Þjóðviljinn - 21.01.1945, Blaðsíða 5
«>
Þ J ÓÐ'viLJ i S.\
ÞJOÐS iLJINN — Suiinudagur 21. janúar 1945
þJÓÐWlUINM
Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn.
Rllstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Etnar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
oti á iandi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17.
Fiskflutningsskipin verða að koma
tafarlaust
• f?r»’
RíkisstjcÁnin og fiskimálanefnd hafa gert myndarlegar og
nauðsynlegar ráðstafanir varðandi fisksölumálin. Vegna þeirra
ráðstafana hefur fiskverð hækkað og stigið hefur verið spor í
þá átt að vélbátaútvegsmenn og sjómenn taki fiskflutningana í
sínar hendur.
Allt er þetta gott og blessað, já, meira að segja lofsvert,
en þó vantar enn það sem nauðsynlegt er; skip til fiskflutn-
inganna. Heyrzt hefur að nokkrir menn hér í bæ hafi Vengið
brezk skip á leigu til fiskflutninga, sömu skipin sem brezka
stjómin hafði í þessari þjónustu meðan hún annaðist fiskflutn-
ingana.
Það er fullkomið hneyksli ef ríkisstjómin fær ekki þessi
skip til umráða og það tafarlaust. Það er ekki sæmandi brezk-
um stjómarvöldum eða umboðsmönnum þeirra að gefa einstök-
um fjáraflamönnum tækifæri til að sitja yfir hlut íslenzkra út-
gerðarmanna og sjómanna, og koma í veg fyrir að ráðstafanir
ríkisstjómarinnar til hagsbóta vélbátaútveginum og sjómönn-
um, beri tilætlaðan árangur.
Ugglaust heldur ríkisstjórnin fast á þessu máli, enda getur
hún ekki skilizt við það með fullri sæmd nema hún fái umráð
yfir öllum þeim skipum sem Bretar kunna að vilja lána hingað
til fiskflutninga. ^
í þessi mál er hver dagur dýr, skipin verða að koma án tafar.
Eiga einstakir landeigendur að
fá rétt til ótakmarkaðrar skatt-
álagningar á þjóðfélagið?
Það er verið að undirbúa á'kvarðanir um nýbyggingu Islands, um
stórfelldar framkvæmdir til lands og sjávar, m* a. um nýjar útgerðar-
stöðvar og stækkun ýmissa, sem nú eru smáar.
Það er nauðsynlegt að tryggja það frá upphafi að öll þessi nýsköp-
un verði á þann hátt, sem hagkvæmt er fyrir framleiðsluna og þá eigin-
legu framleiðendur: þá, sem að framleiðslunni starfa á einn eða annan
hátt, jafnt verkamenn sem atvinnurekendur. Það er mjög brýnt fyrir
Iandslýð nú að atvinnulíf vort verði að geta staðizt samkeppni við er-
Ienda framleiðslu og það dugar því heldur ekki að leggja á það óþarfar
byrðar frá upphafi.
Nú .er það staðreynd, að hvenær sem um einhverjar meiriháttar
framkvæmdir er að ræða, og jafnvel einnig þótt smærri séu, þá eru
einhverjar fyrstu afleiðingarnar þær að hækka stórkostlega jarðarverðið
á svæði því, sem gera skal framkvæmdirnar á. Reynslan sýnir, að það
eru engin takmörk fyrir hve gífurlegt verð landeigendur heimta og fá,
þegar hið opinbera eða einstáklingar hefja framkvæmdir eða hafa gert
þær á eða við landareign þeirra.
Smáblettur undir flugvöll á Egilsstöðum kostar um 40 þúsund
krónur. Jörðin Höfn við Siglufjörð mun eiga að kosta um eina milljón
króna, af því Siglufjörður er orðinn til. Og þannig mætti lengi telja.
Þetta jarðarverð, sem svona fæst, er algerlega óverðskuldað bras'k-
fé, sem jarðeigendur fá á kostnað atvinnulífsins og þjóðfélagsins, — og
verður hin þyngsta byrði á atvinnuvegunum.
Þegar nýbygging íslands nú » að hefjast verður að koma í veg
fyrir þessa skattlagningu einstaklinga. Slíkar aðgerðir þola enga bið.
lfiias m
;Tel milda gæfu að hafa heppnazt að rækja, í samstarfi við aðra ágæta
menn, trúnaðarstarf sem mér var falið fyrir þjóðina”
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri er sextugur á nwrgun.
Saga Jónasar Þorbergssonar er eitt af œvintýrunum sem gerzt
hafa með íslenzku þjóðinni. Það er sagan af karlssyninum í kotinu
sem berst við fátœkt, heilsuleysi og harðrétti og — vinnur sigur.
Jónas Þorbergsson hefur margt reynt um dagana og þekkir lífið
frá mörgum hliðum. ílann þekkir kjör umkomulauss unglings, sem er
neitað um menntun vegna fátœktar, Jiann hefur verið vinnumaður í
sveit á íslandi, veggfóðrari og járnbrautarvörður í Ameríku, bama-
kennari í Reykjadal í Þingeyjarsýslu, skólastofnandi í Argile-byggð í
Vesturheimi, ritstjóri aðalblaðs Framsóknarflokksins, strœtisvagnstjóri
í Winnipeg, þingmaður og rithöjundur og síðustu árin hefur hann verið
stjórnandi útvarpsins, einnar áhrifamestu menningarstofnunar á ís-
landi, undir hans stjórn hefur Ríkisútvarpið vaxið úr litlu krýli á frum-
býlingsstigi upp í risavaxna stofnun er flytur nú daglega boðskap sinn
inn á heimili 2ö þúsund útvarpsnotenda á landinu.
Það vill svo til, að sól skín um
stofuna þegar ég kem inn til hans
til þess að rabba við hann í til-
efni af sextugsafmælinu, en það er
ekki aðeins hlýja frá geislum miðs-
vetrarsólarinnar sem verkar á mig
þegar ég kem inn til Jónasar Þor-
bergssonar, heldur fyrst og fremst
ylur íslenzkrar gestrisni. Jónas tek-
ur móti þessum óboðna gesti Ijúf-
ur og brosandi, — það er bros
þess manns sem þekkir lífið frá
mörgum mismunandi hliðum og
hefur sjálfur vérið blaðamaður og
ritstjóri og skilur því og fyrirgefur
forvitnLog frekju blaðamannsins.
Jónas Þorbergsson er fæddur 22.
janúar 1885 að Helgastöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Móðir hans hét Þóra Hálfdáns-
dóttir, faðir hans var Hallgríms-
son, af hinni svonefndu Hrauns-
kotsætt, að öðru leyti verður ætt
hans ekki raikin hér, en geta má
þess, að sömu ættar voru þeir
Stephan G. Stephansson og Bene-
dikt Gröndal.
IIRAKNINGAR ÆSKUAR-
ANNA — BARÁTTA VIÐ
HEILSULEYSI, FÁTÆKT
OG IIARÐRÉTTI.
— Ég missti móður mína þeg-
ar ég var 8 ára að aldri og nokkru
síðar fór ég í vist hjá vandalausu
fólki, svarar Jónas þegar ég spyr
hann um æskuárin. Það er hin
gamla hrakningasaga umkomu-
lauss unglings í sveit ,á Islandi á
þeim árum. Ég var veikur af berkl-
um fram yfir tvítugt, alltaf á
hrakningi í vistum og tók ekki út
vöxtinn fyrr en ég var 22 ára gam-
all. Ég hugsaði ekkert um að veik-
indi mín væru neitt alvarleg eða
hættuleg og var ég aldrei látinn
liggja heldur göslast úti, vaða og
vaka við smalamennsku og hey-
skap og hirðingu búfjár.
SETTIST Á SKÓLA-
BEKK 22 ÁRA.
— Það var lítill tími og tak-
markað frelsi sem ég naut til lest-
urs og náms á uppvaxtarárum mín-
um, en ég las það sem ég komst
yfir og tækifæri gafst til. Þegar ég
kvaddi æSkustöðvarnar, 21 árs að
aklri, voru hin veraldlegu auðæfi
min 4 krónur í peningum og ein
kind.
Ég vár 22 ára gamall þegar ég
gat setzt á skólabekk og brauzt
ég gegn um Gagnfræðaákólann á
Akureyri við mikil vanefni.
STRÆTISVAGNSTJÓRI
í WINNIPEG — SKÓLA-
STOFNANDI OG JÁRN-
BRAUTARVÖRÐUR.
— Ég átti þess ekki kost að
halda áfram námi, þótt hugur
minn stæði til þess. Árið eftir að
ég útskrifaðist frá Akureyri var
ég farkennafi i Reykjadal, en
næsta ár á eftir fór ég til Ameríku.
Það var árið 1910. Ég var þar í 6
ár, festi þar engar rætur og fór
þangað líka með þeirri hugsun að
koma heim aftur.
— Þú munt hafa fengizt við sitt
af hverju í Ameríku?
— Já, ég fékkst þar við hin
margvíslegustu störf. Ég var stræt-
isvagnstjóri í Winnipeg, vann við
húsasmíði, málningu og veggfóðr-
un, var aðstoðar stöðvarvörður á
járnbrautarstöð og vann auk þess
öll landbúnaðarstörf. Ég stofnaði
kvöldskóla og kenndi börnunum
íslenzku og fleira í Baldri, litlu
þorpi í Argilebyggð, en það var
að mestu leyti islenzkt þorp.
— Þú hefur þá sjálfsagt kynnzt
margskonar fólki á þessum árum?
— Já, ég kynntist allskonar
manntegundum og þjóðernum.
Þegar ég var strætisvagnstjóri
kynntist ég .misjöfnum mönnum,
suniir vildu engum reglum hlýða
og lá stundum við handalögmáli,
— kurteisustu farþegarnir voru
kaþólskir prestar og svertingjar.
HEIMKOMAN —
GOÐAFOSSSTRAND.
— Svo hélztu heim?
— Já, ég kom heim aftur 1916.
Ég vifdi ekki gerast þátttakandi í
heimsstyrjöldinni sem þá geisaði
í Evrópu.
— Ég héf heyrt að heimkoma
þín hafi orðið með nokkuð sögu-
legum hætti?
— Vafamál hvort á að orða það
svo. Ég hélt áfram til Norðurlands
og lenti í Goðafossstrandinu. Við
strönduðum í norðaustan stórhrið
og vorum á Ijóslausu og köldu
flakinu alla nóttina, daginn eftir og
næstu nótt. Stýrimaðurinn brauzt
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
i land á báti daginn eftir strandið,
ha'fði með sér kunnugan mann,
Odd Sigurðsosn úr Ilrísey, sem
sjálfur liafði strandað þrisvar í Að-
alvík. Morguninn eftir kl. 9 vor-
um við sótt út í skipið, sem stór-
sjór náði að vísu ekki til, en sjór
hafði þó gengið yfir allan tímann.
Þótt við hefðum komizt í land
þar sem strandið varð var engin
von að komast til byggða.
ÁR IIINNAR
PÓLITÍSKU BARÁTTU.
—■ Svo hófstu baráttuna á
stjórnmálavettvanginum?
— Nei, fyrst var ég 4 ár við bú-
störf á Arnarvatni í Mývatnssveit.
Hóf svo%ninn pólitíska feril er ég
tók við ritstjórn Dags og var rit-
stjóri við blöð Framsóknarflokks-
ins um 10 ára skeið. Tók við Tím-
anum 1927 og var við hann til
árslo'ka 1929.
— Þú varst þingmaður um eitt
skeið?
— Já, ég var í framboði í Döl-
unum móti Sigurði Eggerz. Ég
minnist hans sem drengilegs and-
stæðings.
— Hvers minnist þú helzt frá
hinum pólitísku baráttuárum?
— Mér eru minnisstæðastar ^ps-
ingarnar hér í bænum þingrofsár-
ið 1931. Þá héldum við Framsókn-
arflokksmenn eitt sinn fund hér í
Kaupþingssalnum. Þegar við kom-
um út var búið að fylla tröppurn-
ar á Eimskipafélagshúsinu með
hrossbeinum. Allar götur í Mið-
bænum voru troðfullar af fólki og
miklar æsingar.
Ég bauð mig ékki a'ftur fram til
þings og nokkru síðar sagði ég mig
opinberlega úr Framsóknarflokkn-
um til þess að skapa frið við stofn-
un þá sem ég veitti forstöðu.
SÍÐUSTU 15 ÁRIN HELGUÐ
RÍKISÚTVARPINU.
— Ilvað viltu segja mér af starfi
þínu við Ríkisútvarpið?
— Ég reyndi þegar frá upphafi
að vinna Ríkisútvarpinu óháða að-
stöðu í heimi stjórnmálanna, á-
vinna því það traust að það hermdi
réttar staðreyndir og sýndi rétt-
læti gagnvart öllum aðilum. Vita-
skuld dettur mér ek'ki í hug að
halda því fram, að mér hafi ekki
fatazt, enda héfur starf mitt ekki
farið varhluta af aðfinnslum, enda
vandsiglt milli skers og báru þeg-
ar deilur eru uppi í landinu, en ég
lít svo á, að mér hafi tekizt að
vinna bug á þeirri miklu tor-
tryggni, sem ég og störf mín bjó
við á fyrstu árunum. Ég hygg, að
í útvarpsstjórninni hafi mér tekizt
að stýra fram hjá stórslysum og
ávinna stofnuninni virðingu og
velvild, og vitaskuld á útvarpsráð
þar ekki minnstart þátt. Og þótt
útvarpsráðin hafi verið misjöfn frá
upphafi og alltaíf skipzt um menn,
þá hafa starfað þar margir ágætir
og viðsýnir menn.
— Hvað hefur verið erfiðast í
starfinu?
— Daglegar fréttir og tilkynn-
ingar vegna þess að þegar deilur
eru uppi í landinu þykir öllum á
sinn málstað hallað.
— Ilvað er að segja um fyrstu
ár útvarpsins?
— Þegar ég fór að safna skýrsl-
um voru í landinu 449 útvarpsnot-
endur, en nú eru þeir 26 þúsund
og stöndum við lslendingar fram-
arlega í röðinni, erum sennilega 4
þjóðin í röðinni með flesta út-
varpsnotendur að tiltölu við fólks-
fjölda.
UTVARPIÐ rekið með
HAGSMUNDI ÞJÓÐAR-
INNAR FYRIR AUGUM.
fslenzka Ríkisútvarpið er meirá
socialiserað en nokkur annar út-
varpsrekstur sem ég þekki.
í starfsemi útvarpsins hér á
landi eru 4 sérstakir þættir, sem
ekki þekkjast annars staðar.
í fyrsta lagi höfum við frá upp-
hafi rekið okkar eigin sjálfstæða
fréttastofnun. í öðru lagi höfum
við auglýsingastofu, en það reynd-
ist óhjákvæmilegt að nota útvarp-
ið þannig, sérstaklega vegna örð-
ugra samgangna hér á landi. í
þriðja lagi stofnun Viðtækjaverzl-
unar Ríkisútvarpsins. Hér voru
komnar áður um 100 mismunandi
tegundir útvarpstækja í höndum
braskara. Viðtækjaverzlunin hefur
gert sér far um að flytja einungis
góð tæki og hafa næga varahluta
og viðtæki hafa frá upphafi alltaf
verið seld lægra verði en tíðkazt
hefur í nágrannalöndunum, t. d.
Danmörku og Noregi. í fjórða lagi
er það viðgerðarstofan, sem er
ekkert annað en bein þjónusta við
útvarpsnotendur í landinu. Auk
þess að gera við tséki heíur hún alið
upp kunnáttumenn í þessum grein-
um, annazt viðgerðaferðir og nám-
skeið, undir stjórn verkfræðings-
ins, Gunnlaugs Briem, sem ég tel
að frá upphafi hafi vei-ið mér
drýgstur hjálparmaður við að upp-
byggja stofnunina á þessu sviði.
FRAMTÍÐARFYRIRÆTL-
ANIR RÍKISÚTVARPSINS.
Upphaflega átti xitvarpið að
vera nokkurskonar hliðargrein
Landsímans. Ég gerði þegar í upp-
hafi, er ég tók við þessu starfi, þá
kröfu, að stofnunin yrði sjálfstæð.
Ástæðan til þess var sú, að þótt
ég væri með öllu ókunnandi og ó-
fróður um útvarpsmálefni, þá var
mér það ljóst, að útvarpsstarfsemi
var í örum vexti í nágrannalönd-
unum og að útvarpsstarfsemin
myndi verða mikill þáttur í lífi
íslendinga þegar fram í sækti.
Þetta er þegar komið á daginn
og framtíðaráætlanirnar fara alltaf
vaxandi í þessari sem öði-um grein-
um í lífi og starfi þjóðarinnar.
— Framtíðarfyrirætlanir Ríkis-
útvarpsins?
— Mesta stórverkefnið sem fyr-
ir liggur er að koma upp útvarps-
húsi, sem er ætlaður staður á rúm-
góðu torgi á Melunum, og er gert
ráð fyrir að það verði byggt með
framtíðarþarfir og vöxt fyrir aug-
um, m. a. sjónvarpsins, sem ætla
má að ryðji sér mjög til rúms eftir
stríðið.
— Fjárhagsafkoma?
— Afnotagjaldið var frain til
ársins 1943 aðeins 30 kr og fjár-
hagurinn var mjög þröngur fram-
an af, tekjuhalli fyrstu árin, en við
höfum unnið á eftir því sem út-
varpsnotendum fjölgaði og o'kkur
tókst að áfla o'kkur aukatekna,
sem ekki var ráð fyrir gert í upp-
hafi.
Ríkissjóður hefur ekki lagt fram
nema stöðina eins og hún var, 16
kw., þegar hún tók til starfa 20.
des. 1930, en ok'kur tókst að end-
urgreiða rekstrarhalla fyrstu ár-
anna, en höfum staðið straum af
vöxtum af lánum og þeim stækk-
untim, sem síðar hafa verið gerðar.
Vatnsendastöðin var stækkuð
1937 upp í 100 k\v. og endurvarps-
stöð byggð á Eiðum, og er nú langt
komið að greiða þær skuldir. Við
Dagsbrúnarkosningarnar:
Sumöagiir 21. jnnunr 1945 —
Hlii lagleii UisiBirlílfir
Verkalýðurinn hefur myndað
samtök sín sem vígi í hags-
munabaráttunni.
í verklýðssamtökunum eiga
allir verkamenn og verkakon-
ur að geta starfað saman að
hagsmunum stéttarinnar.
í verklýðssamtökunum eiga
allir meðlimimir að vera jafn
réttháir.
Þetta er grundvöllur verk-
lýðshreyfingarinnar og um
þetta eru í rauninni allir
verkamenn sammála. Þeir á-
líta, að samtök verkamanna
eigi að vera fyrir meðlimina,
fyrir stéttina, en ekki fyrir
einn eða annan stjómmála-
flokk.
Þannig hugsa einnig fjöl-
margir vei'kamenn, sem> kjósa
Alþýðuflokkinn t. d. við Alþing-
iskosningar. Og af þessari á-
stæðu er það, að Alþýðuflokks-
foringjunum hefur gengið svo
erfiðlega sem raun ber vitni
að fá4 fylgismenn sína í Dags-
brún til að styðja sérlista sinn.
Maður eftir mann hefur svarað
þeim: Eg skal gera flest annað
fyrir Alþýðuflokkinn en það, að
bera fram flokkslegan sundmng
arlista í hinum faglegu sam-
tökum.
Þetta m. a. sýnir, að í verk-
lýðssamtökunum er að vaxa
upp faglegur andi, faglegur
hugsunarháttur meðal verka-
manna, sem gera skarpan grein
armun á því að vera meðlimir
1 faglegum samtökum og með-
limir í stjórnmálaflokkum.
Eitt skýrasta og áhrifaríkasta
dæmið um þennan faglega hugs
ingarsjóði. Viðtækjaverzlunin hef-
ur alltaf skilað nokkrum tekjuaf-
gangi og það fé runnið til útvarps-
ins.
FRÁ MÖRGU AÐ SEGJA.
Þar sem mér er kunnugt um að
Jónas hefur, auk sinna pólitisku
greina, er þóttu á sínum tíma all-
beittar og markvissar, einnig feng-
izt við önnur ritstörf, ljóðagérð og
tónsmíðar, þá vík ég.talinu að því
efni, en hann vill sem minnst úr
því gera, en segir:
— Já, ég hef að vísu gefið út
eina bók, Ljóð og línur, 1936, í
henni er úrval úr nokkrum grein-
um, stemningar og nokkur Ijóð,
en — ég var ákaflega hneigður
fyrir bækur og ritstörf þegar ég var
ungur, en fékk þá enga aðstöðu til
þess.
— Fáum við ekki bráðum að lesa
endurminningar þínar?
Ekki hef ég nú skrifað þær enn-
þá, en ég gæti skrifað allfróðlegar
endurminningar um uppvöxt minn
og árin í Ameríku, ef mér endist
aldur og nenning.
— Hvað viltu svo segja að síð-
ustu?
— Ég tel það mikla gœfu, að
mér hefur heppnazt, í samstarfi
við aðra ágœta menn, að rœkja
trúnaðarstarf sem mér var falið
fyrir þjóðina, enda þótt tvísýnt
mœtti þykja um getu mína til þess
og við mikla órðugleika vœri að
etja vegna fátœktar þjóðarinnar.
J.B.
unarhátt er kosning trxínaðar-
manna á vinnustöðvum. Stjórn
Dagsbrúnar hefur á undanföm-
um árum gert sér allt far um
að fá verHamennina sjálfa á
vinnustöðvunum til að kjósa
sér með frjálsum kosningum
trúnaðarmenn úr eigin hópi, er
gæti hagsmuna verkamanna og
félagsins á vinnustaðnum.
Ef stjórn Dagsbrúnar hefði
hagað sér samkvæmt hugsun-
arhætti hinnar pólitísku flokks-
sundrungar, þá hefði hún neytt
áhrifa sinna til þess að sjá um,
að einungis menn ákveðinnar
stjórnmálastefnu yrðu fyrir
valinu.
En í staðinn fyrir þá aðferð
hefur hún látið verkamennina
sjálfráða um val trúnaðar-
manna'. Og þannig hafa valizt
margir tugir trúnaðarmanna án
tillits til neins annars en þess,
hve vel verkamennirnir hafa
treyst þeim til starfans.
En ennþá eru til sterkar leyf-
ar hins gamla flokkslega hugs-
unarháttar í verklýðshreyfing-
unni. Það eru t. d. til verklýðs-
félög, nákomin þeim mönnum
sem berjast nú fyrir sundrungu
1 Dagsbrún, sem hafa ennþá
ákvæði um að auglýsa fundi
sína í einu nafngreindu stjóm-
málablaði, — og framfylgja
þeirri reglu trúlega.
Slíkar aðfarir eru í hrópandi
mótsögn við þann faglega stétt-
arlega anda, sem ríkja þarf í
verklýðshreyfingunni og sem
óðum er að ryðja sér til rúms.
í Dagsbrún er Alþýðuflokk-
urinn nú að efna til sprengi-
lista, ekki á faglegum grund-
velli,- heldur á yfirlýstum
flokkslegum grundvelli ákveð-
innar stjómmálastefnu.
Þar með eru foringjar Al-
þýðuflokksins að ganga í ber-
högg við grundvallarreglur
vefklýðssamtakanna. Þar með
eru þeir að lýsa yfir stríði við
hinn faglega hugsunarhátt
verkamanna.
Þess vegna munu kosningai’n
ar í Dagsbrún m. a. snúast um
það, hvort faglegur andi skuli
ríkja í verklýðssamtökunum,
eða hvort þau eigi að verða
vettvangur fyrir íkveikju-
sprengjur pólitískra ævintýra-
manna.
Hálfrar aldar reynsla hefur
sýnt íslenzkum verkamönnum,
að því aðeins verða hagsmuna-
samtök þeirra sterk og farsæl,
að þeir starfi þar allir saman
sem jafn réttháir bræður, að
hver einstakur verkamaður og
verkakona geti litið á þau sem
heimili sitt og hagsmunavígi.
Þess vegna þurfa Dagsbrún-
armenn við kosningarnar að
fylkja liði til þess að vernda
samtök sín, og gera hinn fag-
lega hugsunarhátt gildandi á
sem eftirminnilegastan hátt.
/ E. Þ.
‘
ÁLFHÓLL
Sjónleikur í 5 þáttum eftir
J. L. Heiberg.
11. sýning í kvöld kl. 8.
UPPSELT.
Næsta sýning verður á miðvikudagskvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar að.þeirri sýningu verða seldir frá
kl. 4 á þriðjudag.
-’Wtl
Seyðisfjarðarkaupstaður
50 ára
í gær voru 50 ár liðin síðan
Seyðisfjörður öðlaðist kaup-
Almennan
félagsfund
/
heldur félagið að Félagsheimilinu n. k. mánudag
22. þ. m. kl. 8.30 síðd.
Dagskrá: 1) hr. Magnús Kjaran stórkaupm. segir
frá verzlunarráðstefnunni í New York. 2) Félags-
mál. *
Stjórnin.
Daglega
NÝ EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
HAFNARSTRÆTI 16.
Ballkjólai
1 árs.
2 ára.
3 ára.
t
Verð 30 kr. til 50 kr.
ERLA
Laugaveg 12
Málflutningsskrifstofa
Áki Jakobsson
Sigurhjörtur Pétursson.
Lögfræðingar
Jakob J. Jakobsson
Klapparstíg 16-
Sími 1453.
Málfærsla, innheimta,
reikningshald, endur-
skoðun.
Ragnar Ólafsson
Hæstaréttarlögmaður
og
löggiltur endurskoðandi
Vonarstræti 12, sími 5999.
Skrifstofutími 9—12 og 1—5.
Ullartausgallar
á 2 til 8 ára.
Verð 60 kr. — 73.00.
★
ERLA
Laugaveg 12.
AUGLÝSING
Saumavélanálar — sauma-
vélareimar — saumavéla-
olía, bezta tegund og
gúmmíhringar fyrirliggj-
andi.
Magnús Benjamínsson & Co.
Mínninoðrspjfild
Sambands íslenzkra
berklasjúklinga
fást í Bókabúð Máls og menn
ingar, Hljóðfæraverzlun Sig-
ríðar Helgadóttur og skrif-
stofu Sambandsins, Hamars-
húsinu, efstu hæð, sími 1927.
Skrifstofan er opin alla virka
daga kl. 2—5, nema laugar-
daga kl. 1—3.
/