Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur .27. janúar 1945 Laugardagur 27. janúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN blÓDVSlll Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Slcólavörðustíg 19, sími 218ý. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f:, Garðastrceti 17. Hvaða áform eru það? Þeir eru skemmtilega vitlausir við Alþýðublaðið núna, eins og oft áður. Þessa dagar^ myndar hin kátbroslega della þeirra uppistöðuna í áróðrinum fyrir sameiginlegum lista Alþýðuflokksins, Framsókn- ar og Vísis, í Dagsbrún. Hér eru sýnishorn tekin upp úr Alþýðublaðinu í gær: „Nú er hafin barátta þeirra gegn hættulegum áformum kommúnista og það mun vera meira alvörumál en marga grunar nú. Þessir verka- menn, sem nú mynda samtök á vinnustöðvunum gegn kommúnistum, standa nú ef til vill fremstir í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ef til vill er mönnum þetta ekki ljóst, sem stendur, en það mun skýrast innan skamms........Hvert einasta atkvæði á B-listann veikir þau hættu- legu áform sem Kommúnistaflokkurinn hefur nú í undirbúníngi með Dagsbrún og þau önnur verklýðsfélög, sem þeir ráða .... Það er nú á valdi verkamanna sjálfra að afstýra stórhættulegum áformum kommúnista“. Þetta er sýnishorn af þeirri kátbroslegu dellu, sem Alþýðublaðið fyllir dáfka sína með þessa dagana, um Dagsbrúnarmálin. En þessi della gefur ástæðu til nokkurra athugasemda. • í fyrsta lagi, virðulegu herrar við Alþýðublaðið. Hver eru þessi „hættulegu áform kommúnista?“ Vitið þið ekki í hvaða sveit þið skipið ykkur með þessum og þvílíkum skrifum. Vitið þið ekki hvað þeir menn heita og hvernig málstaður þeirra er, sem fara með svívirðilegar dylgj- ur. Afsakið, herrar mínir, það er gáleysi að tala um að þið skipið ykkur í þessa sveit, þið hafið ætíð verið þar til heimilis, og munið deyja í ykkar sveit. • En við skulum snúa okkar að Dagsbiúnarkosningunum. Verkamenn í Dagsbrún hafa á undanförnum árum verið að koma sér upp fullkomnu trúnaðarmannakerfi. Á hverjum einasta vinnustað hafa þeir kosið trúnaðarmenn úr sínum hópi. Þessir trúnaðarmenn hafa komið fram fyrir hönd vinnuhópanna í öllum sameiginlegum málum, hver fyrir sinn hóp. Þeir hafa í senn verið milligöngumenn milli verkamanna og vinnuveitenda, og verkamanna og félagsstjórnar, eftir því hvað við hefur átt í hverju tilfelli. Það eru þessir trúnaðarmenn, sem eru á A-listanum. Það eru menn- irnir, sem verkamenn sjálfir hafa kosið á vinnustöðum til að fara með forystu í málum sínum. Við þessa menn, og þar með Dagsbrúnarmenn almennt, sem hafa gert þá að trúnaðarmönnum, er Alþýðublaðið að tala, þegar það talar um „hættuleg áform kommúnista“. Það eru þessir menn sem að dómi Alþýðublaðsins eru með áform sem eru hættuleg sjálfstæði landsins. • Nú vill svo vel til, að nokkur reynsla er fengin af starfi þessara Dagábrúnarmanna. Þeir hafa hækkað kaup verkamanna úr 1,45 kr. í 2,45 kr. Þeir hafa fengið átta stunda vinnudaginn viðurkenndan, þeir gerðu orlofið að verúleika. Eru það ef til vill þessar framkvæmdir sem gefa Alþýðublaðinu tílefni til að tala um að forystusveit Dagslbrúnar hafi í huga „stónhættu- leg áform?“ Vel getur verið að svo sé, því allir vita nú orðið að Al- þýðublaðsklíkan er fjandsamlegri verklýðssamtökunum en yfírlýstir andstæðingar þeirra. En það er ekki aðeins sagan, sem ber þessum Dagsbrúnarmönnum vitni. Þeir hafa birt stefnuskrá við þær kosningar sem nú standa yfir. Sú stefnuskrá var birt hér í blaðinu í gær. Frá sjónarmiði verkamanna eru þar birt þrauthugsuð áform.trúnað- armanna Dagsbrúnar, um það á hvern hátt hagsmuna verkamanna verði bezt gætt í náinni framtíð. Þetta kann að líta öðruvísi út í augum Alþýðublaðsmanna. Á þeirra máli heita þessi áform víst „stórhættuleg áform kommúnista“, eða Iivað er það annars sem þeir kalla þessu nafni? Þeir ættu að gera tilraun til að svara, það sýndi þó alltaf einhvern vott manndáðar. Dagsbrútiarkosfiífigarnar Hvert er „leynivopn“ Alpýðublaðsins? Andstæðingar ríkisstjórnarinnar í Alþýðuflokknum og Framsókn hafa neytt nokkra fylgjendur sína til að bera fram klofningslista í Dagsbrún að þessu sinni. f>etta'er áframhald sundrungarstarfsemi sömu aðilja í sambandi við síðasta Alþýðusambandsþing. Formaður Framsóknarflokksins fyrirskipaði þá öllum áhrifamönnum flokksins í kauptúnum víðsvegar urn landið að vinna að kosningum til Alþýðu- sambandsþingsins eins og um líf eða dauða Framsóknar væri að tefla. Fyrir þingið talaði þessi sami flokksformáður með drýldni um að „nú yrði Alþýðusambandið tek- ið“. Tónninn var sá sami og í hernaði þegar óvinirnir sitja um virki eða Imrgir hins stríðsaðiljans. Hermanni Jónassyni og varaliði hans í Alþýðuflokknum brást boga listin. Verkalýðurinn var á verði. Hættunni var afstýrt. Verkalýðs- samtökin eru enn frjáls. En Her- mann Jónasson og Alþýðub.'aðs- menn eru ekki af baki dottnir. Fjandskapurinn gegn núverandi ríkisstjórn og áformum hennar um nýbyggingu atvinnutækjanna er báðum jafnt í huga, formanni stjórnarandstöðunnar og mönnun- um, sem urðu undir í Alþýðuflokkn um. Hitt er svo annað mál þvort verkamenn í Dagsbrún eru nokk- uð ginkeyptir fyrlr sprengitilraun- um afturhaldsins. Þeir munu hafa fullan hug á að afgreiða „sendingu“ þeirra með þeim hætti, sem mætti verða henni og þeim minnisslæð- ur. Undir forystu þeirra manna, sem eru á A-listanum hefur Dagsbrún unnið sína stærstu sigra. Stjórn Sigurðar Guðnasonar í Dagsbrún átti höfuðþáttinn í að brjóta gerð- ardómslögin á bak aftur 1942. í kjölfarið fylgdi svo grunnkaups- hækkunin úr kr. 1,45 í kr. 2.10 og stytting vinnudagsins úr 10 klst. í 8. 1944 hækkar svo grunnkaupið enn úr kr. 2,10 í kr. 2,45. Samhliða þessum áþreifanlegu kjarabótum hefur svo félagið unnið merkilegt menningar- og uppeldisstarf. Það hefur hafið útgáfu félagsblaðs með myndarlegum hætti, fest kaup á ágætu landi og hafið þar iram- kvæmdir með virkri þátttöku verkamanna og áformar að koma þar upp fyrsta hvíldar- og dv.dar- heimili íslenzkra verkamanna. Á þessum 3 árum, sem eining og fé- lagsleg samlheldni hefur ríkt í Dags brún, hefur félagsforystunni tekizt að koma upp trúnaðarmannakerfi, sem byggt er á fyllsta lýðræði með kosningu hvers vinnuflokks á sín- um trúnaðarmanni. Með þessu hef- ur tekizt að skapa nauðsynlegt samstarf og tengsl milli starfs- manna félagsins og stjórnar og hvers einstaks vinnuhóps. Á þessu sama tímabili hefur ríkt meiri stéttarlegur friður innan félagsins en dæmi eru til áður, enda hefur félagsforystan notið almerms trausts meðlimanna, alveg án til- lits til þess hvaða stjórnmála- flokki þeir tilheyrðu við almennar kosningar. Með þetta starf að baki mætti ætla, að sendingu Framsóknar- flokksins og Alþýðublaðsmanna væri örðugt um svör þegar hún er innt eftir málefnalegum ágreiningi við þá menn, sem uppstillingar- nefnd og trúnaðarráð Dagsbrúnar hefur valið til forystu fyrir féiagið á yfirstandandi ári. Reyndin hef- ur líka orðið sú. Hinsvegar hefur Alþýðublaðið tekið upp þann hátt að hefja árásir á félagið og nú- verandi forystu þess fyrir einhver dulin áform, sem það á að hafa í huga í lok stríðsins. I gær talar þetta umrædda blað um að hefja þurfi viðnám „gegn skemmdar- verkum“ og „hættulegum áform- um“ Dagsbrúnar. Ennfremur segir þetta sannleikselskandi málgagn, að hér sé um að ræða „meiri al- vörumál en rnarga grunar nú“, og annað álíka gáfulegt. Leyfist nú að spyrja eigendur þessa leyni- vopns: Hversvegna þessar dylgj- ur? Hvað knýr fjandmenn eining- arinnar til að tala ekki hreint út? Er ekki skylda þeirra, ef þeir vita um einhverhættuleg áform að gera þau uppíM? Hvað eiga þessar Gróusögur eiginlega að þýða? Hversvegna er ekki bent á eitt einasta dæmi urn skemmdarverk, sem stjórn Sigurðar Guðriasonar á að hafa unnið, úr því veiið ér að tæpa á því? Einfaldlega af þeirri ástæðuna, að slíkt dæmi er ekki til. Það er gripið til lyginnar þegar rökin brestur. Alþýðublaðið er eng inn viðvaningur á því sviði. Þar hefur það reynsluna. Freistandi væri að rifja upp framkomu Alþýðublaðsins gagn- vart Dagsbrún undanfarin ár, en það er ljót saga eins og öllum Dagsibrúnarmönnum er kunnugt. Mætti kannski minna á framkomu þess í skæruhernaði hafnarverka- manna undir fargi gerðardómslag- anna. Þá var þetta blað með sífellt nöldur um lagabrot og kveinaði undan birtingu bréfsins fræga, sem atvinnurekendur gáfu út með fyr- irskipun um að svelta verkamenn- ina. Það var ekki að skapi Alþýðu- blaðsins að svipta grímunni af bar- áttuaðferðum andstæðinganna. Tækifærið var gripið til að reka rýtinginn í bak verkamanna í ör- lagaríkri baráttu, sem þeir háðu raunverulega fyrir alla launþega- stétt landsins. Um sumarið 1943 linnti Alþýðublaðið ekki látunum. Dagsbrún var að svíkja, af því hún ákvað að segja ekki upp samn- ingum í það sinn. Málið fékk fulla lýðræðislega afgreiðslu í félaginu. Enginn félagsmaður hreyfði upp- sögn. Verkamenn skildu að rétti tírninn var ekki kominn. Þeir þurftu að tryggja sér betur víg- stöðuna. En Alþýðublaðið vissi betur. Svo þegar félagið sagði upp og Ienti í kaupgjaldsbaráttu hálfu ári seinna sýndi Alþýðublaðið fé- laginu þá velvild að ráðast ekki beint á það. Alþýðublaðið var hlut laust í deilu Dagsbrúnar vetur- inn 1944, alveg eins og Kirkju- blaðið. Gott verkalýðsblað Alþýðu blaðið. Verkamenn Reykjavíkur væru ekki illa settir, eða hitt þó heldur, ef þeir ættu slíkt blað að einkavin. Þeir verkamenn, sem kjósa að votta Framsóknarflokknum og Al- þýðublaðinu þakklæti fyrir unnin. afrek í þágu stéttarinnar kjósa auðvitað „sendingu“ þeirra B-list- ann, þrátt fyrir það að hann hefur enga stefnu í félagsmálunum aðra en þjónustuna við afturhaldið i landinu og andstæðinga framfara- stefnu núverandi ríkisstjórnar. En heiður stéttarinnar krefst þess að þeir ólánssömu menn verði sem fæstir. Starfsskrá A-Iistans hefur verið birt öllum félagsmönnum. Á- fram verður haldið á sömu braut og undanfarin ár. En stærsta verk- efnið, sem bíður félagsins, er trygg- ing atvinnunnar og á það mun stjórnarforysta Sigurðar Guðna- sonar leggja höfuðáherzluna. Fram kvæmd þess verkefnis verður ekki skilin frá því hvernig ríkisstjórn- inni tekst nýsköpun atvinnuveg- anna. Að styrkja sendimenn Fram- sóknarafturhaldsins í Dagsbrún er því beint tilræði við lífsafkomu verkamanna í framtíðinni. Það munu Dagsbrúnarmenn gera sér fyllilega Ijóst, og fylkja liði á kjör- stað í dag og á morgun. Dagsbrún- armenh! Verndið hina stéttarlegu einingu og tryggið félagi ykkar hæfa forystu til að mæta verkefn- um framtíðarinnar. Og það er ekki nóg að vera viss um sigur. Fylk- ing A-listans þarf að verða það fjölmenn að andstæðingar verka- lýðsins geri ekki í bráð aðra tilraun til að sundra stéttinni. D agsbrúnarmenn! Allir á kjörstad! II G.V. Prenfarínn Framhald af 2. síðu. það ekki að vera neinum torfær- um bundið, ef vilji er fyrir hendi. Prentiðnaðurinn hefur nálega tvöfaldazt síðan í stríðsbyrjun. Það lætur nærri, að setningarvél- um í landinu hafi fjölgað um helm- ing, pressum um nálega þriðjung, auk þess sem þær eru allar af- kastameiri, en áður þekktust, og nemendum hefur fjölgað að mikl- um mun, svo þeir eru nú 40 að tölu í Reykjavík einni. Allt þetta knýr á urn skjóta lausn í uppeldis- málum stéttarinnar. Það gefur einnig til kynna, að iðnaðurinn hefur aldrei verið þess umkominn að leggja eins ríkulega af mörk- um til þessa nauðsynjamáls og ein- mitt nú og þörfin aldrei eins mikil á því að snúast þannig við breytt- um tækniviðhorfum, að stéttin fái með hinum nýju verkfærum skilað auknum og bættum afköstum, sem færi henni betri lífsafkomu og meiri sköpunargleði af verkum sín- um“. (Á morgun mun Þjóðviljinn birta niðurlag þessarar greinar, þar sem rætt verður um landnám prentara í Laugardal). Félag bifvélavirkja 10 ára Viðtal við Vaidimar Leonhardsson, formann félagsins Félag Bifvélavirkja var 10 ára 17. þ. m. og heldur félagið 10 ára afmælið hátíðlegt í kvöld. Eldskím sina fékk félagið sumarið 1937 er það varð að gera 5 vikna verkfall til þess að fá atvinnurekendur til að viðurkenna félagið og semja við það um kaup og kjör stéttar- innar, og stóðst félagið raunina sem bezt varð á kosið og hefur stéttarleg eining félagsmanna verið hin bezta. Félagið hefur verið frekar fámennt (rúmt hálft hundrað manna) en hefur þó komið sér upp myndarlegum sjóðum. Fréttamaður Þjóðviljans ræddi í gær við Valdimar Leon- hardsson, formann félagsins, um starf og sögu þess þessi 10 ár. FYRSTU SAMTÖKIN — ÞEGAR BIFVÉLAVIRKJAR UNNU AÐALLEGA Á NÆTURNAR — Hvað er að segja um að- dragandann að stofnun félags- ins? — Þótt félagið væri ekki stofnað fyrr en 1935 höfðu bif- vélavirkjar myndað með sér samtök áður. Áður fyrr var unnið mest að bifvélaviðgerðum á næturnar. Bifreiðastjóramir komu með bifreiðir sínar á viðgerðarverk- stæðin á kvöldin þegar þeir voru hættir vinnu, viðgerðir fóru svo fram á nætumar. Árið 1928 mynduðu bifvéla- virkjar samtök til að fá þessu breytt og vinnutíma ákveðinn. Var þá gert samkomulag um 10 stunda vinnudag og að eftir- vinna skyldi greidd með hærra kaupi. Úr þessum samtökum varð þó enginn félagsskapur. ENGIR SAMNINGAR — EKKERT ÖRYGGI — Gilti þetta samkomulag sem samningar? — Nei, það voru engir fastir samningar, og vafasamt að sam komulagið hafi verið haldið. Ýmist munu hafa verið greidd daglaun, viku- eða mánaðar- kaup. Á þessum árum var oft lítið að gera í þessari starfsgrein og tekjur því mjög rýrar, kannski nokkurra stunda vinna á viku, en það var ekki í annað hús að venda. FÉLAGSSTOFNUNIN — Það er svo árið 1934 að ný hreyfing hefst að stofna fé- lag og átti hún aðallega upptök sín hjá atvinnurekendum, held- ur Valdimar áfram. — Hvernig stóð á því? — Þeir höfðu áhuga fyrir því að fá iðngreinina viðurkennda, en til þess svo gæti orðið þurftu þeir sem í iðninni unnu að stofna með sér samtök. Byrjað var að starfa á þessu ári og haldnir nokkrir fundir, en það var ekki fyrr en 17. ján- ar 1935 að félagið var formlega stofnað og lög' samþykkt, og var aðalmarkmið viðurkenning iðnarinnar, enda fékkst hún við urkennd sem iðngrein það sama ár. FÉLAGIÐ GERT AÐ STÉTTARFÉLAGI — Var ekkert hugsað um kaup- og kjaramál? — Jú, fljótt kom fram áhugi fyrir því að ná fram kjara'bót- um, hækka kaupið og ná samn- ingum, en það gekk í töluverðu þófi, því verkstæðiseigendur reyndust ekki eins samvinnu- þýðir í kaupgjaldsmálunum og þeir voru í iðnréttindamálinu. Þann 19. febrúar 1937 var fé- lagslögunum breytt í það horf að verkstæðiseigendumir gátu ekki lengur verið 1 félaginu, en þeir höfðu verið í félaginu frá stofnun þess, en með þess- ari lagabreytingu var félagið gert að hreinu sveinafélagi. — Hvað gerðist í kaupsamn- ingamálinu? — Fram að þessum tíma hafði mikið verið talað og mik- ið þjarkað um samninga og kosin samninganefnd, en án ár- angurs. VERKFALL OG SAMNINGAR — Stjóminni var nú falið að sjá um samninga ásamt einum manni til viðbótar. Gekk erfiðlega að semja, a.t- vinnurekendur vildu ekki láta okkur fá neina samninga, auk þess höfðum við orðið að gera kröfur um allverulega hækkun á kaupi, þar sem við vomm orðnir langt fyrir neðan kaup annarra hliðstæðra stétta. Þegar ekki náðist samkomu- lag var ákveðið að leggja niður vinnu. Var verkfallið hafið 12. júní 1937 og hafði okkur þá verið heitið stuðningi Alþýðu- sambandsins, en í það gengum við 11. maí sama ár. Rétt er að geta þess í þessu sambandi, að Dagsbrún kom á- kaflega vinsamlega fram við okkur í þessari deilu og lán- aði okkur skrifstofupláss allan tímann. — Hvemig gekk svo verk- fallið? — Verkfallið stóð 5 vikur og gekk ágætlega. Yfirleitt vom í félaginu menn sem ekki höfðu verið í neinum félagsskap áður, en þótt svo væri þá reyndust samtök þeirra ágætlega. Þeir stóðu verkfalls- vaktir jafnt daga og nætur eftir því sem þurfa þótti og vom jafnákveðnir frá fyrsta til síð- asta dags. FÉLAGIÐ VIÐURKENNT — Hver varð árangur verk- fallsins? — Árangurinn varð fyrsti samningur félagsins, þar sem það var viðurkennt samnings- aðili í þessarL.starísgrein. Samningurinn var gerður 15. júlí 1937, og var samið bæði um tímakaup og mánaðarkaup. S. G. T. - dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Skemmtiatriði: Tvísöngur. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7. — Sími 3008. WVVUWWWVVAAAA/VVVVVWVVWVVMM/VWVSWVVVVVUVVVUVIÍ! Stjórnin eins og hún var ■skipuð þegar jélagið varð 10 ára, 17. jan. s. I. Fremri röð, talið jrá vinstri til hœgrj: Jón Guðjónsson gjaldkeri, Valdi- mar Leonhardsson jormaður, Árni Stejánsson varajorm. Ajtari röð: Sigurgestur Guðjónsson ritari, Gunnar Bjarnason varagjaldkeri. Dagvinnukaup var ákveðið kr. 1,75 á klst. í stað kr. 1,50 og eftirvinnukaup, fram að kl. 12 á miðnætti, kr. 2,50, og nætur- vinnukaup kr. 3,50 á tímanum frá kl. 12 á miðnætti til kl. 8 að morgni. Þá var í samningunum viður- kenndur forgangsréttur félags- manna til vinnu, ennfremur var samið um viku sumarfrí. •— Vinnuv-ika var ákveðin 54 stundir. BARÁTTU FYRIR KJARA- BÓTUM HALDIÐ ÁFRAM — Þið hafið haldið áfram bar áttu fyrir bættum kjörum? — Já, auðvitað, þar sem við vorum þá kauplægri en hlið- stæðar stéttir. Á næstu árum fór kaupið smáhækkandi, og 1942 náðum við öðrum stéttum. Seinasti samningur okkar var gerður 16. september 1942. Nokkru áður fengum við 8 stunda vinnudag. Vikukaup var ákveðið kr. 145,00 í þessum samningi. Eftirvinnukaup var ákveðið kr. 4,68 fram til kl. 9, en næturvinnu- og helgidaga- vinnkaup var ákveðið kr. 6,24 á kl.st. Bæði járnsmiðir og blikksmið ir hafa síðan fengið hærra kaup og hyggjum við á að fá nýja samninga í samræmi við þeirra kjör. Með þessum samningum feng um við einnig hálfsmánaðar- sumarfrí, ennfremur að atvinnu rekandi skyldi í slysatilfelli greiða viðkomandi manni kaup í allt að 4 vikur í hverju til- felli. FÉLAGIÐ Á NÚ ALLMYND- ARLEGA SJÓÐI — Hvað er að segja um fé- lagsgjöld og sjóði? — Félagsgjald var upphaf- lega 5 kr. á ári. Nú er það 6 kr. á viku eða yfir 300 kr. á ári. Félagið á nú myndarlegan styrktarsjóð, sem er nú sam- kvæmt reglugerð sinni orðinn starfhæfur og fá félagsmenn greitt úr honum í slysa- og sjúkdómstilfellum. Við höfum mikinn hug á því að koma upp elllaunasjóði. Menn í þessari iðngrein endast mjög illa, þar sem vinnan er með afbrigðum óholl. ÁGÆT EINING UM STÉTTARLEG MÁL Hvemig hefur samheldni fé- lagsmanna verið? — Um hagsmunamál félags- ins hefur alltaf verið ágæt ein- ing. Síðasta stjóm sat óbreytt í 5 ár og samkomulag innan henn ar var ætíð hið bezta. — Hverjir voru í henni? — Formaður: Valdimar Leon- hardsson, varaformaður: Ámi Stefánsson, ritari: Sigurgestur Guðjónsson, og hefur hann ver- ið í stjóminni frá þvi á stofn- ári. Gjaldkeri: Jón Guðjónsson, varagjaldkeri: Gunnar Bjama- son. — Hverjir voru í fyrstu stjóminni? — í fyrstu stjóm vom: For- maður: Eiríkur Gröndal, ritari: Óskar Kristjánsson, og gjald- keri: Nicolai Þorsteinsson — þeir voru allir veúkstjórar. — Hverjir em nú í stjóm- inni? — Aðalfundur félagsins var haldinn í fyrradag. Varaformað ur var kosinn Sveinbjöm Sig; urðsson og gjaldkeri Guðmund ur Þorsteinsson, aðrir í stjóm- inni voru endurkosnir. í félaginu em nú milli 50 og 60 félagsmenn. FRÆÐSLU STARFSEMI — Hvað er fleira að segja um f élagsstarfsemina ? — Félagið hefur ákveðið að taka upp fræðslu- og fyrirlestra starfsemi á félagsfundum og hefur þegar einn slíkur fyrir- lestur véríð fluttur á félags- fundi. Jakob Gíslason flutti er- indi um undirstöðuatriði raf- magnsfræðinnar. Félagsmenn hafa einnig haft námskeið í hjálp í viðlögum. Við höfum t. d. hugsað okkur að fá flutta fyrirlestra í félaginu um at- vinnusjúkdóma, félagsmál og ýmislegt annað er stéttina varð ar og félagsmönnum má að gagni verða. Þjóðviljinn óskar bifvélavirkj unum til hamingju með 10 ára afmælið. J. B. Sókn Rússa Framhald af 1. síðu. ar að austan, en eru líka komn- ar framhjá henni. Poznan er síðasta virkisborg- in á leið Súkoffs til Berlínar. YFIR DÓNÁ Þjóðverjar hafa að undan förnu birt mótsagnakenndar fréttir um tijraunir Rússa til að komast yfir Oder. s— Nú hefur verið tilkynnt í Moskvu, að hersveitir Konéffs séu komn ar yfir fljótið á allmörgum stöð um. — Þjóðverjar höfðu grafið þrefaldá röð skotgrafa á suð- vesturbakkanum. Hindenburg hefur um 130 000 íbúa og er því heldur stærri en Gleiwitz, sem rauði herinn tók 1 gær. MANNTJÓN ÞJÓÐVERJA 380 000 I gærkvöld var hin mikla sókn rauða hersins orðin tveggja vikna gömul. Á þeim tíma hafa Rússar fellt um 295 000 þýzka hermenn og tekið rúmlega 86 000 höndum. Meðal herfangs eru um 4000 fallbyssur og 870 skriðdrekar og vélknúnar fallbyssur. Eyðilagðir hafa verið meir en 2000 skriðdrekar og vélknún ar fallbyssur fyrir þýzka hern- um og um- tvöfalt fleiri venju- legar fallbyssur. I. 0. G. T. Sjóm.félag Hafnarfjarðar Frainhald af 1. síðu. jyrir borð úr hreyjingunni óhappa- lýð þann sem styður núverandi meiri hluta í stjórn Alþýðusam- bandsins .... jyrr en ILLÞÝÐIÐ sjáljt órar jyrir“. Já, mikið stóð nú til!! En kosningarnar í Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar, Þrótti, Iðju o. fl. félögum sýna greinilega hvert straumurinn liggur í verklýðssam- tökunum. Verklýðsfélögin hafa þegar og. munu áfram sýná samskriðningi Framsóknarafturhalclsins, Vísislið- ins og Alþýðuiblaðskiíkunnar verð- uga lítilsvirðingu. Þau munu jylkja sér um einingu stéttarinnar og verja samtök sín jyrir skemmdarvörgum ajturhalds- ins. Tveggia brezkra tmgm&nna saknað Ekki hejur jrétzt neitt ennþá aj tveimur brezkum þingmönnum, sem lögðu aj stað jrá Róm í jlug- vél á leið til Brindisi á jimmtu- daginn. Kafaldsbylur var og hefur flug- vélin farizt, þótt enn sé ekki úti- lokað, að mennirnir séu á lífi. Farþegarnir eru Robert H. Bern- ays, þingmaður Nat. Liberalflokks ins í Bristol; og sir Edward Camp- bell, þingmaður íhaldsflokksins í Bromley í Kent. St. Unnur nr. 38. Fundur á morgun kl. 10 f. h. í G.T.-húsinu. Bamastúk- an Svafa hemsækir. Ýms skemmtiatriði. Gæzlumenn. Bamastúkan Jólagjöf nr. 107 Fundur sunnudaginn 28. jan. í Templarahöllinni kl. 1.15. Barnastúkan Díana heimsækir. — Fjölmennið! Gæzlumenn. NYKOMIÐ: KJÓLASILKI kr. 10.90, blátt, brúnt, vín- rautt, svart. SATIN, margir litir, ERLA Laugaveg 1Z. Ungir Dagsbrúnarmenn! Framh. af 3. síðu. þá hefur sú barátta, sem feður okkar hafa orðið að heyja á und- anförnum áratugum fyrir ]ífi sínu og tilveru og þau skilyrði sem aft- urhaldið í þessu þjóðfélagi hefur skapað þeim til að veita okkur sómasamlegt uppeldi, gert nóg til að sýna okkur á hverju við eigum von ef við ekki svörnm þessari grímuklæddu árás afturhaldsins á samtök okkar á viðeigandi hátt. Við skulum sýna það í þessum kosningum, ungir Dagsbrúnar- menn, að við kunnum að meta það uppbyggingarstarf, sem unnið hefur verið í félaginu á undan- förnum þrem árum. Við skulum sýna það, að við kunnum að meta þá einingarstefnu, sem hefur ríkt í félaginu á þessu tímabili, og enn- fremur: Við skulum sýna það í þessum kosningum, að æskulýður- inn hefur ábyrgðartilfinningu gagnvart stétt sinni og samtökum sínum. Að hann ætlar að búa svo um hnútana, að næsta kynslóð fái að alast upp við betri vaxtarskil- yrði en hin upprennandi kynslóð. Alþýðuflokkurinn ætlar í liðs- könnun í Dagsbrún. Lofum hon- um að kanna liðið. Eldri menn- irnir í Dagsbrún þekkja hann af verkunum sem hann hefur unnið og hafa smiið við honum bakinu. Æskan fylgir honum ekki. Þess vegna, ungir Dagsbrúnarmenn! y Það er ekki vert að geyma það morgundeginum, sem hægt er að gera í dag. Þeir, sem ekki hafa kosið í gær, munu í dag fara á kjörstaðinn og þurrka áhrif sundr- ungaraflanna út úr verkanianna- félaginu Dagsbrún og það svö eft- irminnilega, ‘ að þau sýni sig þar ekki aftur. Lárus Bjarnfreðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.