Þjóðviljinn - 25.01.1945, Page 2
ÞJÖÐVIL JINN
Fimmtudagur 25. janúar 1945^
<
Bencdíht Steínar;
íarþegaflutningar
Nýtízku
í eftirfarandi grein segir |
Benedikt Steinar frá sam-
gönguvandræðum Homfirð
inga og lýsir ferð sem
hann fói* nýlega á einu
skipi Skipaútgerðarinnar
frá Reykjavík til Homa-
fjarðar.
Þessi smásaga, sem ég ætla að
segja hér, er engin görnul saga um
svaðilfarir frá skútuöldinni eða um
■f
þrekraunir og hreystiverk liðinna
daga, heldur er þetta, eins og nafn-
ið bendir til, smálýsing á nýtízku
farþega'flutningi á tuttugustu öld-
inni, árið 1944.
Ég er fyrir skömmu kominn
heim úr höfuðstaðnum, og af því
að ég hef áður minnzt á það í
Þjóðviljanum, hve samgöngur eru
slæmar við Hornafjörð, þá þykir
mér rétt að segja frá því hvernig '
mér og öðrum Hornfirðingum
gekk að komast heim núna í des-
ember, því það gefur dálitla hug-
mynd um það hvernig samgöngu-
máluin okkar er háttað og hversu
mikils við Hornfirðingar erum virt-
ir af hinum ráðandi mönnum
strandferðanna.
Eftir að hafa dvalizt í Reykja-
vík um það bil í þrjár vikur, fór
qg að hugsa til heimferðar og gerði
ráð fyrir áð fara með.Esju ásamt
kaupfélagsstjóranum okkar og
öðriín Hornfirðingum, sem ætluðu
heim.
Þegar leið að þeim tíma að
Esja skyldi leggja á stað austur,
þá fór Bjarni kaupfélagsstjóri til
þeirra sem mestu eru ráðandi um
ferðir skipsins og spurðist fyrir um
viðkomu þess á Hornafirði. Þeir
svöruðu því þar til, að skipið kæmi
ekki inn á Hornafjörð, en ef sjór
yrði sléttur þá myndi verða kom-
ið að ósnum og skilað pósti og far-
þegum, ef eimhverjir yrðu með. En
auðvitað gátu þeir góðu herrar ó-
mögulega ’lofað því að sjór yrði al-
veg sléttur, því þótt þeir séu mikl-
ir menn, Ásgeir og Pálmi, þá eru
þeír þó ekki alveg eins og Jesú
Kristpr.
Eftir að hafa heyrt svör þeirra
háu herra, viðvíkjandi ferð Esju,
þorðum við Hornfirðingarnir ekki
að treysta á það, að hægt yrði að
hafa samband við hana á Horna-
firði og tókum því það ráð að
þanta heldur far með flugvél, ef
hún skyldi fara austur, eða þá í
versta tilfelli að bíða eftir Búða-
kletti, sem við höfðum heyrt acf
myndi fara bráðlega austur um
land. Rétt eftir að Esja fór austur
snjóaði svo mikið á Hornafirði, að
ófært varð fyrir'flugvél að setjast
þar. Svo er nú líka sá galli á flug-
ferðunum, þó góðar séu, að hinir
stærri staðir, sem beztar samgöng-
ur hafa á sjó og landi, eru látnir
sitja fyrir flutningum. Þannig er
það til dæmis, að ef veður hamlar
flugferðum í nokkra daga, þá er
upptekið, hjá Flugfélaginu, við
Akureyri, einn eða tvo daga, í stað
'þess að láta þó eina flugvélina
fara t. d. til Hornafjarðar, ef far-
þegar bíða. Það væri lÍKa mjög
sanngjarnt að Skipaútgerð ríkis-
ins styrkti að einhverju leyti flug-
ferðir til Hornafjarðar á meðan
strandferðunum er þannig háttað
sem nú er.
Viku' eftir að Esja fór austur var
farið að hlaða Búðaklett austur
um land, og þótt okkur litist ekki
sem bezt á skipið,. sem farþega-
flutningaskip, þá rak neyðin okk-
ur til'þess að fara með því, af því
við þurftum að komast heim fyrir
jólin og ekki var útlit fyrir aðra
ferð á þeim tíma. Það ýtti lika
heldur á okkur að fara með þess-
ari ferð, að eftir samtali við for-
stjóra Ríkisskip þá hvatti hann
heldur til þess að við færum með
þessu skipi, því það væri örugg-
asta ferðin sem við gætum fengið
fyrir jól. Auk þéss taldi hann skip-
ið ganga vel og í því væri farþega-
rúm íyrir 8 til 10 manns. Þetta
allt var okkur sú hvatning að við
munum allir hafa gengið til skips
nokkuð áhyggjulausir um ferða^
lagið, því ekki gátum við búizt við
því að sjálfur forstjórinn. Pálmi,
hvetti farþega til að fara með ein-
hverjum manndrápsfleytum eða
við gjörsamlega óviðunandi að-
búnað.
Gert var ráð fýrir að skipið legði
af stað kl. 12 á hádegi þriðjudag-
inn 12. desémber. Þá komum við
faiþegarnir um borð, en þegar við
litum niður í farþegarúmið. sem
var fremst í skipinu, þá sáum við
þar 8 „kojur“, en ekkert var í
þeim, hvorki dýnur né teppi eða
nokkuð sem farþegum var ætlað
að þafa að sér á leiðinni, aðeins
berar fjalir. Einhver spurði stýri-
mann skipsins, hvort við fengjum
ekki eitthvað í „kojurnar“, en
hann sagði,-að við yrðum þá að fá
það hjá Pálma, en það fannst okk-
ur nú ekki álitlegt, þegar hann var
búinn að vísa okkur á þetta ágæta
„pláss“.
En þá vildfþað okkur til happs,
að skipið var ekki tilbúið fýrr en
eftir tvo klukkutíma, svo að við
höfðum tíma til að fá okkur eitt-
hvað til að liggja á. Sumir fóru til
vina og kunningja og fengu sér
lánaða svefnpoka, en aðrir fóru í
búðir og keyptu þá. Þó var það
einr) farþeginn, Höskuldur Björns-
son, listmálari, sem ekki trúði því
fyrr en á síðustu stundu, að okkur
yrði boðið upp á slíkam aðbúnað
á svo langri sjóferð sem hér var
um að ræða um hávetur, og hafði
hann því ekki tíma til að fá sér
neitt í sína „koju“ og varð’því að
liggja á berum fjölunum alla leið.
En til allrar lukku voru þær fjalir
þó svo harðar og traustar að ekki
þurfti að óttast að þær færu í
sundur, en meiri hætta var á að
beinin í okkur brotnuðu af því afi
Hggja á þéim ef skipið fengi vond-
an sjó á leiðinni.
Þegar hér var komið sögu, fór-
um við að skilja það betur en áð-
ur, hvers væri að vænta, í bættum
samgöngum okkar Hornfirðinga,
af slíkum mönnum, sem gátu boð-
ið farþegum Jipp á slíkan aðbún-
að á sjóferð sem gat tekið tvo sól-
arhringa eða meir, þar sem allra
veðra var von um þenna tíma árs.
Klukkan rúmlega 2 skreið svo
lystisnekkja Pálma úr höfn. Far-
þegarnir voru 7, allir á Hornafjörð,
og mun sá áttundi hafa snúið aft-
ur á bryggjunni er hann sá skipið.
Sex okkar lögðumst fyrir í lúkarn-
um, en kaupfélagsstjórinn fór aft-
ur í til skipsmanna og fékk þar
bekk að liggja á, sem var svo mjór
að hann átti fullt í fangi með að
halda sér þar föstum, og mun það
hafa verið litlu betra heldur en í
lúkarnum hjá okkur, þó fékk hann
„koju“ hjá einum skipsverja er
nokkuð, leið á sjóferðina.
Veður var gott er við lögðum úr
höfn, en er út á flóann kom fór
að vinda á austan og brátt fórum
við að finna til sjóveiki. En ekki
var þá búskapurinn betri en svo
um borð, að ekki gátum við fengið
nokkunn dall til að æla í og urðum
við því að skreiðast upp í lúlvars-
opið og æla út á dekkið, en þó fór
svo að lokum, að sumir komust
ekki nema fram á „koju“-stokkinn
og fór þá heldúr að bæta á óþrifn-
aðinn í vistarveru okkar, því eng-
inn okkar slapp við sjóveikina.
Skal ég svo ekkert lýsa líðan
okkar um nóttina austur með
landinu í suðaustan móthöggi, sem
tók okkur á Ioft í „kojunum'1 öðru
hvoru. Morguininn eftir var heldur
betra veður, en líðan okkar var
svipuð og aðeins tveir farþegarnir
höfðu matar’yst, en við, sem meira
vorum sjóveikir, héldum áfram að
kúgast, og langur fannst okkur
dagurinn; þó leið liann að kvöldi
eins og aðrir dagar, og kj. 10 vor-
um við komnir að Ingólfshöfða,
og ha'fði þá batnað veðrið og var
orðið stjörnubjart loft og hér um
bil logn, og höfðum við þá orðið
góða von með að komast inn á
Hornafjörð.
Klukkan 4 um nóttina komum
við að Hornafjarðarós, en þá var
svo dimmt að engin von var til
að lóðs kæmi út fyrr en birti. Svo
sveimaði skipið þar fram og aftur
þar til birti og kom þá dimm þoka,
en hún birti þó upp bráðlega, og
kom lóðsinn þá út, og sjaldan mun
ég hafa orðið fegnari maður en
þegar ég heyrði að hamn var á leið-
inni, ekki fyrir það að ég hafi verið
svo hræddur um líf mitt, heldur
fyrir það, að líðan mín var svo
slæm, dauðsjóveikur í þessum
„kojum“, sem ég hef áður lýst, og
býst ég við að svipað ijiegi segja
um aðra farþega. Og klukkan 11
á fimmtudag, eftir nálega 45 klst.
sjóferð, komum við að bryggju.
Flestir munu geta gert sér í
hugarlund hvernig líðan okkar
hefur værið allan þenna tíma,
dauðsjóveikir og ekki bragðað mat,
og þá ekki sízt við þann aðbúnað
sem við höfðum, því þótt gott hafi
verið að hafa hvilupokana, þá_
fannst okkur þeir vera glerharðir
eftir svana langa legu og velting,
enda var útlit okkar þannig, er við
komum í land, að nánustu kunn-
ingjar ætluðu ekki að þekkja okk-
ur, og sáu þeir þó ekki allt útlit
okkar eins og það var, því innan-
klæða voruin við sumir með blá-
um marblettum eftir hinar mjúku
Pálmadýnur. Og hvað ætli við höf-
um svo þurft að borga farið? Fjöru
tíu*og fjórar krónur þurftum við
að borga fyrir að liggja á glerhörð-
um fjölum eins og í stríðsfangelsi
hjá Ilitler.
Lögreglan og lýðveldis-
hátíðin
Eftirfarandi bréf hefur Bæjar-
póstinum borizt:
„Sú saga gengur um bæinn að
lögreglustjórinn í Reykjavík hafi
haldið afburða hjartnæma ræðu yf-
ir lögregjuþjónunum rétt fyrir há-
tíðahöldin 17. júní s. 1., skýrt þeim
fró að þeir ættu von mikillar auka-
vinnu og fyrirhafnar þessa daga,
en vegna þess hve einstæðan at-
burð hér væri um að ræða, og að
þeir rríættu vera þakklátir fyrir að
fórna hinu unga lýðveldi starfs-
kröftum sínum, á fæðingardegi
þess, þá væri það goðgá ein og ó-
hæfa að láta sér til hugar koma
að krefjast auka®reiðslna vegna
starfa þessara. Lögregluþjónarnir
féllust á röksemdafærslur yfir-
manns síns og dagana 17. og 18.
júní lögðu þeir á sig andvökur og
erfiði á Þingvöllum og í Reykja-
vík, og vegna hins óeigingjarna
hugarfars lögreglustjórans urðu
þeir einu starfsmenn hátíðahald-
anna, sem engar greiðslur fengu
fyrir störf sín aðrar en fullviss-
una um að hafa skapað fagurt for-
dæmi. Nú mun saga hafa borizt
lögrggluþjónunum til eyrna að iög-
reglustjóra hafi verið greiddar per-
sónulega nokkur þúsund krónur
fyrir störf hans þessa dagana og
mun ýmsum hafa þótt það í
nokkru ósamræmi við fyrri orð
hans og ekki beinlínis til fyrir-
myndar. Nú væri gaman að fá úr
því skorið hvort lögreglustjóri hafi
sjálfur krafizt þessa fjár sér til
handa eftir það sem á undan var
gengið eða að ríkisstjórnin hafi af
rausn sinni fundið ástæðu til að
greiða honum það óumbeðið, svo
hann yrði verðugri heiðursmerkis
þess, sem skipuleggjendur og for-
ýstumenn hátíðahaldanna munu
eiga í vændum. Páll Guðjónsson.
Bann á bíóunum
Frá Ó. Þ. hefur Bæjarpóstinum
borizt eftirfarandi bréf:
„Mikið hefur að undanförnu ver-
ið rætt um það í sumum blöðum
bæjarins, hvort þirta ætti nöfn
þeirra er brjóta landslög. Virðast
menn ekki á eitt sáttir um slíkt.
Hér verður ekki farið út í þá
sálma og engin afstaða tekin, en
ég vildi minnast á eina tegund
„afbrota“manna fáum orðum.
Þið, lesendur góðir, hafið næst-
um daglega fyrir augunum auglýs-
ingar frá bíóunum, þar sem stend-
ur: „Bannað innan 12 ára“ „Börn
innan 14 ára fá ekki aðgang".
Manni skilst að þetta sé hreint
bann og svo mikið er víst að lög-
reglan hefur stundum gætt þess að
þessi boðorð væru haldin. En að-
•eins stundum. Hitt er vitað mál að
inn á fjölda margar þessara sýn-
Á því sem hér hefur verið sagt
má sjá clæmi þess, hvernig sam-
göngumálum okkar Hornfirðinga
er háttað nú á öld tækninnar og
framfaranna. Og þó er okkur Hom-
firðingum lagt það til lasts, ef við
•leyfum okkur þann lúxus að fara-
í flugvél til Reykjavíkur, til þess
að /orðast sh'k ferðalög sem þessi,
en þá er bara sagt að við séum
svo flott að við getum ekki ferðast
með skipum.
Það er ekki mikið þó að mönn-
um verði á að segja, eins og kaup-
félagsstjórinn okkar sagði, er hann
kom úr þessari ferð: „Ef ég ætti
hund, sem mér þætti vænt um og
Fram'h. á 5. síðu.
inga fara börn undir 12 og 14 ára
aldri. Á sumum bíóum að vísu
meir en á öðrum, það fer eftir þvl
hve „liðlegir" eftirlitsmennirnir eru.
Og auðvitað eru snáðarnir hreykn-
ir takist þeim að sleppa „í gegn“.
Hver er nú tilgangurinn með slík-
um auglýsingum? Væri ekki nær
að gefa þetta alveg frjálst? Eða er
hér verið að ala upp vissa tegund:
glæpa meðal yngstú kynslóðarinn-
ar? Foreldrar barnanna munu á-
reiðanlega æskja þess að eftirlitið-
yrði bezt, eða að öðrum kosti eng-
in ákvæði sett, því engin efi er á
því að það ijefur ill áhrif á börn-
in að vera ser þess vitandi að þau
eru að stelast til þess að gera það
sem er bannað. Hér dugar ekkert
kák.
Kuldi
Síðustu daga hefur verið kalt-
„Mjög kalt“, eins og fólkið segir.
Þó hefur frostið ekki verið nema
kringum 11 stig hér niður í bæ,
þégar það steig hæst. Breyting
þessi á veðurfarinu, frá hlýindun-
um vikurnar á undan, hefur haft
sín áhrif á klæðnað bæjarbúa-
Hver og einn hefur tekið fram
sinn þykkasta og hlýjasta frakka
og brett kraganum upp á háls. Rík-
ir jafnt og fátækir hafa tekið ofan
hattinn og jafnvel gylltar einkenn-
ishúfur hafa orðið að þoka fyrir
skjólgóðum kuldahúfum.
Klæðið ykkur eftir veðr-
, áttunni
Það er ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt, að klæða sig eftir árs-
tíðunum, miða klæðnað sinn við’
veðráttuna. Því miður held ég að
við Reykvíkingar séum ekki jafn
skeytingarsamir í slíl^um efnum og.
nauðsynlegt er. Kvenfólkið hefur
oft sætt ámæli fyrir að vera kæru
laust um klæðnað sinn og klæddi
sig alls ekki í samræmi við veður-
farið, ef það bryti í bága við tízk-
una. Vel má vera að þetta sé rétt
að einhverju leyti en það er ekkí
eins almennt að svo sé og umvönd-
unarpostularnir vilja vera láta og
karlmenn hér í Reykjavík eru ekkí
börnunum betri, sérstaklega á
þetta við um nærklæðnaðinn og'
fótaumbúnað, í þessu sambandi má
t. d. nefna það hve margir karl-
menn forðast beinlínis að ganga í
ullarsokkum og ullarbol af því að
það er „fínna“ að ganga í bómull
og silki.
Hér og annars staðar
Já, allir tala um kulda. Við er-
um orðin óvön kuldanum eftir
mildu veturna undanfarið, hér á
íslandi hafa oftast á undanförnum
árum verið miklum mun mildarí
vetur en í flestum öðrum Evrópu-
löndunum. Og amerískum hermönn-
um vex ekki í augum kuldinn hér,
„það er miklu kaldara í Ameriku“
segja þeir. Þetta er orð að sönnu.
Aðalmunurinn er sá að þar eru
kuldarnir stöðugri og yfirleitt öll
veðrátta mun hleypingaminni.
Fyrr og nú
Það er ekki sérlega roskið fólk
sem man vel eftir kuldunum og
snjókomunum hér fyrir 25 árum,
eða um 1918—1920. Enn eldra fólk
minnist svo frostavetra kringum
1880. Og vegna legu íslands á
hnettinum megum við sannarlega
alltaf vera Við því búin að hér
komi harðir vetrar, og það tjáir
ekki að æðrast a. m. k. ekki á
meðan frostið á Grímsstöðum á
Fjöllum stígur ekki hærra en 17.20
stig. “ ’ Ó. Þ.“