Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 8
*
„Fótaþurrka atvinnurekenda“
og „kommúnistavæfla, sem þarf að
velta úr stjórn Dagsbrúnar“ — er
skilgreining Alþýðublaðsins á Sig-
urði Guðnasyni, formanni Dags-
brúnar.
„Fótaþurrka atvinnurekenda“ er
sá maður nefndur, sem tók að sér
að reisa Dagsbrún úr niðurlægingu
sundrungar og skammar og hefur
stýrt henni styrkri hendi frá sigri
til sigurs í þrjú ár.
Afn'ám þrælalaga, tvennar 16%
grunnkaupshækkanir, 8 stunda
vinnudagur, 12 daga samnings- og
lögbundið orlof, eignaaukning um
ca. 125 þúsund, eining og friður í
félaginu, aflgjafi verklýðssamtak-
anna um land allt — þetta heitir
á máli Alþýðublaðsins að þurrka
fætur atvinnurekenda.
Stórfenglegasti áfangi íslenzkrar
verklýðshreyfingar til þessa er
rægður niðiír í svaðið af mönnum,
sem aldrei hafa í verklýðsfélagi
verið, né hendi í kalt vatn difið.
Dagsbrúnarmaður!
Þegar þú krossar á atkvæðaseðil
þinn við þessar kosningar í félagi
þínu, þá kýstu um það, hvort
Dagsbrún liafi undanfarin þrjú ár
þjónað þér eða atvinnurekendum.
Kjóstu þannig, að þú hafir frið
í samvizku þinni éftir kosningarn-
ar.
1940—1941
Munið þið veturinn 1940—1941?
Þá höfðu allir vinnu. Þá var
varáformannsefni B-listans, Jón
S. Jónsson,varaformaður Dags-
brúnar.
Þá samþykkti 500 manna fund-
ur í Iðnó að leggja út í verkfall.
Það var hægt að. vinna þetta
verkfall.
En forystan sveik ykkur. Hún
sveik ykkur og félagið svo ræki-
lega, að aldrei í sögu Dagsbrúnar
hefur niðurlæging hennar orðið
önnur eins.
Munið þið eftir allsherjarat-
kvæðagreiðslunum í janúar 1941,
þegar Alþýðublaðið barðist fyrir
ósigri með varaformann Jón S.
Jónsson í broddi fylkingar — og
tókst að láta félagið bíða osigur?
Munið þið, livernig ykkur var
innanbrjósts eftir þá allsherjarat-
kvæðagreiðslu, þegar ósigurinn var
marinn í gegn með hótunum og
blekkingum?
Dagsbrúnarmaður!
Þegar þú krossar nú á atkvæða-
seðil þinn, þá kýstu milli þeirra,
sem leiddu félagið til fullkomins
ósigurs 1941 og þeirra, sem þurrk-
uðu niðurlægingarblettinn af félagi
þínu.
MEÐ KOSSI
Verkfallið 1941 var eldraun fyrir
samtök verkamanna almennt. En
það var sérstakt próf fyrir forystu
félagsins.
Astandið krafðist þess, að for-
ystumenn verkalýðsins sýndu þá
mannkosti, sem hverjum foringja
eru nauðsynlegir, og sér í lagi, að
þeir vernduðu meðlimi félagsins.
Hvernig stóðst forystan þetta
próf?
Hún stóðst það þannig, að þá-
verandi varaformaður Dagsbrúnar
og núverandi varáformannsefni
Alþýðublaðslistans, Jón S. Jóns-
son, framseldi tvo af meðlimum fé-
lagsins í hendur erlendum her —
til þess að spara sjálfum sér ó-
þægindi!
Þessi maður talar ekki alllítið
um félagshyggju og samheldni. En
verkin tala.
Þegar stundin kom, þá sveik
hann — með kossi.
Dagsbrúnarmaður!
Þegar þú krossar á atkvæðaseð-
il þinn, þá kýstu um mann, sem
sveik félag sitt og félaga með
kossi.
Kjóstu þannig, að þú hafir frið
í samvizku þinni, einnig eftir kosn-
ingarnar!
„ENGIN HÆTTA Á
GRUNNKAUPS-
HÆKKUN“
Haustið 1941, nokkrum mánuð-
um fyrir. skæruhernaðinn, liuggaði
Stefán Jóhann Alþingi með hinni
frægu yfirlýsingu um „að engin
liætta væri á grunnkaups'hækkun-
úm“.
Næsta vor hófst skæruhernaður-
inn.
En áfram var haldið.
Á Dagsbrúnarfundi, þ. 31. maí
1942, bar Jón S. Jónsson fram
eftirfarandi tillögu:
„Fundur haldinn í Verkamanna-
félaginu Dagsbrún, sunnudaginn
31. maí 1942, skorar á stjórn fé-
lagsins að hefja nú þegar samn-
inga við Vinnuveitendafélag ís-
lenzkra atvinnurekenda, að þeir
greiði 15% áhættuþóknun á það
kaup, sem nú er greitt við al-
menna vinnu á félagssvæði Dags-
brúnar eins og Reykjavíkurbær og
hafnarsjóður hafa lofað að greiða
, við vinnu hjá sér og nefnist þessi
kauphækkun „áhættuþóknun til
verkamanna“ “.
Það mátti ekki semja um var-
anlega grunnkaupshœkkun, heldur
,.áhættuþóknun“, sem eðlilega yrði
afnumin í stríðslok.
„Áhættuþóknun“ það var lausn
in, það var stefnan sem Dagsbrún
átti að fylgja.
Dagsbmnarmaður!
Þegar þú krossar nú á atkvæða-
seðil þinn, þá kýstu á milli þess-
arar tillögu, þessarar stefnu og
hinnar, sem tekin var og fram-
kvæmd: að hækka grunnkaupið )
og halda þyí.
„EG KREFST ÞESS AÐ
FÁ AÐ VINNA“
Sumarið 1942 lögðu verkamenn
hjá Eimskip niður vinnu.
Samtökin voru með fádæmum
góð.
En þar var þó einn maður, sem
skarst úr leik: Það var Jón. S.
Jónsson, varaformannsefni B-list-
ans.
Hann krafðist þess í margra
votta viðurvist, að fá að vinna,
því að það vantaði alla forystu!
Dagsbrúnarmáður!
Þegar þú krossar á atkvæða-
seðil þinn, þá kýst þú um það,
hvort þú vilt bletta félag þitt með
því að gefa slíkri framkomu at-
kvæði þitt.
„BARÁTTAN GEGN EIN-
RÆÐISBRÖLTI ÞEIRRA
I DAGSBRÚN OG VERK-
LÝÐSFÉLÖGUNUM YF-
IRLEITT ER HAFIN“
Þanni gendaði forystugrein Al-
þýðublaðsins í fyrradag.
Dagsbrún og verklýðshreyfing-
unni yfirleitt hefur nú ríkt áður
óþekktur friður. Þessi friður hefur
lialdizt í hendur við alla sigra sam-
takanna þessi þrjú ár.
En nú á að rjúfa friðinn. Nú er
grímunni loks kastað.
Friðrof, sundrung, ekki aðeins
í Dagsbrún, heldur öllum öðrom
verklýðsfélögum.
Friðrofarnir hafa enga stefnu.
Þeir fara um eins og liuldumenn.
Þeir þora ekki einu sinni að endur-
taka liinar svívirðilegu álygar Al-
þýðublaðsins frá undanförnum ár-
um.
En hverjum gagnar sundrung í
verklýðssamtökunum?
Ilún gagnar engum öðrum en
| afturhaldsöflunum, sem berjast
I gegn verkalýðnum, og sem halda
nú uppi ákafri andstöðu við fram-
farastefnu ríkisstjórnarinnar.
Friðrof nú þýðir að taka upp
þráð ósigursstefnunnar frá 1941.
TIL VARNAR!
Allir Dagsbrúnarmenn viti. að
kosningarnar nú snúast ekki um
það, hvor listinn verði ofan á.
Það er fyrirfram vitað, að A-Iist-
inn mun ganga af hólmi með glæsi-
legum sjgri. Þetta viðurkenndi jafn
vel varaformannsefni B-listans á
síðasta Dagsbrúnarfundi.
Kosningarnar snúast um það, hve i
margir þeir verkamenn verða, sem
fá sig til að setja blett á félag sitt
og veikja það.
Þær snúast um það, hve margir )
þeir verkamenn verða, sem líta á !
þriggja ára hagsmuna- og einingar- j
sigra sem „fótáþurrkun atvinnu-
rekenda“.
Þær snúast um Dagsbrún sjálfa.
Dagsforúnarmaður!
Þegar þú krossar nú á atkvæða-
seðil þinn, þá ertu ekki aðeins að
greiða atkvæði um félag þitt, Dags
brún, einingu þess og stefnu.
Þú ert um leið að greiða atkvæði
um einingu allra annarra verklýðs-
félaga á landinu.
Hvert atkvæði, sem A-listinn fær
eru u-m leið efling samtakanna um
land allt.
Ef sundrungar- og ósigurslist-
inn bíður fullkominn ósigur, þá
mun sá sigur verða fordæmi fyrir
öll önnur félög.
Þá mun verkalýðnum veitast
auðveldara að standa vörð um
hagsmuni sína og sækja fram.
Snúist því til varnar Dagsbrún-
/armenn, eldri og yngri!
Þið liafið fyrr snúið bökum sam
an.
Myndið órofa varnargarð um
Dagsibrún, um liagsmuni ykkar.
Svarið hinum stefnulausa B-lista
ósigra og niðurlægingar með því
að kjósa allir lista Dagsbrúnar,
A-listann og greiða atkvæði tneð
heildarsamningum.
Eggert Þorbjamarson.
flÓÐVILllNN
Breyting á lögum
nm Jöfnunarsjóð
bæjar- og sveitar-
félaga
Heilbrigðis- og félagsmálanefnd
neðri deildar flytur að tilhlutun
félagsmálaráðherra frumvarp um
breytingu á lagaákvæðunum um
Jöfnunarsjóð bæjar- og sveitarfé-
laga. Samkvæmt núgildandi lög-
um skal sjóður þessi jafna fátækra-
framleiðsluna mijli sveitarfélaga,
og einnig kostnaði þeirri af ellilaun
um og ororkubötum og kennara-
launum.
Nú stendur til að Tryggingar-
stofnun ríkisins taki að sér alla
elliframfærsluna, og viðbótarkostn-
aður við skólahald er nú að mestu
borinn af ríkinu. Frumvarpið fjall-
ar um það, að ellilaun, örorkubæt-
ur og kennaralaun skuli ekki tekin
með við úthlutun jöfnunarfjár og
fátsékraframleiðslan ein iöfnuð.
Skildinganesskól-
mn
Arngrímur Kristjánsson skóla
stjóri Skildinganesskólans hef-
ur fengið utanfararleyfi til að
kynna sér nýjungar í uppeldis-
málum og er á förum til Bret-
lands.
I f jarveru hans tekur Ingimar
Jóhannesson við skólastjórn-
inni.
Frumvarp um sölu
Sólbakkaverksmiðj-
unnar
Lagt hefur verið fram á Al-
þingi frumvarp um sölu síidar-
verksmiðjunnar á Súlhakka, og
felur það í sér heimíld til rík-
isstjómarinnar að selja síldar-
verksmiðjuna á Sólbakka við
Önundarfjörð.
í athugasemd við frumvarp-
ið segir:
„Stjórn síldarverksmiðja rík-
isins hefur farið þess á leit við
ríkisstjómina, að síldarverk-
smiðjan á Sólbakka yrði seld,
ef viðunanlegt verð fengist.
Ríkisstjómin er samþykk því,
að síldarverksmiðjan á Sól-
bakka verði seld. Verksmiðja
þessi hefur verið baggi á síldar-
verksmiðjum ríkisins, þar sem
hún hefur lítið sem ekkert ver-
ið starfrækt á undanförnum ár-
um, vegna þess að ekki hefur
tekizt að fá nægilegt hráefni til
rekstrar hennar. Hins vegar er
hugsanlegt, að atvinnurekendur
á Flateyri, er keyptu verksmiðj
una, gætu rekið hana í sam-
bandi við annan rekstur sinn.“
Fundur í Sösíalisafélaei
Haf nar fj arðar
Sósíalistafélag Hafnarfjarðar
heldur fund á mánudaginn kl.
8.30 á Strandgötu 41.
Verður rætt um bæjarmál. *
Aðalfundur Hreyfils
Bergsteinn Guðjónsson
Aðalfundur Bifreiðastjórafé-
lagsins Hreyfill var haldinn 25.
þ. m. í Listamannaskálanum.
Á fundinum vom mættir á
annað hundrað félagsmanna.
Stjórn félagsins var endur-
kosin, en hana skipa:
Bergsteinn Guðjónsson, for-
maður, Ingjaldur ísaksson, vara
formaður, Tryggvi Kristjáns-
son, ritari, Þorgrímur Kristins-
son, gjaldkeri, Ingvar Þórðar-
son, varagjaldkeri, Björn Stef-
ánsson, vararitari og Magnús
Einarsson, meðstjórnandi.
Stjórnin gaf skýrslu um störf
félagsins á liðnu ári. Fjárhag-
ur félagsins er mjög góður.
Meðlimatala er nú um 400.
Á fundinum var samþykkt
eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur í Bifreiðastjóra-
félaginu Hreyfill haldinn 25.
jan. 1945, ákveður að hefja á
þessu ári fræðslu- og málfunda-
starfsemi innan bifreiðastjóra-
stéttarinnar, og samþykkir að
kjósa 3 manna nefnd, sem hafi
það hlutverk að undirbúa og
efna til stofnfundar að fræðslu-
og málfundafélagi bifvélastjóra
í Reykjavíkr
Ennfremur ákveður fundur-
inn að verja fimm hundruð
krónúm úr félagssjóði til þessar
ar fræðslustarfsemi.“
í nefndina voru kosnir:
Tryggvi Kristjánsson, Ingjaldur
ísaksson og Bergsteinn Guðjóns
son.
Flugpóstur til Ame-
ríku
Fyrsti flugpósturinn til Anie-
rí'ku var afhentur í gærmorguu
kl. 11.
Var það einn poki, 10 kg. að
þyngd.
Ifofizt dauðtdðss
yfir rftstióra
í Lyon standa yfir réttarhöld í
máli ritstjórans við blaðið Action
Francais. Er hann ■ ákærður fyrir
landráð. — SaJcsóknari ríkisin-s
krafðist þess í gœr, að ritstjórinn
yrði clœmdur til lífláts.
Búizt er við dóminum á morgun.