Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. febrúar 1945. Þ JÓÐ VILJINN S l^IMM síðsumarsnóttin færð- ist yfir. Fjörðurinn hafði varpað af sér síðasta gliti dagsbirtunnar. Fjöllin líktust ferlegum skugg- um í fjarska, og yfir þeim flykktust kolgráir, regnþrungn ir skýjabólstrar, sem miðluðu jarðarbúum ósparlega af auð- legð sinni. Regnvatnið flóði um slorugar bryggjumar og gusað- ist niður á milli rimlanna, svo að skvampið í sjónum mynd- aði nær óslitinn fossnið. Það var enginn venjulegur sumarúði. Nei, síður en svo. J>að var næstum undravert, hversu mikið gat dunið yfir úr loftinu. Við stóðum vakt, tveir háset- ar á litlu síldveiðiskipi, sem lá við eina söltunarbryggjuna á Siglufirði. Vakttími okkar var frá kl. tólf til tvö um nóttina. Og enda þótt við værum sjald1 an vanir að standa tveir vakt, -er legið var inni, þá atvikaðist 1 það svo að þessu sinni. Við komum okkur fyrir í stýrishúsinu, kveiktum á olíu- lukt og róluðum hana þar upp, náðum þvínæst í tóma tunnu, er stóð frammi á þilfarinu, og hvolfdum henni á gólfið, þann- ig að botninn vissi upp, og bjuggum okkur til hásæti, svo að sjá mátti hvaðanæfa út um. gluggana. Útsýnið var raunar bæði lítið og skuggalegt. Á aðra hönd grillti í skipagrú- ann, sem þakti sjóinn með- fram bryggjunum og nokkuð fram á víkina. Möstur hinna fremstu báru við glitrandi sjáv arflötinn. í gagnstæðri átt lá víðáttumikið síldar-„plan“, með tveimur stórum tunnustöflum, síldarkössum og allskonar dóti hér og þar, en dökkgráum timburskúrum og „bröggum11 í .baksýn. Þetta var þriðja nóttin í röð, sem við lágum þarna inni. Úti fyrir geisaði stormur, og því ekki unnt að athafna sig við •veiðarnar. Nú fórum við að bollaleggja, 'hvað helzt mætti hafa til dund nrs um vakttímann. Máski var <ekki óviðeigandi að við segð- um hvor öðrum draugasögur. Þar sem nú var dimrnt og næst um draugalegt þarna við ^^Tggjurnar, voru nokkrar lík- ur til, að þær gætu fallið í frjóan jarðveg. Við tókum að íhuga, hvað við hefðum hand- bært í þeim efnum. En brátt kom í ljós, að flestar þær, er stungið var upp á, könnuðust báðir við, og varð, því ekki meira úr þeirri hugmyndinni. Við sátum þögulir, og star- blíndum upp eftir bryggjunni. Þar var þó fátt eitt að sjá, nmfram það ,er áður var lýst. Mannaumferð var engin, og mun veðrið hafa átt sinn þátt í því. Loks sagði félagi minn, sem við gjarnan getum nefnt Jón: „Sérðu manninn þama við ■svarta skúrinn, efst á bryggj- unni?“ Nei, ekki hafð^ ég komið auga á hann. En við nánari at- hugun grillti ég þar í svart- 'klædda véru, sem færðist hægt fram og aftur meðfram skúr- veggnum. Við horfðum á mann ínn um stund, í tilgangslausri ÚR LÍFI ALÞVÐUNNAR ■ ■ ....... .................. V Vaktmenn á verði afþfegingu, undrandi yfir hversu rólegá hann rölti þarna um í rigningunni. En svo tók hann skyndilega nýja stefnu. Hann gekk áleiðis fram bryggj una, og virtist stöðugt hægja ferð sína eftir því, sem fram- ar dró. Þó miðaði honum loks frmhjá okkur, en nam svo stað ar spölkorn frá bryggjuhausn- um. Þar litaðist hann um and- artak, og þokaðist þvínæst af stað til baka. „Hann er líklega eftirlitsmað ur þama á ,,planinu“, sagði Jón, og lét augun fylgja hyerri hreyfingu mannsins. „Við skul- um tala við karlinn, er hann kemur á móts við okkur“. Eg féllst á að það sakaði eigi. Nú gekk hann mjög nærri þeim megin, er við lágum. Þetta var sýnilega aldraður maður, frekar lágvaxinn; með hörkulegt, veðurbarið andlit. spurði því gamla manninn, hvort hann hefði nokkuð á móti því að koma um borð til okkar og rabba við okkur í fá- einar mínútur. Hann gæti auð- veldlega séð út yfir „planið“ 1ír gluggunum. Gamli maðurinn féllst á það, og tók að klifra yfir borðstokk inrí. „Nú skulum við þó veiða upp úr karlinum”, hvíslaði Jón að mér, um leið og hann vatt sér að hurðinni og opnaði. Gamli - maðurinn þokaðist með varfærni jnn úr dyrunum, og leit ókunnuglega í kringum sig. Svo nam hann staðar við stýrishjólið, og skimáði rann- sakandi út um næsta glugga. En samræður byrjuðu brátt aftur, og var karl hinn skraf- drjúgasti. Eftir að hafa kynnt sér hið helzta um hagi okkar og uppruna, hóf hann að fræða ★ EFTIR' (akob G, Péfursson rv--w-wv ■‘WVWWN^WVWWWW^/V^/WVW^^^^rt/WWWW 1 „Halló, gamli!“ kallaði Jón, og rak höfuðið út um eitt gluggakrílið. Gamli maðurinn stöðvaði ferð sína og leit til okkar með hvössu, næstum tortryggilegu augnaráði. Regnvatnið flæddi niður af sjóhattinum hans, nið- ur snjáða kápuúlpuna, sem var reifuð að um mittið með mjóu trollgarni. Stígvélin voru krumpuð og upplituð. „Það er sukksamt að vera úti núna. Ertu á vakt þarna í landi?“ flýtti Jón sér að segja, og reyndi að gera sig mildan og viðkunnanlegan í máli. Gamli maðurinn strauk með annarri hendi um rennblautt skeggið, og litaðist um. Hann virtist ekkert ætla að flýta sér með svarið. Loks sagði hann . ofur rólega: „Já, það er stundum arri í veðrinu“. Síðan sneri hann sér frá okk- ur og gerði sig líklegan til að eiga ekki vjð okkur frekari samræðu. „Ertu á vakt“, er.durtók Jón ákveðinn í að gefast ekki upp. „Já, ég er á vakt,“ syaraði hann eftir stundarkorn. „Eg lít eftir hérna á „planinu“ frá því fólkið hættir vinnu. og til kl. 6 á morgnana að verkstjórinn kemur“. Jón lét spurningunum rigna, og skaut inn í viðeigandi at- hugasemdum, en gamli maður- inn svaraði þeim flestum greið lega, með tilheyrandi vfirveg- un, og var sem hann fengi smám saman áhuga fyrir við- ræðum þeirra. Og þegar Jón fann að svo var komið. mun hann hafa álitið, að hér biðist kærkomið tækifæri til að drepa tímann um stundarsakir. Hann okkur um sína eigin sögu í stórum dráttum. Var hún, að því er ég bezt man, eitthvað á þessa leið: „Eg get sagt að ég sé sveita- maður í húð og hár, fæddur og uppalinn í næstu sýslu, en flutt ist þaðan fyrir einu ári. Frá átta ára aldri og fram yfir fermingu, var ég það, sem þá var kallað sveitarlimur. Orsak- ir þess ætla ég ekki að greina, né heldur aðbúnað og áhrif þeirra ára. Þess má aðeins geta, að þótt engan bæri ég einkennisbúning stéttarinnar, sem einu sinni kom til orða að „uppdikta“. þá skapaði sú vist mér niðurlægjandi áht sveitunganna lengi á eftir. Upp frá því var ég í vinnu- mennsku á ýmsum bæjum, þar til ég giftist og stofnaði sjálfur til búskapar rúml^ga þrítugur. Mér tókst að ná í afskekkta kotjörð, sem var í eign hrepps- ins, og hóf þar búreksturinn við lítil efni. Allt fór samt vel í fyrstu, enda þótt það fjölgaði í heimili næstum árlega. En því meir sem ómegðin jókst, því óhýrar litu nágrannarnir mig og þá sérstaklega forráða- menn hreppsins. Börnin urðu þó aldrei fleiri en fimm. En skömmu eftir að hið yngsta fæddist, munu möguleikar hafa verið gaumgæfilega athugaðir, til að forða mér frá þeirri hugs anlegu hættu, að lenda á sveitarframfæri. Það átti að vísu að gerast með dálítið ann arlegum hætti, en þó ofur ein- földum. Það átti sem sé að losna við mig úr sveitinni í eitt skipti fyrir öll. Eg var heiðraður með stórmannlegum heimsóknum, og mér leiddir fyrir sjónir glæsilegir lífsmögu leikar víðsvegar utan takmarka sveitarinnar. Jafnyel gekk svo langt, að þeir háu herrar festu mér dágóða bújörð í næstu sveit, en er til skyldi taka var innflutningsleyfi þverneitað af viðkomandi hreppstjórn. Hjaðn aði málið þá niður í bili, en synd væri að segja, að virðing mín ykist, né tiltrú að áliti sveitunganna. Svo henti það dag nokkum, snemma vetrar, að skyndilega gerði snarpt áhlaup, og urðu fjárskaðar nokkrir allvíða. í okkar sveit varð ég langverst úti. Eg missti um helmin^ fjár- ins, en náði hinu lifandi við j illan leik. Þetta varð mér stórt ! áfall, en ég reyndi að mæta því með fullum kjarki og bjart sýni. Eg vann mikinn hluta næsta vors utan heimilisins, vann að jarðabótum hjá ýmsum bændum í nágrenni mínu. Um haustið lagði ég kapp á að koma upp fjárstofninum aftur. En með því móti sá ég mér ekki fært, að greiða upp verzl- unarúttekt mína á árinu, og leitaði því eftir samningi við kaupmanninn og ábyrgð stönd ugra bænda í sveitinni. Ábyrgð inni var hvarvetna synjað, en eftir að hafa reifað málið ítar- lega fyrir eyrum kaupmanns- i ins, sem var hinn viðkunnan- legasti maður, náði fyrirætlun mín fram að ganga. Heilræði ráðamanna sveitar- innar var aðeins eitt. síendur- tekið og útmálað, en það var að ég brygði búi, og ynni það j ég gæti fyrir fjölskyldunni sem I vinnumaður hér og þar, sftir því, sem bezt biðist. Á þann hátt voru máski líklegir mögu leikar til að bola mér út fyrir sveitamörkin. Get ég hér eftir farið fljótt yfir sögu. Fyrir tveimur ár- um var svo komið, að börnin voru öll uppkomin og flest far- in að heiman. Eg get skotið því inn í, að þó baráttan væri oft hörð, og afkoman erfið, þá var þess dyggilega gætt, að þau liðu ekki likamlegan skort og menntun fengu þau á borð við flest önnur börn þar um slóðir. Fyrst réðust hin elztu til vinnu á heimilum þar í sveit- inni. Síðar kom að því, að þau fýstu að leita sér frekari mennt unar, ýmist í iðngreinum, eða bóklegu námi. Eg gerði líka mitt til að hvetja bau í þeim efnum. en^a bótt ég gæti litla aðstoð veitt þeim fjárhagslega. Svo skeði það í fyrra vetur, að ég missti enn mikið af fjár- stofni mínum, af sömu ástæðu og áður. En sá var munurinn. r.ð nú bauðst aðstbð og skaðabætur, víðsvesar að úr nágrsnninu. Og ennfremur: Þeir, sem ?ð”r vildu gerast mínir góðu leið- togar, freistuðu þess enn á ný. en nokkuð á annan máta. Nú var það sjálfsagt, og það eina rétta, að ég héldi áfram bú- skap. Þeir vildu gjaman koma undir mig fótunum á ný, böm in yrðu ekki lengi að vinna það af sér, öll hraust og upp- komin. Það væri líka á allan hátt affærasælast að stunda landbúnað. í kaupstöðunum biði atvinnuleysi og eymd. Fyrir svo utan alla þá hollustu og hið mikla menningargildi fyrir börnin, að vinna að sveita störfum á góðum heimilum. Ennfremur gleymdist ekki að leiða mér það fyrir sjónir, að sveitin hefði þó alltént fóstr- að þessa fjölskyldu, og alið hana upp með frjósemi moldar sinnar, eins og flesta aðra íbúa hennar. Við ættum henni í raun og veru ógreidda skuld ennþá, í óbeinum skilningi. En ég þrjózkaðist sem fyrr. Börnin urðu að fá að svala menntaþrá sinni og eigi skyldi það verða mitt hlutverk, að leggja þau 1 f jötra fyrir þá einu skuld, að þau urðu til, og fengu að ná eðlilegum þroska. Eg brá búi og fluttist í kauptún í næstu sýslu. En þar sem lítið var að gera þar í sumar, þá tók ég þetta starf héma, sem mér var útvegað af kunningja mínum. Bömin hafa komizt vel til manns, en samt er ég ekki laus við allar áhyggjur út af þeim. Það er stundum eins og gæfan og ógæfan tvímenni á sama fáki gegnum þykkt og þunnt. Mér er sagt að tveir elztu synir mínir séu komnir í vond- an og miður þjóðhollan félags- skap, og að þeir hafi staðið framarlega í verklýðsóeirðum á síðastliðnu sumri, og næst- um lent í klandri fyrir. Já, svona er það ... „Jæja, dregnir mínir, þá ætla ég ekki að þreyta ykkur leng- ur á þessu masi“. Gamli maðurinn fitlaði mjúk lega við hökuskegg sitt með tveimur fingrum og leit út um gluggann. Við Jón horfðum vandræðalega hvor á annan og svo á klukkuna. Hún var hálf tvö. Gamli maðurinn sneri sér að okkur aftur, ræsktt sig og fór að laga á sér sjóhattinn. „Hvað haldið þið um stríðið, strákar?“ sagði hann svo ofur rólega og virtist annars hugar. Við reyndum að skýra frá á- liti okkar með fáum orðum, en það var sem gamli maðurinn veitti því enga athygli. Eftir 'augnabliks þögn, sagði hann: „Eg skil annars ekki þetta stríð. Eg botna yfirleitt ekk- ert í styrjöldum. Kötturinn drepur stundum fleiri mýs, en hann getur e4ið, en að menn veiði rnenn í tilgangsleysi, það fæ ég ekki skilið“. Því næst hvað- hann mál til komið að ganga á land. Hann tók í hurðarhúninn, opnaði og kvaddi okkur um leið og hann smeygði sér út ur dyrunum. Vakttími okkar var enn ekki liðinn, svo að við stöldruðum við stundarkorn og horfðum á eftir hinum aldraða stríðs- manni, sem gekk þungum, en þróttmiklum skrefum upp Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.