Þjóðviljinn - 27.02.1945, Page 7
Þi'iðjudagur 27. febrúar 1945.
ÞJÓÐVILJINN
„Magga! Magga! Gáðu að barninu“, kallaði konan.
Þegar hreinarnir komu upp á hæðina, hlupu þeir
beint af augum gegnum skógarkjarr og milli trjástofna.
Bandið, sem þeir voru tengdir saman með, slitnaði og
hver fór sína leið á fljúgandi ferð. Snjórinn þeyttist í
allar áttir kringum þá og fólkið, sem sat á sleðunum,
gat ekki opnað augun.
Sleðinn, sem LappastúÍKan sat á, rakst svo óþyrmú
lega á trjástofn, að bæði hún og barnið ultu af honum.
Stúlkan hafði tauminn vafinn um úlfliðinn og hreinn-
inn dró hana á eftir sér. — En vaggan valt niður brekk-
una.
Vaggan valt og valt. Einu sinni lá við að hún stöðv-
aðist á hjalla en hún hélt áfram hraðar og hraðar nið-
ur fyrir árbakkann.
En vaggan kom niður á ísjaka, sem var á reki niður
ána, meðfram bakkanum.
Hreindýrin héldu áfram og linntu ekki á sprettinum.
Lappastúlkunni lá við yfirliði af sársauka og hræðslu.
Hreinninn dró hana eftir hjarninu og úlfarnir voru á
hælum þeirra.
Loks tókst henni að losa bandið af handleggnum
og hreinninn hélt áfram með tóman sleðann. Rétt á
eftir sleit hann aktaugarnar og æddi eitthvað út í busk-
ann með úlfana á eftir sér.
Þetta bjárgaði fólkinu. Úlfarnir eltu lausa hreininn
allir, þar til þeir náðu honum og átu hann.
Lappanum tókst loksins að stöðva hreininn. En þá
hafði hann farið margra kílómetra veg. Hjónin voru
ekki langt á eftir honum. Þau voru úr allri hættu; að
minnsta kosti í bráð. En hvar var stúlkan með barnið?
Það hafði dimmt í lofti og því var ekki hægt að
sjá langt frá sér. Þau biðu um stund og vonuðu, að
stúlkan kæmi á eftir þeim.
„Við erum nærri því komin að sæluhúsinu,“ sagði
Lappinn. „Við skulum fara þangað fyrst. Svo skal ég
snúa aftur og leita að henni. Það er að segja, ef ég get
komið hreindýrinu úr sporunum í þá átt aftur.“
„Eg fer með þér, Lassi,“ sagði konan.
„Það hefur enga þýðingu. Þú getur ekki snúið hrein-
dýrinu aftur. Eg veit ekki einu sinni hvort ég get það,“
sagði Lappinn.
l(ipt Cg ÞETT4
Skáldsagan „Kringum jörð-
ina á áttatíu dögum“; eftir Jul-
es Verne, kom fyrst út sem neð
anmálassaga og birtist samtím-
is í frönsku og amerísku blaði.
Margar sögur eru til um það,
með hvílíkum brennandi áhuga
lesendurnir fylgdust með því,
hvort Phileas Fogg ynni veð-
málið. Þegar þar var komið sög-
unni, að Fogg ætlaði frá Ame-
ríku til Liverpool, sá skipafélag »
í Ameríku sér leik á borði:
Stjórn félagsins bauð Jules
Verne mikið fé til þess að láta
monseur Fogg sigla með ein-
hverju af skipum þess til Liv-
erpool. En Verne tók ekki boð-
inu.
Þegar Jules Verne dó árið
1906, kom maður nokkur beina
leið frá Ameríku, til þess að
vera við jarðárförina Ekki
vissu rnenn nein deili á honum,
en hann þótti undarlega úrelt-
ur í klæðaburði. Sagði hann þá,
sem var, að hann hefði á unga'
aldri tekið sér monseur Fogg til
fyrirmyndar í klæðnaði* og
héldi því áfram enn.
*
Orðið „bjarnargreiði“ á upp-
runa í ævintýri La Fontainses
um björninn, sem ætlaði að
reka flugu af nefi húsbónda
síns og kastaði í hana steini,
sem rotaði manninn.
!
ERICH MARIA REMARQUE:
VINIR
ir eftir að lifa lengi“, sagði hún
stillilega. „Ekki ég“.
„Eg er þegar orðirtn svo gam
all, að ég þarf ekki að verða
eldri. Sá, sem hefur verið í
styrjöld, hefur séð allt. Og
maður, sem hefur séð allt, er
gamall“.
„En varstu ekki að segja áð-
an, að þú hefðir hagað þér eins
og dreng-fábjáni, þegar þú
kynntist mér fyrst? Þá ertu þó
ungur enn“.
„Æskan og ellin eiga báðar
ítök í mér og troða sér ævin-
lega fram þar, sem sízt skyldi.
Pat hló. „Hvernig heldurðú
að ég verði, þegar ég er orðin
gömul kerling?“
„Alveg eins og þú ert núna“
„Nei,“ sagði hún og hélt
áfram að hlæja. „Eg verð hrukk
ótt og digur“.
„í mínum augum verðurðu
alltaf eins og þú ert nú“
„Þó að ég verði hrukkótt?“
„Já, hrukkurnar bera aðeins
vott um öll árin, sem við höf-
um verið saman, Og ég er viss
um að mér þykja þær fallegri
en ung og slétt andlit“
Pat svaraði engu. Hún færði
sig nær mér og ég lagði hand-
legginn utan um hana. Þá tók
ég eftir, að augu hennar voru
vot af tárum. Hún sneri and-
litinu frá mér, þegar hún varð
þess vör að ég horfði á hana.
„Það «er kjánalegt,“ sagði
hún og reyndi að brosa. ,.En
mig langar svo til að verða göfn
ul“.
,,Þú verður það líka. Við
verðum bæði eldgömul. (Þú
ert svo hugrökk að þér batnar
áreiðanlega.“
„En ég er einmitt ekki alltaf
hugrökk."
„Þeir einir eru hugrakkir,
sem berjast við ótta sinn,“ sagði
ég.
Pat brosti og ég þrýsti henni
fastar að mér. Þannig lágum
við lengi í daufri ljósbirtunni
með landabréfin í kringum okk
ur. — Lago Maggiore — Monte
Carlo — Kentucky — Fjársjóð-
ir greifans af Monte Cristo —
Ferðalög. Og við ætluðum að
lifa og eldast hvort hjá öðru.
Svalur andvari næddi inn um
gluggann. Vindurinn skrjáfaði í
trjákrónunum í kirkjugarðin-
um. Það fór hrollur um Pat og
hún smeygði öðrum handleggn-
um undir jakkann minn.
XXXII.
Október var votviðrasamur.
Skýin héngu yfir borginni.
Regnið draup af þökunum. Og
svo komu hauststormarnir.
Einn morgun ,þegar ég leit út
um gluggann, sá ég gula bletti
á trjálaufinu í kirkjugarðinum
og naktar greinar.
Eg stóð við gluggann um
stund. Það hafði verið einkenni
leg tilfinning alla þessa mán-
uði, síðan við komum úr sumar
leyfinu, að vita, að Pat átti að
fara frá mér með haustinu. Eg
hafði einhvern veginn sætt mig
við það alveg eins og menn
sætta sig við að tíminn líður,
þeir eldast og ævi þeirra lýk-
úr að síðustu. Eg huggaði mig
við það, að enn var Pat hjá
mér, enn var sumar og skógur-
inn grænn. Óttinn við haustið
og skilnaðinn var eins og kólgu
bakki úti við sjóndeildarhring-
inri". En hann gerði líka allar
samverustundir innilegri.
En nú stóð ég við gluggann
og horfði á hvernig fyrsta írost
nóttin hafði sogið þrótt úr
grænu laufinu, svo að það hékk
máttlausí niður af greinunum.
Hver vindhviða lirifsaði með
sér blöð.
Eg fann það ailt í einu með
sárri kvói, að nú var fresturinn
úti. Skilnaðarstundin var kom-
in með haustinu, sem hafði iagt
í eyði gróðurinn úti í garðinum
og stráð visnu laufi á grassvöxð
inn.
Eg hlustaði, en heyröi enga
hreyfingu í h'nu herberginu.
Pat svaí enn. Þá opna 5i ég gæti
lega og stóð litla stund í dyr-
unum. Hún svaf rólega og hafði
engan hósta. Heimskuleg von
náði valdi á mér örfá augna-
blik. Átti ég ekki að hringja til
Jaffé í dag. Gat ekki verið að
Pat kærnist hjá þvi að fara á
hælið.
En þá mundi ég svo vel allar
næturnar, sem ég hafði vakað
og heyrt hana berjast við hóst-
ann og anda með hrygluhljóði.
Vonin dó jafnskyndilega og hún
vaknaði.
Eg gekk aftur að glugganum
og horfði út um stund. Síðan
settist ég við skrifborðið og fór
að telja peningana mína. Eg
fór að reikna út hve lengi þeir
mundu endast Pat. Niðurstaðan
gerði mig svo hugsjúkan að ég
lét peningana aftur niður í
skúffuna, eins fljótt og ég gat,
og læsti.
Eg l.eit á úrið mitt. Klukkan
var enn ekki sjö. Pat mundi
ekki vakna fyrr en eftir tvo
tíma. Eg lauk við að klæða mig
og flýtti mér út. Það var betra
en að sitja hér inni í döprum
hugsunum. Eg náði í bílinn og
ó‘k hægt eftir götunum. Um-
ferðin var lítil.
Eg ók gegnum eldri borgar-
hlutann og til dómkirkjunnar.
Eg ætlaði að færa Pat öll þau
blóm, sem ég fyndi lifandi, til
að draga úr áhrifum haustsins.
Eg skildi bílinn eftir við hliðið,
bakdyramegin, eins og ég var
vanur, innan úr kirkjunni bár-
ust orgeltónar. Það var morg-
unguðsþjónusta. Eg bjóst við,
að henni mundi verða lokið
eftir á að gizka tuttugu mín-
útur.
Regnið draup af rósunum.
Blómin stóðu óvisnuð enn. Eg
var í víðri regnkápu og gat
hæglega falið greinarnar undir
henni.
Eg tók það sem ég komst með
út í bílinn og fór inn aftur eftir
meiri blómum. Þegar ég var
rétt búinn að fela þau vandlega
undir kápunni, heyrði ég fóta-
tak, sem kom innan að. Egþrýsti
höndunum fast að brjóstinu og
staðnæmdist frammi fyrir einni
helgimyndinni, eins og ég væri
að biðjast fyrir. Eg starði á
myndina, signdi mig og gekk
að næstu mynd. Fótatakið nálg
aðist. Eg vissi ekki hvað ég átti
af mér að gera. Ekki gat ég
hörfað undan án þess að standa
svo lengi framan við myndina,
að áhorfandinn gizkaði á að ég
hefði lesið „Faðir vor“ eða
„Ave Maria“. Annað hefði verið
grunsamlegt.
Eg stóð því kyrr en gaf þó
aðkomumanninum kuldalegt
hornauga, sem hann átti að
skilja svo, að hann hefði truflað
mig í bænargjörðinni.
Þetta var prestur. Andlit
hans var góðmannlegt. Eg var
viss um, að hann mundi ekki
yrða á mig í miðri bænargjöi'ð-
inni. En þá tók ég eftir því, að
ég var staddur við yztu mynd-
ina í röðinni. Og þá dugðu eng
in í’áð. Hvað lengi sem ég bæð-
ist fyrir hlaut alltaf að koma
að því, að ég yrði að fara og
hann færði sig að þeirri mynd.
Hann beið auðsjáanlega eftir.
því.
Eg beið ekki boðanna, en
sneri mér við til brottferðar.
„Góðan daginn. — Dýrð sé
Jesú Kristi,“ sagði presturinn.
„Að eilífu. Amen,í‘ sagði ég.
Eg vissi að þetta var kveðja
katólskra rnanna í helgidómn-
um.
„Það er sjaldgæft að sjá
menn hér um þetta leyti,“ sagði
hann og leit á mig barnslegum
bláum augum. „Alltof sjald-
gæft,“ bætti hann við mæðu-
lega. „Og sízt að þeir biðjist
fyrir hjá píslargöngumyndun-
um. Eg yrti á yður vegna þess
að það gladdi mig svo að sjá
yður gera það. Yður liggur á-
reiðanlega einhver bæn á
hjarta, fyrst þér eruð kominn
hingað svona snemma.“
En ég hugsaði með mér: Bara
að þú vildir nú fai'a leiðar þinn
ar. Hann1 hafði enn ekki tekið
eftir blómunum. Mér reið á því
að losna við hann sem fyrst.
Hann brosti vingjarnlega:
„Eg ætla að fara að lesa messu
Eg skal bera bæn yðar til
Guðs?“
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég
feiminn.
„Er það sáluhjálp látins ást-
vinar?“ spurði hann.
Eg starði á hann logandi
hi'æddur. Eg fann að það var