Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. janúar 1945. PJORVI LJINN 7 rw Saga af hundi Eftir Per Sivle. „Nú veit ég það,“ kallaði hann. „Nú veit ég, hvaða bitvargur er að gera usla í fénu. Það er hundkvikindið Englendingsins. Eg sá hann sjálfur.“ „Hann Lubbi!“ sagði ég. „Það getur ekki verið.“ „Ójú. Farðu bara út að Hvítasteini, karl minn. Þá færðu að sjá lambið þitt steindautt og rifið á hol. Það var varla að hundóþokkinn ætlaði að hafa sig burt, þó ég reiddi upp öxina, fyrr en ég var rétt kominn að honum, þar sem hann stóð yfir lambinu.“ „Hundkvikindi! Ó, þetta hundkvikindi. Æ, elsku lambið mitt,“ sagði ég. Salomon hló, þegar ég kom heim. „Þarna launaði seppi þér vel fyrir sig, Pétur,“ sagði hann. Eg var ekki seinn 1 fötin um morguninn, þegar mér var sagt, að fara til sýslumannsins og biðja hann að hirða hundinn sinn. En hvað ég hafði verið heimskur — óskaplega heimskur. Sýslumaðurinn skellti hurðum og varð hinn versti, þegar ég bar honum skilaboðin. Hann vissi, að hann yrði að greiða skaðabætur. Snemma morguninn eftir kom hann og fékk Salómon og þrjá aðra menn með sér. Þeir lögðu af stað inn í skóginn með byssur á öxlunum og fjóra hunda. Þeir komu aftur heim að Hvoli um kvöldið. Hundarnir höfðu orðið varir við óargadýrið efst uppi á Lindabrekkum. Hvatur hans Óla hafði hætt sér of langt og fannst rifinn á hol. Lubbi lagði á flótta upp í fjallið. Þeir sendu fimm skot á eftir honum og voru ekki vonlausir um, að eitt hefði hitt. Hann hafði auðvitað ekki verðskuldað betur. En satt að segja kenndi ég ofurlítið í brjósti um hann, ræfilinn. Eftir þetta fannst engin skepna bitin og hundsins varð ekki vart. Allir héldu að hann væri dauður. • Það var góð tíð þetta haust. Bæði geitur og kindur gengu fram að jólum. Þeim var aðeins hárað kvölds og morgna. Sigríður gamla í KÍróki sagðist ekki muna eftir öðru eins hausti, síðan hann Hannes hennar fótbrotnaði í Skógargilinu, þá var hann Sæmundur þeirra 'tveggja ára, og nú var hann tvítugur. Loksins, þremur vikum fyrir jól, gerði fannkomu, svo að einn morgun var komið ágætt skíðafæri. Þá var það ég, sem varð kátur. Skíðin mín höfðu beðið lengi til- búin úti í smiðju. Eg flýtti mér að borða og hljóp út í smiðju. Hún stóð spölkorn frá hinum bæjarhúsunum. Eg var að binda á mig skíðin, þegar ég heyrði allt í einu eitthvert væl og ylfur bak við smiðjuna. Hvað gat þetta verið. Eg hljóp þangað Var það mögulegt? Já, það var áreiðanlega enginn annar en Lubbi, sem lá þarna, þó að hann væri ekki líkur sjálfum sér. Hann var grindhoraður, ekkert nema beinin og bjórinn. Hárið hékk í sneplum og skrokkurinn var allur í sárum. Eg gleymdi því á augabragði, hvað ég átti honum grátt að gjalda. Eg mundi ekki annað en það, að Lubbi var gamall vinur minn, sem var kominn heim og átti bágt. Og mig langaði til að hjálpa honum eins og ég gæti. Eg sætti lagi, þegar enginn var á ferli heima við bæinn og kallaði á hann með mér inn í smiðjuna. Það var varla, ^ð hann gæti dregist á eftir mér. Eg tók gæru- skinn, sem lá uppi á bita, breiddi það undir hefilbekk- inn og lét Lubba leggjast á það. Hjartað barðist í brjósti mér — en ég gat ekki ann- að: En laumaðist heim í skemmuna eftir bjúga handa honum. Enginn sá mig. Þá fór ég út í fjós og mjólkaði ERICH MARIA REMARQUE: VINIR svipinn og rjóð í vöngum. Hún talaði um alla heima og geima, um allt mögulegt, sem við höfðum engan áhuga fyrir. Pat var þolinmóð eins 'og eng- ill. Að síðustu sneri fröken Miiller sér beint að mér og spurði: „Jæja, líður Köster þá vel?“ Eg játaði því. „Hann var alltaf svo fálátur, þegar hann var hérna. Stundum sagði hann ekki orð dögum saman. Er hann svona enn?“ * „O, nei. Hann talar öðru hvoru“. „Hann var hér nærri því ár. Og hann var alltaf einn sins liðs“. „Já, þess vegna hefur hann talað minna“ Hún hneigði höfuðið með alvörusvip og sneri sér að Pat: , Þér eruð víst þreyttar“. ,,Dálítið“. „Þú ert alveg dauðþreytt“, sagði ég. Fröken Muller varð bilt við: „Þá er bezt að ég fari. Góða nótt. Og góðan svefn“. „Eg hélt, að hún ætlaði að verða í alla nótt“, sagði ég. ,.Það var naumast að henni væri liðugt um málbeinið“. „Aumingja konan“ sagði Pat. „Hún er vön að vera ein með sorgum sínum öll kvöld“. „Já — frá því sjónarmiði —. En hef ég líka ekki komið vel fram við hana upp á síðkast- ið?“ „Jú, óaðfinnanlega". Hún klappaði hönd minni. „En viltu nú opna dymar.“ Ég opnaði dyrnar út að garð- inum. Nú var komið tunglsljós. Það var eins og garðurinn hefði bara beðið eftir að fá að kom- ast inn til okkar, því að stofan fylltist af rósailmi. „Sjáðu“, sagði ég og benti út. Trjágöng- in vom björt og náttdöggin glitraði í grasi og laufi. Garð- urinn birtist í ævintýraljóma Pat lá á koddanum föl og veikbyggð og mér fannst hún eiga eitthvað sameiginlegt við blómin þama úti í hvítri birtu næturinnar. Hún reis upp við olboga: „Eg er svo þreytt“. Eg settist á rúmstokkinn hjá henni: „Þá sefurðu vel“ „En þú ferð ekki að sofa“. „Eg ætla að ganga niður að sjónum“. Hún hallaði sér útaf aftur. Eg sat hjá henni: „Hafðu dym- ar opnar í nótt“, sagði hún. „Þá er það alveg eins og ég sofi úti í garðinum. Andardráttur hennar varð dýpri og hægari. Hún var sofnuð. Eg reis varlega á fætur og gekk út í garðinn en stað- næmdist utan við dyrnar og kveikti í vindlingi. Þaðan sá ég inn í stofuna. Pat hafði fleygt baðkápunni sinni á 'stól- bak og lagt kjólinn og nærfötin ofan á. Skórnir hennar stóðu við rúmið. Eg fór að hugsa um heimili. Þarna inni í stofunni svaf kona, sem var undir vemd minni. Á morgun mundi hún vakna og verða hjá mér — á morgun og lengi, lengi — ef til vill. Ef til vill! Eg hafði beyg af þessum orðum. En á þessum tímum hlutu þau að skjóta upp kollinum. Hvergi var öryggi að finna. Framtíðin var öllum uggvænleg. Eg gekk niður að ströndinni, þar sem hafið "gnauðaði í vind- inum með þungum nið — eins og fallbyssudynkir í fjarska. XIII. Eg sat niðri á ströndinni og horfði á sólsetrið. Pat var heima. Hún hafði verið lasin allan daginn. Þegar sólin var alveg sezt, stóð ég á fætur til að halda heimleiðis. Allt í einu sé ég að eldhús- stúlka fröken Múller kemur þjótandi og veifar báðum hand- leggjunum, eins og hún ætli að hefja sig til flugs. Hún kallaði víst líka, en ég heyrði það ekki fyrir briminu og gekk á móti henni, en hún stanzaði ekki, heldur hélt áfram að hlaupa eins og fætur toguðu og loksins heyrði ég til hennar: „Konan-------“ kallaði hún laf- móð. „-----Slys-------“ heyrð- ist mgr hún segja. Eg tók sprett og kallaði á hlaupunum: „Hvað hefur komið fyrir?“ En hún, var svo móð, að hún kom engu oi'ði upp. Eg hljóp fram hjá henni, beinustu leið heim, yfir garðinn og inn í stofuna okkar. Pat lá í í’úminu, blóðug um háls og brjóst og kreppti hnef- ana, eins og hún hefði krampa. Fröken Múller stóð hjá henni með handklæði og vatnsfat. „Hvað kom fyrir?“ spurði ég og ýtti henni til hliðar. Hún svaraði einhverju, sem ég heyrði ekki. “Komið þér með umbúðir. Hvar er ,sárið?“ kall- aði ég. „Það er ekki sár“, sagði fröken Múller. Varir hennar skulfu og hún horfði á mig óttaslegin. Lungnablæðing hvíslaði hún. Það var eins og ég hefði verið sleginn í andlitið. Lungna- blæðing. Eg þreif vatnsfatið af fröken Múller. „Komið þér með ís — og flýtið þér yður“. Eg vætti handklæðið og lagði það á brjóstið á Pat. ,,Já, en það er enginn ís til hérna“, sagði fröken Múller. Eg sneri mér snöggt að henni og hún hrökk aftur á bak. „En í guðs bænum, sendið þér þá eftir honum í næsta veitinga- hús — og hringið þér strax eftir lækni“. „Það er enginn sími hérna“. „Hver andskotinn! Hvar er þá næsti sími? „Hjá Massmann“. „Farið þér þá þangað. Fljótt — fljótt og hringið þér til næsta læknis, Hvar er hann? Hvað heitir hann?“ Eg beið ekki eftir svari held- ur ýtti henni af stað. „Fljótt, fljótt! Hvað er langt þangað?“ „Þrjár mílur — —“. Hún hljóp af stað. „Og komið þér með klaka1, kallaði ég á eftir henni. Eg skipti um vatn og vatt handklæðið einj sinni onn. Eg þorði ekki að hreyfa Pat, en vissi þó ekki i.vort hún átti að liggja svona. Bara að ég hefði nú vitað, hvort ég átti að nækka höfðalagið eða láta hana liggja alveg flata. Hún hóstaði og blóðstraum- ur rann úr munni hennar. And- ardráttui'inn var stuttur, óró- legur og sársauhakenndur. Úr augunum skein angist. Herrni svelgdist á og hún fekk hósta. Enn kom blóðstraumur. Eg smeygði hendinni undir herðar hennar og fann hvcrnig líkaminn skalf og nötraði við hverja hóstakviðu. Seinast dró úr henni allan malt og iiún lá grafkyrr og uppgefjn. Fröken Múller kom inn. Hún var náföl. „Hvað eigum viö að gera?“ kallaði óg. „Læknirinn er að koma“. svaraði hún lafmóð. „Klaka á brjóstið og helzt í munninn“ „ Á hún að hafa hátt eða lágt undir höfðinu? Talið þér, manneskja“. .„Látið hana kyrra — hann kemur sjálfur“. Eg lagði ísinn á brjóst henn- ar og varð rólegri, þegar ég hafði loksins fengið vitneskju um, hvað ég ætti að gera. Og á iheðan hafði ég ekki augun af munni hennar, þessum ynd- islega munni, — sem nú var blóðugur. Einhver kom á reiðhjóli inn í gai'ðinn. Eg sneri með snöggt við. Læknirinn! „Get ég hjálpað yður?“ spurði ég. Hann hristi höfuðið og opnaði tösku sína í flýti. Eg stóð fast hjá honum. Hann leit upp. Þá færði ég mig örlítið fjær en hafði þó ekki augun af honum. Hann rannsakaði brjóst hennar. Hún stundi. j,Er það hættulegt?“ spurði ég- „Hver er læknir konunnar yðar“. „Læknir?“ stamaði ég. „Já, hvaða læknir hefur haft hana undir hendi?“ endurtók hann óþolinmóður „Eg veit það ekki. Eg hafði ekki hugmynd um — ég held—“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.