen í norska héraðinu Österdalen, sem er eitt af stærstu dalaher- uðum Noregs, hafa nú næst- um allir prestar verið settir af eða gerðir útlægir. — í stað- inn hafa söfnuðumir fengið kvislingapresta. En á þriðja jóladag kom heiðarlegur prestur í heimsókn til Rendalen í Österdalen og messaði og skírði á eftir. — Kirkjan var þéttskipuð og margir komust ekki inn. — Skímimar urðu ódæma marg- ar, því að 32 böm 2—4 ára gömul, voru skírð. — Flest þeirra gengu sjálf inn kirkju- gólfið til prestsins. Sókn Breta hófst með stórskota- hríð, en svo réðst fótgönguliðið fram til atlögu. — Mótspyrna Þjóðverja varð öflugri því lengra sem Bretar sóttu fram. Sökum þoku gat flugher Banda- manna ekki veitt Bretum stvrk. — Þeir eru þegar komnir gegnum öfl- ugar varnarlínur. Bandamenn tóku Houffalize snemma í gærdag. — Miklir bar- dagar eru háðir við veginn frá Houffalize til St. Vith. Bandamenn eru komnir yfir ána Salm og eru um 10 km frá St. Vith. 7. bandaríski herinn hefur unn- ið á í áhlaupum sínum á land- 'svæði Þjóðverja á vcstari bakka Hínar, fyrir norðan Stras'búrg. Bandamemí nálgast Herlesheim'. ilvægt virki og samgöngumiðstöð í varnarbelti Þjóðverja. — Þar komu saman varnarsvæði tveggja þýzkra herja. Rauði herinn er kominn fram- hjá Radom á breiðum kafla og stefnir til stórborgarinnar Lodz. 50 KM MlLLI SÓKN ARHER JANNA. Sá hluti hers Konéffs, sem berst nálægt Kielce, er aðeins 50 km frá her Súkoffs, og þrengist bilið óð- um. Sá fyrri tók um 500 bæi og þorp í gær og er aðeins 19 km frá Kar- kow og 64 km frá Þýzkalandi. — Konéff er nú hálfnaður til þýzka héraðsins Sohlesíu frá þeim stað, sem sóknin hófst frá og hefur sótt fram um næstum 160 km á 5 dög- um. Meðal borga þeirra, sem her Sú- koffs tók í gær, eru Warka, Zwolen, Dolets og Deblin. Rauði herinn tók um 3000 fanga í Búdapest í gær. Þjóðverjar halda áfram að tala um áihlaup Rússa á ýmsum öðrum stöðum frá KarpatafjölLum til Eystrasalts. — Þeir játa, að rauði herinn hafi tehið bœinn PILL- KALLEN, 15 km vestan landa- mœra Austur-Prússlands, við járn- brautina frá Tilsit til Eydtkuhnen. Rauði herinn eyðilagði 277 skrið- dreka fvrir Þjóðverjum á austur- vígstöðvunum í gær. ■~"~r Francostjórnm sleppir ítöskum her- skipum Francostjórnin á Spáni hefur látið laust eitt ítalskt beitiskip og 4 ítalska tundurspilla, sem hafa legið í höfn á Baleareyj- um síðan Ítalía gafst upp. Kotiéff marslcállcur stjómar sókn- inni í Suður-Póllandi, — Bilið milli hans og Súkoffs styttist óð- um, — og Þýzkaland er aðeins 6Jj km jramundan. Franskt-þýzkt samstarf Nefnd frjálsra Þjóðverja í Vest- ur-Evrópu hefur haft samvinnu við franska heimaherinn. — Þjóð- verjar þessir hafa tekið þátt í ýms- um hemaðaraðgérðum franskra skœrvliða, m. a. frelsun Parísár. Tuttugu og þrír fulltrúar nefnd- arinnar starfa nú með 1. franska hernum í Alsace-Lorraine, og flokkar Þjóðverja berjast með frönsku hersveitunum, sem herja á hina innikróuðu hópa Þjóðverja í Atlanzhafshöfnum Frakklands. í nefndinni eru um 2000 ^kipu- lagðir félagar, en þeir reka áróður meðal þýzkra stríðsfanga, sem Frakkar hafa tekið, og ber hann vaxandi árangur, sérstaklega með- al menntamanna, verkamanna og kaþólskra manna. Þýzka nefndin útvarpar líka reglulega frá Toulouse. Yfirherstjórn Bandamanna á vesturvígstóðvunum hefur ekki leyft nefndinni ennþá að halda uppi- áróðri meðal sinna fanga eða með hátölurum á vígstöðvunum-, eins og fulltrúar nefndarinnar gera á vígsvœði 1. franska hersins. Bandaríkjðmenn veita 170000 norsk- um börnum mjóik og önnur matvæii Frá því í ágúst 1943 hefur félag Bandaríkjamanna til hjálpar Norðmönnum (American Relief for Norway) haft leyfi fjármálaráðu- neytis Bandaríkjanna til að senda 50000 krónur í hverjum mánuði til hjálparnefndarinnar í Stokk- hólmi. — Þessir peningar hafa ver- ið notaðir til að kaupa matvæli, sem ábyrgar nefndir í Noregi út- hluta til norskra skólabarna og roskinna einstæðinga, sem geta ekki séð fyrir sér sjálfir. Þetta mánaðarlega framlag hef- ur auðvitað alls ekki vérið nóg og var send beiðni til Bandaríkja- stjórnar og yfirvalda Bandamanna yfirleitt um leyfi til að senda stærri upphæð í hverjum mánuði. — Eftir langar umræður fékk American Relief for Norway þá gleðifrétt í september s.l., að það- an í frá mætti senda 150000 krón- ur til Stokkhólmsnefndarinnar í hverjum mánuði eða þrefalt meira en áður. 1 Stokkhólmsnefndinni, sem nú hefur starfað í 4y% ár, eru þrír ágætir, sænskir Noregsvinir, þeir Gösta Klemming, Erilc Lenender ffg Oskar Sileen. — A meðan Nor- egur er hérnuminn af Þjóðverjum, leyfa þeir auðvitað ekki neinni nefnd i Svíþjóð, sem Norðmenn væru í, að úthluta styrknum frá B a n d arí k j un um. Opinberlega er tilkynnt, að sænska Noregssöfnunarnefndin, sem hefur safnað állt að einni millj. króna mánaðarlega á stríðsárun- um, hafi átt erfitt ineð að safna jafnmiklu fé á síðast liðnu hausti. — Það var því mjög mikilvægt, að hið aukna tillag Bandaríkja- manna byrjaði að koma einmitt þá. — Fyrir mánaðartillagið frá Bandaríkjunum fá 170000 norsk börn mjólk og eina góða máltíð daglega. Bandaríska hjálparfélagið hefur líka sent álitlegar birgðir af nauð- synlegustu lyfjum fyrir milliaöngu ameríska rauða krossins. — Hjálp- arnefnd norsku stjórnarinnar hafa einnig borizt miklar birgðir af nýj- um og notuðum fötum frá Banda- ríkjunum. — Er mestur hluti þeirra kominn til enskrar hafnar og verða þau sertd þaðan til Nor- egs tafarlaust, þegar stundin er komin. Norskur her sækir fram í Finnmörk Norskur her hefur sótt fram í Finnmörku frá Tana, sem rauði herinn1 • frelsað, og til Porsangerfjarðar. Hann á nú í orustum við Þjóðverja fyrir sunnan fjörðinn Þjóðverjar hafa haft stöðvar í Porsangerfirði fyrir flugvél- ar til að ráðast á skipalestir á leið til Murmansk. Norðmenn 'hafa sótt fram þarna yfir torsótt land, m. a. tvö fjallaskörð. Mestur hluti íbúanna í Finn- mörku hefur komizt hjá nauð- ungaflutningi Þjóðverja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.