Þjóðviljinn - 21.01.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.01.1945, Blaðsíða 2
* ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1944, Arsrit Sk félags Ársrit Skógræktarfélags ís- lands fyrir árið 1944 er fyrir nokkru komið út. Árið 1944 kom ársritið út í 300 eintökum, en í ár kemur það út í 4000 eint. upplagi, og er það ljós vottur um hixm öra vöxt skógræktarfélagsins og sí- vaxandi áhuga manna fyrir þvi „að klæða landið“ á ný. Með stofnun landgræðslusjóðs ins á s.l. vori voru mörkuð tíma mót í sögu þessa máls. Efni þessa ársrits er sem hér segir: Fremst er Aldamótaljóð Hann esar Hafsteins, fer vel á því að Ársrit Skógræktarfélagsins árið sem lýðveldið var endurheimt og hið mikla átak var gert til þess „að klæða landið“ með stofnun Landgræðslusjóðsins, minni á þá sýn skáldsins í upp- hafi þessarar aldar að: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, . •. menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Og eggjan hans til manna hinn- ar nýju aldar: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvemig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið.“ Hákon Bjamason, skógrækt- arstjóri skrifar þama langa grein er hann nefnir: Um út- breiðslu skóga og skógamytja. Ræðir hann þar um hinar sam- eiginlegu skógamytjár, er hann skiptir í 5 eftirfarandi kafla: Áhrif skóga á veðráttuna, Áhrif skóga á miðlun úrkomunnar, Landvamarmáttur skóganna, Skógur sem vinugjafi og Skóg- urinn sem yndisauki og heilsu- lind. Ræðir Hákon í sérstökum köflum hvert þessara atriða út af fyrir sig. í kaflanum um landvöm skóga gefur hann yfirlit um birkigróður og birkileifar víðs- vegar um land, en víða þar sem raunverulegur skógur er nú með öllu horfinn finnast ein- staka birkihríslur á óaðgengi- legum stöðum eða leyndir kvist ir innan um annan gróður, sem benda ábreifanlega til þess að á þessum stöðum hafi áður fyrr vaxið skógur. Hákon kemst að þeirri niðurstöðu að ætla megi að um helmingur gróðurlendis- ins á landnámsöld hafj verið skógi vaxið. Talið er að á land- námsöld hafi gróðurlendið náð yfir 34 þús. ferkílómetra svæði, ættu því um 17 þús. ferkm. að hafa verið vaxnir skóg. í niðurlagi greinarinnar seg- ir hann svo: „Lítill vafi getur leikið á því, að við uppgræðslu eyddra landa hljóta menn að nota birkið til þess að vemda jarðveginn og jafnvel til þess að græða eydd lönd. Verði nokk um tíma til þess hugsað að græða upp berar fjallaskriður, verður það eigi gert svo varan- Islands legt sé, nema með birkigróðri. Viður sá, sem nú orðið fæst úr þeim tveim skógum lands- ins, sem lengstrar friðunar hafa notið, er svo mikill, að það þyrfti að vinda bráðan bug að því, að friða allt skóglendi, sem líkur em til að gæti vaxið upp á sama hátt og gefið svipað viðarmagn. Er það áreiðanlega til stórtjóns fyrir þjóðina í framtíðinni, að láta friðun skóg lenda reka á reiðanum eins og verið hefur.“ Ingvar Gimnarsson, sem stjómað hefur ræktun Hellis- gerðis í Hafnarfirði skrifar um Hellisgerði 20 ára, en Hellis- gerði er nú tvímælalaust feg- ursti og sérkennilegasti skógar- og skúrðgarður á landinu. Þá er í Ársritinu ræða sem Bergur Jónsson flutti í Hellis- gerði á „Jónsmessuhátíð" Magna 1943. Hákon Bjarnason skrifar um Minningarsjóð Guðbjargar Jóns dóttur, Sigríðar Guðmundsdótt- ur og Jóns Guðmundssonar. en daginn sem lýðveldið var end urreist að Þingvöllum afhenti Jón Guðmundsson gestgjafi í Valhöll Þingvallanefnd og Skóg ræktarfélaginu 3 þúsund króna gjöf sem stofnfé þessa minning- arsjóðs. Þá á Hákon Bjarnason enn tvær greinar í ritinu, aðra um Landgræðslusjóð en hina um starf skógræktar ríkisins á ár- inu 1943. Að lokum skrifar Marteinn Sigurðsson um starfsemi Skóg- ræktarfélags fslands 1943. Skóg ræktarfélögin á landinu eru nú komin á annan tuginn og með limatala í félagunum, einkum hér í Reykjavík hefur fjölgað mjög mikið. Félag Suðome4a- m«nna tie'dur rýá sfsgoað Félag Suðumesjamanna í Reykjavík hélt nýársfagnað að Hótel Borg, laugardaginn 13. janúar síðastliðinn. Fagnaðurinn hófst með borð- haldi og sátu það á fjórða hundrað manps. Ræður fluttu formaður félagsins, Egill Hall- grímsson, kennari, Rvík, Krist- inn J. Magnússon, málarameist- ari, Hafnarfirði, Finnbogi Guð- mundsson. útgerðarmaður frá Gerðum, Ársæll Árnason, bóka- útgefandi, Rvík og séra Eirík- ur Brynjólfsson, prestur að Út- skálum. Þórður Einarsson, skáld frá Nýlendu í Garði, orti kvæði í tilefni af fagnaðinum, er var lesið upp af Fr. Magnússyni, stórkaupmaxmi, er stjómaði samkvæminu. Milli ræðanna sungu allir við staddir ættjarðarsöngva- Að loknu borðhaldi var stig- inn dans fram eftir nóttu. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, súni 5030. Næturvörður- í Ingólfsapóteki. Næturakstur í nótt og aðra nótt Hreyfill, sími 1633. Helgádagslæknir: Halldór Stefóns- son. Ljósatimi ökutækja er frá kl. 3.40 e. h. til 9.35 f. h. Útvarpið í dag: 11.00 Morguntónleikar (plötur); a) Kvartett í a-moll, Op. 29, eftir Schubert. b) Píanó-tríó í d-moll, Op. 63, eftir Schumann. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (séra Jón Auðuns). 15.30—16.30 Sönglög eftir Kilpinen. b) 15.40 Tilbrigðaþættir eftir Btthoven. c) 16.05 Lagaflokkur eftir Dohnanyi. 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Smólög eftir Beethoven. 20.20 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason); a) Andante eftir Cui. b) Kveðja eftir Caludie. c) Vöggulag eftir Neruda. 20.35 Lönd og lýðir: Dónárlönd — Madjararíkið og Búda-Pest (Knútur Arngrimsson, skóla- stjóri). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: Sögukafli (frú Elin borg Lárusdóttir). 21.35 Hljómplötur: Klassiskir dans- ar. Útvarpið á morgun: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Upplestur: Greinarkaflar eftir Jónas Þorbergsson (frú Guð- björg Vigfúsdóttir. 20.55 Hljómplötur: Lög leikin ó gítar. 21.00 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur Þ. Gíslason). 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk lög (frú Elísabet Einarsdótt- ir): a) „Haustijóð" eftir Jónas Þorbergsson. b) „Kvöldvísa vegfaranda" eft ir sama höfund. c) „Samfylgd“ eftir sama höf- und. d) „í fjarlægð" eftir Karl Runólfsson. e) „Ave Maria“ eftir Schubert Hallgrímssókn. Bamaguðsþjón- usta kl. 11 f. h. í Austurbæjarbarna skólanum (séra Jakob Jónsson). Messa kl. 2 e. h. sama stað (sr. Ja- kob Jónsson). Reykvíkingajélagið heldur fund í Listamannaskálanum annað kvöld kl. 8.30. Ýmis skemmtiat- riði á dagskrá. Félögum er heimilt að taka með sér gesti. Leikfélagið sýnir sjónleikinn ,,ÁlfhóI“ í kvöld kl. 8. Alxnenn gleði og hrifning ríkti í fagnaðinum, sem fór mjög virðulega fram. Þess skal ennfremur getið, að félagið hélt jólatrésfagnað fyr- ir böm félagsmanna og gesti í byrjun þessa mánaðar- Kom þangað fjöldi bama. er skemmtu sér með ágætum. Ársskýrsla Bæjarbóka* safns Reykjavíkur Þjáðviljanum hefur borist ársskýrsla Bœjarbókasafns Reylcjavikr ur árið 1944, ásamt greinargerð bókavarðar til bœjarráðs. Eru útlán, safnsins rránni en árið á undan, og telur bókavörðurinn það stafa m. a. af t>axandi örðugleikum við rekstur safnsins vegna þröngra húsakynna. Útlán bólca um hagnýt efm jiafa aukizt, ennfremur útlán ferðabóka og bóka nm íslenzkt mál og bókmenntir. Aðsókn að lestrarsal safnsins Jiefur ekki minnkað á árinu. Voru gestir á lesstofu aðalsafnsins og bamalessofu 11 523 talsins á s. I. ári. ÁRSSKÝRSLA BÆJARBÓKASAFNS REYKJAVÍKUR ÁRIÐ 1944 Árið 1944 hefur Bæjarbókasaifn Reykjavíkur lánað úr útlánsdeild aðalsafnsins og útbúum þess: Bækur um ýmislegt efni (safnrit, tímarit) ......... 6308 — — heimspekileg efni ........................ 2091 — — trúanbrögð ................................ 191 — — félagsfræði, þjóðtrú ..................... 6679 — — landafræði og ferðir ..................... 5801 — — náttúrufræði .............................. 546 — — hagnýt efni............................... 2364 — — listir, leiki, íþróttir ................... 300 Skáldrit ......................................... 87528 Bækur um málfræði og bókmenntasögu ................. 262 — — sagnfræðileg efni ....................... 13122 Samtals 124 422 51 skipasafn til 18 skipa....................... 10.387 Samtals 134 809 1 gestabækur hafa skrifað: Á lesstofu aðalsafnsins 125 konur — — — 7021 karlar .... 7146 Á barnalesstofu ................................ 4377 Samtals 11523 GREINARGERÐ BÓKAVARÐ- AR TIL BÆJARRÁÐS UM ÁRSSKÝRSLU BÆJARBÓKA- SAFNSINS 1944 Árið 1943 var bókaútlán safns- ins 146 935 bindi, eða 12 126 bind- um meira en s. I. ár. Þessi lækk- un stafar þó áreiðanlega ekki af því, að fólk lesi minna nú en áður, heldur af au'kinni almennri velmeg- un og sívaxandi bókakaupum og útgáfustarfsemi, sem náð mun hafa hámarki árið sem leið. Einnig ber að hafa það í huga, að eftir því sem bókakostur safnsins vex verð- ur öll starfræksla þess æ erfiðari í hinum þröngu og lélegu húsa- kynnum, sem það á við að búa. Þegar alls þessa er gætt má heita merkilegt, að útlánstalan skuli ekki hafa lækkað meir en raun ber vitni, og er það ánægjulegur vottur um lestrarþörf og fróðleiks- þorsta bæjarbúa. Hlutföllin milli hinna ýmsu bóka flokka eru svipuð og 1943, en það ár hækkaði útlán fræðibóka mjög á kostnað skáldrita. Þó hafa ein- stakir flokkar hækkað nokkuð á árinu, einkum bækur um hagnýt efni, en einnig ferðabækur og bæk- ur um íslenzkt mál og bókmennt- ir. En þótt útlánið hafi minnkað, hefur ekkert dregið úr aðsókninni að lesstöfum safnsins á s. 1. ári, og bendir það á hina brýnu nauð- syn þess, að komið sé upp góðum lesstofum fyrir börn og fullorðna. 1943 1944 Gestir á Iesst. aðals. 7101 7146 Gestir á barnalesst. 4138 4377 í 11239 11523 Geta má þess, að 1942 var að- sókn að lesstofum samtals 8267, eða 3236 lægri en s. I. ár. Lánþegum safnsins hefur fækk- að á árinu, voru 5026 í árslok 1943, 4134 í árslok 1944. I útibúi Austutfbæjar voru á s. 1. ári lánuð 3365 bindi, eða 792 minna en 1943, og,í útilbúi Vest- urbæjar 17950 bindi, og er það 2123 bindum fleira en árinu áður. í aðfangabók voru í árslok 1944 innfærð 50619 bindi, en voru í árslok 1943 47904. Hqfur því bind- um fjölgað á árinu um 2715, en það er 553 bókum fleira en árinu á undan. Tekjur sjóðsins, gjöld fyrir lána- skírteini og dagsektir, hafa enn au'kist á árinu. 1943 voru þessar tekjur kr. 16 434.25 en á árinu sem leið kr. 18 767.80 og' er þáð kr. 2 333.55 meira en árið 1943. Snorri lljartar..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.