Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. febrúar 1945. ÞJÓÐVILJINN 7 i ERICH MARIA REMARQUE: F. A. FRIIS: Vaggan „Er þetta vel þurr mosi sem þú ert að leggja í vögg- una. Magga?“ spurði konan. „Já“, svaraði Lappastulkan. „Þetta er sá þurrasti og bezti mosi sem hægt er að fá í fjallinu“. „Hvar eru hreinkálfaskinnin?“ „Hérna eru fjögur skirm, hér er koddinn og pokinn um fæturna — og allt saman“. Veðrið var kyrrt og bjart en mik-ið frost, þegar hjón- in lögðu af stað. Færið var gott, en ofan á hjarninu lá nýfallinn snjór. Það þykjr hreindýrunum gott. Þau þyrstir á hlaupunum og þi glefsa þau í snjóinn. „Eruð þið nú öll viðbúin?“ kallaði Lappinn, sem stýrði fremsta hreindýrinu og teymdi hin öll í lest á eftir sér. „Eg fer“. Hann fleygði sér niður á sleðann og í sama bili tóku öll hreindýrin sprettinn, svo að mjöllin þyrlaðist í all- ar áttir undan fótum þeirrá. Lappinn ók á undan, kaup- maðurinn á eftir honum, svo konan og síðust Lappa- stúlkan með barnið í fanginu. Fáum klukkustundum seinna var ferðafólkið komið langt út á heiðina. Það vai komið kvöld, en norðurljós- in blikuðu skært. Hreir.dýrin brokkuðu hægt eftir hjarninu. Nú var runninn af þeim mesti móðurinn. Þess vegna voru þau leyst hvert frá öðru og hver stýrði sínum sleða. Það er langt milli bæja á Finnmörk og sums staðar eru reist sæluhús, þar sern hægt er að gista. Annars verða menn að grafa sig í fönn. Þeir leggja þá hrein- dýrshúð á gryfjubotninn. breiða aðra ofan á sig og velta síðan sleðanum yfir gryfjuna. Ef veðrið er ekki því verra, líður mönnum vel til morguns. Lappinn gerði það sér til gamans öðru hvoru, að standa ýmist uppréttur á sleðanum eða krjúpa á hnján- um. Aftur á móti hugsuöu hjónin ekki um annað en halda sér í sleðann og stúikan sem hélt á barninu gætti sín líka vel, einkum, þegai hún ók niður brekkur. Þau voru komin að á. í henni var foss og hvítur úði þyrlaðist upp af honum Lappinn nam staðar. Hann batt hreindýrin aftur saman í lest og kallaðú „Við verð- um að aka fram hjá fossinum, en brekkan er svo brött, að sá, sem veltur af sleðanum, getur oltið alla leið nið- ur í ána“. „Góða Magga“, kallaði konan. „Gáðu nú vel að barn- ínu Lappinn var hættur að leika lfstir sínar á sleðanum. Hann sat graíkyrr, steinþagði og var farinn að aka gríðarlega hratt. „Er eitthvað að, Lassi-;> spurði húsbóndinn. „Ekki enn“, svaraði pilturinn á máli Lappa, sem kaupmaðurinn skildi vel. ,,En sérðu ekki, að þarna eru slóðir eftir úlfahóp? Segöu konunni þinni það ekki. Hún verður hrædd. Það getur verið að við verðum kom- in að sæluhúsinu, áður en þeir ná okkur eða fá veður af okkur. Við eigum bara hálfa mílu eftiiv Vertu ekki hræddur“. Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar hreindýrið hans tók svo snöggt viðbiagð, að hann var nærri oltinn af sleðanum. Úlfahópur kom þjótandi á eftir þeim. Þeir göptu af mæði, svo að blóðrauð tungan lafði út úr þeim. Hreinarnir gripu sprettinn og ættu á flugferð upp næstu brekku. Enginn gat haft taumhald á þeim. Allir höfðu nóg með að halda sér í sleðana. VINIR var Pat. Hún var líka ein. En hún söng. Eg leit ósjálfrátt á dyrnar, þar sem Hasse hafði farið inn og áköf þakkartilfinn- ing greip mig. Að vísu lifði ég alla daga milli vonar og ótta, en bara þetta — að heyra rödd hennar, vita að hún var hjá mér, g'at alltaf gert mig ölvað- an af fögnuði. Pat hafði ekki heyrt fótatak mitt og tók ekki eftir mér í dyrunum. IJún sat á gólfinu frammi fyrir speglinum og var með allan hugann 'við hatt, sem hún var að máta. Það var lítill, svartur, hattur, \sem féll alveg að höfðinu. Lampinn stóð á gólfábreiðunni við hlið hennar, og brá daufri birtu um herbergið, en geislinn féll á höfuð hennar. Á stólnum lágu svartar silkiafklippur, skæri og annað saumadót. * v Eg stóð kyfr og horfði á hana, hvernig hún sneri hatt- inum á höfðinu og athugaði hann alla vega í speglinum. Eg vissi að Pat þótti gott að sitja á gólfinu. Einu sinni þafði ég fundið hana sofandi úti í horni nleð bók í höndunum. Nú sá Pat mig í speglinum. Hún brosti og mér fannst heim urinn verða albjartur. Eg sagði ekki neitt en settist á gólfið hjá henni og kyssti hár hennar. Æska hennar, gleði og hjarta- hlýja vermdi sál mína og ég gleymdi öllu því, sem ég hafði séð af grimmd mannanna og eymd þennan dag. Pat sýndi mér hattinn. „Eg hef sjálf saumað hann. Hvern- ig lízt þér á hann, Robby?“ „Vel. Eg hef aldrei séð svona fallegan hatt“. „Já, það er líka það bezta. Því minni vonbrigði og mis- skilningur. Við getum tekið Hassehjónin til dæmis“ „Þetta er ekki að öllu leyti rétt“, sagði hún. „Sannleikurinn er oftast að- eins hálfur. Mennirnir eru svona. Hún lagði hattinn til hliðar, sneri sér við og leit á mig. Þá gat hún ekki annað en séð, hvernig ég var í fram- an ,,Hvað er þetta?“ spurði hún hrædd. „Ekkert. Eg lá undir bíl, sem ég var að gera við og það datt verkfæri ofan á andlitið á mér“. Hún horfði á mig efabland- in. „Það má guð ,vita, hvar þú hefur verið. Þú segir mér aldrei neitt. Eg veit jafn lítið um þig og þú um mig“. I Eg hló. „Hvað gerir það, Pat? | Konan á helzt ekki að vera neitt heima í starfi mannsins. Þetta raus um, að konan eigi að vera félagi mannsins og taka þátt í starfi hans er runn ið frá þröngsýnu fólki, sem ekki hefur skap til að tala um annað en strit sitt. Á öldinni sem leið, kunnu allirv þá list, að tala saman sér til skemmt- unar“. Eg ætla að setja kalt vatn við andlitið á þér“, sagði hún og reis á fætur. „Okkur til skemmtunar". „Nei, bíddu við. Það liggur ekki á“. ,,Eg kem undir eins aftur“. Hún sótti vott handklæði, lagði það yfir andlitið á mér og settist hjá mér aftur. „Vild- irðu heldur að við hefðum lif- að á síðustu öld eða einhverju öðru tímabili en núna?“ spurði „En góði — þú lítur ekki I hún. einu sinni á hattinn. Þú ættir “ svaraði ég. ..Það er að bara að vita, hvað mér hefur ví”u andstyggilegt að lifa á gengið illa með hann“ „Auðvitað sé ég hattinn“, sagði ég og byrgði andlitið í hári hennar. „Svona hatt dreymir alla tízkuhöfunda Par- ísar um“. ,,Á ég að setja klemmu á hann í annan vangann. Æ, þú veizt ekki, Ir^að ég á við“. Hún hló við mér í speglinum. „Þú tekur aldrei eftir í hverju ég er“. „Jú, ég tek eftir hverju smá- atriði“, sagði ég og sneri and- litinu undan. Nefið var ekki fallegt. „Jæja, í hverju var ég til dæmis í gærkvöld?“ „í gærkvöld — égv hef ekki hugmynd» um það“. „Vissi ég ekki!“ „Jú, bíddu við. Eg held að þú hafir ekki verið í neinu“. Hún roðnaði og sagði fljót- mælt: „Já, þarna kemur það. Þú tekur ekki eftir neinu. Þú þekkir mig reyndar ósköp lít- ið“. þessum tímum, en ég veit ekki, hvort það hefur verið miklu skárra áður. Mig lang- ar bara til að eiga peninga. Mikla peninga. Þá værum við frjáls“. „Hvað ættum við þá að gera, elskan? Ferðast? Er það ekki?“ ,.JÚ, til Afríku, — Indlands, — Japan, — Kína, — kringum hnöttinn? „Það er næstum því of langt. Fyrst vil ég fara til Lago Maggiore. Þegar ég var lítil, heyrði ég getið um Lago Magg- iore. Eg man ekki hvar eða hvenær það var. Eg man bara nafnið. Og svo var það Monte Carlo. Mér detta aldrei ferða- lög í hug, svo að ég muni ekki einmitt þessi tvö nöfm, Þau eiga eitthvað skylt við sólskin, blóm og frelsi. Er það ekki skrítið?“ „Nei. Eg hef hugsað svipað þessu. Það voru bara önnur nöfn, sem heilluðu mig. Það var Kentucky, prerian, Tim- buktu — og svo eyjan, þar sem greifinn frá Monte Christo faldi fjársjóði sína“. „Jæja, þá förum við þangað. Við förum frá Lago Maggiore til Kentucky. Er það ekki hægt?“ „Eg veit ekki, hvort hægt er að fará um Ítalíu með því móti“. „Við skulum sjá“. Hún sótti landakort og breiddi úr því við lampann. Við lögðumst endi- löng á gólfábreiðuna og gerð- um ferðaáætlanir um allan heim. Eg stakk upp á, að við skyldum setjast að á einhverri af Suðurhafseyjunum og koma aldrei aftur. En það vildi Pat ekki. Hún vildi koma heim. Þá kom okkur saman um að fara til Suður-Ameríku á heim- leiðinni". „Þá komum við til Rio“, sagði Pat. „Það hlýtur að vera fallegt í Rio“. # „Eflaust — Hún leit á mig og brosti. „Eg hef aldrei komið þang- að“, sagði ég. „Það var lygi allt sem ég sagði þér — það kvöld‘,‘. „Eg veit það“, sagði hún og reis upp við olnboga. „En reyndar var það ekki lygi. Það var allt til í ímyndun þinni, meðan þú sagðir frá því“. „Það var asnalegt, að mér skyldi detta þetta í .hug. En ég var ekki með sjálfum mér það kvöld“, sagði ég sneypulegur. Hún hristi höfuðið en sagði ekkert. „Jú, ég var eins og kjáni, eins og dreng-fábjáni, sem ekki veit, hvað hann á að taka til bragðs. Eg fann upp á hverri vitleysunni eftir aðra í stað þess, að vera bara eins og al- mennilegur maður. Og svo var ég hálf-vitlaus af afbrýðisemi, þó að ég hefði hvorki ástæðu né rétt til þess —“. Hún greip fram í fyrir mér. „En mér þótti vænt um þig, einmitt af því að þú varst svona“. \ „Nú er ég orðinn miklu hyggnari“, sagði ég. Hún horfði á mig og brosti íbyggin. „Er það ekki gaman, að við skulum sitja saman og tala um liðna tímann, eins og við værum gamalmenni?“ „Jú, það er gaman — af því við erum ekki orðin gömul“. Pat hristi höfuðið og varð al- varleg. „Nei, við erum ekki gömul og verðum það aldrei. Áður fyrr gerði fólk sér víst í hugarlund, hvernig það væri að eídast í sambúð hvað við annað. Nú líður allt svo fljótt — of fljótt“. „Eg er viss um, að við verð- um eldgömul, Pat. Líklega vegna þess, að okkur langar ekki Áil þess“. „Það getur verið, að þú eig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.