Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. febrúar 1945 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu ■ - Sósialistajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SigurSur Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: liinar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 13, sími 2370. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Askriftarverð: I Reykjavík og nagrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Ivr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. þeirba eb saknad Dettifoss Skammt gerist nú stórra höggva á milli og títt vega nú Þjóðverjár í sama knérunn. Þrjár konur og tólf sjomenn á bezta aldri hafa að líkindum öll orðið vítisvélum nazistanna að bráð, Enn einu sinni syrgja íslenzkar konur og böm menn sína og feður, aldraðir foreldrar syni og dætur, í sumum tilfellum einkabörn og ein- ustu von, eða aðrir aðstandendur ástvini sína. íslenzka þjóðin er lostin harmi. Hún vottar öllum þeim, sem nú hafa misst það dýrasta, sem þeim eigi verður bætt, samúð sína og dýpstu hluttek-njngu. En lítt stoða orðin og hlýj- ar hugsanir, þegar slík sár eru veitt sem nú. íslenzka þjóðin er einnig þ’ungin réttlátri reiði yfir þessu síðasta níðingsverki naz;sta í stríði þeirra gegn oss vopnlausum. Með hverju nýju sári, sem þjóð vorri er veitt, af óvætti þess- um, gráum fyrir jámum, ýfast upp hin gömlu: þegar níðzt var á hásetunum á „Fróða“, þegar „Reykjaborginni“ var tortímt, þegar 19 menn, konur og börn voru myrt á Goðafossi innan ís- lenzkrar landhelgi. Hvað lengi á þessi ógnarheríerð Þjóðverja á hendur íslend- ingum enn að halda áfram, — þessi sleitulausu víg kvenna, barna og karlmanna? Vér getum ekki barizt, íslendingar, til þess að vernda líf þeirra, sem oss eru kærastir, eða hætta lífinu á hættulegustu höfum heimsins fyrir oss og hmar sameinuðu þjóðir. En vér getum unnið og framleitt allt hvað vér megum, til þess þann- ig að leggja fram vorn skerf til þess að sigurinn yfir nazism- anum vinnist sem fyrst og friosamir menn og konur geti aftur siglt um heimshöfin örugg gegn þessum morðvörgum. Og það þurfum vér að gern. Það lítið, sem er á voru valdi til þess þannig að stytta þetta stríð, þurfum vér að leggja fram. Með því einu móti get- um vér þó reynt að voru leyti að vernda líf þeirra, sem eftir eru og áfram sigla, þrátt fyrir hættur og vítisvélar. Það er og skylda vor gagnvart þeim handrHðum íslendinga, sem þegar hafa látið lífið fyrir oss og málstað hinna sameinuðu þjóða í þessu stríði. • Þjóð vor drúpir höfði í minningunni um þá, sem fórust með Dettifossi, — konurnar. sem hættu lífinu sem farþegar heim, — og hina rösku sjómenn, sem ár eftir ár hafa boðið öllum hættum byrginn — og nú orðið ógnarherferð kafbátanna þýzku að bráð. Minningin um þá mun lifa með þjóð þeirra ásamt minningunni um þau hundruð þeirra hetja vorra, sem áður hafa hnigið í vota gröí. Og það er skylda þjóðarinnar, sem þeir unnu fyrir og létu lífið fyrir, að sýna það í verki, hvers hún metur fórnirnar. Ragnar Jakobsson. Öll ísleazka þjóðin er harmi lostin vegna afdrifa þeirra 15 íí ienzku sjómanna og farþega sem enn er saknað frá því Dettifossi var sökkt er hann var á leið til íslands. Reyníst það svo, að engum þeirra, sem saknað er, hafi veríð bjargað, hefur enn einu sinni af völdum stríðsiiís verið höggvið stórt skarð í hóp íslenzkrar sjómannastéttar, 12 vaskir sjómenn fallið í valinn við slíyldustörf sín, ásamt þrem friðsömum farþegum, og 8 ung börn misst feður sína og 1 móður. Fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng í gær. Á fundi í sameinuðu ALþingi flutti Bjarni Ásgeirsson, varaforseti sameinaðs þings, minningarræðu, að ræðu hans lokinni vottuðu þingmenn hinum liorfnu íslenzku sjófarendum virðingu sína og aðstandendum þeirra samúð með því að rísa úr sætum. Fulltrúar erlendra ríkja er dvelja í Reykjavík vottuðu ríkisstjórninni samúð sína í tilefni þessa hörmulega atburðar. títvarp, annað en lestur frétta, féll niður í gær- kvöld og öllum skemmtunum var aflýst. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá . í gær var 19 skipverjum og 11 farþegum bjargað þegar M' Dettifossi var sökkt. ^ s Eftirtaldra farþega og .skip- ^ SKIPSMENN Á DETTIFOSSI: Davíð Gíslason, 1. stýrimaður, Njarðarg. 35, f. 28. júlí ’91, kvæntur, 5 börn: 12, 10, 8, 6 og 3ja ára. Jón S. K. K. Bogason, bryti, Hávallag. 51, f. 30. maí ’92, kv., 1 barn 10 ára. Jón Guðmundsson, bátsmaður, Kaplaskjólsveg 11, f. 28. ág. ’06, kv., 1 barn á öðru ári. Guðmundur Eyjólfsson, háseti, Þórsgötu 7 A, f. 23. júlí ’15, kv., 1 barn á öðru ári. Hlöðver Oliver Ásbjömss., hás., Brékkustíg 6 A, f. 21. maí ’18, ókv. Ragnar Georg Ágústss., háseti, Sólvallag. 52, f. 16. júní ’23, ókv., hjá foreldrum. Jón Bjarnason, háseti, Berg- staðastr. 51, f. 23. nóv. ’09, kvæntur, barnlaus. Gísli Andrésson, háseti, Sjafn- arg. 6, f. 22. sept. ’20, ákv. Jóhannes Sigurðsson, búrmaður Njálsgötu 74, f. 23. okt. ’06, ókv. Stefán Hinriksson, kyndari, Hringbraut 30, f. 25. júní ’98, ókv. Helgi Laxdal, kyndari, Tungu, Svalbarðsströnd, f. 2. marz ’19 Ragnar Jakobsson, kyndari, Rauðarárstíg 34, f. 27. okt. ’25. ókv. hjá móður sinni, - FARÞEGAR: Vilborg Stefánsdóttir, hjúkr.k., Hringbraut 68, f. 29. júní ’95. Berta Steinunn Zoega, húsfrú, Bárugötu 9, f. 8. júlí ’ll, 1 barn 10 ára. Guðrún Jónsdóttir, skrifst.st., Blómvallag. 13, f. 17. apr, ’ll, hjá foreldrum. Ragnar G. Agústsson. Jón Bjarnason. Guðrán Jónsdóttir. Vilborg Stejánsdóttir. Berta Stcinunn Zoega. Davíð Gíslason. Jón S. /v. K. Bogason. Iílöðvar O. Asbjörnsson. Gísli Andrésson. Stefán Ilinriksson. Guðmundur Eyjólfsson. J ón Guðmun dsson. Ilelgi Laxdal. Jóhannes Sigurðsson. DETTIFOSS, yngsta slcip Eimskipafélagsins, var byggður í Fredrikshavn, hljóp af stokkunum 2Jf. júlí 1930. Hann var 2000 smálestir D.W. að stœrð og tók '30 farþega. (í lýsingu blaðsins i gœr á Dettifossi slœddust inn noklcrar villur sem leiðréttast hér með). Sunnudagur 25. febrúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN Prúfessor Ólafor Lðrusson sextugur Einn af kunnUstu íslenzku menntamönnum, Ólafur Lárusson prófessor, er sextugur í dag. Prófessor Ólafur er Vestfirðing- ur að uppruna, fæddur í Selárdal 25. febrúar 1885. Foreldrar hans voru séra ^Lárus Benediktsson prests Þórðarsonar og kona hans Ólafía Ólafsdóttir dómkirkju- prests í Reykjavík Pálssonar. Ólafur varð stúdent tvítugur og tók í fju-stu að stunda nám í nátt- úru'fræði og landafræði við Ilafn- arháskóla, en hvarif heim og nam lögfræði við lagaskólann og tók próf í þeirri grein árið 1912. Síðan hefur hann gegnt margvíslegum störfum og sumum næst-a vanda- sömum, enda er maðuririh bæði samvizkusamur í verkum sínum og það sem fornmenn mundu hafa kallað spakur að viti. Hann var í fyrstu málafærslumaður við yfir- réttinn, síðan fulltrúi borgarstjóra í Reykjavík, í niðurjöfnunarnefnd og landkjÖrsstjórn, formaður yfir- fasteignanefndar og yfirskatta- nefndar, dómari í hæstarétti . . . Arið 1915 vár hann settur prófess- or í lögum við Háskólann og gegndi því starfi fram á ár 1917, en skipaður var hann í það em- bætti 1919 og hefur það verið .að- aistarf hans síðan, sem hann hefur gegnt með miklum sóma. Hann kvæntist árið 1922 Sigríði Magn- úsdóttur verzlunarstjóra á Isafirði Þorsteinssonar, ágætri konu. Próf. Ólafur hefur rækt kennsl- una af h'fi og sál, og hefur hann hlotið miklar vinsældir af læri- sveinum sínum, sem nú eru orðnir margir og hefur hann látið sér mjög annt um þá. Hann gerðist fljótt hinn mesti lærdómsmaður í lögfræði, einkum í réttarsögu og í fjármuna- og kröfurétti. Sá, er þetta ritar, kann ekki skil á j)ess- um efnum, en af frásögnum manna, sem trúandi er til að vita um siíkt, þykist ég skilja, að hann muni einhver mestur lögmaður á Islandi. Nokk-uð hefur hann samið af bók- um og ritgerðum lögfræðilegs efnis, og er sumt prentað, annað fjölrit- að, og hann annaðist útgáfu laga- safnsins frá 1931. Mikið gagn hefur sá er þetta ritar haft af tveimur bókum hans varðandi íslenzka réttarsögu, lagasafhið hefur hann _og oft handleikið, og nokkuð hefur hann lært af bók sem heitir Um víxla óg tékka. Prófessor Ólafi er þó margt fleira til lista lagt en lögfræðin ein. Hann er vel heima í náttúrufræði, og hin ýmsu störf hans í ]>jóðfé- laginu hafa veitt honum mikla þekkingu á margvíslegum hagnýt- um málum. Auk þess hefur hann öðlazt geysimikla þekkingu á ís- lenzkum fræðum, og í íslenzkri sögu er kunnátta hans fágæt, svo að hann væri ekki síður fær um að vera prófessor í þeirri grein en í lögfræði. Hann-er hvergi smeyk- ur í íslenzkri ættvísi og mannfræði, hann er. Sturlungumaður góður, eitt sinn ritaði hann smágrein urn framætt Ingólfs og aðra um ætt- færslur á 14. og 15. öld . . . Þetta og annað þvílíkt eru rannsóknir í gömlum stil, en svo eru aðrar rit- gerðir sem sýna hve ríkt í huga hans er að leitast við að öðlast heildarsýn, og allt smælkið, sem margur annar sekkur ofan í, er Ólafur Lárusson prófessor. honum ekki annað en sjálfsagðar sérrannsóknir í leitinni að þróun- arferli heilla stétta, byggðarinnar, þjóðarinnar í heild. Arið 1929 birt- ist í •tímaritinu Vöku, sem hann stóð að ásamt öðrum, ritgerðin „Úr byggðarsögu íslands“. Sú ritgerð var nýstárleg bæði að markmiði og aðferðum. Þar var rannsókn á sögu margra einstakra jarða, en aðeins í þeim tilgangi að öðlast al- menna vitneskju um sögu byggð- arinnar yfirleitt. Heimildirnar voru margvíslegar, fornsögur, skjöl, jarðabækur, örnefni. Bæjanöfn ein- stakra sýslna og alls landsins voru rannsökuð eftir sérstökum reglum og niðurstöðum þeirra breytt í töl- ur og línurit. Og þá tóku þau að segja mikla sögu. Niðurstaðan var ekki sú, sem mönnum hættir stund- um til að hugsa sér, að eftir að feðurnir frægu reistu sér byggðir og bú, voru jarðirnar þetta að byggjast og leggjast í eyði á víxl; ekki heldur sú, að byggð hefði jafnt og þétt farið minnkandi hér á landi. Þegar Ólafur Lárusson bar heimildirnar saman og „yfirheyrði“ þær, kom fram vitnisburður um raunverulega sögu, þróun, sem bundin var við þjóðarhag og þjóð- félagsháttu hvers tíma. Á fvrstu öldunum voru jarðirnar stórar og rnargt manna í hverju heimili, síð- ar tókust þær að skiptast. Mest kvað að sjálfseignarbændum lengi vel, en með eflingu kirkju- og höfðingjavalds á 12. og 13. öld fara jarðeignir að koniast á færri hendurn og leiguliðum að fjölga, og fer það váxandi á næstu öldum. Upp úr 1300 hefst nýtt stig, smá- býlin, kotin og hjáleigurnar — þá fyrst fara kotanöfnin aðv koma fram. Þá lætur Ólafur bæjanöfnin segja sér, hvernig smábýlin voru upp runnin og hvernig þeim var háttað í ýmsum sýslum landsins; sum voru til orðin úr seljum, önn- ur úr gerðum eða túnbleðlum við einhvern útikofann. Þessi merkilega ritgerð sýnir á- gæta vel, hve fjölbreyttum aðferð- um prófessor Ólafur beitir í jtess- um rannsóknum, að hann er jafn- vígur á túlkun einstakra hluta og á aðferðir tölfræðinnar. Iíún sýnir líka eitt kærasta viðfangsefni hans, byggðarsöguna, og þá um leið staðfræði og örnefnarannsóknir. Þá, sem til þekkja, mun ekki furða á, að hann var fenginn til að skrifa um landnám í Skagafirði, og ný- lokið hefur hann við rit um land- nám á Snæfellsnesi — bæði eru þessi rit unnin af fádæma ná- kvæmni. Ilann var pg fenginn til að rita um íslenzk örnefni i það bindi safnritsins Nordisk kultur, sem fjallar um örnefni á Norður- löndum. Með söguþekkingu Ólafs má enn telja þekkingu hans á trú Islend- inga á liðnurn öldum, bæði heið- inni og kristinni. ltétt sem dæmi þess skal ég nefna skemmtTega rit- gerð eftir hann um Guðmund góða í þjóðtrú íslendinga. I kirkjusögu hefur hann mikið til brunns að. bera, bæði að því er snertir hugar- fai' manna gagnvart kirkjunni og trúrækni fyrr á öldum, og um þátt kii'kjunnar í hagsögu þjóðarinnar. Enginn væri svo fær sem hann að gera- svo að í lagi sé upp fjár- hagslegar afleiðingar Staðamála, svo að ég nefni eitt dæmi. Það væri fullkominn ógerningur að ætla sér að telja upp rit og rit- gerðir Ólafs um þessi efni, en vísa má til skrár þeirra um rit háskóla- kennara, sem Háskólinn gaf út 1940, og ' benda á ritgerðasafnið Byggð og saga, sem út kom á síð- astliðnu ári og hefur inni að halda sumar, en raunar ekki nándar nærri allar merkustu ritgerðir hans. I flestum eða öllum ntsmíðum Ólafs niá, auk brennandi vísinda- mannsá'huga hans, greina annað, hita, sem yljar upp jafnvel þau efnin, sem sízt kynnu að virðast álitleg, en sá ylur kemur frá hinni fölskvalausu ást hans á landi sínu og þjóð. Það er leitun á þjóðholl- ari manni en hann er. Hann hefur ævinlega verið skeleggur í sjálf- stæðigbaráttu Islendinga, og það fór vel á því, er hann var meðal annarra fenginn til að sjá um sögu- sýningu þá, sem haldin var í til- efni af lýðveldissofnuninhi á síð- astliðnu ári. Verður og ekki öfsög- um af því sagt, hve rmkið hann lagði þar gott til málanr.a. Prófessor Ólafur hefur hlotið miklar vinsældir. Sumir hljóta vin- sældir af því, að þeir eru í vasa hvers sem vill, en Ólafur er mjög ólí'kur þeim mönnum. Hann reynir fyrst og fremst að fvlgja sannfær- ingu sinni, og það er á einskis manns færi að ætla sér að f'á harin til að hvika frá því, sem hann hyggur sannast og réttast. Hann er óvenjulega grandvar maður og réttsýnn, og um leið góðviljaður og tryggð hans óbilandi. Sá, sem sér hann í fyrsta skipti, finnur þegar, að liann er alvörumaður, og sumum kann í fyrstu að þvkja hann fáskiptinn; hitt grunar hann síður, að maðurinn. er bráð-gaman- samui' og skemmtinn, ef því er að skipta. Þá kemur og í ljós við nán- ari kynni, sem augljóst er af ritum hans, hve fjölfnenntaður hann er; hann er ekki síður heima í skáld- skap, bæði innlendum og erlenci- um, en vísindum sínum. I stuttu máli sagt, ég hygg mörgum muni fara svo að þykja því meira til inannsins koma sem þeir kvnnast honum betur. Margir munu verða til að líta inn á hið gestrisna heimili þeirra hjóna í dag og árna prófesSgr Ólafi allra héilla á sextugsafmæli hans og óska honum langra lífdaga og góðrar heilsu. Ilann á svo margt ógert, sem ekki er á. annarra færi að gera eins og ha'nn gæti gert. Slíkra manna sem hans er Islandi þörf. E. Ó. S. ÁLFHÓLL Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. Heiberg. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2 í dag. LEIKFELAG HAFNARFJARÐAR Kinnaríivolssystur eftir C. Hauch. Leikstjóri- Jón Norðfjörð. Frumsýning þriðjudag 27. þ. m. kl. 8 e. h. í leikhúsi bæjarins. ÚTSELT. Frumsýningargestir vitji aðgöngumiða sinna frá kl. 4—7 á mánudag. Annars seldir öðrum. ATH.: Að marggefnu tilefni skal það tekið fram, að það er með öllu tilgangslaust að biðja starfsfólk Leikfélagsios um aðgöngumiða. Sími 9184. Sími 9184. ÞjóOviljinn 8 síður || Þeir, sem ennþá eiga óskilað listum í söfnun þeirri, sem hafin var fyrir stækkun Þjóðviljans, eru áminntir ]| um að skila þeim strax í skrifstofu miðstjórnar Sósíalista- |] flokksins, Skólavörðustíg 19. ]| Fjðllamenn Framhald af 2. síðu. Alls þurfti að flytja þangað upp um 250 hestburði og aðstoðaði ungmennafél. Þórsmörk fjalla- mennina með útvegun hesta, auk þess unnu 6 sjálfboðaliðar frá félaginu. Skálinn er 4x5 metrar með svefnlofti, litlu eldhúsi og rúm- góðri forstofu. Hann er úr timbri, járnklæddur og grjót- veggir blaðnir upp að þakskeggi á þrjá vegu. Skálinn er ramlega festur niður, því þarna uppi er mjög veðrasamt, eru sverir vír- ar strengdir yfir hann, auk þess er grindin fest með járnboltum niður í steypu á 12 stöðum. Skálinn stendur alveg uppi við jökul milli tveggja skrið- j ökla, Austurdalsskrið j ökulsins og skriðjökuls, sem gengur nið- ur með Tindafjöllum. -4«, Skíðafæri er þarna allt árið, en auk þess mjög gott tækifæri ' til þess að klífa tindana í Tinda- ! fjöllum. Útsýni er þarna mjög' vítt og fagurt, yfir Þórsmörk, Goða- J lönd, fram yfir sandana, Rang- { árvelli, norður yfir Heklu og til ^ austurs inn á Mýrdalsjökulinn. ! Fjallamenn hafa dvalið áður á þessum stað og haft þar nám- skeið í fjallaíþróttum og mtm i Ættfræðingaféleg stofnað S.l. fimmtudag komu saman um 40 œttfrœðingar og áhugarnenn um slik mál liér í bœnum, til þess að stofna nieð sér félag. Annar fundur verður haldinn innan skamms og verður þar að fullu gengið 'frá stofnun féíagsins, lög samþykkt, kosin stjórn o. fl. Á fimmtudag var nefnd manna kosin til að semja lagafrumvarp fyrir félagið. I nefndinni eiga sæti Einar Bjarnason fulltrúi, Þorvald- ur Ivolbeins prentari, Pétur Zóp- hóníasson ættfræðingur, Steinn Dofri ættfræðingur og dr. Páll Eggert Ólason. Þeir sem áhuga hafa fvrir þess- um málum og gerast ■'úljá með- limir félagsins, en hafa ekki til- kynnt þátttöku, sendi tilkynningu. um ]cað til Þorvaldar Ivolbeins prentara, Meðalholti 19. skálinn verða mikið notaður í þeim tilgangi framvegis. Ýmsir hafa nú áhuga fyrir því að fá göngubrú á Markarfljót innan við Einhyrning. Guðmundur Einarsson frá Mið dal telur það fegurstu þriggja daga gönguleið hér á landi að fara úr Fljótshlíð um Þórsmörk, Goðalönd og Fimmvörðuháls að Skógum undir Eyjafjöllum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.