Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Sfc Laugardagur 27. janúar 1945. 22. tölublað. htrin 250 þús. pýzhta hermanna króud ínní i Ausfur~Prússlandí — Her Konéffs fekur Híndenburg, — er komrnn yíír Oder á mðrgum sföðum VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRUN Atkvœðaseðíll Verkamannafélagið Dagsbrún samþykkir fyrir sitt leyti samningsuppkast það, er samninganefnd félagsins lagði fyrir félagsfund 1. janúar 1941 og stjórn Vinnuveitenda- félags ísfands hafði fallizt á fyrir sitt leyti. Já Nei Stjórn félagsins vekur athygli félagsmanna á eftir- farandi úr bréfi sáttasemjara ríkisins: „Eg skal taka það fram, að ég hef eftir föngum at- hugað þetta mál allt og kynnt mér samningsfrumvarp það sem samninganefndin hafði fallizt á, og ég verð að játa það hreinlega, að ég get ekki borið fram tillögu frá mér, sem felur í sér betri kosti en samninganefndin hafði feng- ið framgengt.“ Stalín tilkynnti í sérstakri dagskipun í gærkvöld, að her Rokossovskis væri koniinn að Danzigflóa fyrir austan Danzig. — Er þá enginn vafi á því lengur, að allt landsamband hefur verið rofið á milli Austur-Prúss- lands og Þýzkalands sjálfs. — Talið er, að a. m. k. 25 herfylki Þjóðverja, eða um *4 millj. hermanna, séu króuð inni. Rauði herinn hefur þegar % Austur-Prússlands á sínu valdi. Moskvaútvarpið skýrir svo frá, að her Konéffs sé kominn yfir ána Oder í Slésíu á mörgum stöðum. — Hann tók í gær iðnaðarborgina Hindenburg, — skammt frá Gleiwitz. I dagskipun Stalíns var einn- ig sagt, að aðrar hersveitir Ro- kossovskis hefðu tekið bæinn Marienburg, um 40 km. frá Ðanzig-borg. Marienburg hefur um 2000 íbúa. Er þar allmikill iðnaður. Gauleiter nazista í Danzig skipaði í gær öllum vopnfær- um karlmönnum að gefa sig fram til þjónustu í „þjóðvarnar liðinu“. Hersveitir Tsémiakovskis nálgast Königsberg óðum. — Þjóðverjum tirundið norður fyrir Moder Miklar orustur geisa í Norð- ur- og Suður-Alsace, Fyrir norðan Strassburg hef- ur þýzki herinn verið hrakinn aftur norður fyrir ána Moder. — Tókst þeim aldrei að koma sér upp brú yfir ána og hafa þeir nú verið neyddir til að hörfa til þeirra stöðva, sem sókn þeirra hófst frá. Frakkar eru í sókn í Suður- Alsace og hafa unnið almikið á á tveimur stöðum milli Mul- house og Colmar. — Tóku Frakkar þorp 5 km. fyrir norð- an Colmar. — Sóknin er erfið vegna jarðsprengna og snjó- komu. — Bandarískir hermenn berjast með Frökkum undir stjóm franskra foringja. 3. bandaríski herinn er kom- inn yfir ána, sem rennur á landamærum Luxemburgs og Þýzkalands. Á landamærum Hollands og Þýzkalands berst 9. bandaríski herinn með 2. brezka hemum nálægt Heinsburg. Bandaríkjamenn sóttu fram um 4 km. í gær án þess að þeim væri veitt mótspyrna. Tóku þær m. a. bæinn Tapiau, 35 km. frá borginni á aðaljárn- brautinni að austan. í ÚTJAÐRI POZNANS Hersveitir Súkoffs eru nú komnar að útjaðri Poznans-borg Framh. á 5. síðu. Athugið! Þeir, sem samþykkja tillöguna, setji x fyrir framan Þeir, sem fella tillöguna, setji x fyrir framan „Nei“. ,Já“. Þetta er kjörseðillinn frá verkfallinu í ársbyrjun 1941, þegar þáverandi varaformaður Dagsbrúnar, Jón. S. Jónsson, núverandi varaformannsefni B-listans, veitti Dagsbrún forstöðu. Til þess að kúga verkamenn til þess að samþykkja samningsuppkast ósigursmannanna og semja upp á ná- kvæmlega sama kaup og áður, létu Alþýðublaðsmennimir prenta á atkvæðaseðilinn „vitnisburð“ þáverandi sátta- semjara ríkisins. Með slíkum aðferðum tókst að koma Dagsbrún á kné og fá smánarsamninginn samþykktan með litlum atkvæðamun. Eini maðurinn í samninganefndinni, sem neitaði að und- irrita samninginn var SIGURÐUR GUÐNASON, núver- andi formaður Dagsbrúnar. Sffórnarkosnífig f Sfómannafélatgi Hafnaryjarðar Kristiaii Eyíioro siyraii siæsiieia HafnfirzKir sjónenn svara níði Alþýðublaðsins um formann sinn Sjómannafélag Hafnarfjarðar hélt aðalfund sinn í fyrradag. Kristján Eyfjörð var endurkosinn formaður með glæsilegasta meirihluta. Fékk hann 91 atkvæði, en Þór- arinn Guðmundsson, sem Alþýðuflokkurinn barðist fyrir að væri kosinn, fékk 28 atkv. Kristján Eyfjörð er einn þeirra manna, sem Al- þýðublaðið hefur ráðist harkalega á með hinum dólgs- legustu orðum, einkum eftir að hann í félagi við aðra ágæta sjómenn og þá einkum Ingimund Hjörleifsson, hindraði ofhleðslu togaranna í Hafnarfirði. Hafnfirzkir sjómenn hafa nú gefið Alþýðublaðinu verðugt svar með því að endurkjósa hann formann félagsins og aðra þá sem með honum voru í stjórn.. Dagsbrfinarmenn! 412 kusu í gær-Kosning fíefst kl.l í dag Komið aillr og kjfisið i dag Aðrir í stjórn voru kosnir sem hér segir: Ritari: Pétur Óslcarsson með 84 atkv. Halldór Hailgrímsson fékk 2ö atkv. og Þorvaldur Guðmunds-. son 13 atkv. Gjaldkeri Pálmi Jónsson nu:ð 98 at.kv. Magnús Þórðarson fékk 17 atkv., Jóh. H. Jóhannsson 8. VarajorrtmðiLr: Borgþór Sigjús- son með 76 atkv. Jóngeir D. Eir- bekk fékk 38, Lárus Gamalielsson 7. Varagjaldkeri: Ingimundur Hjör leifsson með 89 atkv. Kristján Jónsson fékk 19 atkv. og Eyjólf- ur Marteinsson 14. Þær voru ekki smáar fyrirætl- anir afturhaldsins þegar Sæmund- ur Ólafsson — atvinnurekandinn J sem svívirti sjómennina á Alþýðu- | sambandsþinginu — skrifaði í } skammagrein í Alþýðubl. 28. nóv. s. 1. um ,,Kristján noklcurn Ey- f jörð, kyndara úr IIajnarfirði", sem „var af tilviljun kosinn formaður Kristján Eyfjörð Sjómatmafélags Hafnarfjarðar“ og væri „forystustjarna hans í félags- skap sjómanna ört fallandi'. Hafn- firzkir sjómenn liafa nú á eftir- minnilegan hát't svarað níðinu um formann sinn. í fyrrnefndri grein lýsti Sæmund ur Ólafsson fyrirætlunum ’hins svárta samskriðnings um „að bera Framhald á 4. síðu. Kjúsið lista eininoarinnar - A-listann!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.